Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1964 NORÐMENN telja Hákon Hákonarson einn fremsta konung sinn og öðrum fremur stofnanda hins forna Noregsveldis. Að nú- tímavenju mundi hann vera kallaður Hákon f jórði, en kenningarnafnið gamli festist við hann, þó ekki næði hann sextugu. Ástæð- an var sú, að hann hafði gefið eldra syni sínum, Há- koni, konungsnafn, 6 ára gömlum, svo að tveir Há- konar voru konungar sam- tímis í sextán ár, frá 1240 til dauðadags Hákonar yngra, 1257. ★ Hákon gamli lifði þennan son sinn í sex ár, og á þeim tírrta kom hann fram þeirri hugsjón sinni að verða kon- ungur fslands og Grænlands, en Færeyjar voru gengnar undir Noreg meira en tveim öldum áður. Orkneyjar, Hjalt land og Suðureyjar voru þá undir Noregskonungi. Hefur norska konungsrdkið aldrei verið víðlendara en það varð síðustu æviár Hákonar gamla, og herfloti landsins aldrei voldugri en þá. í utanríkis- málurh var Hákon slyngari en fyrirrennarar hans. Hann gerði verzjlunarsamninga við Englakonung og landamæra- samninga við stórfurstann í Hólmgarði og naut meira álits erlendis en fyrirrennarar hans höfðu gert. Heimildir, sem að vísu eru ekki áreiðan legar, telja að erlendir þjóð- höfðingjar hafi viljað fela honum forystu krossferðar til Landsins helga, og að páfinn hafi viljað gera hann að þýzk- rómverskum keisara. En það var efling Noregs- veldis, sem Háikon gamli bar fyrst og fremst fyrir brjósti Herkonungur var hann ekki á við fyrirrennara sina, þó floti hans yrði stærri en í tíð nökkurs konungs annars. En flotinn var nauðsynlegur vegna- eyríkja þeirra, sem Noregur átti. Hjaltland, Orkn eyjar, Suðureyjar (Hebrides) og Mön voru norsk lönd, á- samt Katanesi á Skotlandi. Og oft þurfti að beita valdi til þess að halda yfirráðum Noregskonungs við, ýmist vegna ásælni Skota eða vegna þess að jarlamir í eyjunum vestra gerðust of heimaríkir Og vildu vera konungar sjálf- ix, — ekki sízt á þeim tímum er bál borgarastyrjalda log- uðu sem glaðast í Noregi. Þrátt fyrir röggsemi Sverr- is konungs Sigurðssonar (1177-1202) var það báil ekki glokknað er Hákon gamli varð konungur. Hákon sonur Sverris dó árið 1204 og var Hákon sonur hans (gamli) þá enn ófæddur, en Ingi Bárð arson systursonur Sverris varð konungur (1204-17). Ingi hafði jafnan herstjóra sér við hlið, fyrst Hákon galinn og frá 1214 Skúla hálfbróður sinn, og gaf þeim jarlstign og lén. Þegar Ingi dó þóttist Skúli standa nær til að erfa ríkið en Há'kon gamli, en Birkibeinar kusu Hákon og settu Skúla meðráðamann hans unz Hákon tók að fullu við ríkisstjórn samkvæmt ákvörðun höfðingjaþingsins í Björgvin árið 1223. Og Hákon var látinn giftast Margréti dóttur Skúla til þess að treysta sambúðina. — En Skúli undi illa við sinn hlut og var hann þó ekki rýr. Hann réð yfir Osló og nágrenni (fylkjunum Austfold Vestfold, Þelamörk og Upp- löndurn) en heimtaði Austur- Agðir í viðbót. Á fyrrnefnd- um fundi í Björgvin var af- ráðið að konungur tæki við þessum landshluta en Skúli fengi í staðinn öll Þrændalög og Mæra-fylkin og Raumsdal. Lét nærri að þetta væri þriðj ungur rókisins, en ekki var Skúli ánægður samt, jafnvel þó konungur gerði hann að hertoga árið 1237. Því 6. nóv. tekur Skúli sér konungsnafn á Eyrarþingi (Niðarósi). Há- kon þótti þá sem oftar sein- látur til stórræða, er um hern að væri að ræða, enda kölll- uðu sumir fylgismenn hann Hákon svefn. Hann sat kyrr í Björgvin er hann heyrði tíð- indin, en í febrúar 1240 heldur hann þó flota sínum til Niðar óss. En þá var Skúli allur á bak og burt þaðan — farinn með her manns suður yfir fjöll og vann sigur á liði Há- konar við Nannestad skammt frá Osló og bjó um sig í borg inni. En Hákon sneri aftur, er hann hafði gefið Hákoni syni sínum, sjö ára gömlum, konungsnafn á Eyrarþingi, og hélt nú til Oslóar. Úrslita- orusta hans og Skúla var háð við biskupssetrið í Osló 21. apríl og lauk henni svo að Hákon sigraði en Skúli flýði norður yfir fjöll til Niðaróss, heillum horfinn. Nokkrum vikum gíðar komu herskip frá Hákoni til borgarinnar og flýði Skúli þá í Helgiseturs- klaustur, en gaf sig óvinunum á vald er þeir höfðu hótað að brenna klaustrið ef hann kæmi ekki út. Hann tók dauða sínum með karlmenn- sku og bað þess, að hann yrði ekiki högginn í andlitið, því að þannig væri ekki til siðs að fara með höfðingja. Lauk þá 110 ára erfðastríði, sem staðig hafði síðan Sigurð Jór- salafara leið. Birkibeinar brenndu klaustrið en Hákon lét endurreisa það, prýðilgra en áður. Hákon lifði 23 ár eftir fail Skuia og nu genst Irægoar- saga hans, sem siðar verður vixið að. En áður en Skuli feli haíði konungur haft ányggjur af nýiendum sínum við ökotland. SkotaKonung- ar geroust æ ágengari þar og eiiiKum lék þerm hugur á að eignast Suðureyjar og Mön. Aiexander II. hafði sent erind reka tii Noregs til þess að fala eyjarnar — hann baust jafn- vel til að kaupa þær — en við það var ekki komandi. Hákon vildi auka veldi sitt vestur í hafi en etoki rýra það. Næsti Skotakonungur, Alex- ander III., gerðist enn nær- göngulli við Suðureyjar og loks kom að því að Hákon þóttist ti'lneyddur að fara vest ur, til að lægja i honum rost- ann. En þesi ferð varð hans síðasta. Yfir hundrað skipa floti hélt vestur. Þó var þetta ekki nema um þriðjungur þess flota, sem Hákon hafði á að skipa. Tók hann nú að herja á Skotland og gerði strand- högg víða og stóð helzta or- ustan við Largs í september 1263 og höfðu Skotar betur, en Hákon lét undan síga og hélt til Kirkjuvogs í Orkn- eyjum, en þar var höfuðstöð nors'ka valdsins í eyjunum. Og þar tók hann sótt þá er leiddi hann til bana, 16. des. 1243. II. 700 ára dánardægursins var minnst með samkomum bæði í Kirkwall og Bergen og norska útvarpið hafði ítar- lega dagskrá um Hákon. En sameiginlegt var það með öll- um þremur aðilum, að það var löngu liðinn íslendingur, sem segja má að hefði aðal- lega orðið, bæði í dómkirkj- unni í Kirkwall, Hákonarhöll inni í Bergen og útvarpssaln- um í Osló. Sturla Þórðarson sagnarritari. Svo sem allir ís- lendingar ættu að muna var það hann sem reit sögu Há- konar, að beiðni Magnúsar lagabætis fáum árum eftir dauða Hákonar, og hún varð bezta lýsing aldarháttar og at burða, sem Norðmenn eiga frá 13. öldinni. Hann var ekki aðeins sagnfræðingur og skáld heldur líka svo snjall „blaðamaður", að ef hann hefði lifað á okkar öld, mundu fáir komast þangað með tærnar sem hann hafði hælana. Lýsingar hans á ýms- um atburðum úr lífi Hákon- ar, svo sem krýningu hans 1247, vígslu Hákonarhallar- innar og síðustu dögum Há- konar, eru svo snjallar að blaðamenn nútímans gætu mikið af þeim lært. Það var því engin furða þó dagskrárnar á áðurnefndum samkomum á 700 ára dánar- dægrinu yrðu upplestur úr Hákonarsögu Sturlu. En fleira var þó fram borið. Á há tíðina í Kirkwall var boðið ýmsum kunnum mönnum, svo sem Fridtjov Birkell Staf- angursbiskupi — með tilliti til þess, að Þorgils fyrirrenn- ari hans var einn þeirra, sem staddir voru við dánarbeð Há konar í Kirkjuvogi. Flutti biskupinn ræðu þar, en Örkn eyjaskáldið Eric Linclater, esm valið hefur sér yrkisefni úr fornum sögum, flutti er- indi. Útvarpið í Osló átti og tala við hann og bar hann þar fram tilgátur um ástæðurnar til þess að Hákon fylgdi ekki betur eftir hernaðaraðgerð- um sínum vestra sumarið 1263 en raun bar vitni. Taldi hann að konungur hefði ver- ið orðinn værukær og elli- móður, og • að auknefnið „svefn“ hefði verið orðið rétt- nefni. — Viðureignin við Skotakonung fór þannig, að Magnús lagabætir afsalaði sér Suðureyjum tveim árum eftir lát Hákonar. — Athöfn- inni í Kirkwall lauk með því, að afhjúpaður var steinn, sem greyptur hafði verið í gólf Magnúsarkirkju á þeim stað sem Hákon var grafinn á jól- um 1263. Kom steinninn frá Noregi og á hann högginn kór óna og þessi orð á latínu: HAQUINUS FILIUS HA- QUINI — REX NORVEGIAE — A. D. MCCXVII — A. D. MCCLXIII — HIC SEPULT- US FUIT — A MENS DEC A. D MCCLXIII AD MENS MART A. D. MCLXIV. (Há- kon Hákonarson Noregskon- ungur lá hér grafinn frá des. 1263 til marz 1264). Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn var einn þeirra mörgu sem útvarpið norska átti tal við. Snerist það einkum um sannleiks- gildi fornra íslenzkra hand- rita og um Árna Magnússon og þýðingu hans fyrir varð- veizlu fornra fræða íslenzkra. Samkoman í Bergen fór vitanlega fram í Hákonarhöll inni, merkustu byggingu sem varðveizt hefur sem vitní um byggingarstarf Hákonar, og nú mun vera nær því sem hún upprunalega var, eftir að hún var endurreist í hittið- fyrra eftir skemmdirnar sem hún varð fyrir í síðasta stríði. Og ný minningarathöfn og öllu meiri mun verða haldin í Bergen síðar í vetur, til þess að minnast heimflutnings konungsins. Lík hans var sem sé flutt til Bergen og grafið í Kristskirkjunni um næstu páska eftir fráfáll hans. Auk Hákonarhallarinnar og virkisturna og víggirðingar- innar kringum Bergenhus- virkið voru það einkum kirkj ur og klaustur og sjúkrastof- ur, sem Hákon lét byggja. Ýmsar kirkjur standa enn, svo sem kirkjan á Ögvalds- nesi á Körmt. Og leifar af virkjum hans má finna sem undirstöður í virkisveggjum síðari tíma. Rauði þráðurinn í því, sem norsku blöðin hafa skrifað um Hákon í sambandi við dánardægur hans, er sá að hann hafi verið brautryðj- andi útlendra , menningar- strauma til Noregs, ekki sízt í bókmenntum og listum. Út- lendu bókmenntirnar sem Noregur eignaðist um hans daga voru þó aðallega ridd- arasögur, en um hve stórhuga Hákon var sem byggingamfað- ur ber Hákonarhöllin bezt vitni. íslendingar hafa af skiljan- legum ástæðum ekki haft Há kon gamla í hávegum, því að landvinningahugur hans bitn- aði svo óþyrmilega á þeim, að Frarnh. á bls. 23 Þann 16. des. voru liðin 700 ár frá andláti Hákonar gamla. — Dagsins minnzt með sam- komum í Bergen og Kirkwall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.