Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 24
^Doraens vorur BRAGÐAST BEZT Nær 1,4 millj. kr. fjárdráttur í Sparisjóði Reykjavíkur VIÐ áramótauppgjör í Sparisjóði Reykjavikur og nágrennis kom í ljós, að eina milljón þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur vantaði í sjóði stofnunar- innar. Við nánari eftir- grennslan féll grunur á nýlátinn starfsmann spari- sjóðsins, sem mun hafa dregið sér þetta fé undan- farin ár. Logi Einarsson, yfirsakadómari, staðfesti við Morgunblaðið, er það náði tali af honum seint í gærkvöldi, að þetta mál væri nú í rannsókn. Þejar uppgjör var hafið í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis fyrir áramótin kom í ljós, að í sjóði vantaði um eina milljón þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur. Við nánari rannsókn upplýstist, fjárdráttur þessi hafði átt sér stað um alllangt skeið og mundi valdur að honum starfsrtlaður sparisjóðsins, sem nýlega er látinn. Höfðu verið útbúin sérstök spjöld í bókhaldsvélar stofn- unarinnar, þar sem stimplað- ar höfðu verið úttektir úr ákveðnum sparisjóðsbókum án þess að eigendurnir tækju fé þetta út. Hins vegar náði starfsmaðurinn fé þessu út með því að framvísa bókum, sem einnig voru falsaðar. Hinum röngu spjöldum hafði verið komið fyrir í spjaldskrám í hvert sinn, sem endurskoðun fór fram, en hin réttu spjöld verið þar þess á milli, þannig að ekki kæmist upp um fjárdráttinn. En nú um áramótin hafði ekki verið skipt um spjöld og réttu spjöldin voru í spjaldskrán- um og þar af leiðandi kom fjárdrátturinn fram. Morgunblaðið náði seint í gærkvöldi tali af Loga Einars syni, yfirsakadómara. Stað- festi hann, að þetta mál væri nú í rannsókn. Hér er um verulegt tjón að ræða fyrir sparisjóðinn, en óþarft ætti að vera að taka fram, að eigendur sparifjár- ins verða ekki fyrir neinu tjóni af þessum sökum. Líkist frekar Geys- isgosi en eldgosi / - • •" Kyrrð yfir eldstöðvunum við Eyjar KYRRÐ var yfir Surtsey í gær og lagði aðeins upp frá henni gufustrók. Ekki heyrðust neinar Ekkert innan- lnndsflug í gær EKKERT innanlandsflug var í gær vegna veðurs. Áætlað hafði verið að fljúga til Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Akureyrar, Egils staða, Sauðárkróks og Horna- fjarðar. Hin nýja vél F.Í., Sólfaxi, fór í fyrradag til Glasgow og Kaup- mannahafnar og átti að konna heim í gær. Þegar vélin var á heimleið varð hún að lenda á flugvellinum í Edinborg, þar sem vellimir í Glasgow og Frestvík voru lokaðir. Undirbúiiin^ur að menntaskóla sprengingar. í veðurofsanum, sem verið hefur undanfarna daga, hefur talsvert kvamast og eyðzt af eyjunni. Morgunblaðið átti í gær tal við Sigurð Þórarinsson, jarðfræð ing, og sagðist hann hafa flogið yfir eyna sl. mánudag. Þá hafi greinilegt gos verið, þótt ekki hafi það verið mikið. Sagði Sigurður, að ösku og gufu hafi lagt upp úr litlum gíg innan í hinum stóra, og að- eins sézt glóð þar niðri eftir að skyggja tók. Hafi þetta fremur líkzt Geysisgosi en eldgosi. Um nýju eldstöðvarnar sagði Sigurður, að orðið hafi vart við vikur á sjónum, þar sem þær eru, svo eitthvað af gjalli losni og fljóti upp. Loks sagði Sigurður, að sjór- inn hafi brotið talsvert af eyj- unni, þótt það væru engin ósköp enn sem komið væri. Sáttafundur við Lilluhlíð CM þessar mundir er unnið að undirbúningi að teikningum að nýju menntaskólahúsi við Litlu- hlíð í Reykjavík. Málið er þó enn ekki komið á það stig, að endanleg ákvörðun hafi verið tekin um hvernig skipulag skólahússins verði. Fyrir allmörgum árum voru gerðar teikningar að mennta- skóla við Litluhlíð, en þær munu ekki svara til þeirra hugmynda sem nú eru gerðar um skóla- húsið, þótt ekki muni ólíklegt að við þær teikningar verði stuðzt. fram eftir nóttu SÁTTASEMJARI ríkisins hóf fund með aðilum að deilunum um kaup og kjör trésmiða, múr- ara, málara og pípulagningar- manna klukkan 14 í gærdag. Um það leyti er blaðið fór til prentunar stóð fundurinn enn yfir og samkomulag ekki tekizt. Akranesi, 7. janúar. UM klukkan 9,25 í morgun heyrð um við hér að minnsta kostj 4 þrumur og eldmgar fylgdu svo bjartar, að þær lýstu upp her- bergi í morgunskírounni. — Oddur. Brúarjökull hefur hlaupið 3 til 4 km. LEIÐANGURSMENNIRNIR þrir, sem fóru inn að Brúarjökli 2. janúar, komu hingað að kvöldi mánudagsins 6. janúar. Urðu t>eir varir við mjög mikla hreyf- ingu á jöklinum. Heyrðu þeir þungan gný, dynki og alls konar hljóð í honum. Virtist jökullinn skríða um 1 metra á klukkustund þar sem hraðinn var mestur. Jökulbrúnin. er víðast þver- hnípt og er 20-30 metrar á hæð. Hrynur úr henni öðru hverju. Isinn ekur lausasnjó á undan sér þar sem hann er fyrir í nokk urra metra þykkri dyngju, en hann virðist aftur á móti ekki hieyfa verulega við jarðvegi. 10 eldingni súust úr Hug- turninum ÞRUMUSKÝ gekk yfir Reykja- vík í gærmorgun á milli kl. 9,30 og 10. Á þessu tímabili sáust einir 10 eldingarblossar úr flug- turninum. Mikil rigningarskúr fylgdi þrurounum og jafnvel slydda. Vart varð við þrumur í Síðu- múla í Borgarfirði og Þingvöll- um um kl. 11. Kemur það heiim við vindáttina og vindlhraðann, sem var geysimikill, eða um 100 km á klst. Ekki er vitað til, að eldingar hafi valdið neinum skemmdum en ekki er talið ólíklegt, að pær hafi valdið truflunum á rafmagni og útvarpssendingum, sem fóru fram um þetta leyti frá Reykja- vík. Álitið er, að jökullinn hafi hlaupið 3-4 kílómetra þar sem hann hefur farið lengst. Gangna menn urðu fyrst varir við, að jökullinn var hlaupinn í síðustu göngum í byrjun október. — Steinþór. Lnndhelgis- sektir 1963 5—6 millj. kr. SEKTIR og verðmæti upptek ins afla og veiðarfæra fyrir landlhelgisbrot á árinu 1963 rtíunu nema á milli 5 og 6 milljónum króna. Hér er ekki um endanlega niðurstöðu að ræða, því ekki eru öll landhelgisbrotamál enn afgreidd, sumum var áfrýjað til Hæstaréttar t.d. Eins munu í framangreindri tölu vera eitt eða tvö sektarmál frá ár- inu 1962. FYRIRTÆKIÐ Véltækni hef- ur fengið borhamar frá Holl- man fyrirtækinu í Bretlandi. Er hamrinum komið fyrir á dráttarvél og getur hann bor- að niður á 50 metra dýpi í klöpp. Borhamarinn er notað ur m.a. til að gera skotholur fyrir sprengingar. Aðeins einn mann þarf til að stjórna hamr inum, sem sparar mikið erfiði og vinnu. Nú er borhamarinn notaður við gerð Fossvogsræs isins, en þar er borað niður á ca. 7—8 metra dýpi. Ljósm.: Sv. Þ. Færn Bretor út Inndhelgi 24. júní? London, 7. jan. AP—NTB A MORGUN hefst í London fMM ráðstefnan, er Bretar boðuðu til í byrjun des. sl. og frestað var fram yfir nýjár. Ekki er mikils árangurs að vænta af ráðstefn- unni, fremur en áður, og segir blaðið „Times“ í dag, að fulltrú- ar' erlendra ríkja á ráðstefnunni telji Breta einungis hafa boðað til hennar, til þess að geta sagt eftir á, að reynt hafi verið að finna sameiginlega lausn vanda þátttökuþjóðanna sextán. Samkvæmt NTB-fregn er tal ið víst, að Bretar muni færa út landhelgi sína 24. júni nk. S j ó m a ð ii r f y r i r b í 1 3JÓMAÐUR, Árni Águst Einars- son, Rauðagerði 52, varð fyrir bíl um kl. 19:15 í gæróag á móts við húsið nr. 120 við Langholts- veg. Árni var fluttur í Slysavarð- stofuna og síðan í Landatoots- spítala. Hann hafði íótbrotnað. Rannsakar danskur prófessor eldgosin? I BERLINGSKE Tidende er skýrt frá því á gamlársdag, að prófessor dr. phil. Ame Noe-Ny- gaard, sem er forstöðumaður jarðfræðistofnunar Kaupmanna- hafnarháskóla, hafi verið boðið að fara til íslands til að rann- saka eldgosin við Vestmanna- eyjar. Segir blaðið, að prófessorinn muni nota þyrlu til að fljúga yfir eldstöðvarnar, en hann hafi mestan áhuga á kælingu hrauns ins er það þeytist frá hafsbotni og út í kaldan sjóinn, þar sem hin nýja eyjamyndun er. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, sagði Morgunblaðinu í gær, að hann teldi ólíklegt að Noe-Nygaard kæmi til íslands án þess að hafa samband vlð sig fyrst. Hann hefði haft áhuga á því að koma þegar gosin hóf- ust, en hann hefði ekki látið verða af því, en prófessorinn var á íslandi sl. sumar. Sigurður taldi líklegt, að annaðhvort Kaup mannahafnarháskóli eða Carls- berg-sjóðurinn hefði boðizt til að standa straum af ferð Nygaard, ef af henni yrði. Þá skýrði Sigurður frá því, að frægur fránskur eldfjalla- maður og kvikmyndamaður, Harun Tazieff, hafi ætlað að koma vegna gossins, en orðið að hætta við förina vegna verkfalls ins. Hann hefði síðar ráðgert að koma 10. janúar, en ekki væri víst hvort af því yrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.