Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 8. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 Fischer skákmeistari Bandaríkjanna í 6. sinn Tilvonandi heimsmeistari ? BANDARÍSKI stórmeistarinn, Bobert Fischer, er nú enn einu sinni að vinna skák- meistaratitil Bandaríkjanna, og er það þá í 6. sinn, sem hann vinnur þann titii. Á skákþingi því, sem nú er að ljúka, eru 12 þátttakendur, þeirra á meðal flestir sterk- ustu skákmenn Bandarikj- anna. Að 10 umferðum tefld- um hafði Fischer 10 vinninga (!), þ. e. hafði unnið allar skákir sínar, og átti aðeins eina óteflda. Robert Fischer er nú tví- tugur að aldri, fæddur á önd- verðu ári 1943. Hann vakti ungur athygli vegna frábærra skákhæfileika. Árið 1958 tefldi hann í fyrsta sinn á skákmeistaramóti Bandarikj- anna, þá aðeins 14 ára, og náði þá góðum árangri, þótt ekki hreppti hann efsta sætið. Vakti frammistaða svo ungs mann í þeim kappafans, sem þar var saman kominn, gífur- lega athygli. Árið eftir, 1958, skráði . hann sig aftur til keppni á bandaríska meistara mótinu, og var þá vitað, að hann hafði tekið miklum framförum frá því árið áður. Bandaríski stórmeistarinn Lombardy spáði því, að hann yrði ekki fyrir neðan miðju, en þótt það yrði naumast kölluð hrakspá, þá mun Fisch er ekki hafa þótt mikið til hennar koma. Þau urðu líka úrslit mótsins, að Fischer hreppti efsta sæti, og var það einsdæmi í sögu Bandaríkj- anna (væntanlega þótt víðar væri leitað), að svo ungur maður yrði efstur á landsmóti skákmeistara. Á þessu sama ári kom enn betur í ljós, að sigurvinning- ar Fischers voru ekki tilvilj- unarkennd fyrirbrigði. Haust ið 1958 tefldi hann sem sé á hinu svonefnda millisvæða- móti í Portoroz í Júgóslavíu, og varð einn af þeim sex meisturum, sem unnu sér rétt indi til að tefla á kandídata- mótinu árið eftir. Jafnhliða vann hann og stórmeistara- titil, og var þar eitt einsdæm- ið enn, að 15 ára unglingur skyldi vinna slíkan virðingar titil. Á kandidatamótinu náði Fischer svo 5. — 6. sæti, ásamt Glígoric. Árið 1959 vann Fischer skákmeistaratitil Bandaríkj- anna í annað sinn, og árin 1960 og 1961 vann hann þenn an titil einnig. Fram að þeim tíma er Fischer kom fram, hafði Samuel Reshevsky um lagt skeið borið höfuð og herðar yfir bandaríska skák- meistara, enda ógnað heims- meistaratitilinum á stundum, en nú varð einnig hann að láta í minni pokann fyrir hin um unga listamanni. Ficher. Fischer tók ekki þátt í skák meistaramóti Bandaríkjanna 1962, en sama ár tefldi hann á kandidatsmótinu í Curaco og hreppti 4. sæti. Mun hann ekki vera ánægður með þá frammistöðu, og kenndi hann því að nokkru um, að sovézku meistararnir hefðu haft sam- spil sín á milli. Hafi slíkt átt sér stað, skorti Fischer þó að minnsta kosti öll sönnunar- gögn í því máli, hélt heim, en undi illa sínum hlut. Á öndverðu síðastliðnu ári vann svo Fischer enn einu sinni meistaramót Bandaríkj- anna, fremur naumlega þó, og nú hefur hann, eins og í upp- hafi var getið, tryggt sér þenn an titil í sjötta sinn, með miklum yfirburðum. Virðist því enn lítið lát vera á fram- för hans. Sumir telja Fischer ekkert undrabarn, og kann það að koma sumum spánskt fyrir sjónir. Hann var þó kominn í röð fremstu skákmanna heims 15 ára að aldri. En þeir, sem vilja svipta hann undra- barnagloríunni telja, að hann hafi rannsakað skák og æft sig svo skarplega frá því er hann lærði mannganginn (sem var víst innan við 10 ára aldur) og þar til hann náði stórmeistarastyrkleika, að afrek hans séu einungis rökrétt afleiðing þess lær- dóms. Má bæta því við, að 15 ára gamall var hann tal- inn lærðasti skákmaður Bandaríkjanna. Það, sem styður þessa kenn ingu er sú staðreynd, hversu fjölhliða skákmaður Fischer var, eiginlega strax og hann kom fram á sjónarsviðið og hve fáar lægðir hafa komið fram á skákferli hans. Hið dæmigerða undrabarn kemur oftast í fyrstu fram af krafti miklum, er dálítið misjafnt, og er venjulega ekki jafn- vígt í öllum afkimum þeirrar listgreinar, sem það leggur stund á. Oft koma fyrir tíma skeið sem snilligáfa þess virð ist ekki „kveikja" eða a. m. k. ekki af sama léttleika og fyrr. Þessi undrabarnseinkenni hafði Fischer ávallt í snauð- um mæli til að bera, og því er það ekki alveg út í bláinn, er menn hafa tilhneigingu til, að telja hann ekki til hinna dæmigerðu undrabarna. Hann virtist, er hann fyrst kom fram, vera nokkuð jafnvígur í flestum greinum skákarinn- ar, þótt auðvitað sé, að hann sé ekki ávallt jafn vel fyrir kallaður. í þessu sambandi má einnig líta á það, að það er eilíft um ræðuefni, hvaða hæfileikar séu meðfæddir og hverjir áunnir, og á fæstum sviðum endist mönnum undrabarns- glorían til viðvarandi sálu- hjálpar, ef þeir þjálfa sig ekki af alúð og einbeita sér á við- komandi sviði. En hvort sem við viljum nefna Fischer undrabarn eða ekki, þá stendur hitt fast, að hann er eitt mesta furðufyrir brigði í allri skáksögunnL Hann stefnir að því að verða heimsmeistari í skák og er alveg ófeiminn að skýra frá því, enda býr hann yfir miklu sjálfstrausti og byður engan afsökunar á tilvist sinni. Slíkt fer vel ungum framgjörnum hæfileikamönnum. Ekki er ólíklega til tekið, að Fischer nái því marki i framtíðinni að verða heims- meistari í skák, og yrðu það þá merkileg tímamót í skák- sögunni. Eins og menn muna, kom Fischer hingað til lands árið 1960 og tefldi hér á 5 manna skákmóti. Varð hann þar að vonum hlutskarpastur. ^yfir^kaffibolhuu FYRIR rúmum fimm árum gleymdi milljónamærinigur nokkur einum litlum 61.000 krónum sænskum undir vara- hjólinu í bíl sínum. Það virð- ist ekki vera auðvelt fyrir þessa karla að fylgjast með því hvort 61 þúsund krónur lenda hér eða þar. Það er ekki gott að segja í hvað pen- ingarnir fara. Þeir bara fara. í mánaðarlokin leita sumir í vösum sínum eða færa til í skápunum, en smáuppHæðir geta legið nokkra mánuði án þess að láta bera á sér og koma svo fram í dagsljósið, einmitt þegar stefnan hafði verið tekin til veðlánarans. Það er nú annars meira hvað veðlánararnir eru orðn- ir „matvandir". Það þýðir ekki lengur að fara til þeirra með gamla vetrarpelsinn — Með meiri og meiri velmegun hefur lager veðlánarans breytzt svo að nú eru gim- steinar algengari í hillum hans en vel notaðir munir. Milljónamæringurinn mundi að lokum eftir því að þeissar 61 þús. væru hans. En hann hafði ekki saknað peninganna. Þessir ríku Svíar, sem hafa flutzt búferlum til Sviss, virð- ast ekki telja í minni upp- hæðum en 100 þúsundtum. Milljónarinn segist muni sjá um að sá, sem fann pening- ana, skuli fá 5 þúsund í fund- arlaun, enda þótt honum beri slíkt ekki samkvæmt lögum. Spurningin um það, hvort það launi sig að vera heiðar- legur, kemur þannig fram og verður alleftirtektarverð. — Hinsvegar er góð samvizka talin vera bezti vinur manns. IHMnMIMlMMHM Og svo eru ekki heldur pen- ingar allt. Já peningar! Það má skemmta sér á marga vegu. í vikuritinu Se sá ég að Birg- itte Bardot og kunningjafólk hennar hefði í vetur skemmt sér við að kasta á hvert ann- að og umhverfis sig steikuon, omelettum, búðingum og öðru og skemmt sér konunglega, þrátt fyrir að reikningurinn hljóði upp á sem svarar 120 þús. ísl. krónum og eyðilagð- ur fatnaður og borðbúnaður hefði numið tvöfaldri þeirri upphæð. Þarna sést bara að peningar eru ekki allt, þótt mannmarg- ar fjölskyldur myndu geta lif- að góðu lífi fyrir andvirði einnar kvöldstundar skemmt- un kvikmyndastjarnanna. — Immum. Stúlka 'óskast Viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa. Vaktaskipti. — Upplýsingar milli kl. 5—7 í dag. Bifreiðaslöð Steindórs Sími 18585. M M IR Tveir innritunardagar eftir) KVÖLDNÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA. Kennsla hefst mánudaginn 13. janúar. Enska — danska — þýzka franska — ítalska — spánska. — íslenzka fyrir útlendinga. Síðdegistímar í ensku fyrir húsmæður. Enska fyrir byrjendur. Samtalstímar við Englendinga. Enskar smásögur — Ferðalög og daglegt mál. V Fjölbreytt og skemmtilegt nám. Opið kl. 2—8 eftir hádegi. Málaskólinn Mímir Hafnarstræti 15 (Sími 2-16-55 kl. 2—8 e.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.