Morgunblaðið - 10.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1964, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. Jan. 1004 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Vegalögín Framhald af bls. 8. anna of lítill, en skerfur ríkis- sjóðs til annara þarfa of stór. Rétt er að vekja athygli á því, að aukning á vegafé 1964 stafar nær eingöngu af auknum skött- um á benzíni og bílum. Benzín- gjald, þungaskattur og gúmmí- gjald eru áætluð um 197 millj. kr., eftir eru því af ö'llum bif- reiðasköttum í ríkissjóði 570-197- 373 millj., skilar ríikið aðeins 47 millj, kr. í vegi. Framl. ríkisins til vegamála hækkar næstum ekkert á árinu þrátt fyrir vax- andi dýrtíð og heildarhækkun fjárlaga Samanburður á benzínverði hér og erlendis. Ein af röksemdum fyrir hækk uðu benzínverði var sú, að benz inið er ódýrara eða hefur verið ódýrara hér á landi en í flestum löndum Evrópu. Þessi saman- burður er ónákvæmur. í öllum þeim löndum, sem tekin hafa verið til samanburðuar, er vega- kerfið betra og fullkomnara en ihér. Þar eru yfirleitt allir vegir með sjéttu ryklausu yfirborði, annað hvort steyptir, malbikaðir eða með olíumöl. Þá má heldur ekki gleyma því, að í öllum þess um löndum er víðtæk flutninga- starfsemi á landi, þ.e. járnibraut- ir, sem njóta styrks frá rikinu, Þessir flutningar létta á vega- kerfinu eru jafnframt fjárhags- legur baggi á níkinu. Þrátt fyrir að benzín er nokkru lægra í verði hér á landi, en annars staðar í Evrópu, þá mun rekstur bifreiða á ekin km. vera hér hærri en í öðrum löndurn, vegna iþess hve slitið á bifreiðum er miklu meira en annars staðar, ©g stofnkostnaður hár vegna mikiHa tolla og aðflutnings- gjalda. Breyting á þungaskattl. Lógin fela í sér mikla hækkun á þungaskatti á dieselbifreiðum, en þungaskattur á benzín bifreið um verður óbreyttur, þessi þátt- ur laganna er að vissu leyti eðli- legur. Rétt og sanngjarnt er að dieselbifreiðar beri jafn mikinn skatt á við benzínbifreiðar en ekki meir. Sérlega ósanngjarnt er tvimælalaust að allar bifreið ar undir 2000 kg. að netto þyngd bera sama skaitt. Af þessu leiðir að léttar dieselbifreiðar bera til- tölulega hærri skatta en hinar stóru, enda þótt þær fyrrnefndu slíti vegunum að jafnaði minna. Við teljum netto þyngd á hvern hjólbarða, þegar bifreiðin er full fermd. Ef deiit er í þyngd bif- reiðarinnar með fullum farmi með fjölda hjóla kemur út tala, sem við getum kallað „hjólbarða kíló“. Sú tala er réttlátari grund völlur fyrir skattalagningu og í meira samræmi við það slit, sem bifreiðin veldur á vegunum. Þá teljum við óheppilegt og bein línis óréttlátt að endurgreiða þungaskatt eða hluta af benzín- gjaldi af nokkrum þeim bifreið- u-m, sem á vegunum aka. Teljum við því fyrirkomulagið á þunga- skatti sé óheppilegt í lögum þessum og þurfi breytinga við. Hvernig á að verja vegafénu? í skýringum, sem lagafrum- varpinu fylgdi er lausleg áætlun um það hvernig vegaféð verði notað. Sérstök ástæða er til að gera atfhugasemd við þrjá þætti þessarar áætlunar: 1) Gert er ráð fyrir að aðeins verði varið um 2,5% af vegafé til yfirstjórn- ar og skipulagningar í vega- framikvæmdum. Allt veltur á því að skipulagning og tækni- legur undirbúningur sé í sem beztu lagi. Getur því vart hjá því farið að hlutfallstala þessi sé of lág. 2) Ekki kemur fram hve miklu fé skal verja til þess að gera rykifrítt slitlag á vegi, en þetta er ein mest aðkallandi framkvæmd í vegamálum á næstu árum. Úr þessu er hægt að bæta, þegar vegaáætlunin verður samin. 3) Of lítið fé er ætlað til vélakaupa. Ekki er vafi á því að mjög hefur hamlað vega framikvæmidium að vegagerð rik- isins hefur ekki haft á að skipa beztu tækjum við viðhald vega og vegalagningu. En mikið fé getur farið fyrir lítið, ef leigð eru dýr og seinvirk tæki til þess ara framkvæmda. Á þessu sviði þarf að vera fullkomin hagnýt- ing í nútíma tæknj við allar vegaframkvæmdir. í skýringum við frumvarpið er þess getið að 0,5% skuli varið til rannsókna. Ákvæði um þetta veigamikla at- riði þarf að koma inn í lögin sjálf og hlutfallstalan að vera að minnsta kosti 3% af vegafénu. Ýms hérlend vandamál verða trauðla leyst með erlendri þekk ingu og reynzlu eini saman. Við hagnýtingu á margs konar inn- lendu efni þarf rannsókir og öfl- un nýrrar þekkingar. Þá geta opnast leiðir fyrir hagnýtingu á innlendu efni, sem hafa geysi- mikla þýðingu fyrir hina víðáttu miklu vegi. Má þar nefna ryk- bindingu með hveraleir eða öðr- um tiltækilegum innlendum efn- um. Verði vegafénu varið á hag kvæman hátt munu hækkanir á benzínverði og sköttum skila sér aftur tiil bifreiðaeigenda í minnk andi sliti á bifreiðum og öll þjóð in síðar meir njóta góðs af greið- ari og ódýrari samgöngum. Niðurstaða a) Hinir sérstöku skattar, sem lagðir hafa verið á bifreiðar og rekstrarvörur þeirra á undanförn um árum hafa numið svo stór- um fjárhæðum, að fyrir þær hefði verið unnt að koma fjöl- förnustu leiðum hér á landi í gott dag. Þegar tekið er tillit til þess, hvernig tekjum ríkissjóðs af bif- reiðum og rekstrarvörum þeirra hefur verið varið undanfarin ár, og hve lítið hefur verið notað til vega, er ekki óeðlilegt að nú verði breytt um stefnu, þannig að % að minnsta kosti, af þeim tekjum verði varið til veganna. En samkvæmt því ætti vegafé að vera nálega 380 millj. Vegalög þurfa að tryggja nægt fjármagn til vegamála, annars verða þau dauður bókstafur, eins og lögin um Austurveg frá 1946, sem ekki voru framkvæmd, en felld úr gildi á sl. Alþingi. b) Þriðja kafla laganna þarf að breyta þannig að þar komi ákvæði um hrað- braut C, það er veg með 200 til 1000 bifreiðar á dag. c) Reglum um þungaskatta þarf að breyta þannig að bifreiðar standi sem jafnast að vígi gagnvart þessum skatti og að hann miðist á sem nákvæmastan hátt við slit á veg- unum. d) Þá teljum við að fella beri niður ákvæði um endur- greiðslu á benzínskatti og þunga- skatti. e) Auka þarf fé til rann- sóknarstarfsemi. í vegalögum þarf að vera ákvæði um rann- sóknarstofnun hjá vegagerð rík- isins, sem ynni að sérstökum inn- lendum rannsóknarverkefnum. Vegalögin eru tvímælalaust spor í framfaraátt og vart þess að vænta að svo yfirgripsmikið mál verði afgreitt gallalaust í fyrstu lotu. Þessu stórmáli var flaustrað gegnum Alþingi án nauðsynlegra endurbóta, og þarfnast lögin því endurskoðun- ar og breytinga hið fyrsta. Þetta er mikið réttlætismál fyrir alla bifreiðaeigendur og eitt hið stærsta nauðsynjamál allrar þjóð arinnar, því góðar samgöngur eru undirstaða blómlegs atvinnulífs. Reykjavík, 8. janúar 1964 Stjórn Fél. ísl. bifreiðaeigenda. Dagbjört Kristjáns dóttir sextug Þúfum, N. fs. 7. jan. Þann 6. janúar átti Dagbjört Kristjánsdóttir í Skálavík 60 ára afmæli. Hún hefur um langt skeið staðið fyrir myndar- legri heimilisstjórn á Skálavík með mikilli prýði Vinsæl er hún og vel metin meðal samferða- fólksins. Sveitungar og aðrir þakka henni langt samstarf og óska henni allra heilla. — PP 500 maiuis sóttu sýningu ú flkrnnesi 500 MANNS, tæplega þó, sóttu Samsýningu listamanna hér í bæ, sem haldin var í Iðnskólan- um og stóð frá 28. desember fram yfir nýár. Átta listamenn sýndu þar verk sín, þar á meðal tvær konur. Meðal sýningar- muna má nefna líkön af elzta barnaskóla Akraness, séra Hall- grími Péturssyni, líkan af heilli verstöð og tvö líkön, sem eru frummyndir að minnismerki sjó manna. Öll þessi líkön voru gerð af séra Jóni M. Guðjónssyni. Þá var einnig sýnt líkan af trillu- bát eftir Runólf Ólafsson og brúðarföt (harðangurssaumuð) eftir Margréti Jónsdóttur. Blacks. Decker• Höfum fyrirliggjandi BORÐSMERGEL á sérlega hagstæðu verði. 6” borðsmergel. — Verð ca. kr. 3660,00. 7” borðsmergel. — Verð ca. kr. 4480,00. 8” borðsmergel. — Verð ca. kr. 5665,00. 10” borðsmergel. — Verð ca. kr. 8215,00. ÚTSÖLUSTAÐIR: VALD. POULSEN, Reykjavík. ATLABÚÐIN, AkureyrL I, »1:1111111» 111111» II Grjótagötu 7. — Sími 24250. Utsala — Seljum í dag Utsala og næstu daga Drengja- og karlmannabuxur úr terylene á stórlœkkuðu verði ■■■■ f jíL, i s r-B Klapparstíg 40. JT U T S A L A - ÚTSALA Kápur- Blússur Hattar - Húfur - Kjólar - Pils - Peysur - Undirkjólar - Náttkjólar - Greiðslusloppar o.fl. EROS Hafnarstræti 4 - Sími 13350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.