Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 11
Fimmtucfagur 28. maí 1964 MORCU N BLADIÐ 11 Frá sjúiitirhéli aEdraðs Isfirðings: Stjdrnmálabaráttan var ekki vægiiegri í gamla daga KristJáji G. Þorvaldsson á Suðureyri í Sugandafirði ræðir um Uppkastið og eftirmæli þess TJNDANFARIÐ hefur mikið ver- ið rætt og ritað um íslenzk stjórn- mál og sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Orsök þessa er nýtt bindi af sögu Hannesar Hafstein, eftir Kristján Albertsson, sem kom út íyrir jólin og hafa umræðurnar Bnúizt mest um stjórnmálabar- áttuna á hans tíma og þó kannski mest um Uppkastið svonefnda frá 190«. Svo er að sjá, að sumum mönn- um finnist höfundurinn ekki geta andstæðinga Hafsteins nógu vel eða svo virðulega sem þeir viidu, en aftur á móti gert Hafstein meiri en hann var. Samt \hefur höfundurinn tilfært virðuleg um- mæli úr bókinni í garð sumra þeirra og hann segist líka hafa getið þess hjá Hafstein, sem hann taldi miður fara. En bókin er Baga Hannesar og því ekki að lindra þó hans sé mest getið. >að er ekki mikið sem ég hef eéð af því sem um þetta hefur verið skráð, en eftirtektarverð- ar greinar hef ég séð eftir Svein Benediktsson og dr. Benjamín Eiríksson. Sveinn minnist á nefndina, sem vann að Uppkast- inu og hann lætur þá skoðun í ljósi að þeir sem samþykktu það hafi gert það samkvæmt sann- færingu sinni. Þetta eru sann- girnisorð, sem ekki heyrðust á þeim tíma. Miklu fremur munu þeir af andstæðingunum hafa verið kallaðir „landráðamenn". Það má einnig segja, að Skúli Thoroddssen og þeir sem hans málstað studdu, gerðu það einn- ig af fyllstu sannfæringu, en ég býst við að^ frá báðum hliðum hafi failið orð í annars garð, sem vel hefðu mátt vera ósögð. Þá nefnir Sveinn marga þeirra manna sem framarlega stóðu í Bjálfstæðisbaráttunni fyrir alda- mótin. Ég minnist allra þessara nafna frá bernsku og unglings- árum mínum, heyrði þeirra get- ið sem mætra manna, sem af ein- lægum hug unnu að þjóðarhag, en menn voru þeir sem aðrir og hent gat að þeir færu ekki í öllu beztu leiðina. Dr. Benjamín finnur Hannesi Hafstein það til foráttu, að faðir hans hafi verið af dönskum ætt- um, án þess að hafa neitt mis- jafnt um íorfeður hans að segja. Þetta hefur víst enginn fyrr lagt honum til lasts, enda virðist það 6kipta meiru hver maðurinn er, en hvað forfeður hans hafa verið. Betta samrýmist lika illa þeirri hugsun, sem áfellist þá andúð er byggist á breyttum hthætti eða þj óðemi. Menn hafa oft heyrt menn halda á lofti hinum fjarstæðustu Btaðleysum um menn og mál- efni, sem þeim eru andstæð. Þetta er of almennt og mun hafa lengi átt sér stað. Allir lasta það hjá andstæðingum sínum, en marg- ur lætur sig það litlu skipta og jafnvel ver það, ef hans menn eiga I hlut, þó hann geri það ekki gjálfur. Aldrei hef ég heyrt neinn réttlæta þetta opinberlega, en nú telur dr/Benjamín ástæðu- laust að finna að þessu, þegar það er orðið svo almennt. Eftir því setti hver ósóminn sem er, að vinna sér fullan rétt með því að verað nógu almennur. Þetta gefur mér ástæðu til að líta til baka, líta á viðburðina eins og ég minnist að þeir komu mér fyrir sjónir'þegar þeir gerð- ust og í sambandi við það sem Bíðar kom fram. Mikið af þeim tíma var ég óvirk ur áhorfandi, sem engan rétt hafði til að leggja neitt til þeirra mála, en ég mátti lesa það sem ég náði í og draga af því og því eem ég heyrði mínar ályktanir. Dómgreindin var að vísu tak- mörkuð í fyrstu, en ég ætia að hún hafi vaxið er árin liðu. Áður en ég sný mér að . þessu verð ég þó að minnast atbm-ðar, sem gerðist fyrir fáum árum. Kvöld eitt 1958 komu nokkrir menn fram í útvarpiinu og var er indi þeirra að minnast Uppkasts- ins frá 1908 og baráttunnar um það. Þá voru 50 ár liðin frá þeim atburðum og ég bjóst við, að á þeim tima hefði blóð manna kóln að svo að þeir gætu litið hlut- lausar á atburðina og mátti þá vænta að þeir sæu eitthvað gott á báðar hliðar og jafnframt ein- hver jar misfellur. En reyndin varð önnur. Það var eins og mennirnir stæðu mitt í stjórn- málabaráttu dagsins, eins og menn þekkja hana versta, á aðra hlið sáu þeir aBeins menn sem fórnuðu sér og börðust fyrir frelsi þjóðarinnar, á hina hliðina menn þá sem vildu koma henrii í ó- leysanlega fjötra. Það er alvanalegt að menn minnast sérstakra atburða og framkvæmda, sem markað hafa spor sem orðið hafa þjóðinni til heilla og framfara. Mér eru óljós þau framfaraspor,1 sem þessi kosningasigur markaði, en skal þó ekki athuga það frekar að sinni. Á bernsku- og unglingsárum mínum voru allt aðrar aðstæður en nú til að kynnast þeim mönn- um, sem þá fóru með stjórnmál, eða þekkja ljóslega muninn á skoðunum þeirra. Blöðin, sem voru lítil og gátu ekki skýrt mál- in nákvæmlega, komu ekki nema á fá heimili, og enn færri voru það sem sáu nema eitt biað, sem vitaniega skýrði lítið frá skoðun- um annara, nema til að ófrægja þær. Kjördæmin voru stór, en í þeim fór kosning fram aðeins á einum stað. Þar héldu frambjóð- endur raéður áður en kosning fór fram. Var það hið eina sem menn heyrðu til þeirra og þeir einir sem kjörfund sóttu. En leiðin var löng hjá þeim sem lengst áttu að sækja. Það þekktist ekki að þingmenn eða frambjóðendur ferðuðust um kjördæmið og það var komið nokkuð á annan ára- tug þessarar aldar, þegar þing- maður kom í sveit mína og skýrði frá þingmálum. Það var því svo að allur fjöldinn hafði engin per- sónuleg kynni af þingmönnum sín um, en þeir voru oftast máls- inetandi menn úr héraðinu, svo menn þekktu þá nokkuð af af- spurn, og þegar það var sýslu- maðurinn, þá kom hann alltaf í hreppinn einu sinni á ári. Fram yfir aldamót man ég aðeins eftir þrem þingmönnum, en aliir voru þeir merkismenn og urðu landskunnir. Þeir voru: Skúli Thoroddsen, sýslumaður okkar, Sigurður Stefánsson, prest ur í Vigur og síðar Hannes Haf- stein, sem þá var orðinn sýslu- maður hér. Þeir Skúli og Sigurður höfðu báðir lengi verið þingmenn kjör- dæmisins og áttu mikið persónu- legt fylgi, sem réði atkvæðum margra. Skúli var lengi sýslu- maður ísfirðinga *og náði fljótt hylli fjöldáns. Þegar hann svo var sviptur embætti varð það til þess að menn fylktu sér fastar um hann. Séra Sigurður var einn- ig merkismaður og mikils met- inn af almenningi, naut hann því mikils persónulegs fylgis, auk þess sem hann var álitinn mikill stjórnmálamaður. Þegar Hannes Hafstein kom til ísafjarðar sem sýslumaður, var hann flestum persónulega ókunn- ur og ég heyrði hans ekki getið í sambandi við stjórnmál fyrr en hann bauð sig fram til þings. En hann var þjóðkunnur sem eitt bezta skáld þjóðarinnar og fjöid- inn var hrifinn aí verkum hans, ekki aðeins fyrir listiiegan ytri búning, heldur engu síður fyrir innri kjarna þeirra. Hann var giæsimenpi og mönnum féll vel framkoma hans við almenning. Málflutning hans þekkti ég ekki, heyrði hann. aldrei tala og las ekkert eftir hann, nema ljóðin, enda sá ég ekki stuðningsblöð hans nema þá einstaka blað. Einu blöðin sem komu á heim- ili mitt voru Þjóðviljinn og ísa- fold og hélzt svo fram yfir 1910. Ekki voru þau ætíð sammála og fóru oft hörð orð þeirra á milli. Ég hafði takmarkaða aðstöðu til að kynnast þessum málum, en kunni þó nokkur deili á þeim sem fremstir stóðu. Leit ég svo á að flestir þeirra væru mætir menn, sem vildu vinna af alhug að heill þjóðarinnar. Ég heyrði einnig nöfn nokkurra stjórnmála- flokka, sem uppi voru um alda- mót en þekkti ekki Ijóslega mun- tnn á stefnuskrá þeirra. Mér getur ekki komið til hugar að neinn þessara manna hafi viljað vinna að þvi sem skaðlegt var frelsi eða efnahag þjóðarinnar, en málflutningur þeirra var mis- jafn og allir voru þeir þeim mann lega veikleika háðir, að þeim gat yfirsézt, þó þeir teldu sig fara með rétt mál, en lítið bar á að þeir notuðu aðstöðu sína til eig- in hagsmuna.' Að því er sjálfstæðismálið snertir virtist mér þessir menn ■og flokkar keppa nálega að sama marki, en þá greindi um leiðir og um þær var oft barizt hat- ramlegri baráttu. En þó markið væri svipað mun þó hafa verið nokkur munur á hvað menn gerðu sér hugmynd um lokatak- markið, hygg ég að margir hafi ekki hugsað sér það eiris hátt og raunin varð á. Af því sem ég hef nú lesið tel ég mig hafa séð að fleiri eru á þeirri skoðun. Þá sá ég einhvern halda því fram, að Hannes Hafstein hefði fyrst- ur manna talað um sjálfstætt riki á landi hér. Ekkert skal ég um það segja, en ekki minnist ég þess að neinn samtíðarmanna hans hafi látið í ljósi jafn fagra framtíðardrauma eins og hann birti i aldamótaljóði sínu. Það var gert í keppni um verðlaun fyrir bezta aldamótakvæðið. Ekki hlaut hann verðlaunin, en þjóðín mat það meira en nokkurt ann- að af þeim Ijóðum sem þá birt- ust. Enn í dag kunna margir meira eða minna úr þessu Ijóði og enn vitna menn oft til þess í ræðu og riti. Það reyndist spá- dómsorð og margt sem þar er talið er nú orðið að veruleika og fleira mun verða það. Þetta er hægt að viðureknna, án þess að kasta minnsta skugga á neinn samtíðarmanna hans. Ég tel það hafi verið Hafsteins einlægur vilji að vinna að því að gera þessa drauma að veruleika, en ekki er með því sagt að honum gæti ekki yfirsézt eins og öðrum mönnum. Mér virtist það vera leið Heima stjórnarmanna í sjálfstæðismál- inu, að fara ekki fram á mikla réttarbót í einu í von um að fá hana frekar og færa sig svo áfram smátt og smátt. Andstæðingar þeirra munu ekki hafa allir verið á sömu skoðun, en sumir þeirra höfðu gagnstæða skoðun, þeir töldu að með því að biðja um lítið og sætta sig við það í svip, væri lokað fyrir að meira fengist. Man ég eftir að Þjóðviljirin sagði einu sinni: „En slegið mun því verða íslendingum í nasír, er þeir biðja um meira. Þetta er það sem þið báðuð um. Þið hafið þegar fengið það." Þó ég sæi ekki blöð Heima- stjórnarmanna hallaðist ég að þeirra skoðun, taldi ég þá að- ferð sigurvænlegri og jafnframt að það væri þjóðinni hollara, hún gæti þá jafnframt þroskazt til að geta ráðið högum sínum. Þegar ég lít yfir farinn veg, þá sé ég ekki betur en farið hafi verið eftir leið Heimastjórnarmanna, sjálfstæðið aukið í áföngum, með misjöfnu millibili og það er trú mín, að markinu hefði síðar ver- ið náð, ef fast hefði verið haldið við stefnuna: „Allt eða ekkert." Eitt af stærstu sporunum á sjálfstæðisbrautinni var þegar ís- land fékk innlendan ráðherra bú- settan í Reykjavík, 1904. Fram til þess tíma hafði viss ráðherra í stjóm Dana verið íslandsráð- herra, en vitanlega voru þeir að- eins ráðnir með tilliti til, hins danska embættis. Það mun hafa verið sameiginlegt með þá flesta, að þeir höfðu lítinn áhuga á mál- um íslands og kannski enn minni þekkingu. Þeir höfðu lika, sökum fjarveru sinnar, illa aðstöðu til að fylgjast með þeim málum. Það var því mikill munur að fá inn- lendan ráðherra, valinn af þjóð- inni, og þó deilt væri um ráð- herraval, mátti nokkurn veginn treysta því að hver og einn gerði það er hann teldi þjóðinni fyrir beztu. Þetta varð til að 'marka framfaratimabil í sögu þjóðar- innar, en ekki var það þó ein- göngu stjórnarbreytingunni að þakka. Þá voru menn að taka vélaaflið í notkun og nýr banki var stofnaður, svo hægra varð að fá fjárlán til framkvæmda. Þetta hvort tveggja var þýðing- armikið fyrir efnahagslegar fram farir. Ég heyri menn halda því fram, að Hannes Hafstein hafi manna mest átt þátt í að koma þessu á, og dr. eBnjamín viður- kennir, að Heimastjórnarflokk- urinn, sem hann segir hafi verið .hægfara flokkur, hafi unnið að fullnaðarsigri þess máls. Hann segir það þó ekki flokknum að þakka, heldur þeim möpnum sem lengi höfðu barizt fyrir málinu. Það mun vera nokkuð rétt í þessu, aðeins einn maður var móti málinu þegar það var sam- þykkt og er það óvenjuleg ein- ing á þingi. Þar sem málið hafði svona míkið fylgi er líklegt að einhverjir þeirra sem framarlega stóðu íyrir aldamótin haíi séð þetta eg eitthvað barizt fyrir þvi, þó þess væri litið getið. Minnist ég ekki að hafa heyrt þann nefnd an, sem fyrst nefndi þetta mál opinberlega. En höfðu þeir lagni til að koma því í framkvæmd? Það er alkunnugt að einn kemst að betri samningum en annar og eins er með það að miðla málum milli manna, annar getur komið á íullum sáttum, þó hinn fái engu áorkað, þrátt fyrir góðan vilja. Það er staðreynd, að still- ing, lipurð og lagni getur kom- izt ótrúlega langt, þar sem stór- yrðin frekar spilla fyrir. Þetta kann vel að hafa átt sér stað í þessu máli. Hannes Hafstein tók við ráð- herraembættinu í byrjun árs 1904. Hann beitti sér fyrir ýms- um framfaramólum og stærsta málið var að fá síma til landsins og um byggðir þess. Þetta var óvenjulegt stórmál og kostaði mikið fé, á þeirra tíma I mæli- kvarða. Það var því ekki nema eðlilegt, að þar kæmu fram ólík- ar skoðanir. Yfirleitt var andstaðan all frek, en fór þó lengst í þessu máli. Varð það því mjög áberandi og menn fylgdust almennt með því. Frá andstöðunni komu fram fuíl yrðingar, sem voru svo öfgafull- ar fjarstæður að ósennilegt er að nokkur hafi trúað þeim. Ekki er þó rétt að eigna það allri and- stöðunni, heldur einstaka mönn- um, en fjöldinn mun þó hafa verið allfrekur í málflutningi sín- um. Þrátt fyrir þetta virtist fjöld- inn sjá hve þýðingarmikið þetta mál var, það var sem oftar bar- átta um leiðir. Síðari hluta árs 1904 gerðj Haf- stein samning við Hið Stóra nor- ræna ritsímafélag um lagningu sæsíma til Islands og um nokk- uð af byggðum þess, en hann varð að samþykkjast af alþingi til að öðlazt gildi og var ákveðið að leggja hann fyrir þingið sum- arið 1905. í júnímánuði það ár setti Marconifélagið upp loft- skeytastöð í Reykjavík og þótti það mikil nýjung er fréttaskeyti fóru að berast til landsins á degi hevrjum. Það lítur út fyrir að hinum gætnari mönnum andstöðunnar hafi mest ógnað kostnaðurinn við símann, og varð því krafa þeirra að tekið væri loftskeytasamband, en samningum um símann hafn- að. Töldu þeir það miklu ódýr- ara og að minnsta kosti jafngott Heimastjórnarmenn andmæltu þessu með þeim rökum að sim- inn væri þegar reyndur, en loft- skeytin ný og lítt reynd og væri því ekki hægt að treysta á þau. Það var rétt að þau voru ung, en þau gáfu þó beztu vonir ©g því nokkur yon að menn höll- uðust að þeim. Það-vakti eftirtekt þetta sum- ar ,er stór hópur bænda, nálega 300 að tölu, komu úr næstu sýsl- um um hásláttinn til Reykjavík- ur. Héldu þeir þar fund, þar sem gerð var ályktun og skorað var á ráðherra að fella símasamning- inn, en gera samning við Mar- connifélagið. Nefnd var kosin til að flytja ráðherra ályktunina og gengu svo fundarmenn með nefndina í farabroddi á hans fund. Þetta ber þess vott að mönn- um fannst miklu skipta að rétt leið væri valin. Kunnugt er að fyrir þessu stóðu margir sem réttilega voru taldir með beztu mönnum. Enginn vafi er á að þeir fylgdu þarna sannfæringu sinni, en þeim gat skeikað og þeir gátu verið orðstórir í málflutningi sín- um. Sagt var að framkoma þess- arar hópgöngu hefði verið góO. Ég sá að visu ekki nema frásögn ísafoldor, en tel þó víst að hún Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.