Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ 75nwntudagur 18. mai 1964 Ján Ogmundsson fyrrum bóndi Vorsabœ - Mianing Á Pálsmessu var til grafar borinn að Kotstrcind í Ölfusi, Jón Ögmundsson fyrrimi bóndi í Vorsabæ. Jón var fæddur að Öxnalæi í ÖJíusi hinn 19. júlí 1874, o.g var því kominn á 90. ár, er hann Jézt hinn 15. janúar s.l. ForeJdrar Jóns voru: Ögmund- ur Ögmundsson frá Bíldsfelli í Grafningi og Guðrún Ingimund- ardóttir frá Króki, einnig í Grafn ingi. Þau hjón voru ólík að svip og eðli, höfðu bæði einkenni sinn ar ættar: Ögmundur fijóthuga, en Guðrún lundföst, svo sem títt var í Ásgarðsætt. Mun Jón meira hafa borið svip sinna föður- írænda, en margir þættir skaps hans voru úr móðurætt. Jón var eiztur systkina sinna, sem voru 7 og hann þvi, ejns og títt var þá, reynt krafíana til vinnu jafn skjótt og þeir komu. Þegar Jón komst á legg er vaknandi mennt- unarþrá meðal þjóðarinnar. Vor- hugur með nýfengnu frelsi. Skóli stofnaður i Ölfusi þegar um 1880 þó að fræðslulög væru enn ekki komin. Jón gekk í barnaskóla íyrir fermingu 2 vetur. Náms- greinar voru aðeins lestur, skrift, reikningur og kristinfræði. Áhugi ríkti við námið, því á þeim stutta tíma, part úr tveim vetrum, skyldi heyja sér þekkingu til aefinnar. í það minnsta leggja grunninn og byggja síðar ofan á. Jón mun hafa náð góðum náms árangri, því hann hafði góðar námsgáfur, sérstaklega var hon- um reikningur auðskilinn. Bók- vísi og hverskonar fróðleikur befur verið iðkaður á æskuheim iJi Jóns, og systkini hans vel gef- in. Sérstaklega var Þórður bróð- ir hans afburða námsmaður, svo að sóknarpresti fannst sérstök ástæða til að hvetja hann til náms. Hann andaðist úr lungna- bólgu eftir tvo vetur á náms- braut. Ögmundur bróðir hans var vel sjálfmenntaður, stundaði kennslu og verzlunarstörf. Hann dó af slysíörum tæplega fertug- ur. Þ-egar Jón var 16 ára gamall fór hann til sjóróðra í Herdísar- vík, eins og margir ungir menn þá, sem fengu þar sína fyrstu sjómannsreynslu. Ýmislegt kunni hann að segja frá vist sinni þar, um vinnubrögð og aðbúð. Þátt- ur úr islenzkri atvínnusögu, sem einkenndi veiðistöð og lítið hef- ur verið ritað um. Á þeim sjó mannsárum Jóns fékk bóndinn í Herdisarvík hann fyrir heimilis- kennara, ef á milli var um sjó- mannsstörfin, til að kenna heima sætunum bókleg fræði. Sýnir það best hvers álits hann naut, þegar á unga aldri. Vorið 1897, 22 ára gamall gengur hann að eiga Jeik systur sína Sólveigu Nikulásdótt- ur í Vorsabæ. Hún' var einbirni og tóku þau fljótíega við búi þar. Eignuðust 12 börn, og komust 11 tíl fullorðinsára. Eftir 50 ára bú- skap í Vorsabæ tók sonur þeirra við jörðinni, en Jón byggði sér hús við nýbýii sona sinna og nefndi Lágafell. Áttu þau hjón- in þar sín síðustu ævisp>or. Þetta er ramminn í ævisögu Jóns. Uppi staða án ívafs. Vorsabær er í þjóðbraut og margir komu og þáðu gistingu og annan greiða, áður en bílaöldin kom og á fyrstu árum hennar. Hann er síðasti bær áður en Jagt er á HellisheiðL Margur mun hafa lagt á heiðina hressari bæði andlega og líkam- lega, eftir að hafa notið gistivin- áttu þeirra hjóna Jóns og Sól- veigar, og aðrir hraktir notið þar aðhlynningar. Jafnan munu þau hafa haft nægilegt að miðla, þó að margir væru munnarnir, því að með dugnaði og ráðdeild fjöJskyldunnar var nægilegt til að metta alla, sem þurftu hjálp- ar. átti hann sæti í hreppsnefnd og gegndi oddvi'.astörfum. Því starfi fylgdi þá sú kvöð, að á heimili oddvita dvöjdu nefndarmenn þegar þeir unnu sameiginleg störf, og var það oft þung kvöð á heimilunum. Jón tók ekki að sér *lík störf, og var það oft þung kvöð á heimiiunum. Jón tók ekki að sér slík iturí lengur en ó- hjákvæmilegt var, því að það var sameiginlegur skiiningur [ byggði sér húsið Lágafell, þar j sem þau hjón;n áttu hlýtt og gott heimili ásamt Guðrúnu dótt ur sinni, sem átti sinn mikla þátt í að gera þeim æfikvöldið nota- legt. Hann „áíti kindur“ eins og hann orðaði pað. Þær voru ekki fé, sem fyrst og fremst áttu að gefa arð, heldur einstaklingar og vinir hans, sem hann um- gekkst með gieði. Þá gafst og tækifæri til þess að sinna þeim hugðarefnum, sem önn æfinnar bannaði. Lestur bóka. Ég út- vegaði honum oít bækur til lestr ar, og var vel kunnugt um hvað hann mat mest. Helzt viidi hann lesa ýmiskonar mannfræði og lögfræði. Einu sinni ræddi hann við mig þann mun á skoðunum tveggja landyfirréttardómara. Annar vildi dæma eftir Jaganna bókstaf, en hinn vildi jafnan taka tillit til mannsins og af hvaða toga verknaðurinn var spunn- inn. Því sjónarmiði fylgdi hann. Sjónarmiði hins góða manns, sem skilur- og íyrirgefur. Ein af mínum kæru bernsku- minningum er frá því, þegar Jón kom að heimsækja aía og ömmu, sem dvöldu á æskuheimili mínu. Þau lifðu fram á þá tið, er ég komst til vits og man ég þau bæði. Þegar hié varð á önn dags ins hjá Jóni, kom hann oft og ræddi við þau og systur sína (móður rthna). Mér er enn í minni, þegar rökkrið færðist yíir og ég hlustaði hugfanginn á um- ræður fullorðna fólksins, ,sem mér fannst skemmtilegar. Þegar vit og þroski elföist lærðist mér að skilja að þær voru skynsam- legar. Þessi gamia minning ylj- aði mér jafnan þegar ég ræddi á seinni árum við Jón. Minni hans var frábært og mörgu hafði hann kynnst, svo að æfinlega fór ég af fundi hans ríkari en ég kom. Ríkari af þekkingu á lið- inni tið og skilningi á lífinu og lífsviðhorfum íyrr og nú. Sú kenning er eftir spekingum höfð, að þá skuii gæfuna meta er æfin er öll. Jón frá Vorsabag var mikill gælumaður. Dagsverk ið var stórt og oft á tíðum erfitt. Það er mikið dagsverk að skila 11 góðum þjóðfélagsþegnum til næstu kynslóðar. Til þess naut hann góðrar hjáipar. Styrk góðr- ar eiginkonu, sem átti sinn stóra hlut í helgidómi æfinnar, þar sem heimilið var. Hann átti ekki einungis sonu og dætur, heldur og góð börn, sem réttu honum hlýja hönd hvenær sem færi gafst. Þau áttu sitt vé á æsku- heimilinu, þó að fjarlægðin væri um hálfan hnöttinn. Stærstur er hlutur Guðrúnar, sem veitti hon um beztu aðhlynninguna þegal Elli sótti fast að. Mega njóta þeirra krafta fram á síðustu stund, að finna sig þátttakanda í starfi og fylgjast með öllu og auðga anda sinn. Þurfa ekki að heyja langt og erfitt stríð hinnar síðustu stundar. I^ini skugginn var sá að missa eina dóttur á blómaskeiði æfinnar. En hann kunni að mæta því, sem að höndum bar með ró og æðruleysi hins stillta manns, sem trúir því og treystir að guð er góður hvort sem hann gefur eða tekur. Sú guðstrú hefur bezt hjálpað þjóð okkar gegnum ald- irnar. Þá trú varðveitti Jón alla æfi. Arfinn frá kynslóðunum. Jón frændi. Ég átti svo margt eftir að ræða við þig. Það var svo handhægt að leita til þín þegar ýmsan vanda bar að hönd- um. Ég átti eítir að spyrja þig um svo margt, sem hvergi er á bækur skrifað og gjarna hefði mátt geymast. Við því er ekkert að segja. Sá stóri aðili, sem þar á hlut að mali minnir okkur á að gera það í dag, sem hægt er. Á morgun er það orðið of seint. Minningin jifir um manninn, sem bæði hafði vilja og getu til að leysa vanda samferðamann- anna. Jafnan boðinn að rétta hjálparhönd, an þess að alheimta daglaun að kveldi. Ef til vill er það, þegar rök öll eru rakin, sem gefur mesta uppskeru hamingj- unnar. Þ. Ö. 3. Þegpr kjósa þurfti mann til -starfa fyrir samfélagið var Jón f Vorsabae oft til nefndur. Þegar á íyrstu búskapaiárum sinum þeirra hjóna ó verðmætum lífs- ins, að fyrst væru skyldurnar við börnin og heimilið, svo kæmi samfélagið, og einn maður annar ekki nema takmörkuðu starfi. Þegar eldri börnsn þroskuðust gafst meira tóm til að sinna störf um fyrir samfélagið, gegndi hann þeim fiestum og er óþarft að telja þau upp. Lengst mun hann hafa gegnt störfum sáttanefndar- manns, Iengi í ölfusi og síðar í Hveragerði til dauðadags. Á þeim vettvangi munu hans góðu hæfileikar hafa notið sín bezt. Víðsýnn skilningur á viðhorfum deiluaðila. Skörp athugun á leið- um til sátta og seigla mólfylgju- mannsins að ieiða deiluaðilum fyrir sjónir að deila leiðir sjald- an til góðs, en sátt er beggja hagur. Jcn átti lengi sæti í sýslu- nefnd fyrir Öifusinga, allt til þess að Hvergerðishreppur er stofnaður og heimili hans verð- ur þar. Þegar forseti íslands kemur í heimsókn í fyrsta sinn haustið 1944, fói sýslunefnd Jóni að halda móttökuræðuna. Þótti honum farast það vel, því sú gáfa var houura gefin í vöggu- gjöf að kunna að flytja vel sitt mál, vit og lífsreynslu sunn- lenzka bóndans hefur forsetinn kunnað að meta. Margur kom til Jóns ef hann þurfti á styrk eða góðum ráðum að halda og flestir fengu góð er- indislok. Ótaldar munu þær svefnstundir, sem hann notaði á fyrri árum meðan annirnar voru mestar, til að leysa ýmis mál fyrir sveitungana, semja skatt- skýrslur og þvl., því allt slíkt lá honum ljóst fyrir. Mörg og margvísleg voru þau mál, sem hann var beðinn að leysa. Oft- ast leystust þau vel, því að Jón var hverju máli trúr, sem hann tók að sér og naut fyllsta trausts, hvort sem erindi þurfti að sækja til samherja eóa andstæðings í stjórnmálum. Stundum er það mælt, að þeir sem afkastað hafa miklu dags- verki hafi til þeu unnið að setj- ast „í helgan stein". En víst hefur það sína miklu ókosti. Sá sem dregur sig ú( úr ölJu starfi, en hefur þó starfskrafta, hon- um finnst tíminn langur, og lít- ur á sig sem aflóga grip, sem bíður þess eins að verða úr heimi kastað. Þessa staðreynd skildi Jón mætavel. Hann settist aldrei í helgan stein. Hann var alitaf í tengslum við iífið og starf ið. Aðeins slakaói á eftir því sem EIIi heimtaði meira. Þegar hann hætti búskap i Vorsabee og Kristjana Heigadótfir Isafirði - Minning F. 27/8 1902 — D. 30/1 19S4. KRI'STJANA var fædd að Skarði í Ögurhreppi, dóttir hjónanna Helga Einarssonar, Hálfdánar- sonar frá Hvítanesi og Karitasar Mariu Daðadóttur frá Borg í Skötufirði. Á Skarði bjó Helgi allan sinn bóskap, og þótti jafn- an góður bóndi, og farnaðist vel, enda maður sériega vel verki far- inn með allra mestu snyrtimönn- um í búskap og allri umgengni við þau störf. Kona hans var fríðleikskona, vel mennt og hin myndarlegast húsmóðir, en hún dó eftir fárra ára sambúð þeirra hjóna. Þau eignuðust 2 dætur, Kristjönu, er hér verður lítillega getið og Kristínu konu Þórðar Ólafssonar, útgerðar- manns og formanns í Ögurvík um nokkurra ára bil, en nú starfs maður við verksmiðjustörf í Reykjavík um alllangt árabil. Eru þau vel metin dugnaðar- hjón og eiga nokkur uppkomin börn, myndar- og manndómsfólk. Eins og áður er getið ólst Krist- jana sál. upp sín ungdómsár hjá foreldrum sínum á Skarði. Eftir andlát móður sinnar, stóð Svan- hildur systir Helga fyrir búi hans meðan hann bjó, með sama snyrti- og myndarbrag, sem bróð ir hennar. Var jafnan ánægja að koma á heimili þeirra, Helgi áhugasam- ur og vel menntur, hafði hlotið búfræðimenntun á skóla Torfa í Ólafsdal og gerðist fljótt braut- ryðjandi ásamt Vernharði bróður sínum hreppstjóra á Hvítanesi, um ýmsar nýjungar í búnaði er þeir kynntust á þeim tíma í Ólafsdal og fluttu með sér í sveit sina. Var þar einkum garðrækt stunduð af miklum myndarbrag svo og önnur ræktunarstörf er þá fóru að breiðast út. Var oft viðbrugðið garðrækt þeirra bræðra og allri umgengni og hirðusemi í öllum búskaparhátt- um. Þó skýra mætti frá ýmsu istarfi þeirra sem til fyrirmyndar var, verður ekki lengra út í það farið. Vissr»Iega hafa heimilis- hættir þeirra í föðurgarði haft sin á-hrif til vaxandi þroska og lærdóms, sem þeim að gagni kom. Dætur Helga og þeirra hjóna voru fljótt settar til mennta er pær höfðu aldur tii. Fór Krist- jana sál. til náms í Kvennaskól- ann í Rvík og útskrífaðist þaðan með góðum vitnisburði og næstu ár var hún við ýmisleg störf er nutu menntun hennar og þroska ffún stundaði á tímabili barna- fræðslu hér í inndjúpinu, sem þóttu hin hollustu fyrir börn þau er hún kenndi og hafði um- sjón með, og þekki ég til um góðan árangur af þessum störf- um, og þakklæti barna og for- eldra þeirra sem hún hafði um- sjá með, og töldu áhrif öll hin hollustu af starfi hennar. Hinn 14. okt. 1932, giftist Krist jana sál. eftirlifandi eiginmanni sínum, Óskari t>órarinssyni, skip stjóra og útgerðarmanni frá Ögur nesi ,og dvöldu þau fyrstu árin nokkur í Ögurhreppi bæði á Skarði og Ögurnesi, en fluttu fljótlega til ísafjarðar og átti þar heimili síðan. Óskar maður henn- ar stundaði jafnan sjómennsku hér i inndjúpinu og síðar á ísafirði um mörg ár. Eignuðust þau þar fallegt heimili, og fram aðist vel. Ekki áttu þau hjón börn saman en tóku til fósturs 2 börn á ungum aidri og ólu þau I upp sem.sín börn. Þau eru Hauk- I ur Helgason skipstjóri á ísafirði og Ásgerður, er þau gerðu að kjördóttur sinni og er símamær á Isafirði. Bæði manndómsfólk og vel mennt, er nutu hins mesta ástrikis foreldra sinna. Kristjana sál. var fríðleikskona vel á sig komin á allan hátt, glaðvær og skemmtileg i viðkynningu, gest- risin og myndarleg húsmóðir, ög bjó við mikla heimilisprýði og snyrtimennsku á allan hátt. Hún háði erfitt og langt dauða stríð, en bar það með æðruleysi og þolgæði. Leitað var allrar þeirrar hjálpar sem hægt var að ná til, til lækningar sjúkdóms hennar sem náði þeim yfirtök- um fljótlega, að læknar og vís- indi þeirra réðu ekki við. Eiginmaður hennar og börnin, sem hún fóstraði svo myndar- lega, þakka henni lífsstarfið. Fjöldi vina hennar hér við Djúp þakka henni sambúðina, og biðja henni allrar blessunar á landi lífenda er hún hefir nú flutt til. þær, sem hér fara á eftir, Biessuð sé minning hennar. Páll Pálsson. Rætt imi mjólk- ursamla" Þúfum, N. ís., 13. maL SÍÐAN fyrir’ sumarmál hefur verið hér norðan stormur oftast og heldur kalt í veðri. Nú síð- ustu daga hefur heldur hlýnað í veðri. Búið er víða að sieppa fé að mestu, en ær eru venju- Iega hafðar í haldi um sauð- burð, en hann er ekki almennt byrjaður ennþá. Gróður er held ur lítill enn, en þó konainn dá- lítill fyrir sauðfé. Rætt er um stofnun mjólkur- samlags meðal bænda og aðkall- andi byggingu nýrrar mjólkur- stöðvar á ísafirði, Mjólkurfram- leiðslan vex árlega í héraðinu og sú mjólkurstöð, sem er fyrir, er orðjn of lítil. Fundur um þessi mál verður væntanlega á Isa- firði næstu daga. — PP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.