Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 21
Fímmtudagur 28. mai 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 — Stærstu vandamálin Framihald af bls. 9 náttúrunnar í uppeldinu“, eins og Goethe nefndi uppeldisfræði Rousseau mikilsverð ieiðbeining, sem ekki ber að hafna skilyrðis- laust. Hann er ekki auðrataður sá gullni meðalvegur, að baela ekki tilfinningalíf barnsins og náttúruiegt eðii þess, svo það hamli þroska, en leiða það þó til hlýðni við siðgæðisreglur kristinna manna. Uppeldisfræð- ingar vorra tíma hafa nú varð- að leiðina með ýmsum kennisetn ingum, sem gágni mega verða. Eins og fyrr greinir, að meðan þjóðin iifði nær öll í nánum tengslúm við náttúru landsins veittist fremur auðvelt að inn- ræta ungmennum dyggugt líf og gera þá að sönnum mönnum. Annarlegar radair eða andkristn- ar kenningar trufluðu þá ekki siðferðisþroska æskunnar. Fyrir um hájfri annari öld huggaði Bj. Thorarensen þjóðina með þvi, að eldibrandar og ís- hörkur mundu bægja erlendum ódyggðum fra þjóðinni, í sveit- unum væri þeim ekki lífvænt, en svo mátti segja að þar byggi þjóðin öll. Nú er öldin önnur. Þjóðin er næstum öll flutt í þéttbýlið. Og það hefur gerzt á svo skömmum tíma, að borgar- menning hefur naumast enn fest rætur, en íbúar bæjanna hafa að mestu glatað sveitamenning- unni. Eins og hafstraumarnir eru tveir, sem öerast að ströndum landsins, annar í þjónustu lífsins, en hinn þjónn Heljar, svo ber- ast hingað tvennskonar manns- lífsstraumar, annar þjónar menn ingunni, en hinn ber með sér 6ýkla siðleysis og varmennsku. Þessir straumar berast að vísu um allt þjóðlífið, þó áhrif þeirra verði örust i þéttbýlinu. Margs- konar öfugstreymt eiga og upp- tök í lágum hvötum vanþrosk- eðra manna. Þeir menn þrífast bezt í skuggahverfum bæjanna. Af framangreindum orsökum er uppeldi æskulýðsins nú hið mikla vandamál. Svo sem fyrr er ritað, en nauðsynlegt að end- urtaka margsinnis fræði þau er móta skulu og þroska sálarlífið. Árangur þess náms prófast í líf- inu sjálfu, og fullnaðar einkunn fæst sjaldnast fyrr en að leið- arlokum. Utan heimila og skóla vérður margt það á vegi æskunnar, sem öllum væri hoílast að koma al- drei í snertingu við, hvað þó ó- hörðnuðum ungiingum. Freisting arnar bíða á hverju götuhorni. Spillingaröfiin taka sýningar- tjaldið of oft í þjónustu sína, með „heimsfrægum, hörkuspenn andi‘‘, „hroilvekjandi", „dásam- lega djörfum frönskum ástar- senumyndum.' Stundum er þjóð- ernið annað. Neðan undir auglýsingunum standa veniuíega þessi orð: „Bönnuð börnum“, eða með við auka: „innan 12 ára‘‘, „innan 14 ára.“ Sé myndin „hrollvekjandi- háspennt'* 1 2, þá er hún bönnuð inn an 16 ára. Eða ber áð skilja þetta svona? Þessi hávísinda- lega skipting minnir á deildar- skipun í skóium. Námið þyng- ist eftir því, sem ofar kemur í skólann — nemendurnir ná hærri aldri og þroska. Skammtur af hinum göruga drykk má auka eftir því sem aldur hækkar. Þannig hljóðar lyfseðillinn. En hvernig geta miðasalar og dyraverðir kvikmyndahúsanna greint aldursflokkana, þegar barnið þarf ekki að sýna aldurs- vottorð? Jafnvel er ekki ör- uggt að dyraverðirnir geti dæmt um hvort barnið er tólf eða sextán ára, svo ör er líkamsvöxt- ur margra unglinga nú. Þessi bönn án votíorðsskyldu eru ekki aðeins gagn'aus og undravert kák ,heldur skaðleg. Þau freista unglinganna til að sniðganga lög og reglur, — stíga fyrsta skref- ið inn á afbrotaveginn. „Meðan „verndin“ er þannig framkvæmd, verða eigendur kvikmyndahús- anna, eða þjónar þeirra ekki sakfelldir. Allt of sjaldan er kostur á stórbrotnum fræðandi og siðbæt- andi myndum. Myndir sem unn- ar eru úr óþrjótandi forarvilp- um heimsstyrjaldarinnar eða á- líka fúlutjörnum eru mest sótt- ar. Og hver dansar nú ekki kring um gullkálfinn? Mörg þýdd leikrit, sem sett eru hér á svið við hliðina á verkum öndvegis skálda, eru af sama toga spunnin, og ,,hrollvekjandi“ hörkuspennandi kvikmyndirnar. Sum þessi leikrit og jafnvél þau lökustu eru send á öldum ljós- vakans inn á hvert heimili í landinu. Þar fá stálpuð börn og unglingar að dreypa á dreggj- um þessum. Þar er ekki hægt að banna aðgang. Margt er öfugstreymið. Út- varpið sem með ágætum aðstoð- ar leiðtoga æskulýðsstarfs, sóar kröftum sinna ágætu listamanna til að flytja ungum sem gömlum þann boðskap, sem er í hrylli- legri andstöðu við göfgandi starfsemi leiðtoga æskunnar, skóla og heimi'.a. Snillingum vor um á leiksviöinu sæmir göíugra hlutverk. Það er verðugt verkefni og mannúðarstarf fyrir sálfræðinga að leita þeirra veirna í sálarlífi manna, er valda óseðjandi fýsn margra þeirra í sífellda endur- tekningu á sýningartjaldi og leik- sviðum, af verstu tegundum stríðsfyrirbæra og í frásagnir, sannar eða lognar af glæpsam- legum athöfnum. ef takast mætti einhvern tíma að lækna þeta illkynjaða „krabbamein“ í sál- inni. Margir leggja orð í belg um stærsta vandamálið. Þeim áhuga ber að fagna. Mörgum þessara áhugmanna verður tíðræddast um ágæti nútíma æskunnar, Þeir telja allar hennar yfirsjónir ein- vörðungu sprottna af vanrækslu syndum eldri kynslóðanna. Ný- lega kom einn þessara áhuga- manna Guðm. Jósafatsson, í út- varpið og kynnti íslendingasögu, ar hann nefndi „Þjórsdælu hina nýju‘‘. Annars kom saga þessi út s.l. sumar í mörgum breyti- legum útgáfum. En sagan eða frásagnirnar, eru sem kunnugt er af hópferð unglinga á sl. vori í Þjórsárdal. Nú endurflutti G.J. allar hryllilegustu frásagnir flestra eða allra blaðanna af för þessari Vægast sagt var þetta end urtekna efni óþarft, nóg var áður og ekki viðbætandi. Að loknum lestri dæmdi ræðumaður ung- lingana sýkna, en sakfelldi tví- mælalaust pabba mömmu og ein- hverja vínsala, er þrengdu víni inn fyrir varir þessara unglinga, sem margir voru á aldrinum 18 til 20 ára, eða rúmlega það, rétt IUislitar fannir Gamanljóðabók eftir Kristin Reyr. Keflavík — 1963. ÞAÐ bykir víst ekki mikill at- burður, þó einhver gefi út bók — en hér suður með sjó, þykir það góður viðburður og ennþá at- hyglisverðari þegar Keflvíkingur gefur út góða bók. Skoðun á bók- nm á ekki að vera patríotisk, ekki einu sinni á ströngustu átt- hagabókum, heldur á hver bók að bera siít skáldskapargildi og lifa af stíl sínum og ætlunarverki. Kristinn Reyr hefur nú sent frá sér 6. Ijóðabókina, er hann riefnir „Mislitar fanir“ og er það nafn með rétti, því fanirnar, sem eru á þeim fjöðurstaf er bókina skrifaði eru mislitar mjög. Ef litið er yfir efni bókarinnar, nánar sagt ef hún er lesin, þá eru kvæðin mislit að efnisvali, en allt fest á fjöðurstaf léttleika og kímni. í bókinni eru gamankvæði, gömul og ný — nokkrir gamlir kunningjar frá Keflavíkur-reví- um, úr Speglinum og heimablöð- um. Leikskrár, heimablöð og jafnvel Spegillinn eru í fárra manna höndum, þessvegna er það björgunarstarf gott, að safna þess um „fönum" á fjóðurstaf og gefa út í Ijóðabók, ásamt öllu því Iiýja, sem hvergi hefur áður kom- Ið út. Kristni Reyr lætur vel að gera gamankvæði og hann hefur það til að bera, að láta ekki undan þeim viðtekna hætti að allt bull sé nógu gott í gamanvísur og dægurlagatexta — heldur er í kvæðum Kristins undirtónn hugs unar og gamansemin sögð á var- anlegan hátt, sem þolir daga og ár og eru því kvæðin eins fersk í dag eins og þau voru, þegar þau voru sungin í fyrsta sinni. Háðið er biturt vopn, og því kann Kristinn Reyr að beita fim- lega, þó ekki sé mikið vopna- glam í kvæðum hans, heldur hnittin yfir og eftirskrift atburða sem eru alltaf að gerast. Sumar líkingar og uppstillingar Kristins eru þungskildar við hrað an lestur — en annað svo leik- andi létt að það lærist, sem ó- gjarnan gerist við dægurlaga- bullið. Þó að nokkur kvæðanna í Mis- litar fanir séu tengd Keflavíkur- nöfnum og staðháttum, þá getur gamansemin, háðið og eðli stað- hátta, átt við hvaða Keflavík sem er — því veldur hugsun og vammlaus vinna. Vafalaust er vandameira að kveða varanlegt gamankvæði, en hástemd af- mælis- og eftirmæli. Kristinn Reyr gengur í „stemningu" um Hafnargötuna og sér hana á sinn hátt: Sjá Hafnargatan birtist í Hörpu- dagsins sól, og húsin eru stínljóma vafin, en kaldir gæjar starta til keyrslu heims um ból, og kappakstur um götuna er hafinn, og maður er í húmor, og maður blístrar lag og máske lykt af peningum í blænum og líf í sparisjóðnum og Ijós um miðjan dag og lánað útá sólskinið í bænum. • Þannig reykar Kristinn Reyr ura Hafnargötuna heima, og sér það fallega og dulda og skoplega hvar sem farið er — kannske er kíkt bak við veggina og kveðið svo: Morgun og maður á bágt mórall úr hverri átt. Svipur hjá sjón fer í gegnum sjálfan sig rokkandi á veggnum. Maður á mikið bátt, og maður á meira bátt. Mórar úr hverri átt þokast að, þyrlandi ösku, en þarna er slatti á flösku og maður á minna bágt. Það yrði of langt mál að vitna í fleiri kvæði. Mislitar fanir verð- ur að skoða, og skoða vel — bók- in er eins og góð mynd, því leng- ur, sem þú horfir á hana, þvi veitulli verður hún — en umfram allt, lesið bókina hægt, þó sá sé ekki háttur gamankvæða venju- lega — en þessi gamankvæði eru óvenjuleg að því leyti að gerð þeirra og gamansemi hittir beint í mark, og eru ekki staðbundin í þess orðs venjulegu merkingu. 1 fullri alvöru, Kristinn Reyr, haltu áfram að kveða um þína Keflavík. því sú ljóðagerð hittir hverja vík á vogskornu landi. —hsj— að ná fullveðja aldri og kosninga rétti. Óþarfar eru allar lofræður um nútíðar æskuna, hún eins og æskulýður allra tíma, er hlaðin lífsorku, grósnda og hugsjónum, í eðli sínu góð og göfug. Hún er dýrasti fjársjóður hverrar þjóð- ar. Framtíðin er lögð henni í skaut. En allar orðræður um að æskumenn séu undanþegnir ábyrgð á eigin verkum eru nei- kvæðar og skaðlegar. Annars ætti þessi marg umrædda Þjórsárdals för, að vera sterk viðvörun, en ekki alltaf á vörum manna. End- urtekningin getur orðið til ills, eins, — ýft sár foreldra og iðr- andi ungmenna. Endurtökum að- eins það fagra. göfuga og góða. Víst ber að víta alla vanrækslu og víxilspor í uppeldismálum. Spellvirkjarnir skulu og ekki bornir undan sökum. Þeim á að refsa. Daglegar fregnir af vax- andi afbrotum unglinga ættu að vera nægileg aðvörun. Stemma skal á að ósi. Án nokkurrar lin- kindar verður að loka spillinga- bælunum. Niðurrifsöflin verður að stöðva í hvað myná sem þau birtast. Nú er tækifæri fyrir áhuga- mennina að taka virkan, jákvæð- an þátt í einhverjum þeim fé- lagslegum samtökum, er nú sækja fram á sviði uppeldismál- anna. Þjóðkirkjan skipuleggur margþætt æskulýðsstarf, æsku- lýðsráð með stuðningi ríkis og bæjar, og ýms félagasamtök taka þátt í sókninni. Því ber að vera bjartsýnn á framtiðina, þó skugg sýnt sé nú i bili á vettvangi upp- eldismálanna. Framanskráðar hugleiðingar eru forsendur þeirra tillagna, er vænta má að til nokkurs gagns geti orðið, ef til greina verða teknar: 1. Börnum innan 16 ára ald- urs sé án undanþágu bannaður aðgangur að kvikmyndum, er skaðlegar eru sálarlífi barna og siðferðisþroska. Sömu aldurs- flokkum sé og án nokkurrar und anþágu (svo sem í fylgd með forráðamönnum) bannað að sækja hverskonar skemmtistaði eða veitingastofur, þar sem á fengi er um hönd hönd haft. Skir teinisskylda sé lögboðin. Þess sé stranglega gætt af eftirlitsmönn- um barnaverndarráðs að börnin séu ekki brotin. 2. Nauðsynlegt er að kirkjan, æskulýðsráð og öll önnur félags- samtök, er vinna að uppeldismál- um hafi nána samvinnu, sam- ræmi störf sín og verkaskipt- ingu. Er þá m.a. haft í huga: a) eftirlit með heimilum, er van- Sirikit drottning af Thailandi, sem er ofarlega á listanum yfir 10 bezt klæddu konur heimsins, er ein af þeim sem klæðir sig eftir aðstæðum en ekki tízku. Hér er hún t.d. í gallabuxum og nælon-stormblússu, enda í fríi í norðurhluta lands síns. Kúrek- inn, sem er með henni á mynd- inni, er sonur hennar, Vaehira- longkorn krónprins. rækja uppeidi barna á einn eða annan hátt. b) starfræksla upp- eldisstofnana fyrir börn er nauð synlegt er að taka frá foreldr- um þeirra. c) Bygging og rekst- ur tómstundaheimila og sumar- búða. d) Ailar þessir, eða sam- bandsstjórn þeirra beiti sér fyrir, að eigendur kvikmyndahúsa vandi meira val mynda en nú tíðkast, einnig fyrir fullorðið fólk. Þá sé þess og freistað, að fá ráðamenn útvarpsins til að fjarlægja vopnabrak og bylting- aráróður úr því andlega fóðri, sem heimilunum er ætlað til tóm stundagamans. 3. Ákveðið verði í fræðslulög- gjöfinni að biskupinn yfir ís- landi hafi yfirumsjón með kennslu kristinna fræða í barna og ungmennaskóium, svo tryggt sé að þeim einum sé falið það starf, sem íil þess hafa bæði þekkingu og trú. Þar sem við verður komið annist sóknarprest- ar kennsluna, en ella hafi þeir umsjón með henni. 4. Æskulýðurinn sé örvaður til félagslegrar samvinnu og hann laðaður til beinnar þátttöku í uppbyggingu s:nna eigin félags- heimila. Á þann hátt má takast að útrýma þeim skaðlega vana að krefjast alls aí öðrum. Starf- ið göfgar. Iðjuleysið fóstrar freistingar. Dæmi um fórnfúst starf er m.a. að finna hjá ung- mennafélögum, kvenfélögum, skátafélögum og KFUM, sem býður æskumamnnum leiðsögn sína um vandrataða vegi. Til alls þessa þarf öflugan stuðning ríkis og bæja. Vafa- laust verður sá stuðningur ljúf- lega veittur, og ekki síður, ef vor kynborna æska þekkir sinn vitjunarííma, verður sjálf með í verki. Steingrímur Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.