Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUN BLAÐIÐ Flmmtudagur 28. maí 1964 Hugleiðingar um veðurfarið nd — og tvær gamlar veðurfarsiýsíngar EJÖRK, Mývatnssveit. — Nú höí um við kvatt einn mildasta og bezta vetur, er elztu menn muna. Til marks um hlýindin hér fór ísinn af Mývatni að þessu sinni í byrjun apríl. Er það mjög óvanaíegt. Síðustu dagar vetrar- ins voru hér að vísu heldur sval ir og norðlægir vindar blásið, en úrkoma sáralítil, næturfrost nokk ur stig en sólfar á daginn — er því allur gróður hægfara mjög. Að sjólfsögðu eru mörgum í minni póskahretið síðastliðið vor og það mikla tjón er af því hlauzt víða. Við skulum vona að við sleppum nú án þess að fá langvarandi kulda, þrátt -fyrir hlýindin í vetur. Ekki hefur það alltaf farið saman, og engin al- gild regla, þó stundum hafi kom ið fyrir. Að vísu eru margir ugg . andi nú um vor- og sumarkulda og eru þar reynslunni rikari fró s.l. ári. Nú höfum við heilsað sumri. Vænta allir þess og vona að það verði gjöfult og gott og gróður mikill á jörð. Nýlega las ég eftirfarandi veð urlýsingu, þó hún sé raunar rúm lega 230 ára gömui. „Veturinn 1732—33 var einn hinn bezti og ljúfasti er elztu menn muna, einkum á Suður- landi og Vesturlandi. Um mikinn hluta vetrarins sást ekki snjór á jörðu ^nema eina viku um þorra komu. Sums staðar voru fáir dag ar alla-n veturinn er nautpen- ingi var ekki haldið til beitar og vlða komu löm-b ekki í hús. Vorið var einnig svo gott og áfallalaust, að mjólkurkýr lágu úti í fjórðu viku sumars, en tún orðin slæg í fardögum, og mjólk urpeningur fullgræddur". Ég get hér annarrar veðurfars- lýsingar er ég man vel, enda er hún ekki nema 15 ára. Veturinn 1949 var allbarður með köflum, og þó alveg sérstak lega vorið er varð hið harðasta er komið hefur á seinni árum. Þá var t.d. ekið á vörubílum eft ir Mývatni á ís í maímánuði. Þann 25. maí vorum við Pétur Jónsso-n í Reyniihlíð á ferðalagi frá Akureyri í vörubíl. Lögðum þaðan upp tímanlega un. morg- uninn. Veðrið á Akureyri var þá hálf slæmt, norðan-bleytuhríð og sýnilega að ganga upp. Á Vaðla- heiði var líka mikil snjókoma og skafrenningur. Þrátt fyrir það gekk okkur saemilega í Possihól. Veðrið hafði hert er á daginn leið. Var sýnilegt að erfitt yrði að komast yfir Fljótsheiði. Á leiðinni var líka stórhríð, komn ir mi'klir skaflar, og sá því ekk- ert út úr augunum. Reyndum við að moka okkur áfram, en hægt miðaði. Fljótlega urðum við gegnblautir og bætti það ekki úr skák. Eftir fjögurra klukku- tíma strit vorum við komnir austarlega á há Fljótsheiði. Þar sat bíllinn fastur í svo djúpum og löngum skafli, að honum varð ekki þokað, hvorki aftur á bak né áfram. Var þvi ekki nema einn kostur fyrir hendi, þ.e. að leggja af stað gangandi til byggðar og skilja bílinn eftir. Enda þótt við værum stirðir til ga-ngs í vos- klæðunum og ófærð inikil, náð- um við niður í Breiðumýri um kvöldið. Fengum við þar hinar beztu viðtökur og gistingu um nóttina. Næsta dag var hríðarveður í Reykjadal en stónhríð uppi á heiði. Þá fengum við jeppa með okkur upp i heiðina, ætluðum við að kanna þann möguleika hvort hægt yri að ná bílnum. Bkki var viðlit að komast á jeppanum nokkurn spöl. Fljótt sást að von laust mundi með öllu að ná bíln- um eins og sakir stæðu, enda var hann að mestu fenntur í kaf. Þótt okkur væri það nauðugt að þurfa að skilja bílinn þarna eftir, þá var ekki um annað að gera. Héldum við því aftur nið- ur af heiðinni. Að nokkrum tíma liðnum féll ferð heimleiðis fyr- ir okkur. Var það jeppi er flutti lækni. Vörubíllinn var sóttur inn ó Fljótsheiði laugardaginn fyrir hvítasunnu 5. júní. Fyrst varð að moka frá honum, síðan var honum ekið í slóð eftir trukka sem þá höfðu undanfarna daga verið í heyflutningum yfir heið- ina. Hey voru víða farin að ganga til þurrðar i héraðinu, sem von- legt var I þeim harðindum sem undanfarið höfðu gengið. í Mý- vatnssveit var þá mjög fáu fé búið að sleppa fyrir hvítasunnu öðru en geldfé. Flest lambfé var því í húsi og miklir erfiðleikar við að hirða það. Vitað var að nokkur gróður mundi kominn í mellöndin, t.d. á Mývatnsfjöll- um. Hins vegar var útiiokað að koma þangað nokkurri skepnu á Snjógöngin sem Mývatnsbændur mokuðu í júní 1949. Á mynd- inni sést fjárflutningavörubill, sá hinn sami og gisti í skafli á Fljótsheiði og um er getið í greininni. (Ljósm. KÞ) bílum sökum snjóa S veginum. Snjóýtur voru þá ekki fóanleg- ar til að ryðja veginn. Ekki var því annað fyrir hendi en safna mönnum og freista þess að moka veginn með skóflum. Reyndist það þrautalendingin. í tvo daga var unnið kappsamlega að snjó- mokstrinum. Óhætt er að full- yrða að ekki var legið á liði sínu, enginn stóð með klukku í hendi til að fylgjast með tíman- um né hugsaði um daglaun að kveldi. Allt var þetta sjálfboða- vinna lögð fram til að bjarga blessuðum skepnunum. Voru menn glaðir að loknu vel unnu verki, að vísu með smávægilega strengi í handleggjum. Næstu daga var svo farið að flytja féð austur á fjöllin. Gekk það vel. Kom líka fljótlega hinn lang- þráði bati. Snjóinn tók upp og grösin grænkuðu. ísinn tók af Mývatni þetta sumar 18. júní. Þær veðurlýsingar, sem ég hef hér um getið að framan sýna í fyrsta lagi, að árið 1733 var ein- muna blíður vetur og vor og sumarið raunar sums staðar líka. Veturinn 1949 var harður með köflum og vorið mjög hart. Við gætum því nú fengið einmuna gott vor og sumar eftir blíðasta og bezta vetur. Kristján Þórhallsson. Rafmagnsvirki sækir mál KVEÐINN hefur verið upp í Hæstarétti dómur í máli, er Birg- ir H. Valdemarsson, rafvirki, nú til heimilis í Vancouver, Kananda áður til heiir.ilis Tjarnarstíg 7, Seltjamamesi, höfðaði gegn Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Krafð- ist hann þess, að stefnda yrði dæmd að viðlögðum dagsektum til að endurgreiða inn á spari- sjóðsbók stefnanda í Útvegsbanka íslands tryggingarfé stefnanda kr. 3.000.00 auk vaxta og enn- fremur, að stefnda yrði gert að greiða stefnanda miska og skaða- bætur að upphæð kr. 25.000.00 sem bætur fyrir miska og tjón af þeim álitshnekfci, er hann taldi sig hafa fegið við það, að rafmagnsstjóri lagði til við bæj- arr-áð með bréfi þ. 10. júlí 1957, að stefnandi yrði sviptur löggild- ingu sem rafmagnsvirki. Hann krafðist og vaxta og málskostnað- ar. Málavextir eru sem hér segir: Hinn 1. marz 1954 afhenti steín andi Rafmagnsveitu Reykjavíkur sparisjóðsbók við Útvegsbanka íslands með innistæðu, er nam kr. 3.000.00 sem tryggingu fyrir því, ag hann uppfyllti skyldur sínar sem löggiltur rafmagnsvirki hér í bæ og mun löggilding hans þar með hafa tekið gildi. Hinn 14. september 1954 sótti stefnandi um leyfi RR til að leggja raf- lagnir í hús byggingarsamvinnu- félags prentara nf 54, 56, og 58 við Hjarðarhaga hér í bænum. Daginn eftir var stefnanda veitt leyfið, en samkvæmt því skyldu lagnirnar að öMu leyti gerðar samkvæmt reglum um rafmagns- lagnir í Reykjavík. Stefnandi hafði stofnað firrnað Rafleiðir s.f. ásamt Tryggva Arasyni, en skv. tilkynningu dags. 7. apríl 1956 gekk stefnandi úr firmanu þann dag, en Tryggvi rak firmað eftir það einn og á eigin ábyrgð undir nafninu Rafleiðir. Við athugun, sem starfsmenn Rafmagnsveitu Rv.kur gerðu á raflögn hússins nr. 54 við Hjarð- arhaga Þ- 2. nóv. 1956 fundu þeir ýmislegt, er þelr töldu brot á reglugerg Rafmagnsveitu Reykja víkur, reglugerð um raforkuvirki svo og brot á löggildingars'kil- •yrðum rafmagnsvirkja. Með bréfi dags. þ. 7. nóv. 1956 kærði raf- magnsstjóri af þessu tilefni þá stefnanda og greindan Tryggva, aðallega báða, en til vara stefn- anda þar sem rafmagnsstjóri taldi hann bera ábyrgð á lögninni. í sakadómi Rvíkur lauk málinu á hendur stefnanda með áminn- • en bæjarráð frestað ag taka af- j stöðu til hennar. Hafði fregn um þetta birzt í einu dagblaða bæjar ' ins. Niðurstöður málsins urðu þær sömu í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Segir svo m.a. í forsendum að dómi Hæstaréttar: Þ-tTTIR U /VI DOfVI SMAL ingu, en Tryggvi Arason var dæmdur til að greiða kr. 1.000.00 í sekt. Ramagnsveitan ritaði þ. 12. febrúar 1958 stefnanda bréf, þar sém honum var tjáð, að farið hefði verið fram á það við j Tryggva Arason, að hann lyki j umræddu verki og lyki við úr- bætur, sem vinna þyrfti, en þessu J hafði ekki verið lokið, þrátt fyrir i rýmilegan frest. Síðar segir í J bréfinu: ,,Þar eg hér er um á- j kvæðisvinnu að ræða og þér j undirritið samninginn við bygg- I ingarfélagið, tilkynnum vér yður I hér með, að vér munum láta ! ljúka þessu verki á yðar og Tryggva kostnað, þ.e. greiða kost- naðinn af tryggingarfé yðar j beggja, að svo miklu leyti sem það hrekkur til”. Meg bréfi þ. 3. júlí 1958 til- kynnti RR stefnanda, að skv. 16 gr. iöggildingarskilyrða rafvirkja hafi tryggingarfé hans verið tekig til að greiða kostnað við að ljúka raflögn samkvæmt athuga- semdum í nefndum húsum. Stefnandi mótmælti töku trygg- ingarfjárins og áskildi sér alJan rétt til bóta úr hendi Rafmagns- veitu Rvíkur fyrir tjón og álits- spjöll, er hann hefði orðið fyrir vegna aðgerða hennar í málinu, en með rafmagnsstjóri hafi gert tillögu um það til bæjarráðs, að stefnandi yrði sviptur löggildingu „ Hinn 15. septemiber 1954 veitti stefndi, stefnanda sam- kvæmt umsókn hans leyfi til að leggja rafmagnslagnir í húsin nr. 54, 56 og 58 við Hjarðarhaga í Reykjavík. Tók (stefandi) þar með á sig gagnvart stefnda verk- ábyrgð samkvæmt löggildingar- skilyrðum rafmagnsvirkja á orku svæði Raímagnsveitu Reykjavjk ur frá 28. sept. 1951 og reglugerð um raforkuvirki nr. 61/1933, sbr. ein'kum 143 og 144 gr. hennar. Er reglugerðin sett skv. lögum um raforkuvirki nr. 83/1932, en í stað þeirra laga eru nú komin roforkuilög nr. 12/1946 og hefur reglugerðarákvæðið stoð í 20. gr. þeirra. Því fer fjarri, að (stef- andi) hafi verið leystur undan framangreidri verkábyrgð, þó að hann hafi hin 5. nóvember 1958 tjáð forstöðumanni innlagnadeild ar stefnda munnlega, að tiltek- inn rafvirki mundi ljúka verkinu og forstöðumaðurinn ritað um það athugasemd á umsóknar og leyfisskjal (stefnanda). Hafði stendi bæði rétt og skyldu til að bæta úr þeim frámunalega og hættuiega vanbúnaði á verkinu, sem kom í ijós við athugun eftir- litsmanna. Var stefnda og heimilt að nota tryggingarféð til að bæta úr göllum.” Niðurstaða málsins varð því sú, að Rafmagnsveita Reykjavikur var sýknuð af kröfum stefnanda í málinu. Frk. Vestergaard í Sorö húsmæðra- skóla látin ELISABETH Vestergaard, for- stöðukona húscmæðraskólans á Sorö í Danmörku er nýlátin, 80 ára að aldri. Frk. Vestergaard veitti yfir 10 þús. ungum kon- um kennslu í hússtjórnar- fræðum þau 47 ár sem hún rak Húsmæðra- skóilann í Sorö, þar á meðal fjöl mörgum ís- lenzkum stúlk- um. Voru ár- lega margir ís- lenzkir nemendur í skóla henn- ar, en hún hafði sérstakt dá- læti á íslandi, og var m. a. heiðruð með Fálikakrossinum fyrir störf sín í þágu íslands. Elisabeth Vestergaard keypti 33 ára gömul Sorö húsmæðra- skólann, sem brátt varð kunn- ur um öll Norðuriönd. Hún var brautryðjandi á mörgum svið- ura, varð t. d. fyrst til að setja upp barnaheimili í sambandi við húsmæðraskóla, til að veita nemendum tækifæri til að læra meðferð barna ásamt öðrum fög um. Hún rak skóla sinn fram í andlátið. í blaðaviðtali sagði hún einhverju sinni: — Ég dreg mig ekki í hlé fyrr en ég verð borin út úr skólanum. Og það stóð frk. Vestergaard við. Fram á síðustu stundu tók hún þátt í hverju viðfangsefni, sem leysa þurfti í hennar stóra skóla. Tímaritið „SKAK“ komið út BLAÐIÐ birtir fjölmargar skák- ir frá Alþjóðaskákmótinu £ Reykjavík í vetur, og eru sumar þeirra með greinagóðum skýr- ingum eftir hina erlendu meist- ara. Þá eru birt úrslitin á Skák- þingi Reykjavíkur í vetur og fleiri innlendar skákfréttir. Þá eru í ritinu erlendar skákfréttir o. fl. Góð gjöf til Hólodómkirkjn SÓKNARNEFND Hólasólcnar f Hjaltadal hefur borizt eftirfar- andi gjafarbréf frá eftirlifandi eiginkonu Ásmundar Jónssonar skáldis frá Skúfsstöðum, rú Irmu Weile Jónsson: „í minningu um eigimmann minn, Ásmund Jónsson skáld frá Sikúfsstöðum, sem iézt 18. sept. 1963 í Reykjavík, — og föður hans Jón Sigurðsson, bónda á Skúfsstöðum, færi ég sóknar- nefnd Hóladómkirkiu tvo bronce stjaka sem gjöf frá mér. Eru þessir gripir dýrmætir ættargrip ir úr fjölskyldu minni og nær 200 ára gamlir. Megi blessun Guðs fylgja þessari gjöf um ó- komna tíma, Hóladómkirkju og sóknarbörn-uim hennar. Vinsamlegast og virðingarfyilst Irma Weile Jónsson”. Gjöf sú, sem nefnd er í bréfi þessu, hefur verið móttekin og henni komið fyrir í Hóladóm- kirkju. Voru ljós tendruð á stjök unum í fyrsta sinni í kirkjunni við útför Ásmundar heitins. —• Þetta er vönduð og falleg gjöf, sem ber í senn vitni um ræktar- semi við minningu hinna látnu feðga og hlýjan hug til hininar gömlu sóknarkirkju þeirra, Hóla dómkirkju. Viljum við fyrir •höind okkar og safnaðar Hóla- sóknar, færa frú Irmu Weile Jónsson hugbeilar þaikkir fyrir þessa fallegu gjöf og þann hug sem hún ber vitni um. Guð blessi góðan gefanda og minn- ingu þeirra, sem gjöfin er helg- uð. Sóknarnefnd Hólasóknar. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.