Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 3
Þriðju^agur 2. júní 1964 MORGUNBIAÐIÐ 3 ■ ■miimiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiinin S í GÆR var mikið um að vera M á Tjörninni. Fyrstu tvær end- = urnar komu með unga sina | þangað frá varpstaðnum. Annars verður að taka það S fram í upphafi þessa máls, að H á sunnudag eða laugardag | skriðu tveir álftarungar úr | eggjum sinum í hreiðri þýzku M svanahjónanna á litla hólm- = anum niður undan gamla ís- = birninum. Þau höfðu átt 7 egg, svo að S úrslitin voru tveir ungar af M 7 mögulegum, eins og það er S orðað á íþróttamáii, eða 28, H 58%, en ekki er vitað, hvort = þetta er Tjamanret, en segja i= má, að minna hefði það getað | orðið. l>á er að segja frá því, að S hringt er úr Hagaskóla til = blaðsins, og sagt frá því, að S þar sé önd í garðinum með 9 M unga. Væri hún alveg friðlaus M í að komast niður á Tjöm. M Hringt var í lögregluna, seon = lofaði að komá. Við þutum þangað í = skruggukierru ljósmyndarans Ej og tókum þátt í því, t _-gar 1 Ófriður Lögregluþjónarnir skila önd og ungum heilum á húfi niður á tjörn. Hérna ræðst þýzki svanurinn með gassagangi miklum að öndinni með unganna. a #/ Svanavatni •## Endurnar koma með unga sína á tjörnina lögreglan var að handsama ungana og ungamömmu. Síðan var ekið niður að Tjörn. Annar lögregluþjónn- inn hélt á öndinni í bílnum, en hinn ók og sitóð á öndinni af mæði eftir hlaupin. Ung- amir voru geymdir í kassa aftur í „salatfatinu“ og hef- ur marguj óveglegri þar ver- ið. — Það gekk vel að koma ung- unum oig andamöimmu á tjörn Litlu börnin virða fyrir sér öndina með ungahópinn. ina, og mikið var indælt að sjá, hvað ungarnir voru fegn- ir að hitta mömmu sína aftur, og vafalaust telja þeir lög- regluþjóna hér eftir til sinna beztu vina. En þegar hér var komið sögu, kom ægilegt babba í bát inn. Öndin var ekki fyrr sloppinn úr „klóm“ réttvís- innar, sem hafði farið um hana mildum höndum, en að henni réðust eins og hungrað ir úlfar allmargir steggir, og höfðu nær gert út af við hana. Varð að kalla út slökkviliðið til að skakka leikinn. Er það mál manna að nauðsyn beri til að fækka steggjum á Tjörninni að verulegu leyti. Hver veit nema eitthvert veitingahúsið vilji bjóða mönnum upp á andasteggi de Tjörn de Luxe, einhvemtíma á nœstunni? En það átti srvo sem ekki af aumingja öndinni að ganga! Hvernig átti hana að gruna það, að þarna rétt hjá biði þýzkur gassi, sennilega Prússi að langfeðgatali, herskár og illur viðureignar? Og það var ekki að sökum að spyrja! Þýzki svanagassinn réðist með miklum vargaskap áð öndinni og ungunum hennar 9. Hrakti öndina út um alla tjöm, barði til hennar með vængjunum og sundraði ung- vnum á tvist og bast! Þetta var ófagur leikur, enda gripu nú vegfarendwr lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilll inn í og stugguðu við gassan- um, en gátu komið öndinni inn á minni tjömina. Það er augljóst mál, að álftagassann þarna verður að fjarlægja ef ekki á illa að fara. Það mætti vafalaust koma honum fyrir í búri, með an mesti gassagangurinn er á honum. Alftagassar í þessum ham geta auðveldlega verið hættu legir bæði dýrum og jafnvetl bömum, og eru til um það = mörg sorgleg dæmi. Auðvitað var gaman að |i sjá svanahjónin með ungana ii sína litlu tvo, og sjálfsagt = stafar öll þessi heift af því, = að hann þolir ekki öðrum B fuglum það ,að stela frá hon- M um athygli manna. Hann vill s sem sé fá að leika aðalhlut- = verkið á þessu „Svanavatni“, = sem við nefnum Tjörn. En Tjömin er nógu stór fyr = ir margar tegundir fugla, þótt = sá þýzki telji sig vanta lifs- 1 rými! = Meðfylgjandi myndir tók || Sveinn Þormóðsson, ljósmynd = ari Mbl. í gær af öllum þess- E um atburðuim. Lögregluþjónar handsama öndina við Hagaskóla. Læknafélag Reykjav’íkur þjónað þeim tilgangi sínum að vera skyndihjáip í neyðartilfell- um. en skrifstofan hefir milligöngu um að ná til hans. (Frá Sjúkrasamiaginu). eykur neyðarþjónustu SÍÐAN vorið 1962 hefir Lækna félag Keykjavíkur, samkvæmt samningi við sjúkrasamlagið, annast svokallað neyðarvakt á tímanum kl. 1—5 e.h. á virkum dögum, öðrum en laugardögum — en á laugardögum er helgi- dagsvörður efti.r hádegi. Eins og segir í Handbók samlagsmanna má því aðeins grípa til neyðar- vaktar, að talið sé að vitjun þoli j enga bið og ekki náist til heimilis j læknis. — Þjónusta þessi hefir \ komið í góðar þarfir, og er það meðal annars því að þakka, að engin tilhneiging hefir verið hjáj almenningi til ofnotkunar henn- ar. Hefir hún því fullkomlega Hinsvegar hefir sýnt sig að þörf er fyrir þessa þjónustu einn ig á morgnana, og hefir L.R. því fallist á að annast hana einnig á tímanum milli kl. 9 og 12 f.h. Starfar því neyðarvaktin hér eftir kl. 9 — 12 og 13 — 17 allá virka daga, þó ekki síðdegis á laugardögum. Neyðarvaktin hefir, sem fyrr, síma 11510 og er síminn á skrif- stofu L.K. Læknir er ekki við þar, Athugasemd TIL AÐ forðast misskilning skal tekið fram, að inngangur að grein þeirri um „Hrossakaupin á brúnni“, sm birtist á forsíðu Les bókar sl. sunnudag, er skrifaður af bandarískum blaðamanni og láðist að þeta þess í þýðingunni. STAKSTEINAR Samstrrf um utanríkismál Tíminn birtir sl. sunnudag rit- stjórnargrein, þar sem fjallað er um ræðu Eysteins Jónssonar, en hann hafði kvartað yfir því, að ekki væri haft nægilegt samstarf við stjórnarandstöðuna um utan- rtkismai'. | ritstjórnargreininni segir m.a.: „Samstarfsslitin um utanríkis- mál áréttaði ríkisstjórnin svo eft irminnilega á hinu nýlokna þingi með því að hafna tillögu Fram- sóknarmanna um samstarf við undirbúning stóriðjumála, sem erlendir aðilar kynnu að eiga hlut að. Sú afstaða ríkisstjórn- arinnar að hafna samstarfi um þessi mál boðar ekki gott, mæl- ist illa fyrir og er í algeru ósam- ræmi vig óskir meginþorra manna um það, hvernig flokkar og stjórnmálamenn eigi að vinna að utanríkismálum, hvað sem stjórn eða stjórnarandstöðu lið- ur.“ Það er athyglisvert, að Tím- inn talar ekki einungis um nauð- syn þess að hafa samstarf við Framsóknarflokkinn um utan- rikismá.1, heldur er talað um stjórnarandstöðuna og þá átt við báða andstöðuflokkana, þ.e.ajs. að blaðið telur nauðsyn til bera að hafa samstarf við kommúnista um utanríkismál. U tanr íkismálin og kommúnistar Það er rétt, að í utanríkismál- um eiga stjórnarflokkar og lýð- ræðislegir stjórnarandstöðuflokk ar að reyna að hafa sem nánasta samvinnu, og sannleikurinn er líka sá., að samvinna hefur verið reynd við Framsóknarflokkinn um mörg þýðingarmikil utanrik- ismál, þótt samstarf við þá hafi verið erfitt vegna skapvonzku þeirra, allt frá því að þeir kom- ust í stjórnarandstöðu og fram á þennan dag. Hitt er broslegt að krefjast þess að samstarf sé haft við kommúnista um utanríkis- mál, af þeirri ofur einföldu ástæðu, að þeir eru andvígir ut- anrikisstefnu landsins frá grunni. Þeir vilja að við hættum sam- starfi við aðrar lýðræðisþjóðir. Þeir vilja auka rússnesk á<hrif hér á landi bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Þeir vilja efna til fjandskapar vis nágrannaþjóð irnar. í fáum orðum sagt vilja þeir allt það, sem er í beinni and stöðu við vilja og stefnu lýð- ræðissinna. Þess vegna er barna- legt að tala um samstarf við þá í utanríkismálum. Framsókn og stóriðja Hér í blaðinu hefur það marg- sinnis verið áréttað, að eðlilegt væri að hafa sem bezta samvinnu við Framsóknarflokkinn í stór- iðjumálum. Tíminn kvartar hins- vegar sáran yfir því, að tillaga Framsóknarmanna um kosningu 7 manna þingnefndar til að fjalla um þessi mál skyldi ekki ná fram að ganga. í tillögu sinni ákváðu þeir f jölda nefndarmanna þannig, að kommúnistar fengju mann i nefndina. Þeir virðast leggja jafnmikla áherzlu á að kommún- istar fái að hafa áhrif á þessi mál eins og þeir sjálfir. Kommún istar hafa hinsvegar lýst því skýrt og skorinort yfir, að þeir séu andvígir þeim stóriðjufram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar eru. Það mál gera þeir upp við sjálfa sig og skal það ekki rætt frekar nú. Hitt ætti að vera öll- um ljóst, að tilgangslaust er að liafa um framgang mála sam- starf við menn, sem málunum eru andvígir og vilja hindra að þau nái fram. Þetta ætti jafnvel Tíminn að skilja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.