Morgunblaðið - 02.06.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 02.06.1964, Síða 15
Þriðjudagur 2. júní 19B4 MORGUNBLAOIO 15 Hurðir á áætlunar- og strætis- valda mestum vognum kostnaði við breytingu í hægri handar akstur Somtal við Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóra BREYTING úr vinstri handar umferð í hægri umferð á íslandi hefir lengi verið til umræðu, m.a. á Alþingi, en þar var ný- lega samþykkt þingsályktunar- tillaga um undirbúning að því, að upp verði tekin hægri handar ■ kstur. Hafði tillagan verið áður send ýmsum aðiljum til umsagn- ar og mæltu þeir með samþykkt hennar. Fréttamaður Mbl. ræddi ný- lega við formann umferðalaga- nefndar, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra, til þess að fá nánari upplýsingar um mál þetta, ■Imenningi til glöggvunar. — Vinstri eða hægri handar umferð er gamalt vandamál, sagði lögreglustjóri. Upphaflega fór uimferðin í ýmsuim löndum eft ir því hvorum megin menn báru vopn sín. Hægri handar reglan er komin úr Rómarrétti, en mi'k- illa áhrifa frá honum gætti um •lla Evrópu. — Hvernig ætli hafi staðið á því að vinstri handar umferð var á sínum tíma lögleidd hér á ís- landi? — Þar mun hafa ráðið miklu að fótskörin á kvensöðlinum var vinstra megin. Rómverska reglan um hægri handa umferð hefur smám saman færst yfir allt meginland Evrópu. Nú eru að- eins 3 ríki í Evrópu með vinstri umferð, Bretland, ísland og Sví- þjóð. Af þeim eru Svíar þegar búnir að lögleiða hægri handar akstur, sem verður tekinn upp árið Í&67. í Bretlandi hefur nefnd eftir nefnd fjallað um mál- ið, en breytingin yrði þar óhemju kostnaðarsöm. Hér var reyndar lögtekin Ihægri reglan árið 1940. En skömmu síðar kom hingað er- lendur her. Þótti of áhættu- samt að fara að breyta um- ferðinni meðan hér voru svo tnargir erlendir menn, sem van- ir voru vinstri handar akstri. Akvæðið um breytingu var því feílt niður. — Hvenær komst svo málið á dagskrá aftur? — Þegar núgildandi umferðar lög voru í undirbúnirugi tók umferðarlaganefnd málið til rækilegrar athugunar. í grein- argerð til alþings frá nefnd- inni var ýtarleg grein gerð fyrir hægri og vinstri handar vandamálinu. Nefndin var nær einróma þeirrar skoðunar að breyting skyldi gerð og tekin upp hægri umferð. Þó var gert ráð fyrir vinstri akstri í frum- varpinu, en því þannig hagað að ekki þyrfti breytingu á nema tveimur greinum til að fara yfir í hægri akstur. En ríkisstjórnin var að svo komnu máli ekki-til- búin til að mæla með að það yrði gert. Árið 1962 báru tveir alþinigis- tnenn, Kjartan Jöhannsson og Birgir Finnson fram þings- áiyktunartillögu um að láta fara fram athugun á því hvort ekki væri tímaibært að breyta umferðinni yfi r í hægri handar umferð á íslandi. Málið fór í nefnd sem mælti með því en til- lagan fékk þó ekki fullnaðaraf- greiðslu á því þingi Á sl. þingi var málið tekið upp aftur. Alþing ismennirnir Birgir Finnson Matt- hías Bjarnason, Jón Þorsteinsson og Jónas G. Rafnar lögðu til að hafinn yrði undirbúningur að breytingu yfir í hægri umferð. Málið fór aftur fyrir allherjar- tiefnd og var laigt fyrir vegamála- •tjóra. Félag ísl. bifreiðaeigenda, Landssamiband vöruibifreiðastjóra og Umferðarnefnd Reykjavíkur. Al'lir þessir aðilar lýstu stuðn- íngi við hægri akstur og mælti allsherjarnefnd þá með að tillag- an yrði samþykkt, sem og varð. — Og hvað nú? — Nú fer málið til dómsmála- ráðuneytisins og ég geri ráð fyrir að það komi til okkar í umferðar laganefndinni og við rannsökum það að nýju. — Hverjir eru í umferðarlaga- nafnd auk yðar, lögreglustjóri? — Benedikt Sigurjónsson, hrl., Ólafur W. Stefánsson fullt dómsmálaráðneytinu, Sig: Jóhannsson vegamálastjóri og Theodór B. Líndal prófessor. — Hvað mælir helzt með því að skipta yfir í hægri handar umferð og hvað mælir á móti þvi? — Það sem helzt mælir með því er að æskilegt er að skapa samræmi í umferðareglum hjá sem flestum þjóðum. Hér gildir að nokkru það sama oig um sam- ræmi í umferð í lofti og á sjó. Sigurjón Sigurðsson Það er óheppilegt og getur verið 'hættulegt að ólíkar umferðar- reglur gildi milli landa þar sem öll samskipti fara ört vaxandi. Erlendir ferðamenn koma t. d. hingað í annars konar umferð en þeir eru vanir. Og þeim fjölgar líka óðum íslendingunum sem skreppa út fyrir pollinn og aka öðrum löndum. Sama gildir um gangandi fólk. Það lítur eftir ökutækjum og á von á þeim úr þeirri átt, sem það hefur vanizt. Langflestir bílar hér eru út- búnir til hægri umferðar, þ. e. stýrið er vinstra megin í þeim. Þetta skipti ekiki miklu máli til skamms tíma, þvi það gat verið nokkurs virði á mjóunm malar- vegum og fyligjast með vegarbrún inni. En eftir því sem umferðar- straumurinn verður meiri, fer það að skipta meira máli að stýr- ið sé við miðju vegarins, svo að ökumaðurinn geti fylgzt með umferðinni á móti. Möng slys hafa orðið af þvi að ökumenn reyna að fara fram úr án þess að geta séð fram með bílnum þau ökutæki, sem komu á móti. Á móti breytingunni mælir hinsvegar að breyting verður dýr. En við vitum líka að eigi að framkvæma þetta á annað borð, þá verður það stöðugt dýrara. — Hve dýrt? — Þegar áætlunin var gerð um að breyta þessu árið 1940, var talið að kostnaðurinn yrði 50 þús. kr. Árið 1957 var aftur gerð áætlun, sem gerði ráð fyrir 5,6 millj. kr. kostnaði, en þó því aðeins að breytinigin færi fram á þremur árum. Þá var umferðarmerkjakerfið svo lítið að kostnaðurinn þess vegna var hverfandi. En siðan 1959 eru um- ferðarskiltin orðin stór liður. Hver kostnaðurinn af breyting- unni yrði nú, get óg ebki sagt um. — Hvað yrði kostnaðarsam- ast? — Meginkostnaðurinn yrði á almenningsvögnunum, sem hafa allir dyr öfugu megin, miðað við hægri handar akstur. Einnig verður allmikill kostnaður af tilfærslu umferðarmerkja. É.g held að 2—3 ára aðdraigandi sé nauðsynlegur. í fyrsta lagi yrði alltof dýrt ef breyta ætti öllum umferðarmerkjum og ljósum Og öllum almenningsvögnum svo að segja á einum degi og auk þess væri gott að fól'k fengi hæfileg- an tíma til að venjast tilhugsun- inni og læra hinár nýju reglur, sem m.a. þyrfti að kenna vel í öllum skólum. — En slysa'hættan? Mér skilst að, Svíar búist við að eftir fyrstu 3 mánuðina, meðan fólk fer varlega, komi einhver aukn- ing á slysum um sinn. — Draga má verulega úr slysahættunni, ef breytingin er vel undirbúin og fyllstu varúðar gætt. — Það er nauðsynlegt að taka sem fyrst ákvörðun um hvort hér verður áfram vinstri umferð eða breytt yfir í hægri umferð, sagði lögreglustjóri að lokum. Bæði vegna þess að kostnaður- inn fer stöðugt vaxandi með hverju árinu sem líður. Og nú er það einkum aðkallandi Vegna þess að ný vegalög eru komin og þar er gert ráð fyrir miklum vegagerðarmannvirkjum í fram- tíðirni. Það er því nauðsynlegt að taka ákvörðjn um hvort þau eiga að miðast við vinstri eða hægri handar akstur. Aðalfundur safnaða Fríkirkju- rins í R.vík SEXTUGA STI og fjórði aðal- fundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavik var haldinn sunnu- dagin 10. maí 1964. Fundar- stjóri var kjörinn Óskar B. Erlendsson, lyfjafræðingur og fundarritari Siguroddur Magn- ússon, rafivirkjameistari. Að venju minntist prestur safnaðarins í fundarbyrjun, þeirra safnaðarmanna er látizt höðu á kjörtímabilinu oig tóku safnaðarmenn undir þau orð með að rísa úr sætum. Rekstrar afkoma safnaðarins var ekki góð á árinu, tekjuhalli kr. 117,618,00. Orsök þessa tekju- halla er sú, að safnaðargjöldin eru ekki í neinu samræmi við þær umfangsmiklu kauphækkan ir og annars reksturskostnaðar. Unnið er nú að því að fá safnaðar gjöldin hækkuð til að standa und ir nauðsynlegum útgjöldum. Þrátt fyrir þennan tekjuhalla var árið 1963 eitt hið athafna- ríkasta í sögu safnaðarins. Fram- kvæmdir stórbrotnar og kostn- aðarmiklar, enda ber Fríkirkjan þess merki bæði utan og innan. Kvenfélag Fríkirkjusafna' t»r- ins sá um málningu á kirkjunni að innan og igreiddi allan kostn- aðinn, auk þess lét kvenfélagið lagfæra lóðina, steypa steinkant utan um hana og setja nýjar graslþökur. En rausnargjöf Kvenfélagsins var ekki þar með lokið, það færði söfnuðinum að gjöf 44 stóla, sem krækja má saman og mynda bekk. Eru þeir sérstaklega hentugir við ferm- ir.gar og aðrar kirkjulegar at- hafnir. Samtals nemur þessi höfðinglega gjöf kr. 255.158.00. Þakkaði fundurinn Kvenfélag- inu þessa rausnarigjöf að verð- leikum. Bræðrafélag Fríkirkjusafnað- arins lá ekki heldur á liði sínu. Það sá um oig stóð undir öllum kostnaði við málningu kirkjunn- ar að utan. En Slippfélagið í Reykja-vík færði söfnuðinum alla utanhúss málninguna að gjöf. Auk þessa kostaði Bræðrafélagið niðurrif á reyháfum, breytingar á miðstöðvarkerfinu o. fl. sam- tals nam þessi rausnar gjöf Bræðrafélagsins kr. 59.674.00. Hjálmar Kjartansson, málara- meistari, sá um framkvæmdir, gaf kr. 4000.00 eftir af kostnað- inum. Þakkaði aðalfundurinn þessa rausnargjöf á verðugan hátt. Fær sönigurinn seint fullþakkað Kvenfélaginu og Bræðrafélag- inu, allar þær gjafir og aðstoð, sem þau hafa veitt kirkju sinni bæði fyrr og síðar. Þess skal getið, að hið smekiklega litaval á kirkjunni bæði að innan og utan sá listmálarinn Hörður Ágústs- son um. Að venju var efnt til skemmtiferðar fyrir safnaðgr- fólkið og tóku rúmlega 100 manns þátt í henni. Farið var til Þimgvalla að Laugarvatni og til Skálholts. Kirkjan skoðuð og skýrt frá sögu henrnar. Skipt var um sætabúnaði í kirkjunni á árinu. Keyptir voru tæplega 400 stólar frá Stál'húsgögnum fyrir samtals kr. 508.663.00: Er hér um mjög þægilega stoppaða stóla að ræða. Andvirðið hefur nú allt verið greitt með samskot- um meðal safnaðarfólks og vel- unnara kirkjunnar. Stólanefnd- ina skipuðu: Kristján Siggeirs- son, Vi'lhjálmur Árnason, frú Pálína Þorfinnsdóttir, frú Elín Þorkelsdóttir otg Friðsteinn Jóns- son. Voru nefndinni færðar hug- heilar þakkir fyrir hið mikla og óeigingjarna starf er hún hafði staðið fyrir. Frú Ingibjörg Steingrímsdóttir lét nú af störfum í stjórn safn- aðarins eftir nær 40 ár. Hefur hún reist sér veglegan minnis- varða innan safnaðarins með frábæru og samvizkusamlega unnu starfi. Var hún hyllt af aðalfundinum og þakkað fyrir alít og allt. í hennar stað var kosin frú Anna Bjarnadóttir en frá Pálína Þorfinnsdóttir var endurkjörin. Að fundarlokum þaikkaði formaður safnaðarins Kristján Siggeirsson öl'lum starfsmönnum kirkjunnar og sérstalega presti safnaðarins séra Þorsteini Björnssyni, ágæta samvinnu og samstarf. Safnaðarstjórn skipa i»ú: Kristján Siggeirsson, formaður, Valdemar Þórðarson, varafor- maður, Magnús J. Brynjólfsson, ritari, frú Pálína Þorfinnsdóttir, frú Anna Bjarnadóttir otg Vil- hjálmur Árnason og Þorsteinn J. Sigurðsson. Varamenn Óskar B. Erlendsson og Magnús Blönd- al Jóhannesson. Larsen efsiur á millisvæðamótinu TEFLDAR hafa verið níu um- ferðir af 23 á millisvæðamótinu í Amsterdam. Danski stórmeist- arinn Bent Larsen hefur forystu enn sem komið er. En á eftir hon- um fylgja í þéttum hnapp þeir Bronstein, Ivkov, Tal, Spassky og Reshevsky, en sá síðastnefndi á betri biðskák gegn landa sínum, Evans, úr 6. umferð. 7. umferð Evans 0 — Portisch 1. Vransic 0 — Reshevsky 1. Ivkov 1 — Langyel 0. Rosseto 14 — Bilek 14. Larsen 1 — Berger 0. Quinones 1 — Benkö 0. Darga Vz — Perez Vz. Tringov 14 — Porath Vz. Bronstein 14 — Gligoric % Tal 1 —Fogulman 0. Stein 14 — Pachmann 14. Spassky Vi — Smyzlof Vz. Biðskákir úr 6. umferð Portisch 0 — Spassky 1. Gligoric 1 — Tringov 0. Perez 0 — Quinones l. S. umferð Portisch 0 — Smyzlof 1. Pachmann Ví. — Spassky V» Fogulman 14 — Stein Vt. Gligoric 14 — Tal 14. Porath 0 — Bronstein 1. Perez 14 — Tringov 14. Benkö 0 — Darga 1. Berger 14 — Quinones 14. Lengyel 1 — Rosetto 0. Evans 14 — Vranesic 14. Ivkov 14 — Reshewsky 14. 9. umferð Vranesio 0 — Portisch 1. Ivkov 14 — Evans 14. Larsen 1 — Lengyl 0. Quinones 14 — Bilek 14. Darga 1 — Berger 0. Tringov 14 — Benkö 14. Bronstein 1 — Perez 0. Tal 1 — Porath 0. Stein 1 — Gligoric 0. Spassky 1 — Foguelman 0. Smyzlof 14 — Pachmann 14. Rossetto 0 — Reshewsky 1. 1. Larsen 714 2.—4. Bronstein,. Ivkov Reshewsky 614 5.—7. Smyzlof, Tal og Spassky 6 8.—9. Darga og Gligoric 514 10.—11. Lengily og Portisc'- 5 12.—14. Stein, Evans og Quinones 414 15. Pachmann 4 16.—18. Benkö, Bilek og Porath 314 19. Vranesic 3 20.—22. Perez, Rosseto og Tringov 214 23. Foguelman 2 24. Berger 114 Frá meriningar og minningar- sjóði kvenna A þessu ári hafa sjóðnum bor- izt eftirfarandi gjafir: Til minn- ingar um Guðrúnu Jónsdóttur, Þrándarstöðum kr. 1.500,00, frá dióttur hennar; til minningar um Guðrúnu Sigurðardóttur, Stokks- eyri kr. 2.500,00 frá eiginmanni hennar og dætrum; til minningar um Jóhönnu Kr. Briem kr. 10. 000,00, fná börnum hennar; til minningar um Guðríði Tómas- dóttur og Sigríði Benediktsdóttur kr. 10.000,00 frá Gunnari Stefáns syni stórkaupmanni. Auk þess hefur borizt til viðbótar við fyrri minningargjafir: Til minningar um Kristínu Stefánsdóttur, Ásum kr. 1.000,00; frá" Guðrúnu Guð- jónsdóttur; — ti.1 minningar wn Elínu R. Briem Jónsisoh kr. 10.000,00, frá nokkrum systkina- barnabörnum hennar. F.h. stjórnar M.M K. Svava Þórleifsdottir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.