Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1964, Blaðsíða 26
26 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júní 1964 Keflavík efst í .1. deild eftir sigur yfir Akranesi i í Ahorfendamet í IMjarðvík 2000 manns KEFLVfKINGAR skákuðu Skaga mönnum á Njarðvíkurvellinum á sunnudaginn og hlutu tvö dýr- mæt stig. Frábær markvarzla Kjartans og öryggi Magnúsar Torfasonar í stöðu hægri bak- varðar, vöktu óskipta athygli 2000 áhorfenda. Liðið, sem barð- ist fyrir tilveru sinni í I. deild í fyrra, er nú á hraðri leið upp á við, undir handleiðslu Óla B. Jónssonar þjálfara. á; Forysta ÍBK Leikur ÍBK og Skagamanna á Njarðvíkurvellinum mun ekki verða talinn einn af stórleikjum ársins. Bæði liðin misnotuðu fjölda góðra tækifæra, en þó munu flestir sammála um, að betra liðið hafi sigrað í þessari viðureign. Á fyrstu mínútunum virtust bæði liðin nokkuð taugaspennt, en þó voru Skagamenn greini- lega ágengari og áttu nokkrar góðar sóknarlotur, en Kjartan, markvörður ÍBK, greip vel inn í. Það var fyrst á 13. mín. að Keflvíkingum tókst að skapa hættu við mark ÍA, sem lauk þó með aukaspyrnu á hinn sókn- djarfa Keflvíking. Á 19. mín. átti Donni hættu- legan skalla, sem Kjartan varði naumlega og mínútu síðar strauk skot, Þórðar Jónsson, þverslána. Keflvíkingar tóku nú að færa sig upp á skaftið og á 25. mín. fékk Bogi skallað naumlega í hom, eftir skot Sigurðar Alberts- sonar og tæpri mínútu síðar komst Hólmbert í dauðafæri, en var of seinn og missti knöttinn. Blaðinu er snúið við, Skaga- menn sækja og Donni og Ríkharð ur brenna báðir' af og Kjartan ver hörkuskot frá Eyleifi, nýlið- anum í liði Akraness, sem ein- mitt varð 17 ára þennan dag. Mark ÍBK kom á 34. mín., er Jón hinn marksækni renndi knettinum fyrir fætur Hólmberts, sem afgreiddi hann skemmstu leið í netið. Skagamenn voru nærri að jafna á 40. mín. er Donni tók eina af sínum frægu aukaspyrnum frá vítateigslínu og skaut efst í blá- hornið, en Kjartan var viðbragðs fljótur og tókst að slá knöttinn í horn. Á siðustu mín. fyrri hálfleiks, skaut Jón Jóhannesson yfir mark ið af stuttu færi. ★ Sigur tryggður Síðari hálfleikur hófst með sókn Keflvíkinga, en Hólmbert mistókst að spyrna á markteig og nokkrum mín. seinna skall hurð nærri hælum við mark Keflavík- ur er Kjartani mistókst að ná til knattar úr hornspyrnu, en bak- vörður hreinsaði. Skömmu síðar varði Kjartan fast skot Þórðar Jónssonar og nú sóttu Keflvík- ingar og Helgi bjargaði með góðu úthlaupi. Á 24. mín. skapaðist mikil hætta við Keflavíkurmarkið, — Skagamenn skutu ótt og títt, en knötturinn lenti í varnarvegg Keflavíkur og hrökk til Skaga- manna aftur. Gekk leikurinn þannig um stund unz Keflvíking- um leiddist þófið og spyrntu langt fram á völl og hófu skyndi- sókn, sem lauk með því að Krist- inn Gunnlaugsson bjargaði naum lega fyrir opnu marki. Einar Magnússon skoraði síð- ara mark Keflvíkinga á 28. mín. hálfleiksins. Mark þetta var ó- venju glæsilegt. Jón Ólafur spyrnti fyrir markið, en Einar kom aðvífandi og kastaði sér á- fram á knöttinn og skallaði ó- verjandi fyrir Helga Dan. Keflvíkingar efldust við mark- ið og skömmu síðar átti Jón Jó- hannsson gott skot, sem sneiddi stöngina utanverða. Á 37. mín. skaut Jón Ólafur fremur meinleysislega á mark Skagamanna, en Helgi missti knöttinn, sem skall í hliðarstólp- ann innan verðan og datt niður á línuna, en þar bjargaði Kristinn. Á síðustu mín. leiksins skaut Jón Jóhannsson yfir opið markið af stuttu færi. ★ Liðin Lið Akurnesinga var eihs og fyrr í vor, skipað gömlum og reyndum leikmönnum ásamt ný- liðanum Eyleifi. Vörnin með Boga, Kristinn og Svein Teits- son, sem sterkustu menn, Var betri hluti liðsins. Framlínan með sínar löngu spyrnur réði ekki við hina fljótu Keflvíkinga. Donni og Eyleifur sýndu oft skemmtilegar skiptingar, en Hér kemur Kristinn Gunnlaugsson Heiga Dan til hjálpar og bjargar á línu opins marks. minna bar á Ríkharði heldur en oft áður. Hólmbert Friðjónsson var bezt- ur.í framlínu ÍBK, en hinir léku nú mun ver, heldur en á móti Fram á dögunum.. Högni og Magnús Torfason sköpuðu þá kjöl festu í vörnina, sem liðið hefur vantað fyrr í sumar. Kjartan í markinu var eins og nýr og ó- þekkjanlegur maður. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son. — BÞ. Markvörður Keflvíkinga átti sinn stóra þátt í sigrinum. Hér flýgur hann eftir aukaspyrnu Donna, sem stefndi efst í horn- ið að venju. — (Myndir Sv. Þorm.). Valur fann beitta vopnið — og vann Fram 7-3 ÞEIR VORU léttir í skapi loks- ins Valsmennirnir er þeir yfir- gáfu Laugardalsvöllinn á sunnu- dag, bæði leikmenn og hinir, sem á áhorfendasvæðum voru. Það var lika ástæða til að brosa út í annað munnvikið eins og sum ir hinna eldri gátu ekki varizt að gera. Á markatöflunni stóð að Valur hefði unnið Fram 7:3 og þetta voru fyrstu stigin, sem Val- ur fær í 1. deildarkeppninni í 3 leikjum. Reynir 2. frá vinstri hefur sent Hermanna 2. frá hægri, og Hermann skorað. — Svona létt 1 éku Valsmenn gegnum alla vörn Fram. ★ Ástæða til gleði. Og sannarlega var auk þessa nokkur ástæða til gleði. Eftir að Valsmenn höfðu átt í vök að verjast í 30 mín. og verið undir 1:0 nær jafnlang- an tíma, komst loks líf í Vals- liðið. Og það var enginn neisti. Á næstu 10 mín. skor- aði Valur 4 mörk. Stóð svo i hálfleik. Valsmenn höfðu einn ig yfir í síðari hálfleik (3:2). En það sem Valsmenn mega mest gleðjast yfir var já- kvæður sóknarleikur og oft sérlega góður leikur hjá Reyni Jónssyni, sem var útherji, líer manni Gunnarssyni hinuin unga innherja, sem nú skor- aði 4 mörk og góðum leik hjá Bergi Guðnasyni. Leikur þeirra upp við mark mótherjanna var mjög at- hyglisverður, nákvæmar send ingar á hættulegasta staðinn og stakk það mjög í stúf við sendingar Fram er að marki Vals dró, en þá var sent eitt- hvað í áttina og vonað þaff bezta og aldrei gekk né rak. Framh. á bls. 27 iiiiiiiiiiíiiiimiiii'iiiiihfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitp Davíð setti 3 íslandsmet | Frábær afreksmaður á ferð S DAVÍÐ Valgarðsson, hinn B tæplega 17 ára gmali afreks- EE maður frá Keflavík, setti á §§ sunnudaginn 3 ísl. met í sundi §§ í 800 m., 1000 m. og 1500 m. 1 skriðsundi. Bætti hann á öll- S um vegalengdunum met Guð 1 mundar Gíslasonar ÍR. Mctin B öll voru sett í sama sundinu, S 1500 m skriðsundi meistara- = mótsins. Er Davíð fyrsti ís- = landsmeistarinn í sund í ár, = en allar aðrar greinar móts- §§ ins fara fram á Akureyri síð- 1 ar í þessum mánuði, en þar er = ekki aðstaða til að keppa í B 1500 m. sundi. B Hin nýju met Davíðs eru E 800 m 9.56,9 mín, gamla metið | 10.10,2. 1000 m 12.48,6 mín. H og 1500 m. 18.52,8 mín, gamla | metið 19.27,3. = Eins og sjá má stórbætir Davíð gömlu met Guðmundar og sýnjr það ljóst hvílíkur af reksmaður hann er þegar orð = inn. Davið hefur undanfarin = keppnismisseri æft aðallega = undir handleiðslu Jónasar M Halldórssonar, sem þjálfað = hefur allt okkar bezta sund- S fólk og segir Jónas að Davið 3 verði innan tiðar góður af- = reksmaður á alþjóðamæli- = kvarða. Annar í 1500 m. sundinu = varð Guðm. Þ. Harðarson Æ §§ á 20.27,9 mní. 3. Logi Jóns- §| son KR á 20.35,7 mín. 4. varð §| Tryggvi Tryggvason kornung 3 ur piltur frá ísafirði á 22.58,2 3 en það er sveinamet og einnig 3 setti hann sveinamet í 1000 m. 3 á 15.19,7. 5. í sundinu var ann 3 ar komungur ísfirðingur Ein 3 ar Einarsson á 23.22,0 en hann = setti sveinamet í 800 m. á = 12.15,5. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifMiii:iiMiiiiiiiiniiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiumu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.