Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 21
Sunnudagur 24. Jan. 1®65 MORGUNBLAÐí3 21 — Skólakerfið og framtíð þ ess Framhald af bls. 12 ara, þá hafa þeir farið þang- að, sem betur er greitt, jafn- skjótt og tækifæri hefur boðizt. Þess vegna er það okkar ha.gsmunamiál, að laun kennara verði ekki miðuð við stig — heldur menntun. Mesti hörguil ' á kennurum er í náttúrufræð- um. Hás.kólinn h.efur brugð- izt því, að sjá mönnum í þeirri grein fyrir m-enntun. Þeim sem stundað hafa nám í náttúrufræði býðst svo margt annað, sem er betur launað en kenn.slustörf, en flestir fara í rannsóknar- störf. Við ræddum um fyrirkk»mu lag prófa, en einkum bar miðsvetrarpróf á góm.a. — Prófin hafa verið mjög viðamikill þáttur í skóla- náminu, sagði Jón, og mun láta nærri að Va af kennslu- tímabilinu fari í þau hverju sinni. Saimkvæmt ósk f ræðslusk rif s tof un nar voru það tilmæli tiL skólanna, að þeir gerðu nú tilraunir með að sleppa miðsvetrarprófum.. í stað miðsvetrarprófs skyldu kennarar gefa nemendum einkum og er þeim í sjálfs- vaild sett, nvernig þeir finna hana. Skoðanir eru skiptar um það, hvort feila beri nið- ur miðsvetrarpróf, — sumir kennarar eru því fylgjandi, aðrir sjá eftir þessum próf- um. Hér í skóla er miðsvetr- arprófum sleppt að þessu sinni, • en einhverjir skóilar munu hafa þau. Við gerðum í fyrra eins konar tilraun með þettia, þannig að við lögðum próf fyrir nokkra befcki, án þess að þeir vissu af fyrirfrani. Síðan bárum við niðurstöður þeirra prófa saman við niðurstöður miðs- vetrarprófs og útkoman varð mjög svipuð. Við gefum Wka vetrareinkunnir hér, sem gilda móti prófseinkunn að vori. Er sú einkunn þá reikn uð að %. ★ VINNA MEÐ NAMI VARHUGAVERÐ — Þess hefur orðið vart, Jón, að margir nemendur stunda vinnu ásamt náminu. Er það réttlætanlegt? — Alls ekki. Námið er vinna, sem krefst síns á- kveðna tíma. Fyrir þann, sem á annað borð stundar námið, er vinnuuaigurinn langur. Sumu fólki finnst reyndar ekkert við það að athuga, þótt krakkar vinni með náminu, en ég tel siikt mjög varhugavert, þar sem það hiýtur að koma niður á náminu. Með öðrum þjóðum er lagt blátt bann við siíku. Sém betur fer hefur þetta heldur minnkað á síð- ustu árum, enda hafa skól- arnir bent á þetta. — Er ekki æski.'egt, að íJott samstarf sé milli skól- anna oð aðstandenda nem- enda? — Jú, 1 þvf sambandi má nefna foreldradag, sem verið hefur nokkur ár. Er áreið- anlegt, að enginn vildi missa af þeim degi. Þessi dagur er haldinn hjá okkur seinast í janúar, sagði Jón að lokum. ★ MARKÚS ÖRN ANTONSSON MENNTASKÓLA- NEMI í örstuttu máli vil ég leggja áherzlu á þetta: 1) Að gerðar verði meiri kröfur til nemenda í fyrstu bekkjum gagnfræðastigsins og þeim kenndar vinnuað- ferðir, er kynnu að létta þeim róðurinn, þegar hafið er nám í menntaskóla cig síð- ar háskóla. Eins og málum er nú háttað, hafa allsæmi- lega greindir nemendur lítið að sækja í fyrsta og annan bekk gagnfræðaskóla, en venjast aftur á móti óþarfa þægindum, sem ekki þekkj- ast t.d. í mienntaskóla, 2) Að landspróf hverfi úr sögunni, en í þess s-tað komi inntökupróf í þá akóía, er haifa það að inntökuskilyrði, og nemendur fái strax tæki- færi til að velja milli tvegigja eða þriggja deilda í menntasiklólum. 3) Að auka beri val náms- greina í menntaskólum og próf í fyrstu bekkjum Menntaskólanna. Lands- próf hafa oft komið í veg fyrir að svokölluð „mála- séní“ eða „stærðfræðiséní“ gætu notið þeirrar menntun- ar, sem þau höfðu hug á að afla sér. Það er alkunna, að a.hliðia námahæfileikar eru ekki ailtaf fyrir hendi og því finnst mér ranglátt að bundinn sé endi á námsferil hæfileikamanns, sem mikils væri af að vænta við vísinda störf t.d., þó að sá hinn sami kunni t.d. ekki að stafsetja ensku. Nú kynni einhver að haida því fram, að með þessu móti væri stuðlað að mynd- un hópa sérhæfðra aðila, sem ekkert kynnu og 1 ekkert vissu utan sinnar ákveðnu starfsgreinar. Vissulega er það rétt, að hin svokallaða alhliða uppfræðsla, sem hef- ur verið í höndum mennta- skóíjanna yrði úr sögunni. En hvort er skynsamdegra að verja námstímanum í menntaskóla til þekkingar- auka í ákveðinni grein eða hlau-pa úr einu í annað, taka lokapróf í sumum greinum á mið.j urn, námstíma.num oig láta þær þar með sigla sinn sjó? í máladeildum mennta- skólanna er stúdentspróf í efnafræði tekið í fjórða bekk og í stærðfræði ári síðar. Eftir það koma þessar grein ar ekki lengur við sögu, en rannsóknir liafa leitt í ljós, að án endurnýjunar tekur kunnátta að gufa upp að sex mánuðum liðnum. Um aðra einstaka liði námstiiihögunar í mennta- skóla segi ég það eitt, að all- ir hafa einhverjar óskir þar að lútandi og aimennt eru menn ósparir á gagnrýni. Nemendur liafa haft spurnir af eða kynnzt af eigin raun niámi í svipuðum stofnun.um erlendis og skilja því hversu mikilla úrbóta er þörf. En hér eiga skólar við húsnæð- isvandamál að etja og meðan þau eru ekki leyst er vart við miklum nýjungum i kennsluháttum að búast. Skólayfirvö din hafa ekki síð ur en nemendur fylgzt með fraimförum, og þegar hús- næðisvandamál leysast er fyrst einhverrar nýbreytni að vænta. UM ÞESSAR mundir er veriff aff vinna að endur- skoðun löggjafar um mennta skólastigiff hér, eins og raunar víffa í nágrannalönd- unum. Hefur veriff sett á laggirnar sérstök nefnd, menntaskólanefnd, sem vinn ur að þessum málum. í þessari nefnd eiga sæti: Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskólans í - Reykjavík, Jóhann Hannesson, skóla- meistari Menntaskóíans að Laugarvatni, Þórarinn .Björnsspn skóilaméistari Menntaskóians á Akureyri, Ármann Snævarr, háskóla- rektor, Broddi Jóhannesson, skólastjóri KennaraskóLians dr. Jón Gíslason, skóiastjóri Verzlunarskólans og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri Formaður nefndarinnar er Kristinn Ármannsson, en rit- ari Ámi Gumn&rsson fulltrúi. Við inntum Kristin Ár- mannsson, rektor, tíðinda af störfum nefndarinnar. Hann sagði, að nefndarstörf hefðu góngið fremur seinlega framan af, þar eð margir lið- ir hefðu þurft athugunar við. í ágúst s.l. komst veruiegur skriður á málið, þá Waru ýms ar athuganir gerðar og kosnar tvær undirnefndir. — Við byrjuðum á því að afla okkur upplýsinga frá öðrum löndum, sagði rektor, og reyndum að kynna okkur sem bezt viðhorf Norður- landa.þjóðanna, Breta og Þjóðverja til þessara mála, en á Norðuilöndum er ný löggjöf nú á döfinni. Fjölbreyttara nám. Yfirleitt ganga breytingar í þá átt að gera námið mun fjölbreýttara, jafnvel víkka það eitthvað og má þá nefna það sem Breta.r kaila „Com prehensive Sehclols“ — en siíkir skólar spanna yfir meira en áður befur þekkzt, — það eru mennitasfcólar með kennaradeild, tækni- deild og verzlunardeiid. Svíar hafa einnig tekið upp slíkt fyrirkomiulag, en ekfci mun verða farið inn á þá braut hér, þar sem sérskól- ar eru fyrir hendi. Annars vil ég taka það skýrt fram, sagði rektor, að þessi mál eru enn alveg í deiglunni hjá okkur. Við bíðum eftir reynzlu frá öðr- um Nor'ðurlöndum, en eftir eitt eða tvö ár á ný löggjöf að verða komin til fram- kvæmda hjá Svíum og Dön- um, en nokkru síðar hjá Norðmönnum. Þess má geta, að Norðmenn hafa talað um að samræma löggjöfina fyr- ir mennitaskóíastigið á Norð urlöndunum, en þetta mun verða rætt á næsta fundi N orðurlandaráðs. í Nloregi og Danmörku eru menntaskólar einu ári skem- ur en hérlendis, þar útskrif ast sitúdentar 19 ára gamlir. Lækka ber stúdentsaldurinn. Við spurðum rektor, hvort hann teldi að lengja bæri árlegan skólatíma, til þess að stúdentar gætu fyrr hafið háskólanám. — Um þetta atriði eru mjög Sikiptar skoðanir. Að minni hyggju er mar.gt gott við hin löhgu sumarleyfi. Það verður að taka tillit tiil þess, að okkar þjóðfélags- hættir eru á nokkurn annan veg ' en nágranniaiþjóðanna. Ég tel mjög æskilegt, að nemendur kynnist sem flest- um hliðum þjóðfélagsins við störf á sumrin. Hitt er svo annað mál, hvort ekki mætti haga svo til, að minni tími færi í prófin -— að náms- tímabilið gæti með því móti orðið lengra hverju sinni. Hvað sem því líður, tel ég að læfcka beri stúdentsai'dur inn hér. Þætti mér ráðlegt að hefja kennslu erlendra mála fyrr, — strax á bama- sfcólastiginu mætti byrja að kenna dönsfcu og ensku, eins og tíðkaðist í gamila daiga, þegar ég var í bamaskóla. Þá lærði ég dönsku fyrst 11 ára og ens'ku 12 ára. Reyndar eru gerðar tilraunir í þá átt núna í beztu bekkjum barnaskólanna. Við spurðum, hvort ekki kæmi hér til greina, að d raga þá nemendur fyrr í dilka, sem hyggja á lang- skólanám. — Það er nokkuð álita- mái', hvort flytja beri þrosk- aðri nemendur upp tii þess að stytta þeim leið á náms- brautinini. Margir hallast að því, að líkaimlegur þroski þeirra þoli ekki flutning milli bekkja, en hins vegar sé heppilegt að fjölga ver'k efn-um fyrir duglegri nem- endur. * FLEIRI DEILDIR —Er fyrirhugað að fjölga deidum við menntasfcóiana? — Jú, það hefur komið til tals að stofna náttúrufræði- deild og þjóðfélagsdeild. Einnig hefur verið um það ræitt, að greina máladeild í fommáladeild, þar sem aðal áherzlan yrði lögð á latínu (og grísku) og nýmáladeilld, þar sem nýju málin væru kennd. Mætti í þeirri deiid og reyndar í öiium' deildum, hugsa sér ensku og dönsku sem skyldugreinar, en síðan mætti velja á milli annarra tunguimála. Kjöngreimar tíðk ast mjög í nágrannalöndun- um, en slíkt fyrirkomulag hér mundi óneitanlega kalla á aukinn kostnað, auk- ið kennaralið og aukið hús- rými. S.l. suimar kynnti ég mér skólamád í Englandi og kom þá m.a. við í efsita bekk menntaskóla eins. Það vakti athygli mína, að aðeins sex nemendur voru viðstaddir, en þeir voru í grískutíma. Ég spurði kenmarann, hverju þetta sætti og þá kom á daginn, að sex aðrir voru í listasöigu og aðrir nemendur í öðrum tímum, en alls voru í bekknum 30 nemendur. Þarna tíðkaðist sem sagt kj örgreinaf yrirkomulagið. Enn má nefna fyrirkomu- lag, sem nefnt er „fagklass- er“. Þá koma nemendur til kennarans — gagnstætt því sem tíðkaist. Kennararnir hafa þá sérstaka-r stofur til umráða, þar sem þeir kenna sína námsgrein, — en kennslustofan er sérstaklega gerð fyrir viðkomandi náms grein og búin öllum nauð- symlegum hjálipargögnum. Þessi háttur er sóttur til Bandaríkjanna, en Bretar hafa einnig tefcið hann upp., Þar sem þetta tíðkast, er í sbólanum nokkurs konar miðstöð eða „central", þar sem nemendur koma fyrst við, þegar þeir ko-ma í skól ann, en þar geyma þeir sínar kennsluþækur, sem þeir þurfa ekki að nota o. fl.. Um þetta fyrirkomulag eru skiptar skoðanir, enda hefur það í för með sér mikið flakk. Enn um húsnæffisir.íl. Við víkjum nú að húsnæð isimálum Menntasfcólans og spyrjum, hvort ekki muni reka að því í samræmi við breytta kennsluháttu, að kennsla falli niður í gam,.a skólahúsinu. Rektor sagði, að með ný- byggingum a Menntaskóla- lóðinni væri tryggt, að skóla hald yrði par áfram. Þar sem . gamla leikfimisfaúsið er nú, mun annað nýtt rísa og í kjallara þeirrar byggingar verður aðstaða til ýmiss kon ar starfsemi. Skólabygging- ar eru fyrithugaðar upp að lóðunum neðan við Þing- holtsstræti. Að lokum spurðum við rektor, hvernig ástandið í húsnæðismálum yrði næsta haust. — Við vonum, að fyrsti á fanginn við skólabygging- una í Hamrafaiiíð verði þá kominn i gagnið. Verði sú ekki raunin, blasa við mikl- ir erfiðleikar. ★ STEINAR J. LÚÐVÍKSSON KENNARASKÓLA- NEMI A öllum tímum hefur „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ veriff grunnmúruð í effli mannsins, en þaff er ekki fyrr en fyrir tiltölulega fá- um árum sem íslendingar aí- mennt fengu tækifæri til aff líta upp úr brauffstriti sínu og sinna þessum hvötum. ís- lenzkt þjófffélag hefur þró- azt úr fátækt og einhæfum atvinnuvegum upp i almenna velmegun og ■ f jölbreytni í atvinnulífi. Á sama hátt hafa tækifæri til menntunar þró- azt úr grútartýrulærdómá í fjósum upp í sérmenntun viff hagstæð skilyrffi viff hér- lendan Háskóla eða viff er- lenda. Þaff er farið aff setja bókvitið í askana. íslenzkuim fræðsliu og menntamálum er nú fundið margt til foráttu. Þau eru talin sböðnuð og úrelt. Ef til vilíi er þetta ekfci að ástæðu- lauisu, þótt á þessu sviði, sem öðrum, sé alltaf hægara að benda á galla og ókosti held- ur en leiðir til úrbóta. Vissu- lega ber okkur að vera vel vakandi á verðinum. Læra af eigin reynslu og reynslu annarra þjóða og hagnýta okkur hana eftir beztu getu. Eitt atf frumskiiyrðum þess að fræðsilumál geti verið í viðiunandi horfi, er að til séu Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.