Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1965 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY — Ég er hér vegna þess að sonur minn safnaði btílaplötum. V Murat lét eins og hann heyrði þetta ekki. — Hvað hefurðu gert af henni? sagði hann aftur. — Ég kann ekki við þennan tón í þér, svaraði Sylvana. — En hún er þarna úti í horni, þar sem hún sést ekki, svo að ég þurfi ekki að sjá skrípamyndirn ar í henni. Ahmet ýtti koddum og öðru dóti frá og tevélin kom í ljós. — Opnaðu hana! skipaði Mur- at Murat gekk síðan sjálfur að vélinni, seildist ofan í þröngan hálsinn á henni og dró upp væn an plastpoka, sem gengið var frá eins og saltpoka. En hvíta duft ið í honum var ekki salt. Hann sýndi frúnni hann. — Þarna er líklega heilt kíló af hreinu heróíni. Þú sérð að við vitum um glæpina, sem þú hef- ur verið að fremja undir því yfir skini, að þú værir að flytja út tyrkneskan heimilisiðnað. Við vitum, að þú hefur rekið þetta með aðstoð þessa Englendings. Þér tókst líka að nota þér Anna bel, konuna hans, þangað til hún hætti að láta að stjórn, af því að hún var sjálf í eiturlyfjum. Og nú ertu líka búin að ná í unga systur hennar. Þetta er ljótt mál. Sylvana gapti framan í hann í skelfingu. Murat hélt áfram, vægðarlaust: — Við vitum að þú ert hætt að treysta félaga þínum og að hann ætlaði að reyna að strjúka í dag, til þess að þú svíkir hann ekki fyrir fullt og allt. Miles greip fram í: — Þetta er ein lygaþvæla, sagði hann, og gekk skref í átt- ina til Murats. En um leið rétti Hasan úr sér, eins og hann vildi vara hann við. Tracy leit á Fazilet og sá að "stúlkan hafði hniprað sig saman í stólnum, rétt eins og hún vildi engan þátt eiga í því, sem fram fór. — Á ég að kaíla strax á lög- regluna? spurði Hasan, lymsku- lega. Dr. Erim hristi höfuðið. — Ekki alveg strax. Það væri kannski rétt að bjóða þessum kvenmanni einn úrkost. Ég kæri mig ekkí um að kalla svívirðu yfir húsið. Ég vil bara, að Sylvana afsali sér öllum rétti á húsi og eignum bróður míns. Ef hún vill undir skrifa, að allt þetta sé réttmæt eign okkar systkinanna, skal ég lofa henni að sleppa. Gremjan var auðséð á Miles. — Þú átt við, að jafnvel þótt hún væri sek um eiturlyfjasmygl, værirðu fús til að sleppa henni og leyfa henni að byrja á sömu atvinnu annarsstaðar — Einkennileg spurning úr þessari átt! sagði Murat. — Mér er sama hvað hún gerir, ef þetta hættir hér í húsinu. Það verður nægileg refsing, býs tég við. Ég er lengi búinn að bíða eftir þess ari stund. Merki svörtu rafperl- unnar hefur sézt nýlega. f nátt- myrkrinu kemur bátur yfir Bos- porus og að rústunum. Oft hef ég verið á verði, en ekkert hefur skeð. í þetta sinn fór ég þangað og fann Ahmet Effendi þar líka. Minn góða og trygga Ahmet. — Hann hafði líka verið á verði. 29 — Hann segir mér, að ókunn- ugir menn hafi komið í land með kassa og falið hann undir brotna gólfinu í rústunum. Þegar þeir eru farnir opnar hann kass ann og finnur hrátt ópíum, sem Sylvana býr til heróín úr og sendir til útlanda. Sylvana æpti upp yfir sig, en hann þaggaði niður í henni. Síð- an hélt hann áfram: — Þessa nótt, þegar ég kom að Ahmet Effendi, var opinn kassi við fætur honum. Ég sendi hann inn í húsið, meðan ég athuga kassann. Inni í húsinu hefur Ah- met náð í nokkra hluti, sem Sylvana ætlaði að senda út. Hann vill sjá, hvort nokkurt her- óín sé í þeim. — Hann hefur líka tekið skraut letursræmuna til þess að athuga á henni dulmálið, sem hefur ver ið svo klóklega notað.. Auðvitað verður hr. Radburn reiður þeg- ar hann sér, hvað Ahmet hefur verið að aðhafast. Þið sjáíð, að þau öll — Ahmet, Hasan og Fazi let — hafa unnið að því með mér að afhjúpa þennan kven- mann og glæpafélaga hennar. Nú skal þessu verða lokið hér 1 hús- inu. — Það er eitt atriði, sem yður virðist hafa sézt yfir, dr. Erim, sagði Miles rólega. — Við tveir höfum verið að vinna að því sama, án þess að vita hvor af öðrum. Til hvers haldið þér, að ég hafi verið hérna allan tímann síðan konan mín dó, nema til þess að komast að sannleikan- um? Murat sendi honum augnatil- lit, sem var öðrum þræði sigri- hrósandi. Tracy fannst hann mundu vera að þykjast ná sér niðri á Miles, út af Annabel, sem hann mundi hafa verið ástfang- inn af um eitt skeið. Hún gerði sér ljóst, með vaxandi kvíða, að Murat virtist vera alveg sama um þessa ásökun um meðsekt, hvort hún væri sönn eða login, ef hann aðeins gæti náð sér niðri á honum. — Þegiðu! sagði hann við Mil- es. — Þegar Sylvana hefur stað- ið fyrir máli sínu, kemur röðin að þér, vertu viss! í bili skaltu fara inn í eitthvert tóma herberg ið hérna á hæðinni og bíða þar. Þú. gætir hans vel, Hasan! Hann tók skammbyssuna úr • jakkavasannm og rétti hana að Hasan. Ungi maðurinn var af- skaplega ánægður á svipinn er hann fylgdi Miles út úr salnum. Murat sneri sér að systur sinni. — Þú hefur öll skjölin tilbúin, er það ekki Fazilet kom með hrúgu af skjöl um. Augun í frúnni voru sviplaus og eins og freðin, rétt eins og hún skildi ekki almennilega hvað var að gerast. Fingur hennar vildu ekki taka við pennanum, sem Murat stakk í hönd hennar. Ahmet og Fazilet stóðu og horfðu á. í bili var enginn neitt að hugsa um Tracy. Hún hafði staðið kyrr ú.ti við dyrnar og nú slapp hún út um þær og komst alla leið út í garð- inn. Hliðið var ólæst og þegar hún var komin út á veginn, beindi hún för sinni til þorpsins. Kannski gæti hún náð í síma þar og hringt til Istambul. Eða náð í lögregluna. En á leiðinni, meðan hún var að velta þessu fyrir sér, varð henni ljóst, að þetta var vonlaust verk. Krókaleiðirnar við að leita til yfirvaldanna yrðu óendanleg ar og eins hitt að hringja í síma þar sem enginn skildi ensku. Tímalengdin, sem þetta tæki yrði henni ofviða. Hún vissi ekki hversu mikið Murat hefði til síns mál með þess ar ákærur á frúna . . . Og heldur ekki, hversu langt hann kynni að ganga til þess að þagga niður í Milés. En hótunin í orðum hans hafði verið greinileg. Allt þetta fólk átti mikið á hættu. Ef þau losnuðu við frúna, var eftir miklu að slægjast. Undir öðrum kringumstæðum hefði Fazilet verið sá aðilinn, sem Tracy hefði helzt leitað til um hjálp. En eins og nú var á- statt, mundi hún auðvitað standa með bróður sínum og fara að skipunum hans og Ahmets og Hasans. Og þótt sleppt væri þess ari tyrknesku hlýðni konunnar við karlkynið, þá var gróðavon- in eftir. Tracy Hubbard var nú ein eft- ir, fær um að stöðva rás viðburð anna. Henni fannst þetta sem hafði verið að gerast í sal frúarinnar æ ótrúlegra. Sú sannfæring greip hana æ meir, að þetta væri ekki annað en skípaleikur einn. Ekki það eitt, að Murat hafði ranglega ásakað Miles um að vera meðsek an um smygl. Það vantaði eitt- hvað í dæmið. Eitthvað, sem Tracy gat ekki fundið út úr því að Syúrana var svona ringluð og miður sín, deyfðinni og órónni hjá Fazilet og jafnvel ekki úr sigurhrósi og reiði Murats. Það sem ekki hafði komið fram var andlit illskunnar, sem Miles hafði málað eftir spegilmyndinni í tevélinni. Tracy var komin til litla þorps ins. Þetta var markaðsdagur, og þegax hún gekk eftir aðalgöt- unni, reyndu sölumenn að draga að sér athygli hennar. Einu sinni var hún næstum búin að stíga of- an á einn hinna mörgu katta, sem krökt er af í hverri tyrk- neskri borg og þorpi. Skepnan hvæsti að henni og þaut burt. Þegar hún var sloppin út úr ösinni á markaðnum, settist hún á steinvegg og hugsaði mál sitt. Eftir sennuna í Brekkuhúsinu fannst henni hún ekki geta trúað á sekt frú Erim. En hvaða andlit var það þá, sem hún þurfti að þekkja? Hver hafði verið slíkt illmenni að venja Annabel aftur á eiturlyfin og að lokum reka hana út í dauðann? brá og hún leit við og sá hvítan kött stökkva upp á vegginn. Kött urinn var ekki ósvipaður Yase- min og augun alveg eins græn. Tracy rétti út höndina til að gæla við köttinn. Hann var vin- gjarnlegur og fús til að koma nær og láta strjúka sér. Eftir andartak hafði hann hagrætt sér í kjöltu hennar og var farinn að mala. í huga Tracy var ákveðin ráða gerð farin að taka á sig mynd. Hér var tækifærið til að komast bak við þessa grímu illskunnar —• það var að vísu þokukennt og áhættusamt, en þó hugsanlegt. Og ekki var um annan möguleika að ræða. Hún tók köttinn í fangið og stefndi áleiðis að Sjávarhús- inu. Þegar hún kom að hliðinu, stakk hún kettinum undir káp- una sína og kötturinn kunni vel við skjólið og hlýjuna, og var þarna ósýnilegur. Hún gekk beina leið til aðal- salarins í húsinu. Allt var með kyrrð. Allir hlutu að vera hinu megin við brautina, í Brekkuhús inu. Þessi tilraun, sem hún ætl- aði að gera varð að fara fram eins lítt áberandi og á aðeins einni persónu í einu. Kannski það út af fyrir sig, gerði þetta vonlaust verk? Hvernig, til dæmis að taka, átti hún að geta náð í frú Erinj í einrúmi? f bili gat hún ekki annað að- hafzt en bíða átekta. Fyrr eða síðar yrði hennar saknað og hér var líklegasti staðurinn að leita að henni. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Ofurlítið veiklulegt mjálm heyrðist rétt hjá henni. Tracy Blaðburðarfólk Meáalholt - Grettisgötu 1-3S; óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi tfttuittivIaMfe lindsrgötu - Háteigsveg Sími 22-4-80 KALLI KÚREKI ~>f— - ■ -k— ->f — Teiknari: J. MORA „Líður þér ekki betur núna eftir að hafa fengið mat og vatn?“ Þetta hugaður náungi Tex. Við skulum ekki láta hann hafa það gott. í>að gæti farið svo að nann reyndi ein- hverjar óspektir.“ WHATCAN HEDOf] HE'S SHOTUB-We ; &OT HIS GUfJf HE AIW'T SOWMA DO NOTHIN’ BUT TALK TOUS POLITE f NOW, RED' IT'5 KIMOA ODD.-WE BEEM LOOKIN'AT ROCKS FOR THEEE DAYS, AN' NOTHIN'LOOKS^® .... - M'% „Hvað getur hann gert? Hann er við okkur.“ „Þrátt fyrir allt þá >.> Ia særður byssulaus. Hann gerir ekki annað en það, að tala kurteisislega ég að binda hann.“ „Jæja, Kalli, þetta er aðalpunkt- urinn. Við erum búnir að leita hérna í klettunum í þrjá daga og ekkert fundið er líkist gulli. Hvað segirðu um þetta?“ AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- | staklinga um allaii Ey jaf jörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.