Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 25
Sunnudagur 24. Jan. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 — Krabbamein Fratrthald af bls. 8. ast, ef æxlin eru tokin nóífu snemma með skurðaðgerð eða þeir fá geislameðferð. Verst viðureignar eru svonefnd sortuæxli (melanom), en þau eru sem betur fer sjaldgæf. Svo sem nafnið bendir til,' þá er ura að ræða svarta hnúta, sem stækka hratt og myndast fljótt í þeim sár, sem auðveldlega blæðir úr.“ • Víðtækar legkrabba- , rannsóknir. ' — Nú hefur verið hafin kerfis bundin leit að legkrabba hér á landi, er ekki svo? ) — Jú, þriðja og fjórða að tíðni hjá konum er legháls- krabbi og krabbamein í eggja- stokkum. Lengi vel geta þessi æxli verið einkennalítil eða ein kennalaus, og er því erfitt að finna þau á byrjunarstigi. Kann sóknir síðustu áratuga sýna, að leghálskrabbi vex mjög hægt, og jafnframt hefur komið í Ijós, að ef hann er uppgötvaður snemma og sjúklingar fá við- eigandi meðferð, er unnt að lækna þá næstum alla. Með ein faldri rannsókn er tekið sýni frá leghálsi og með sérstakri litun má finna, hvort um byrj andi krabbamein er að ræða, löngu áður en einkenni koma ' fram, en þetta verður ekki gert nema með hóprannsóknum. Á síðastliðnu ári var hafin hér á . landi kerfisbundin leit að leg- krabba með stofnun sérstakrar ar leitarstöðvar. f>etta virðist ætla að gefa góða raun. Konur hafa sýnt skilning og samstarfs- vilja og verið fúsar að koma, þegar þær hafa verið kvaddar til rannsóknar. Raunar finnst mér að annað eigi vart að geta komið til greina þegar verið er að hefja þess háttar rannsókn- ir í þágu fjöldans, en sums stað ar er þó því miður reyndin sú að sjúklingar koma dræmt til fjöldarannsókna. Ætlunin er að rannsaka allar konur á landinu á aldrinum 25—60 ára, eða sam tals um 40 þúsund konur. — Krabbameinsfélögin hafa sýnt stórhug og dugnað að hrinda þessu í framkvæmd, en rann- sóknin er ákaflega umfangs- mikil og kostnaðarsöm fyrir fé iögin, en hún er konum að kostnaðarlausu. Mér finnst raun ar ástæðulaust að rannsóknin sé án gjalds. Ef hún væri látin í té gegn vægu gjaldi, myndi það auðvelda krabbameinsfé- iögunum að færa út kvíarnar og verkefnin bíða á næsta leiti. Ef kleift reynist að halda þessu um rannsóknum áfram, á að vera unnt að koma í veg fyrir eða lækna legkrabba að mestu eða öllu leyti. Hér á landi hef- ir raunar verið starfandi önn- ur leitarstöð um árabil, en ekki hafa farið þar fram neinar skipulagðar fjöldarannsóknir. 1 sambandi við krabbameinsleitar stöðvar er vissulega fólgin sú hætta, að þeir sem sleppa í gegnum þann hreinsunareld, án þess að nokkur grunur finnist um æxli, telji sig hóipna næstu érin eða í óákveðinn tíma og sinni iþví ekki einkennum, sem þeir kynnu að fá t.d. nokkrum mánuðum eftir rannsóknina. Ef slíkt hendir, verða þeir auðvit- »ð að fara tafarlaust aftur í rannsókn, og æskilegast er, og raunar nauðsynlegt, að allar hóprannsóknir séu endurteknar á fárra ára festi eða með eins stuttu millibili og þurfa þykir? 0 I.ungiwkrabbi í örum vextk' — Er ekki rétt að lungla- krabbi sé í örum vexti hér á landi? —. i — A áðurnefndu árabili er lungnakrabbi fjórða algengasta ' krabbamein meðal karla, en töl- ur síðustu ára leiða í Ijós áfram haldandi aukningu. Kæmi mér ekki á óvart, að lungnakrabbi yrði fljótt í öðru eða þriðja »æti og sjúklingar verði orðnir um 100 á ári eftir 4—5 ár, ef svo heldur áfram sem horfir. Nú þegar er svo komið í sumum Jöndum, svo sem Bretlandi og Bandarikjunum, að Umgna- krabbi er orðinn algengasta krabbameinið, sem hrjáir mann kindina, og er 25—30 hundraðs- hlutar allra illkynjaðra æxla, en um síðustu aldamót var hann hvergi algengari en 2—4 hundraðshlutar þeirra. Ég hefi áður gert þessum sjúkdómi nokkur skil á opinberum vett- vangi, og meðal annars lagt á það áherzlu, að allt bendi til, að þessi mikla aukning sjúk- dómsins stafi af vindlingareyk- ingum. Við Islenlingar vorum seinni til með reykingar en ýmsar aðrar þjóðir, en á tíma- bilinu 1910 — 1949 rúmlega hundraðfaldaðist vindlinga- neyzla hér á landi, og síðan hefur hún aukizt jafnt og þétt. Ýmislegt fleira kemur þó til greina sem orsök sjúkdómsins, og raddir hafa heyrzt um það, að mengað andrúmsloft stór- borga mundi fremur valda þess ari aukningu sjúklómsins en vindlingareykingar, en stað- reynd er, að lungnakrabbi er miklu algengari í borgum en sveitum. Vafalaust er eitthvað rétt í þessu, en skýrslur sýna Iþó, að í borgunum er sjúkdóm urinn sex sinnum algengari meðal reykingamanna en meðal þeirra, sem ekki reykja. Og þeg ar tekinn er mismunur lungna- krabbameinstilfella meðal reyk ingamanna og hinna, sem ekki reykja, í borg og sveit, þá er munurinn sáralítill. Bendir þetta eindregið til þess, að mengun andrúmsloftsins valdi litlu, miðað við reykingarnar. I • Dró úr tóbaksneyzlu -’jt í fyrstu, en . . . — Hefir skýrsla banda- rísku læknanna ekki haft ein- hver áhrif? „Mikið hefir verið vitnað í skýrslu bandarísku vísinda- mannanna, er var birt á síðast- liðnu ári, en í henni er sýnt fram á skaðsemi reykinga, svo að ekki verður um villzt. Þar kemur fram, að ákveðnar teg- undir lungnakrabba eru a.m.k. margfalt algengari meðal þeirra, sem hafa reykt mikið og lengi en hinna, sem lítið reykja eða ekki. Um svipað leyti og þessi skýrsla birtist var hafinn hér á landi áróður í útvarpi og blöðum gegn reyk- ingum, og einkum lögð áherzla á skaðsemi þeirra fyrir ungl- inga. Árangur var fyrst í stað furðu góður, sala vindlinga stór minnkaði og margir hættu reykingum með öllu eða drógu stórlega úr þeim, Því miður stóð þetta ekki lengi. Eftir nokkra mánuði tók salan að glæðast á ný. Árið 1964 var þó heildarsalan um 18% lægri en hún var 1963, en í des. 1964 hins vegar aðeins 1% lægri en í des. 1963. Á þessum síð- ustu mánuðum hefir þó verið dyggilega bent á enn aðra skaðsemi reykinga, og á ég þar við sjúkdóma í hjarta og æða- kerfi, sem eru mun algengari meðal þeirra sem reykja mikið en þessir sjúkdómar eru nú ein algengasta dánarorsök hér á landi. Við hljótum að undr- ast þessi viðbrögð — eða rétt- ara sagt viðbragðsleysi — gagn vart þessari hættu. Ef reyndin er sú, að mönnum sé ógerlegt að láta af þessum óvana, eða segja skilið við þessa nautn, þrátt fyrir þá alvarlegu sjúk- dóma sem þeir eiga á hættu, verður auðvitað að beina áróðr- inum í þá átt að reyna að koma í veg fyrir að ungir menn og konur hefji reykingar. Ástand- ið í þessum efnum er víst ekki verra hér en annars staðar, en það réttlætir ekki, að við leggj- um árar i bát. Með skurðað- gerðum höfum við náð alveg sambærilegum árangri við það sem gerist erlendis, en hins vegar er það staðreynd, að margir þessara sjúklinga kom- ast allt of seint í hendur skurð lækna. Stafar það annað tveggja af því, að sjúkdómur- inn getur stundum komizt á hátt stig án teljandi einkenna, en hitt mun þó algengara, að sjúklingar hafi haft einkenni mánuðum eða jafnvel árum saman, án þess að leita læknis, eða þá að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi rannsókn.“ • Margir sjúklinganna fá fullan bata — Krabbamein er þá ekki ólæknandi sjúkdómur? „Nei, alls ekki, en svo sem fram hefir komið, er skurðaðgerð oftast hið eina, sem veitt getur fullan bata við krabbameini í irmri líf- færum, og því aðeins, að meinsemdin sé ekki vaxin neitt verulega ú,t fyrir hlutað- eigandi líffæri eða farin að dreifa sér út um líkamann með meinvörpum eða útsæði í önn- ur og stundum fjarlæg líffæri. Síðasta áratug hefir tækni við skurðaðgerðir tekið undraverð- um framförum, svo miklum, að ég tel ekki að við getum vænzt miklu meiri framfara á því sviði. Er þess vegna augljóst, að til þess að ná bættum ár- angri í baráttunni við krabba- meinið, verðum við að leggja á það megin áherzlu að finna sjúklingana miklu fyrr, tryggja þeim tafarlausa sjúkrahúsvist og viðeigandi meðferð. Enn þá höfum við ekki aðstæður til meiri háttar fjöldarannsókna í leit að krabbameini á byrjun- arstigi, t. d. í meltingarvegum eða lungum, en með sameigin- legum átökum yrði unnt að hrinda þeim í framkvæmd, ef vænta mætti af þeim góðs ár- angurs. Reyndin er hins vegar sú, að við leit að krabbameini í þessum líffærum eru enn ekki fyrir hendi eins nákvæmar og öruggar aðferðir, sem geri kleift að finna sjúkdóminn á byrjunarstigi, eins og minnzt var á áður í sambandi við leg- krabba. Þrátt fyrir fjöldarann- sóknir yrði því ekki eins góðs árangurs að vænta, en óefað myndu þó margir sjúklingar finnast miklu fyrr en ella. Þar til hafizt verður handa um þess háttar rannsóknir, eða nýjar og fullkomnari rannsóknaðað- ferðir bætast við, verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir sjúkl- ingum að draga ekki úr hömlu að leita læknis, ef þeir verða varir einkenna, sem gætu bent til þessa sjúkdóms. Allt of margir álíta enn í dag, að ekki sé unnt að lækna krabbamein og því tilgangslaus að leita læknis. Þetta er alls ekki rétt. Sem betur fer fá margir krabbameinssjúklingar fullan bata, og því fyrr sem sjúkdóm- urinn er greindur og sjúkling- arnir teknir til meðferðar, þeim mun meiri líkur eru til þess, að þeir læknist. Það er allt of algengt, að sjúklingar hafi haft einkenni í marga mánuði eða jafnvel ár, áður en þeir kom- ast í hendur skurðlækna. Ef unnt er að stytta eða losna með öllu við þennan biðtíma, getur það riðið baggamuninn hverju sinni. Ýmsar meiri háttar rann- sóknir í sambandi við leitina að krabbameina, t. d. í lungum, verða vart framkvæmdar nema sjúklingar séu vistaðir í sjúkra húsum, og er því nauðsynleg fjölgun sjúkrarúma til að auð- velda það.“ • Eflum og styrkjum starfsemi Krabba- meinsfélaganna. — Hvað vilduð þér svo segja að lokum „Ég hefi áður látið í Ijós það áiit mitt, að menning og þroski hverrar þjóðar lýsi sér ekki hvað sízt í því, hvernig búið er að sjúkum í þjóðfélaginu og hversu mikið er lagt af mörk- um til að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma eða lækna þá. Það væri vissulega illa farið, ef við fslendingar yrðum eftir- bátar annarra á þessu sviði. Ef við nú á nýbyrjuðu ári hug- leiðum, hvað er helzt til úr- bóta í þessum efnum, vildi ég segja þetta: Við getum eflt og styrkt starfsemi krabbameins- félaganna enn meir. Þau hafa ekki aðeins sannað tilverurétt sinn, heldur nú þegar skilað miklu og merku starfi, sem á þó áreiðanlega eftir að verða ennþá fjölþættara og giftu- drýgra. Við skulum fræða al- menning sem mest um sjúkdóm inn og brýna fyrir sjúklingum að leita læknis, strax og ein- kenni gefa tilefni til. Athug- aðir verði möguleikar á frekari fjöldarannsóknum og síðast en ekki sízt verður að tryggja það, að sjúklingar með krabbamein eða grun um þann sjúkdóm, — Skólakerfi Framh. af bls. 21. nægilega margir sérmenntað ir kennarar, sem geta sinnt sínu starfi óskipbu. Því mið- ur er þessu ekki til að dreifa hérlendis. Það munu að vísu margir kennara- menntaðir menn til að fylla allar kennarastöður skyldu- námsstigsins, en laun þeirra og aðstaða er þannig, að margir kjósa he'd ur önnur störf sem gefa meira í aðra hönd. Þetta er þó sennilega að breytast og verður að breytast. Það þarf að búa kennurum það góð kjör, að starfið verði eftirsóknarvert. Húsnæðismál skólanna hafa og verið í mesta ólestri og það er ekki fyrr en nú á alsíðustu árum sem ís- lenzk stjórnarvöld virðast h afa áttað sig á því að hverju stefndi og að þessi mál kalla á skjóta úrlausn. Nú eru risin af grunni ný barnaskólahús, nýjar viðbóta byggingar við M.R. og V.Í., svo og nýtt Kennaraskóla- hús. Þessi hús eru að vísu enigin fullnaðarlausn, en þau fuilvissa okkur um að vilji er fyrir hendi til að gera það sem hægt er til að kippa þessum málum í lag. Mitt á- lit er það, að sum þessara nýju húsa séu óþarflega í- burðamikil og glæsileg. Það er auðvitað æskilegt að svo sé, en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því, að al'lt er bezt í hófi og einföld og óclýr bygging get- ur komið að sömu notum og sú dýra og glæsilega. Ég á- lít einnig, að nauðsynilegt sé að nýta betur skólahúsin en gert er. Þau standa, mörg hver, auð hluta af árinu Mætti ekki kanna þann mögudeika, að veita þeim börnum og unglingum sem ekki eru svo heppin að fá sumardvöl í sveit, aðstöðu tii tómstuindaiðkana í þeim? Nú er mikið rætt um að stofna menntaskóla á vestur og austurlandi. Tel ég þetta hið mesta nauðsynjamál og kemur þar margt til, til dæmis hversu miklu kostn- aðarsamara er fyrir mann frá landsbyggðinni að stunda nám í höfuðborginni, heldur en fyrir þá sem innfæddir eru, ag leiðir þetta til þess að aðstaða utanbæjarmanns- ins verður verri. Þá má og nefna að slíkir skólar hafa ailltaf mikil félagsileg og menningarleg áhrif þar sem þeir eru staðsettir, og æski- legt er að þau dreifist sem mest. Gæti þetta' gert sitt til að stuðla að hin.u margrædda jafnvægi í byggð landsins. Á skylduskólastiginu búa börn úti á landi við mun lakari að- stöðu en kaupstaðabörnin. Þau njóta minni og lakari kennslu. Hér stefnir þó í rétta átt hröðum skrefum, því hvert byggðarlagið af öðru er að koma sér upp heimavistar- skólum. Um sjálfa kennsluna og fyrirkomulag hennar er enda- laust hægt að deila, enda sumt þar að lútndi sem verður a.llt af matsatriði. Þeirri stefnu er nú fylgt að lengja barnaskóla- námið og var stigið stórt skref í þá átt s.l. haust. Barna- skólanámið er líka að lengja með hinni svbnefndu stunda kennslu. Börn sækja þessa kervnsilu þegar þau eru sex ára. Það þykir hinsvegar sannað, að skólaþroski byrji ekki fyrr en um 7 ára ald- ur, og hlýtur því sú spurn- ing að vakna til hvers er bar ist með stundakennslunni. Svarið twl ég augljóst. Allir komist án tafar inn í sjúkra- hús. Sjúkrarými verður því að vera nægilegt og allur aðbún- aður sjúkrahúsa eftir ströng- ustu kröfum tímans. Því aðeins fáum við vel menntaða og hæfa lækna til að vinna að þessum málum.“ foreldrar vilja að börnum shx um gangi vel í skóla og þeig- ar Jón setur sín böm í stundakennslu, með þeim af- Xeiðingum að þau þekkja staf ina þegar þau hefja skóla- nám, má það ekki bendia, að böm Guðmundar komi verr á vegi stödd inn í sköl- ann, svo hann sendir þau einnig í stundakennslu. Tet ég að foreldrar mundu gera meira fyrir börn sín, ef þau yrðu þeim til hvatningar og hjálpar, þegar raunverulegt skólanám er hafið. Landspróf miðskóla er mjög umdeilit. Talað er um vetrarlangan páfagankalær- dóm, er feykist burt með fyrstu golunni að prófi loknu. Ég er hlynntur lands- prófi í núverandi mynd. Það er það þungt, að ekki er hægt að ieyfa sér að slá slöku við námið, og með því fæst 'þolanlegt mat á hvort einstaklingurinn hefur þann þroska og námsgetu sem æðri skólar krefjast. Um námstilhögun í æðri skólum væri margt hægt að segja. Svo margt, að á þess- um vettvangi er ekki rúm fyrir það, enda er ég heldur ekki fær um að benda á lausnir til úrbóta á þeim atr- iðum sem ég er hvað óánægð astur með. Vil ég þó nefrva hér þrjú þeirra, sem ég teil að þurfi athuguinar og þv(í fyrr því betur. Sú námsgrein sem ég tel að alltof iítil rækt sé lögð við í skólum, er bókmenntir. Sannleikurinn er sá, að þeg- ar menn eru að ljúika sínuim lokaprófum í æðri sköluim, eru fáeinir sundurlausir kafl- ar það eina sem þeir hafa lesið eftir þekktustu og við- urkenndustu höfunda lands- ins, að ekki sé minnst á er- lenda höfunda. Þetta er eðli- legit, þar sem tómstundir frá skólanáminu eru fáar og sumrin ekki tími bókailest- urs. Það barf að flétta lesit- ur góðra bókmennta inn í skólanámið og stefna mark- visst að því að vekja áhuiga nemenda á þeim, en ekki drepa hann niður með stagii um hvað þetta og hitt orð textans þýðir. Bókin er bezta tækið til að kynnast huigs- unum merkustu manna í for- tíð og nútíð. Og er ekki ver- ið að kvarta um að bók- mennitasmekk þjóðarinnar fari hraikandi? Félagsstörfum I skóluim hefur verið sýnt allt of mik- ið tómlæti. Að vísu eru aiilit- af einstaklingar í hverjuim skóla, er gera það sem þeir geta í þessum máium, vit- andi vits um það, að eina umbunin, sem þeir fá fyrir eru vanþakklæti og lægri prófeinkunnir, því að störf að félagsmálum eru tíma- frek og koma óhjákvæmilega niður á náminu. Þetta þarf nauðsynlega að breyta.st, Taka verður upp skipulagða kennslu í félagsfræðum og taka tillit til starfa að félags- málum við einkunnagjöí. Mættu íslendingar gjarnan taka Bandaríkjamenn sér til fyrirmyndar á þessu sviði, en þeir hafa Iagt þjóða mest áherzlu á félagsmál í skól- um og skilið bezt gildLi þeirra. — Að lokum mætti setja fram eina spurningu. Hvers virði er menntunin? Hún verður alltaf sá auður sera af engum verður tekin, jat'n- vel þótt frá fjárhagslegu sjön armiði borgi hún sig ekki. Menntun er undirstaða menn ingar. Án menningar er ekk- ert til sem heitir siðmenntað þjóðfélag'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.