Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. febrúar 1965 • ÚTLIT Loðnan er lítið fiskkríli, venjulega 13—18 cm löng full- þroskuð, en getur orðið allt að 22—23 cm löng. Hún er mj ó- vaxin og þunnvaxin. Hængarn ir eru mun stærri en hrygnurn ar, bæði lengri og gildari. Lit- urinn er yfirleitt ljós, mó- grænn að ofan, en fölur og dauíur silfurgljái að neðan. • NAFN Nafn sitt dregur loðnan af því, að hreistur hennar er smá gert, þunnt og laust, og á hængnum eru hreisturblöðin í nokkrum röðum ofan við rák- ina, ílöng og hin lengstu dreg- in út í alllanga totu, svo að úr þeim verður loðin rák eftir endilangri hlið fisksins. Al- gengasta nafnið á fiski þessum hér á landi er loðna, en í „Fisk unum“ eftir dr. Bjarna Sæ- mundsson, sem hér er einkum stuðzt við, segir, að nöfnin loð- síli, vorsili, loðka, loðsíld og kampasíld tíðkist einnig fyrir norðan, hrygnan sé kölluð barsíli í Austur-Skaftafells- sýslu, en hrognasíli eða hrogna seiði í Yestmannaeyjum, og nafnið hæringur þekkist á loðnuhængi á Akranesi. • HVAR LIFIR LOÐNAN? Heimkynni loðnunnar eru nyrztu höf jarðarinnar, líklega upp að löndum í fæðuleit. Hér við land er hún t.d. algeng á sumrin fyrir norðan og austan. Fæða loðnunnar er ýmiss. 1 konar litil svifdýr, einkum i krabbaflær, svo og ögn, augna í síli, pílormar, fiskaseiði o. fl. 7 Loðnan hrygnir á vorin og 1 fram eftir sumri. Þegar að I hrygningu líður, leitar hún inn í að löndum, oft í afar mikilli / mergð og þéttum torfum, sem \ geta náð yfir tugi kílómetra. 1 Fylgja göngunni þá gjarnan í fuglager og hvalavöður. Segir dr. Bjarni Sæmundsson svo: „Gengur hún oft mjög nærri landi, einkum í aflandsvindi, alveg upp í fjörur og inn í í árósa og lón; en hún er yfir- 7 leitt mjög „laus á kostunum“ 1 og óviss í öllum göngum sín- l um; sum ár er mergð af henni, t en önnur sést hún ekki á sama / staðnum; stundum er hún spök 7 og dvelur lengi (t.d. í Horna- \ firði á veturna), en stundum i verður -aðeins vart við hana í nokkra daga, og ræður þar 4 sennilega um bæði hiti í sjó, / veður og fæða“. 7 • GÖNGUR HENNAR HÉR VIÐ LAND Við ísland fer loðna að genga til hrygningar að suður- og suðvesturströndinni, frá Eystra-Horni að Snæfellsnesi, um eða fyrir jafndægur, en Loðna, hængur að ofan og hrygna að neðan. allan hringinn í kring. Hún er í Barentshafí, inni í Gandvík- um og Hvítahafi, gengur með- fram Múrmanskströnd og a.m. k. allt austur að Novaja Zemlja. Þá finnst hún suður með endilöngum Noregi, en þó einkum undan Finnmörk, og hennar hefur jafnvel orðið vart í Óslófirði, en ekki sunn- ar. Við ísland er hún fjarska algeng allt í kringum landið, og sama er að segja um Græn- landshaf, undan ströndum Austur-Grænlands. Lítið eitt finnst af henni við Færeyjar. Við austurströnd Norður- Ameríku er hún sunnan frá Cape Cod (rétt fyrir sunnan Boston) og norður eftir, kring- um Nýfundnaland, norður í Daviðssundi og Davíðsbotnum, en einkum við suðvestur- strönd Grænlands (undan, Eystribyggð, sem svo nefndist til forna). í Kyrrahafi vestanverðu verður hennar vart suður með Kamtsjakaskaga, en að austanverðu suður að British Columbia, sem er næsta fylki í Kanada fyrir norðan Banda- ríkin. • LIFNAÐARHÆTTIR Loðnan er uppsjávarfiskur, en leitar sér þó fæðu djúpt niður, jafnvel ofan á sjávar- botn. Meginhluta ævi sinnar lifir hún á höfum úti og dreif- ist þá um víðáttumikil svæði, sennilega einkum þar sem hlý- ir og kaldir hafstraumar mæt- ast, en hún á einnig til að leita oft fyrr, jafnvel í góubyrjun, og þá aðallega með Skafta- fellssýslum. Kemur síðan oft- ast nær hver gangan á fætur annarri fram eftir vori, en i lok júnímánaðar er hún venju lega horfin að mestu. Loðnan gengur seinna árs að öðrum ströndum íslands, í maíbyrjun eða þar um bil. Hrygning hefst við suður- og suðvesturströndina snemma í marz, stendur hæst um sum- armál að öllum jafnaði og lýk- ur ekki að fullu fyrr en í júní- lok. Við kaldari strendur landsins hefst hrygning eftir yfirborðshita sjávar, og virðist hann ekki mega vera minni en 6 gráður. Við norðvestur- og norðurströndina hrygnir loðn- an yfirleitt í júní-júlí og við austurströnd landsins í júlí- ágúst. Loðnan hrygnir því allt um- hverfis landið á mismunandi tíma, en langmest við suður- ströndina. Þegar hrygningu er af lok- ið, þyrpist loðnan oft inn að ströndum, en er þá magnlítil. Getur hún ekki bjargað sér á grunnsævi, ef vindur stendur á land, og fjarar þá uppi. Þetta fyrirbæri er þekkt við Finnmörk á vorin, og hér í Faxaflóa hefur stundum feng- izt urmull af úldinni loðnu í botnvörpu á vorin. „Bendir allt þetta á, að loðnan muni deyja unnvörpum (ef ekki al- veg) að lokinni fyrstu hrygn- ingu, þ.e., að hún gjóti aðeins Framhald á bls. 27 ! * í KVÖLD heldur Sinfóníuhljóm sveit íslands aukatónleika í Há- skólabíói, þar sem efniskrá er valin með það fyrir augum að þar sé eitthvað fyrir alla, enda leikin vinsæl verk eftir Gersh- win, Rodgers og Iberts lögin úr Carmen eftir Bizets og Svana- vatnið eftir Tsjakovskij. Hljóm leikunum stjórnar Igor Buketoff en Ásgeir Beinteinsson leikur ein leik í rapsódíu Gershwins. Þessi mynd var tekin á æfingu hljóm sveitarinnar í Háskólabíói í gær morgun. Mestu hernaoarútgjö Breta á friðartímum Brezka sf]érsiin feSur Eifia hæffu á éfriéi í Evrépu London, 23. feb. — NTB í GREINARGERÐ brezku stjórn- arinnar, sem fylgdi frumvarpi hennar um hernaðarútgjöld, er það var langt fram í dag, er talið að möguleikar á því að kjarnorku styrjöld brjótist út í Evrópu milli austurs og vesturs, séu harla litlir. „Það má útiloka möguleikana á beinum árekstr- um á grundvelli þeirra hræðandi afla, sem báöir aðilar ráða yfir. Sökum þess hve óttast er að árekstrar í Evrópu kunni að breiðast út, eru möguleikar á beinni árás mjög litlir“, segir í greinarigerðinni. Frumvarpið um hernaðarút- gjöld, sem stjórn Wilson lagði fram í dag, er hið hæsta, sem um getur í sögu Bretlands á friðar- tímum. Nema áætluð hernaðar- útgjöld samtals 2.120,500,000 sterlingspundum. Þá segir í fyrrnefndri greinar- gerð: „í hinum fjarlægari Austur- löndum hefur tilraunasprenging Kínverja varpað nýjum skugga yfir framtíðina og gerir erfiðara að spá fyrir um hina stjórnmála- lega þróun í heimshluta, sem Bretland hefur í skuldbindingar bæði við samveldislönd og önn- ur lönd. Kínverska tilrauna- Reykj&nes- kjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes kjördæmi verður haldinn í Sjálf- slæðishúsinu, Hafnarfirði þriðju daginn 9. marz nk. og hefst kl. 20:30. sprengingin sýnir, að þann stöð- ugleika, sem náðst hefur í sam- skiptum Vesturlanda og Sovét- ríkjanna, er hægt að eyðileggja á stuttum tíma ef kjarnorkuvopn breiðast út til landa, sem í dag hafa þau ekki“. „Markmið stefnu Breta í varn- armálum er að hindra að kjarh- orkuvopn breiðist út. Stefnan hlýtur því að verða til þess aS hvetja til þess að sezt verði að samningaborði í þessum efnum. en ekki tefja fyrir slíku. Jafn- framt verður að stefna að því, veita þeim löndum, sem ekki hafa kjarnorkuvopn, aukið ör- yggi. Öryggi Bretlands er aðeina Framhald á bls. 19 r Lilrœihræðslan í Olaisvík v&sZw stækkað og eniíarbæU ÓLAFSVÍK, 23. feb. — í febrúar | hér um helmin.gi meiri afköst byrjun var lokið við að stækka og endurbæta lifrarbræðslu Fiski og síldarmjölsverksmiðjunnar í Ólafsvík. Smíði véla og tækja og niðursetningu þeirra annaðist vélsmiðja Njarðvíkur, ásamt starfsmönnum verksmiðjunnar. Lifrarbræðslan getur brætt 3—4 tonn af lifur á klst. og er að ræða en með gömlu véiunum og er nýting mjög góð. Lifrabræðslan bræðir lifur frá tveimur frystihúsum. Auk þess alla lifur frá Hellissandi og Rifu Afli netabáta hefur verið sæmi legur undanfarið, frá 10—30 lestir. Eru því miklar annið og margt aðkomufólk komið til að vinna að aflanum. — Hinrik Kópðvogur- Sdtjíarnarncs HINN árlegi þorrafagnaður Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi og Seltjarnamesi verður haldinn n.k. föstudagskvöld í Hléigarði. Aðgöngumiðapantanir í símum 40922 í Kópavogi og 12296 á Sel- tjarnaxnesi. Háþrýstisvæðið yfír íslandi og Grænlandi breytist ekki mikið, og var hæg og mild norðaustanátt víðast á land- inu í gær. Norðanlands var vægt frost, vænt.anlega þó nóg til þess að vegir stirðni og batni. Sunnanlands var 2ja— 3ja stiga hiti, en búizt við næt urfrosti. Veðurhorfur kl. 22 í gærkv.: Suðvesturmið: A-kaldi og skýjað í nótt, hægviðri og létt- skýjað á morgun. Suðvestur- land til Vestfjarða og miðin: Hægviðri, víðast léttskýjað. Norðurland til Austfjarða og miðin: V-gola og léttskýjað til fyrramáls, N-gola eða kaldi og smáél þegar líður á dag- inn. Suðausturland og SA- mið: NA-gola, léttskýjað að mestu. Veðurhorfur á fimmtudag: Hæg NA-átt og bjartviðri, og hiti nálægt frostmarki um alit land, þó smáél á Norðaustur- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.