Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 28
SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS 'imi' Símalásar sjálfvirku settir á símana DppEýsa má nofkun með sér- stökum stimpiStækjum landbúnaðarvörur í London Starfsemin hefst næsta haust 47. ÞING BúnaJVarfélags fslands hofst i Bændahöllinni í Reykja- vík í gær. í upphafi setningar- ræðu sinnar minntist formaður félagsins, Þorsteinn Sigurösson frú Dóru Þórhallsdóttur forscta- frúar og Páls Zophoníassonar fyrrum búnaðarmálastjóra. Vott uöu þingfulltrúar þeim viröingu sína með því að risa úr sætum. Jngólfur Jónsson landbúnaðar- ráöherra, fJutti ávarp, og er það þirt í heild á bls. 21. j Þorsteinn Sigurðsson sagði, að þau þáttaskil hefðu nú orðið í sögu Búnaðarféiags íslands, að það hefði flutt fyrir fullt og allt alla starfsemi sína úr gamla Bún aðarfélagshúsinu í hina nýju Bændahöli. Búnaðarfélagið var til húsa í gamla Búnaðarfélags- húsinu í 60 ár. Þorsteinn sagði, að á undan förnum 40 árum og þó einkum á síðasta aldarfjórðungi, hefði íslenzkur landbúnaður vaxið til FiiamihaJd á bls. 19. f ÁVARPI sínu til Búnaðarþings í gær sagði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, meðal ann ars, að vinna þyrfti markvisst að því að fá hærra verð á erlendum mórkuðum fyrír þær íslenzku landbúnaðarafurðir, sem fluttar væru út, einkanlega hið ágæta dilkakjót. Því væri í ráði að fara að dæmi Norðmanna og Dana og setja upp sölumiðstöð í I.ondon, en þar er mestur markaður fyrir kjötið. Sagði ráðherrann, að gert væri ráð fyrir því, að stofnað yrðl hlutafélag, sem rikið ætti að hálfu, SÍS að einum fimmta, Framleiðsluráð landbúnaðarins að einum fimmta og Loftleiðir h.f. að einum tíunda. Vonir stæðu til að fá húsnæði á hentugum stað í borginni og að starfsemin geti hafizt á komandi hausti. Ræða ráðherrans er á bls. 21, 46. tbl. — Miðvikudagur 24. febrúar 1965 MIKIÐ hagræði er að sjálfvirka símasambandinu, þar sem því hefur verið komið upp úti á landi. Annmarkar geta þó verið þar á, því símnotendur átta sig ekki alltaf á hve lengi þeir tala, þegar enginn tilkynnir viðtalsbil, en teljarinn mælir tímann og gjaldið. Og eins geta aðrir, sem aðgang hafa að símanum, átt lang línusamtöl á kostnað símaeigand- ans. Við slíku hefur Landssíminn nokkur ráð. Hægt er að setja lás á símann að ósk eigandans, svo ekki sé unnt að hringja út fyrir staðinn með honum. Og einnig er hægt að rannsaka hvernig síma- notkuninni er háttað með þ.ví-að setja um stuttan tíma tæki við ( símann, sem stimplar öll samtöl, 1 viðtakanda þeirra og tíma. Mbl.1 fékk þær upplýsingar hjá Jóni Skúlasyni, yfirverkfræðingi Landssímans, að hvorutveggja væri t.d. notað nú í Keflavík og á Akureyri, eftir að sjálfvirki síminn var tekinn þar í notkun. A Akureyri eru nú komnir í! notkun á þriðja hundrað síma- lásar. Þeir eru þannig gerðir að Framhald á bLs. 19 i Loðnu landað úr vb. Akurey í Reykjavíkurhöfn í gær. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). Ágæt loðmiveiði hefur ver- ið undanfarna daga Tveir Akranessbátar hafa feng- ið nær 30 þúsund tunnur á hálfum mánuði Sjá grein um loðnuna á bls. 2. □-----------------------------□ ÁGÆT loðnuveiði hefur verið að nndanförnu og hafa bátarnir feng ið margir hverjir uni og yfir 2 þúsund tunnur. Höfrungur IH mun t.d. hafa fengið alls um 17 þúsund tunnur sl. hálfan mán- uð. Loðnan fer yfirleitt í bræðslu og eru greiddir 56 aurar fyrir kílóið. í fyrrinótt komu til Reykja- víkur einir átta bátar með um 10 þúsund tunnur af loðnu. Afla hæstur var Arnar, sem hafði 2.057 tunnur. Aðrir voru Ver með 650 tunnur, Vigri með 1423 tunnur, Ófeigur II, með 813 tunnur, Sæ- borg II með 338 tunnur, Ögri með 1665 tunnur, Viðey með 1519 tunnur og Akurey með 16—1700 tunnur. Til Akranes komu þrír bátar með um 6 þúsund tunnur af 47. þing Búnaðarfélags íslands var sett x gær í Bændahöllinni, en þangað hefur félagið nú flutt alla starfsemi sína. Formaður félagsins, Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu er að flytja setning- arræðu sína. — (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þorm.). Bændahöllin nú fullgerð og kostaði 130 milljónir 47. þing Búnaðarfélags íslands sett þar í gær loðnu. Þeir voru Höfrungur in, Haraldur og Óskar Halldórsson. og var Höfrungur kominn aftur inn í gærkvöldi með fullfermi. Hin nýja dæla gerir honum kleift að' dæla á mjög skömmum tíma upp úr nótinni. Á um það bil hálfum mánuði hefur Höfrungur III fengið um 17 þúsund tunnur af loðnu og Haraldur um 11—12 þúsund tunnur. Þessir tveir bátar hafa því aflað samtals nærri 30 þús und tunnur á ekki lengri tíma. Til Ólafsvíkur komu í gær Reykjaborgin með á þriðja þús und tunnur og Hannes Hafstein með svipað magn. Og eru fleiri bátar væntanlegir. Síldar og fiski mjölsverksmiðjan tekur við loðn unni af bátunum. Þróarrými er frekar lítið, en ákveðið er að flytja loðnuna á tún og taka hana eftir hendinni. Loðnan, sem bátarnir lönduðu í fyrrinótt, veiddist út af Reykja nesi. Að þvi, er þeir á Akuréy sögðu blaðinu í gær, er lítið um þorsk í loðnunni enn sem komið er, og höfðu þeir aðeins fengið örfáa þorska í köstum, sem gáfu þeim 16—17 þúsund mál af loðnu. Drengur fyrir bíl UM KLUKKAN 7 í gærkvöldi varð 9 ára gamall drengur fyrir bifreið fyrir framan Sundlaugarn ar. Slysið varð með þeim hætti, að drengurinn var að fara yfir götuna. Vestur Sundlaugaveg var ekið Austin jeppa, og hljóp dreng urinn fyrir hann. Bifreiðarstjór- inn reyndi að forða slysi meAjpví að snarhemla, en það varð um seinan. Drengurinn, sem heitir Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Skipa- sundi 34, og er 9 ára garnall, var fluttur í Slysavarðstofuna. Ekki er kunnugt um, hversu mikil meiðsli hans voru. Vogmær í netin Eyrarbakka, 23. febrúar: -— VERTÍÐ er nú í fullum gangi hér á Eyrarbakka og mikii atvinna. Eigendur Öðlings hafa keypt mb. Þorlák frá Bolungarvík og kom hann hér að bryggju í fyrsta sinn í gærkvöldi. Er hann hið bezta skip, 64 lestir að stærð, og vel búinn tækjum. Kristján Guðmundsson og Guð björg hafa þegar hafið róðra og í morgun komu eigendur Jóns Helgasonar, bátsins er eyðilagð- ist eftir strand, með vélbátinn Þorstein frá Neskaupstað. Mua hann hefja róðra næstu daga. Það bar til tíðinda í gær, þegar Jóhann Þorkelsson dró net sín hér fram undan Bakkanum, að upp kom vogmær, sem er um 1,20 metrar að lengd. Mun hún vera mjög sjaldgæfur fiskur í net. Öðlingur fór í gær til Njarðvik ur í viðgerð og standa vonir til að hann verði fljótlega tilbúinn til veiða. Hér er heldur létt yfir fólki eftir alla þá erfiðleika, sem að hafa steðjað og vantar nú sárlega meira bryggjurými og betri hafn arskilyrði. Vonandi tekst að ljúka fyrsta áfanga hafnargerð arinnar á sumri komanda og mun þá allt breytast til batnaðar. — Óskar. FYRSTA góudag heimti Gunnar bóndi í Fornahvammi gimbrar- lamb af fjalli í sæmilegum hold um. Kom lambið ofan af heiðinni niður Kvíum í Þverárhlið, en það er fremsti bær í Þverárhlíð sunn an Litlu-Þverár. — Oddur. Sölumiðstöð ffyrir íslenzkar Sar-vís MaUe LMKiAvcfii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.