Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. febrúar I9<55 MORGUN BLAÐID 15 Verða handritin að liggja _ í Kaupmannahöfn? IHinn 4. janúar sl. ritaffi Knut Ahnlund, dósent í bók- menntasögu viff háskólanu í Stokkhólmi, grein um hand- ritamáliff í Svenska Dagbladet. Var greinin eingöngu byggð á bæklingnum Fakta om de islandske handskrifter, sem Handritanefnd 1904 tók saman og lét dreifa sl. haust, og þá eins og nærri má geta mjög andsnúin íslendingum. Pétur Hallberg birtt svargrein í sama blaffi 16. janúar, og fer hún hér á eftir í Iauslegri þýðingu. Þess skal getið, að með málstað íslendinga hefur einnig skrifað í Svíþjóð Nils Gunnar Nilsson í Kvállsposten í Malmö. — E. H. F. „VERÐUR að afsala sér íslenzku handritunum?" Svo nefnir Knut Ahnlund kjallaragrein, sem hann ritar í Svenska Dagbladet 4. jan. sl. í Ijós kemur, að ekki er ætlazt til svars við spurningunni. Ahn- lund tekur algera afstöðu — ekki hina opinberu dönsku — heldur Þá, sem Handritanefnd 1964 beit- ir sér fyrir. Meira að segja fyrir- sögnin er áróðurskennd. Lesand- inn á að renna grun í hin dapur- legu örlög, sem búin séu hand- ritunum, ef Danir „afsali sér þeim“ við Islendinga. f maímánuði 1961 greiddi danska þjóðþingið atkvæði um að skila íslendingum íslenzku hand- ritunum í Kaupmannahöfn. Þeg- ar tillagan hlaut meirihluta, segir Ahnlund, „virtist afsalshugmynd- in ætla að sigra á því að koma mótaðilanum í opna skjöldu". Með slíkri staðhæfingu hefði ver- ið rétt að nefna, hvernig atkvæði féllu: 110 með, 39 á móti — traust ur meirihluti, að því er virðist. Og við hvað á Ahnlund með „opna skjöldu?“ Veit hann ekki, að handritamálið hefur verið á dagskrá í samskiptum Dana og íslendinga a.m.k. síðan ísland varð lýðveldi 1944? Ahnlund tal- ar um „ósérplægið starf Hand- ritanefndar til að koma í veg fyr- ir fljótfærnislegar niðurstöður", til að afstýra því, að „afsalið yrði barið í gegn“. Þó virðist hvarfla að óvilhöllum lesanda, að 20 ár séu nægur umhugsunartími, sé einhver áhugi á málinu. Eigi að síður hefur Ahnlund að nokkru Ieyti rétt að mæla, þegar hann talar um að koma í „opna skjöldu". Danskur almenningur — og til hans verður meirihluti stúdentanna að teljast — hafði ekki veitt þessum handritum í Kaupmannahöfn minnstu athygli, fyrr en hann var á síðustu stundu ákallaður til afstöðu. Sú spurn- ing vaknar óneitanlega, hverju svo skyndileg og mikil hrifning sæti hjá fólki, sem hingað til hafði ekki svo mikið sem dottið áslenzku handritin í hug. Skýr- ingin er sú, að handritamálið er sumum Dönum skjálkaskjól til að vekja almenna gremju í Dan- mörku í garð hins gamla sam- bandsrikis. Þetta er sálfræðilegt atriði, sem óraunsætt væri að loka augunum fyrir. „Ahnlund minnir á, að í maí 1961 mótmæltu danskir stúdent- ar „afsali“ handritanna og báru spjald með svohljóðandi áletrun: „Skuldum við íslandi nokkuð?“ Slík áletrun sýnir, hvað undir býr. Þeir hefðu varla komizt svo að orði, ef hugurinn hefði ein- vörðungu snúizt um íslenzku handritin. En til eru Danir, sem innst inni eiga örðugt með að fyrirgefa íslendingum, að þeir notuðu árið 1944 samningsbund- inn rétt sinn til að ákvéða með þjóðaratkvæðagreiðslu framtíðar stöðu ríkisins. Sú staðreynd, að íslendingar samþykktu einhuga að stofna lýðveldi í stað þess að halda áfram sambandi við Dani, var beizkur bikar mörgum Stór- Dana, sem sá, að hið danska veldi I Norður-Atlantshafi var farið lönd og leið. Slíkar tilfinningar eru skiljan- legar. Miður afsakanleg er sú til- hneiging, sem stundum verður vart frá danskri hlið, að líta á hið einhuga val Islands, kannski ekki sem lagabrot — svo augljóslega hafa menn ekki þorað að hag- ræða sannleikanum — heldur sem óhreina ráðstöfun gagnvart Danmörku. í raun var það svo, að Islendingar fylgdu nákvæmlega þeirri aðferð, sem sambandslögin frá 1918 bentu á, en þar kom m.a. skýrt fram, að hvor aðilinn sem var gæti með einhliða ráðstöfun sagt upp sambandinu. Og fslend- ingar höfðu aldrei farið í laun- kofa með, að þeir mundu í fyll- ingu tímans notfæra sér þann rétt. Sjaldan eða aldrei hefur sjálfstæðisyfirlýsing ríkis verið í svo skýlausu samræmi við laga- bókstaf sem stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. „Skuldum við fslandi nokk- uð?“ Ef íslendingum skyldi detta í hug að taka bókstaflega þessa spurningu, gæti það orðið all- myndarlegur reikningur, sem danska bræðraþjóðin fengi. Ahn- lund nefnir sjálfa dönsku einok- unarverzlunina, sem mergsaug ísland á 17. og 18. öld og lamaði atvinnulíf þess. Sú saga er vissu- lega ein af dekkri þáttum í sögu Norðurlanda. Og það var einmitt á þessum tímum, að gömlu hand- ritunum var safnað á bæjunum — af íslendingum — til flutnings til Kaupmannahafnar, sem þá var einnig höfuðstaður íslands og menningarmiðstöð. Aðstæður leyfðu ekki varðveizlu þeirra í heimalandinu — hinni merg- sognu nýlendu dönsku einokun- arverzlunarinnar. En nú eru slík- ar aðstæður fyrir hendi í hinu nútímalega velferðarríki og lýð- veldi, fslandL Og nú ætla ég að vitna í hleypidómalausa danska rödd dr. phil. Hennings Krabbe, lektors, sem ritar í Berlingske Tidende 9. des. sl. „Danmörk er vel sett um sögu- legar minjar. Auk hinna fjöl- breyttu bókmennta, sem ná yfir þúsund ára bil, eigum við gamlar kirkjur, hallir, herragarða og sögufrægar borgir með stórhýs- um og smáhýsum frá gömlum tímum. Spyrja mætti, hvort nokk urt annað land í heimi eigi svo mikið af sögulegum minnismerkj- um, miðað við stærð. fsland á engar gamlar borgir, hallir eða kirkjur. Mestu menningardýr- grfipir þjóðarinnar liggja í her- bergi einu úti í Kaupmannahöfn. Skyldum við ekki hafa efni á að skila þeim? Því verður ekki mótmælt, að handritin eru skrifuð á máli, sem er óskiljanlegt 99 af hverjum 100 Dönum, og áður en handritin komu á dagskrá, vissu í rauninni mjög fáir hið minnsta um þau. En spyrjið alþýðumann á íslandi. Níu íslendingar af hverjum tíu hafa lesið sögur, sem eiga frum- handrit sitt liggjandi í Kaup- mannahöfn. Hið sérstæða við ís- lenzkuna er það, að hún er eitt- hvert hið óbreytanlegasta mál, sem við þekkjum. Þess vegna skilur islenzkur almenningur enn í dag mál sagnanna, 600 ára gam- alt, og það án vandkvæða. En ekki aðeins skilur það. Kunnugt er, að íslenzka þjóðin er meðal þeirra, sem mest lesa í heiminum. Á íslandi byggir ekki aðeins bókmenntasagan á íslenzk- um fornskáldskap, heldur mynd- ar hann enn í dag grundvöllinn undir íslenzka menningu og ís- lenzkt uppeldi. Það sem Hómer var Grikkjum, Holberg, Ewald, Oehlenschláger, Grundtvig, H. C. Andersen og Kirkegaard er okk- ur, það eru sögurnar og fornbók- menntirnar íslendingum. Þær eru hinn mikli skerfur íslenzku þjóð- arinnar til hugmyndasögu Ev- rópu. Það virðist því sanngjarnt, að þessi gömlu rit eigi heima á fs- landL þar sem hinn veglegi and- legi arfur er ennþá virkur mátt- ur“. Svo hljóðar hinn sanni flómur dr. Krabbe. Öðru hverju skýtur upp þeirri fullyrðingu, að verði handritun- um skilað fslendingum, þá skapi það réttarfyrirmynd. Þar er á Teter Hallberg. ferðinni dæmigerð grýla send á vettvang til að stofna til ofsa- hræðslu meðal bókavarða og safnmanna. Réttarfyrirmynd er lögfræðilegt hugtak. En hér er að ! ræða um gjöf, sem ein þjóð gefur annarri — einstæða að eðli og með alveg sérstæða sögu að baki. Gjöf getur aldrei orðið réttarfyr- irmynd, hvorki gefanda, viðtak- anda né neinum þriðja aðila — aðeins fagurt fordæmi. En hverfum frá sögulegum, sið- fræðilegum, tilfinningalegum og e.t.v. lögfræðilegum sjónarmiðum og drepum í stað þess á, hvað rannsóknunum er fyrir beztu, því að það er einmitt þangað, sem andstæðingar „afsalsins“ beina forsendum sínum. Umönnun Árnasafns eftir lát gefandans, ís- lenzka safnapdans og fræði- mannsins Árna Magnússonar, ár- ið 1730, — er réttnefni að kalla langvarandi vanhirðu. Dr. Krabbe minnir á þá óþægilegu staðreynd „að hin margræddu íslenzku handrit lágu í háskólabókasafn- inu við svo óhæf skilyrði, að þeim var lýst sem fullkomnu hneyksli“. Meiri var þá ekki um- hirðan í menningarmiðstöðinni um það, sem Ahnlund kallar „dýrmætasta bókasafn Norður- landa“. Og hverjir eru það svo, sem unnið hafa við þessi handrit? í kjallaragrein í Poletiken árið 1950 birti forstöðumaður Árna- safns, prófessor Jón Helgason, yfirlit yfir textaútgáfur síðustu 20 ára, sem unnar voru eftir hand ritum safnsins. „Á listanum eru 40 bækur. 35 þeirra hafa íslend- ingar gefið út, Norðmaður og ís- lendingur í sameiningu eina, Norðmaður eina, Englendingar 2, Hollendingur eina. Sé ekki litið einungis á bókafjöldann, heldur einnig á stærð og blaðsíðutal, verður hinn íslenzki hlutur enn þyngri á metum. Sem viðauka við þetta segir Jón Helgason í blað- inu Aktuelt 14. nóv. 1964: „Við þetta er því að bæta, að síðan ár- ið 1958 hafa verið gefin út við stofnunina hér 20 textaútgáfur og hafa séð um þær Islendingar, Danir, Svíar og Englendingar. Einnig hafa nokkur bindi byggð á handritum stofnunarinnar verið gefin út á Islandi“. Það er augljóst, að hin danska umhyggja um íslenzku handritin hefur aukizt með líkunum fyrir því, að handritunum verði skilað. Vitaskuld er þessi skyndilegi dugnaður gleðiefni. En hann virð ist gefa til kynna, að vanrækslu- syndir þjaki samvizkuna. En hvað sem öðru líður hafa Islendingar alltaf verið og verða hinir leiðandi um vinnuna við þessi handrit. Ahnlund vitnar í ummæli Handritanefndar um hin 12000 handrit í Reykjavík. Þau eru sögð skelfilega vanrækt og lítt rannsökuð. En hann hefði átt að drepa á, að þarna er um að ræða ung pappírshandrit, meira hlutann frá 19. öld og af allt öðrum toga Og ekki eins mikils- verð og handritin í Kaupmanna- höfn. Virðist dálítið ófyrirleitið að segja fslendingum sjálfum, að þeir geti unnið við þessar bók- menntir, sem margar hverjar eru eftirrit og annars flokks, meðan þeir hafa fullt fang af verkefn- um í sígildum bókmenntum sín- um. Samt sem áður skal upplýst, að íslenzkir fræðimenn vinna að því að gefa út mikilvægari hluta þessa handritasafns, eftir því sem ráð leyfa og þörf þykir. Fer því fjarri að nokkru sinni komi til mála að gefa það út nærri allt, hversu miklu fé og möguleikum sem þeir hefðu yfir að ráða. „ísland vantar nauðsynleg tæki til að halda áfram viðgerð hand- ritanna“, skrifar Ahnlund eftir sinni dönsku heimild. Við hvað á hann? Veit hann ekkL að ísland er tækniþróað land, þar sem t.d. ljósmyndatæknin stendur vorri eigin sízt að baki. Og að því er snertir sérfræðilegri aðferðir við varðveizlu handritanna ætti hann ekki að reyna að teljá neinum trú um, að þær byggist á ein- hverjum meðfæddum gáfum eða lagni, sem Dönum einum sé gef- in. Hvaða handlaginn manneskja sem er getur lært slík verk. Meira frá Handritanefnd fyrir munn Ahnlunds: „Háskóli ís- lands á ekkert safn fræðibóka, sem er ómissandi viðauki við handritin. Án slíks safns er hæp- ið, að um nokkurt gagnlegt starf geti verið að ræða“. Þessu get ég látið Jón Helgason sjálfan svara, þar eð hann er það vitni, sem eng inn tortryggir. Hann segir í fyrr- nefndri kjallaragrein: „Sú vinna, sem fram fer í hand ritasafninu og ekki verður annars staðar unnin, er að bera handrit- in saman, skrifa upp mishljóðan þeirra, ákveðna afstöðu þeirra inn byrðis og safna í útgáfu á grund- velli þeirra rannsókna, í svo samanþjöppuðu formi sem unnt er, öllu sem rannsóknin leiðir í ljós um sögu verksins og elztu gerð. Eftir að traust undirstaða er lögð með slíkri útgáfu, geta aðrir fræðimenn tekið við og kannað hina ýmsu þætti verks- ins, stíl, efni, bókmenntalega stöðu o. s. frv. Sú vinna er hand- ritasafninu óviðkomandi og getur farið fram hvar sem er, þar sem nauðsynlegar bækur er að fá“. Þó að Kaupmannahöfn eigi stærra safn vísindab'óka en Reykjavik er engan veginn víst, að þar sé að fá öll þau rit, sem hugsanlegt er, að á þurfi að halda við rannsókn verksins, t.d. að því er snertir íslenzkar miðaldaþýð- ingar. Þá verður að fá lánaðar bækur úr öðrum áttum eða út- vega myndir af því efni, sem kanna þarf. Og slíkt er hægt að útvega jafnt í Reykjavík sem annars staðar. Ekki er öðru líkara en Hand- ritanefnd 1964 og sporgöngumað- ur hennar, Knut Ahnlund, álíti, að allar nútímasamgöng'ur milli bókasafns og fræðimanns leggist niður jafnskjótt og handritin komi til íslands. Og hnattstöðu meta þessir aðilar aðeins frá skandinavísku eða mið-evrópsku sjónarmiði. „Kaupmannahöfn ligg ur miðsvæðis — þangað kemur fólk vísðvegar að úr Evrópu og getur fullnægt margs konar rann- sóknarefnum í smu ferð“, ritar Ahnlund. Miðsvæðis fyrir hverja? mætti spyrja. Að minnsta kosti ekki fyr- ir þá mörgu íslendinga, sem vinna við handritin, eða hina enn þá fleiri íslendinga, sem óska að vinna við þau. Og hvers vegna að látast ekki sjá hina ensku og amerísku fræðimenn, sem í æ ríkara mæli taka þátt í starfinu? Þeir mundu vitaskuld fremur kjósa að kanna handritin í hinu íslenzka umhverfL þar sem þau hafa orðið til i daglegri návist þess lifandi máls, sem handritin eru skrifuð á. Hjá oss hér er það álitið allt að því nauðsyn, að hver sá, sem nem ur undir æðra próf í efninu nor- ræn fræði, fái tækifæri til nokk- urrar dvalar á íslandi. Að sjálf- sögðu er þetta ennþá brýnna öll- um þeim fræðimönnum, sem gefa sig beint að rannsóknum ís- lenzks máls og íslenzkra bók- mennta. Okkur verður einnig æ ljósara, að snerting við fsland nútímans og lifandi íslenzkt mál er skilyrði fyrir öllum dýpri skilningi á hinum sígildu ís- lenzku bókmenntum og menn- ingu. Á milli þessa eru þau tengsl, sem hvergi verða fundin né skilin nema á íslandL Og það tekur okkur nú 5 tíma að komast þangað frá Skandi- navíu. Það er því líkast sem Handritanefnd 1964 og Knut Anh lund séu enn aftur í öldum dönsku einokunarverzlunarinnar, þegar skúta sigldi frá Drageyri til Eyrarbakka einu sinni eða tvisvar á árL Um Kaupmannahöfn sem mið- punkt fyrir rannsóknir íslenzkra handrita segir Ahnlund á þessa leið: „Hér er flokkur sérmennt- aðs fólks, sem mundi tæplega fylgja gjöfinni til fslands“. í þess- um flokki er fslendingurinn Jón Helgason óumdeilanlega fyrsti maðurinn. En án þess að ég lasti hið minnsta þennan sérmenntaða flokk eða nokkurn fræðimann af öðru þjóðerni en íslenzku, leyfi ég mér samt að halda því fram, að enginn háskóli neins staðar á Norðurlöndum né nokkurs staðar annars í heiminum hafi fram að bjóða slíkt mannval á þessu sviði sem Háskóli íslands. Hinn látni danski rúnafræðingur, prófessor Lis Jacobsen, sem vildi, að ís- landi yrði skilað handritunum — það eru sem sagt til slíkir danskir prófessorar — ekki bara „stjórn- málamenn og háfleygir lýðskóla- norrænumenn (folkhögskolenord ister), sem Ahlund vill tala niðr- andi um, — hún skrifaði einu sinni: „Við höfum við Hafnarhá- skóla eina kennarastöðu í ís- lenzku (skipaða íslendingi), og í Árósum einn prófessor í vest- norrænum málum. ísland hefur þegar 1950 sjö prófessora og dósenta í íslenzkri tungu, bók- menntum og sögu. Hér má bæta því við, að íslend- ingar hafa þegar skipað prófessor Einar Ól. Sveinsson yfirmann handritasafsins, sem þeir vænta frá Danmörku. Nafn hans mun í augum allra, sem hafa þekkingu á þessum málum, tryggja, að hin- ir gömlu íslenzku dýrgripir hafni í þeim beztu höndum, sem völ er á. Engin önnur menntastofnun hefur heldur upp á að bjóða slíkt fræðaumhverfi, slíka uppörvun öllu námi í íslenzkri tungu og bókmenntum sem Háskóli fs- lands. Það væru hreinar blekk- ingar að halda öðru fram. En einmitt þessar blekkingar hefur Handritanefnd 1964 gert sig seka um. Við nánari athugun kemur í ljós, að þessi „sjónarmið sérfæðinga“, — eins og Ahnlund kaldar þau — eru hrein sýndar- rök. Það yrði mikil norræn ó- gæfa, ef viðbrögð Handritanefnd- ar á elleftu stundu yrði til að gera að engu viturlega þingsálykt un. Það mundi skilja framtíðinni eftir gapandi sár í samskiptum Dana og fslendinga. Við verðum Framh. á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.