Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. febrúar 1965 MORGU N&LAÐIÐ 3 ^ m V 'X- « Ví' wy V wwrw^,mv^.v«.^/íVí!» « w % •■.«««* ÞORRI kveður lúnaþing f$IX>NDUÓSI, 23. febrúar. — 'í>orri hefur löngum fengið orð fyrir að vera óvæginn við menn og málleysingja, en ekki er hægt að bera honum || slíkt á brýn að þessu sinni. ||| Að vísu brast á hörkuhríð, il Hnausabrú. Vatnsdalsfjall í baksýn. — (Ljósm.: Bj. Bergmann). npc víí’m ■ . .......................................................................................................................................... Þessir ungu menn, Steindór 9 ára og Magnús 14 ára, synir Sig- urðar Magnússonar bónda á Hnjúki í Vatnsdal segjast báðir vilja verða bændur, enda kveðst Magnús þegar eiga 22 kind- ur og Steinþór 1. þegar rúm vika lifði þorra. Hún stóð í sólarhring og frost hélzt lítið lengur. Fyrir hríð- ina höfðu verið langvarandi þýðviðri og jörð mátti heita alauð. Þá var úrkomusamt og flestir vegir mjög Dlautir. Yfirvöldin bönnuðu flutninga- bílstjórum að aka með fullt æki og lögreglulið var dag og nætur við veginn hjá Blöndu- brú og gætti þess að lögleg fyrirmæli um flutninga væru í heiðri haldin. Hríðin og frostið leysti lög- regluna af hólmi í nokkur dægur, en brátt kom sunnan þeyr að nýju og þá sótti í sama horf. Löggæzlan við Steinþór Björnsson, bóndi á Breiðabólstað í Vatnsdal ber mykju á völL Blöndubrú stóð þó stutt í það skipti, því að í grennd við Reykjavík og Akureyri var svo strangt eftiriit að •vöru- flutningar á landi lögðust að mestu r.iður milli Suður- og Norðurlands. Vegnr þessara ráðstafana hafa litlar skemmd ir oi-ðið á aðalvegum hér í sýsni. Þorraþrællinn var líkastur mildum sumarmáladegi eftir ágætan einmánuð. Blettir í túnum voru byrjaðir að grænka. Svanir og endur syntu á flóðinu í Vatnsdal og bændur báru á völl. Þannig kvaddi þorri Húnaþing vetur- inn 1965. — Björn. STAKSTEIIVAR l iigouguiuoss við veginn hjá 0^1 á Þingi. Flokkamir og stóriðjan Alþýðublaðið birtir í gær tat- ustugrein. þar sem rætt er um fyrirhugaöa stóriðju og afstöðv stjórnmálaflokkanna til þeirra ráðagerða, sem uppi eru í þeim málum. Kemst blaðið m.a. að orði á þessa leið: „Til eru menn þeirrar skoðun- ar, að fslendingar eigi alls ekU að seilast eftir stóriðju, heldur Iáta nægja uppbyggingu eins og hefur verið. Fleiri munu telja að það sé ekki nægilegt og verði að koma til stóriðja, svo stór að er- lent fjármagn þurfi í fyrstu. Pólitísku flokkarnir eiga tíl að haga seglum eftir vindi. Hins er rétt að minnast, að þeir eru und- ir niðri allir fylgjandi stóriðju með erlendri þátttöku í einhverri mynd. Kommúnistar vilja stóriðju, ef fjármagnið er fengið frá Sovét- ríkjunum og stóriðjan eykur við- skiptin við þau: Framsóknarmenn vilja stór- iðju, en það vefst nú fyrir þeim, hvort þeir eigi að gera staðsetn- ir;»u á Norðurlandi að skilyrði fyrir stuðningi sínum . Sjálfstæðismenn vilja stóriðju með erlendri þátttöku, helzt á- hættufjármagni einkafyrirtækja. Alþýðuflokkurinn vill stóriðju en ítrustu varkárni um það, hve hinum erlendu aðilum verði hleypt langt.“ Við þessi nmmæli Alþýðu- flokksins verður að bæta því, að Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt mikla áherzlu á það, að þátttöku erlends fjármagns í stóriðjufyrir- tækjum hér á landi yrði hagað með svipuðum hætti og verið hef ur í nágrannalöndum okkar, og vitanlega yrði þannig um hnút- ana búið, að hagsmuna íslenzku þjóðarinnar væri gætt í hvívetna. Hvimleið framsóknardrýldni Blaðið fslendingnr á Akureyri birtir nýlega forustugrein undir þessari fyrirsögn. Ræðir þar m.a. um viðleitni Framsóknarflokks- ins til þess að koma í veg fyrir viðreisn efnahagslífsins. Síðan kemst íslendingur að orði á þessa leið: „Um síðastliðin áramót taldi ríkisstjómin fært að lækka vexti að nýju. Blöð Framsóknarflokks- ins töldu stjómarandstöðu síns flokks hafa knúið þetta fram. Eftir öllum skrifum þeirra að dæma, era það ræður þingmanna Framsóknarflokksins, sem ráða gerðum ríkisstjórnarinnar og mætti því ætla, að Framsóknar- flokkurinn væri hinn raunvem- legi stjómandi landsins. Þó hafa blöð hans oröið að játa, að flokkn um tókst ekki að hækka fjárlög- in um nokkur hundmð milljónir króna, eins pg hann einbeitti sér að á fyrstu mánuðum yfirstand- andi þings. „Skammvinnui fögnuðui Forustugrein fslendings lýltur með þessum orðum: „Þegar Framsókn myndaðl vinstri stjóm á ámnum, töldu for vígismenn hennar, að mestu máH skipti þar, að Sjálfstæðisflokkn- um hefði verið ýtt til hliðar. Þá var það mergur málsins. En fögn uðurinn yfir því verki varð skammvinnur. Eftir hálft kjör- tímabilið varð foringinn að lýsa yfir því á Alþingi að hann væri farinn frá öllu saman, því að eng in samstæða væri til innan ríkis- stjórnarinnar um- úrlausn efna- hagsmálanna. Það var ömurleg staðreynd, sem eftir er að festa á blöð sögunnar. En viðleitni vinstri aflanna um að ýta stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar tH hliðar mun sér æ til minnkunar verða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.