Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 3
KTiðvikudagur 14. apríl 1965 MORCUNBLADIÐ 3 Á fundi með Þjóðlcikhússtjóra í gær. Talið frá vinstri. Baldvin Halldórsson, Svend Aage Larsen, Jónas Árnason, Guðlaugur Rósinkranz, Magnús Ingimarsson og Jón Múli Árnason. Járnhausinn frumsýndur á 15 ára afmæli Þjóðleikhússins GamansöngSeikur bræöranna Jónasar og Jóns * IVtúla Arnasona verður þrítugasta íslenzka leikrit Þjóðleikhussins ÞJOÐLEIKHUSIÐ verður fimmtán ára næstkomandi þriðjudag, 20. apríl, og þann dag veröur frumsýning í leik- húsinu á nýjum, íslenzkum gaman-söngleik, er nefnist „Járnhausinn" og er eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni. Á þessum fyrstu 15 árum Þjóðleikhússins hefur það sýnt alls 170 sviðsveitk að meðtöldnm 20 gestaleikum frá 13 þjóðum í þremur heims- álfum, og 30 íslenzkum verk- um. Hafa alls verið um 3.200 sýningar og sýningargestir nærri hálf önnur milljón. Þjóðleikhússtjóri, Guðlaug- ur Rósinkranz, bo'ðaði frétta- menn á sinn fund í gær í til- efni frumsýningarinnar á þriðjudag og afmælisins. Voru höfundar Járnhaussins þar viðstaddir, leikstjóri Baldvin Halldórsson, Svend Aage Lar sen leikstjóri frá Kaupmanna höfn, sem æfir dansa og sviðshreyfingar, Magnús Ingi marssion hljómsveitarstjóri og Klemens Jónsson leikari. Skýrði Þjóðleikhússtjóri svo frá að ekki yrði efnt til neinna stórtíðinda að þesu sinni, eins og gert var á tíu ára afmæl- inu, og engir kampavínsgos- brunnar, eins og einhver orð- aði þáð á prenti fyrir fimm árum. Verkið Járnhausinn á sér nokkuð langa sögu, sagði Guð laugur Rósinkranz. Þegar gamanleikurinn Deleríum Bú- bonis, sem þeir bræður sömdu var leikinn hér í borg fyrir nokkrum árum, ræddi Þjóð- leikhússtjóri við Jónas og Jón Múla um að fá nýjan gaman- söngleik eftir þá til sýninga hjá ÞjóðleikJhúsinu. Lá þetta mál svo í deiglunni nokkurn tíma, En í fyrra kom Jónas Árnason til starfa hjá Þjóð- leikhúsinu þegar hann þýddi snilldarlega leikriti'ð Gísl eftir írska höfundinn Brendan Be- han. Taldi Guðlaugur Rósin- kranz að það hafi heldur ýtt á eftir þvi að Múlabræður lykju við sitt eigið verk. Höfundar sungu og léku. í september s.l. fékk svo Þjóðleikhússtjóri Járnhausinn til yfirlestrar. „Og einn sunnu dagsmorgun um haustið komu Jónas og Jón Múli niður í Jeikhús, sungu vísurnar og léku nokkur aðalhlutverkin,“ eins og Guðlaugur orðaði það. Var þá ákveðið endanlega að taka Járnhausinn til sýninga á þessu leikári. Nú er leikurinn að verða fullæfður, og frumsýning á- kveðin á afmælisdegi leikhúss ins. Ekki er rétt að fara að rekja efni leiksins, sagði Þjóð leikhússtjóri, en hann gerist á síldarplani í ágætu kaup- túni hér á landi. „Höfundar og leikstjóri eru þaulkunnugir síldarplássunum okkar,“ sag'ði ' Guðlaugur," og finnst mér kominn tími til að skrifa leik rit um þennan fisk, sem svo margt veltur á í okkar þjóð- félagi." Fjöldi manns kemur fram á sviðið, alls eru 52 leikarar, dansarar og söngfólk, auk 17 manna hljómsveitar. Leik- stjóri er eins og fyrr segir Baldvin Halldórsson. Hefur hann stjórnað fjölmörgum sýningum Þjóðleikhússins, nú síðast „Hver er hræddur við Virginiu Woolf“. Svend Aage Larsen er Þjóðleikhúsgestum kunnur, því þetta er fimmta verkið sem hann vinnur að hér. Áður vann hann við sviðs setningar á „Kysstu mig Kata“, „Sumar í Týról“, „Kátu ekkjunni“'og ,,My fair lady“. Er Larsen sérstakur snillingur að setja á svið dansa, staðsetja hópsenur og lagfæra hreyfingar. Hann var hér í fimm daga fyrr í mán- uðinum, en þurfti þá að bregða sér til Bremen þar sem hann stjórnaði sviðsetn- ingu á „My fair lady“. Kom hann svo til baka á mánudag. Leikendur Að leikendum í Járnhausn- um skal fyrst frægan telja út- gerðarmanninn og sildarsalt- andann Eyvind, sem Róbert Arnfinnsson leikur. Sonur Eyvindar kemur mjög við sögu, og leikur Gisíi Alfreðs- son það hlutverk. Þessi sonur er menntamaður og stundar hagfræðinám í Þýzkalandi. Vinur hans er svo Páll Sveins son, guðfræðistúdent, sem Árni Tryggvason leikur. Bessi Bjarnason leikur Andrés Að- alsteinsson, og Gunnar Eyjólfs son séra Þorvald, sem er for- máður Andaleitarfólagsins á staðnum. Helga Valtýsdóttir leikur Völu svörtu, skapmikla konu og kýreiganda. Þá kem- Kristbjörg Kjeld og Rúrik í hlutverkum sinum ur að sjálfsögðu síldarskips- stjóri þarna fram, Helgi skip- stjóri á Járnhausnum, í hönd- um Rúriks Haraldssonar. Og kærasta Helga er Gulla Maja, dóttir prestsins, sem Krist- björg Kjeld leikur. Ekki má gleyma „ábyrgðarlausum, ung um manni“, sem ekki er vert að segja frá nánar að sinni, en það hlutverk leikur gam- anvísnasöngvarinn kunni, Ómar Ragnarsson. Þá er fjöld inn allur af minni hlutverk- um, helmingur Þjóðleikhúss- kórsins og sex balletdansarar. Búningar frá Ellingsen og Geysi. Magnús Ingimarsson, hljóm sveitarstjóri, hefur útsett öll lög Jóns Múla fyrir hljóm- sveitina, æft söngvana og stjórnað þeim. Leikmyndir, eða leiktjöld, hefur Gunnar Bjarnason gert, og einnig ráð- ið mestu um búningana (sem fást hjá Ellingsen og Geysi, eins og Jónas Árnason benti á. En þaðan er einnig fleira af sviðsbúnaði, eins og gengur í síldarplássum). Og þá er ótalinn landnámsmaðurinn Ó1 afur Járnhaus. Þótt hann sé löngu heygður, kemur hann enn við sögu síldarkauptúns- ins, og hafa ibúaxnir skreytt þorp sitt með styttu af land- námsmanninum. Þessa styttu gerði Bjarni Stefánsson, leik tjaldasmiður. Járnhausinn verður þrítug- asta íslenzka verkið, sem sett er á svið í Þjóðleikfhúsinu, og átjánda nýja íslenzka leikrit- ið. Hefur því leikhúsið sýnt áð meðaltali tvö íslenzk leik- rit á ári frá upphafi, og má það teljast mjög gott. ★ Næsta verkefni Þjóðleik- hússins er „Eftir syndafallið“ eftir bandaríska leikritaskáld- ið Arthur Miller. Verður það frumsýnt um miðjan næsta mánuð. Um miðjan júní verð- ur svo sýnd óperan „Madam Butterfly" eftir Puccini. Leik- stjóri verður Leif Söderström, og hljómsveitarstjóri Nils Grevelius, bá'ðir frá konung- legu sænsku óperunni í Stokk . hólmi. Með hlutverk Madam Butterfly fer Rut Jakobson frá Stora Teatren í Gauta- borg, en önnur hlutverk syngja Guðmundur Guðjóns- son, Guðmundur Jónsson, Svala Nielsen og Ævar Kvar- an. Auk þess tekur Þjqðleik- húskórinn að sjálfsögðu þátt í sýningunni. Þá er ætlunin að senda leik- flokk frá Þjóðleikhúsinu á leikferð um landið í sumar. Fari'ð verður með „Hver er hræddur við Virginiu Woolf“ og lagt af stað um miðjan júní. Ráðgert er að ferðin taki rúman mánuð. í lok fundarins hjá Þjóðleik hússtjóra tó'k Svend Aage Larsen það fram að hann væri sérstaklega þakklátur fyrir að fá tækifæri til a’ð koma hingað enn á ný, og sérstaklega fyrir að fá að vinna að íslenzkum söngleik. Hann hefur á undanförnum árum ferðast víða um Evrópu og sett upp bandaríska og brezka söngleiki, og tilbreyt- ing að fá að kynnast íslenzk- um leik. Þakkaði hann sam- starfið í Þjóðleikhúsinu, og kvaðst aðeins harma það að hann kæmi handritalaus frá Danmörku, en það væri þó afsökun fyrir að koma aftur. Þá þakkaði leikstjórinn höf- undum, og Svend Aage Larsen og öllum viðkomandi mjöig ánægjulegt samstarf. SIAKSHIMR Á æfingu á Járnhausnum. Myndirnar tók Gísli Gestsson. íslendingur 50 ára Jónas G. Rafnar alþingismað- ur minnist 50 ára afmælis ís- lendings á Akureyri, með þess- ul orðum í afmælisblaðinu: „Allir, sem afskipti hafa af blaðaútgáfu komast að raun um að hún stendur höllum fæti fjár- hagslega. I flestum tilfellum kemst slík útgáfustarfsemi ekki af án stuönings áhugamanna.. Vikublaðið fs- lendingur á Ak- ureyri hefur nú um langt skeið verið helzta mál gagn Sjálfstæðis W\ flokksins á Norð M urlandi. Flokkur inn á því þeim mönnum mikið að þakfca, sem stutt hafa að út- gáfu þess. Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að tslendingur hóf fyrst göngu sína. Saga blaðsins er rakin í þessu afmælisblaði. Sýnir hún að á ýmsu hefur gengið, en miðað við allar aðstæður má fullyrða að íslendingur hafi reynzt hlutverki sínu vaxinn, bæði sem fréttablað og pólitískt málgagn. Velunnarar blaðsins vona að það eigi eftir að eflast og les- endum fjölgi með ári hverju. Ég nota tækifærið til að þakka út- gefendum tslendings og ritstjór unum langt og gott samstarf". Hvað gerðist að tjaldabaki? Alþýðublaðið birtir í gær for- ustugrein um 25 ára afmæli ís- lenzks þjóðhöfðingjavalds. — Kemst blaðið þar meðal annars að orði á þessa leið: „Merkileg saga er af viðbrögð um íslendinga í byrjun ofriðar- ins Í939 og raunar skömmu fyrir ófriðinn. Þá var á stuttu tíma- bili reynt að framfylgja ítrasta hlutleysi við erfiðar aðstæð- ur. Um áramótin 1939—40 munu Bretar hafa varað íslendinga við þeirri hættu ,að nazistar kynnu að hernema Danmörku, og höfðu því íslenzkir valdamenn nokkurn fyrirvara til að unidir- búa viðbrögð sín 10. apríl 1940, hvort sem þeir hafa sjálfir séð viðburði þessa dags fyrir eða ekki. Sumir þeir menn, sem tóku mestan þátt í þessum atburð- um eru látnir. Aðrir finna aldur hníga yfir sig, en samt hefur furðu lítið verið skrifað um það, sem gerðist að tjaldabaki á þessum örlagatímum". Heimta meiri verðbólgu Halldór Kristjánsson á Kirkji bóli er ritar í gær grein í Tím ann um verðbólgu, og kemst þai meðal annars að orði á þessí leið: „Fyrir rúmlega 30 árum keypt ungur maður sér líftrygginu Honum var sagt að græddui væri geymdur eyrir, og enda þót fjölskylda hans og heimili yrði svo gæfusöm að hann lifði ti góðrar elli, væri það heldur ekk amalegt að fá þá samansparað: fjárhæð greidda út með góðun skilum. Talsmenn tryggingarim ar skírskotuðu til ráðdeildar oí fyrirhyggju. Fyrstu árin þurfti þessi mað ur að láta af hendi 6 dilka ti að fá upp í iðgjaldið, en ni myndi honum endast eitt laml í 10 ára iðgjald. Eftir nokkur ái fellur tryggingin til greiðslu. E: hún væri greidd í dag fengi him tryggði maður andvirði þriggj: dilka eða helming þess verð mætis, sem hann lét af hend upp í iðgjald sitt fyrsta árið Hvort það verður hálft lambs verð eða heilt, sem hann fæ: að lokum til að gleðjast við ellinná skal ósagt látið.“ Þrátt fyrir þetta vilja Fram sóknarmenn halda áfram aU kynda elda verðbólgunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.