Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 6
8 MORGU N BLADIÐ Miðvikudagur 14. apríl 1965 •v. < * BJarnveig Bjarnadóiiir: lllt verk og dmaklegt Flugmannastéttin lítilsvirt ERFITT á ég með að trúa því, að okkar mæta flugfélagi, Loftleið- um, sé greiði ger með ýmsum þeim skrifum um íslenzka flug- menn, sem blöðin birta þessa daga vegna kaupdeilu þeirra við félagið. Sum þessara skrifa virð- ast miða að því einu að naga af flugmönnum okkar æruna. Reynt er að koma því inn hjá almenn- ingi, að í rauninni sé starf þeirra ekki erfitt, og að venjulegast séu það ómenntaðir menn, sem í flugmannsstarfið veljast. Eftir að ég las pistil Hákonar skógræktarstjóra í „Velvakanda" í dag, gat ég ekki á mér setið að stiniga niður penna, svo rætin þykja mér skrif hans og sumra annarra, sem látið hafa ljós sitt skína í sambandi við kaupdeil- una. Vera má, að ýmsum þyki það skrítið að kona skuli láta álit sitt í ljós á flugmannastéttinni, en það vill nú svo til, að ég hefi haft aðstöðu til þess að kynnast námi og starfi flug.nanna. Kannski frekar en mangur sá, sem mikið lætur nú á sér bera. f hinum rætnislegu greinum má lesa setningar eins og þessar: „Hver skussi getur lært að stjórna flugvél og að erfiðið við flugstjóm er fyrirsláttur". Gerð- ur er samanburður á starfi fluig- manna og langferðabílstjóra, og þess getið þeim síðarnefndu til lofs, að þeir „fari ofan fyrir allar aldir á hverj- um degi langtímum saman, og hafi mikið erfiði“. Líka má lesa þessa klausu: „fslenzkir flugmenn hafa flestir verið tekn- ir upp á arma Loftleiða, látnir læra á fullu kaupi allt það er varðar flugstjórn hinna stóru véla....... Það má segja að hér bíti skepnan i höndina, sem elur hana“. Og lesa má, að þessir „rútubílstjórar loftsins", eins Og einn greinarhöfundur kallar þá, séu,tiltöluleiga ómenntaðir menn. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að flugnámið er dýrt nám og erf- itt, og í flugmannsstarfið geta ekki valizt „skussar". Ungur flug- maður verður að gangast undir hæfnispróf, sem sker úr um það hvort hann sé hæfur. Má segja að flugmaður sé í sífelldu námi allan sinn starfstíma. H?/sn byrj- ar starf sitt sem aðstoðarfluig- maður. Með aukinni þjálfun og fjölgun flugtíma kemur loks að því að hann fær flugstjórarétt- indi. En ný vélartegund krefst bóklegs og tæknilegs náms af hverjum flugmanni. Og þanniig endurtekur sagan sig með til- komu stærri og nýrri véla. í skrifum um flugmenmna er mikið gumað af þvi að Loftleiðir kosti þjálfun þeirra á nýju vél- arnar. Hjá öllum flugfélögum veraldar fer öll slík þjálfun fram á kostnað félaganna. Enda er það þeirra hagur að flugmeixnirnir samþykki að setjast á skólabekk að nýju. En í kjölfar þess fylgir kauphækkun, þegar um er að ræða stærri vélar og hraðfleyg- ari. Það er talið að starfævi flug- manna sé mjöig stutt, vegna þess hve geysimiklar kröfur eru gerð- ar til andlegrar og likamlegrar hreysti þeirra. Til engrar starfs- stéttar eru gerðar eins strangar kröfur um gott heilsufar. Tvisvar á ári gangast fluigmenn undir stranga læknisskoðun. Ef eitt- hvað Skortir á fyllstu hreysti, eru þeir hreinlega „afskrifaðir" Tryggingu fá þeir greidda eins og fleiri, en erfitt verður það ýmsum að hefja á ný annsð. ævi- starf, þegar það fyrra brestur, en slíkt getur skeð á miðjum aldri. Þotuflugstjóri hefur tjáð mér, að því stærri og hraðfleygari sem vélarnar eru, því meiri and- leig áreynsla sé það að stjórna þeim. Slíkir „rútubílstjórar lofts- ins“ geta ekki stöðvað vélina, hvílt sig og hugsað sitt ráð, ef vanda ber að höndum. Vanda hverrar sekúndu verður að leysa samstunds og' þot'ð er áfram, hvað sem framundan er. Að bera því saman stjórnendur farar- tækis á landi og í lofti er furðu- legt fávizkuhjal. Og áreiðanlega fara flugmenn „ofan fyrir allar aldir“ ekki síður en bílstjórar. Flugmenn Loftleiða stunda líka sífellt næturflug því að flogið mun oftast að næturlagi milli Reykjavíkur Qg New York. Og í myrkri og vályndum veðrum norðurhjarans mun ekki ríða á litlu, eins og raunar ætíð og allsstaðar, að við stjórnvölinn sitji velhæfur og öruggur flug- maður en ekki „skussi". Kjaramál ætti að ræða þannig að það skaði ekki alla sem þar eiga hlut að máli, beint eða óbeint, en svo virðist nú sem það sé að gerast, og er furðulegt. Ekki er það neitt efamál, að : íslenzkir flugmenn hafa unnið I sér traust. Og á því trausti lifir j íslenzkt fluig. Værum við „skuss- ar“ á því sviði mundi hér ekki vera flug í blóma. Þetta er höfuð- atriði þessara mála. Þaö þarf að vera okkar metnaðarm. að eiga hér ætíð úrvals fluglið, sem allir treysta. En til þess að svt megi verða, þurfa að veljast þangað hraustir og djarfir hæfileika- menn, greindir og gætnir. Aðrir valda ekki þessu vándasama starfi svo í lagi sé. Það er því illt' verk og ómaklegt að vanmeta svo mikið og erfitt nám, og þvílíkt ábyngðar- og vandaverk, sém flugmannsstarfið er. Það er ekki uppörvandi fyrir unga efnismenn, sem þangað vildu leita. Það hlýtur því að vera í óþökk flugfélaganna, og í óþökk þjóðar- innar allrar, að slík brígzl um stéttina séu að verða blaðamatur, hvað sem kaupdeilum Og kjara- FLUGSTJÓRAR LEGGJA ORÐ t BELG Hér er birt bréf frá nokkr- um flugstjórum Loftleiða: EFTIR að stöðvun varð á flugi hjá Loftleiðum h.f. á R.R. 400, dýrustu og afkastamestu farartækjum, sem íslendingar hafa átt, hafa nokkur blöð að vanda tekið að hreyta ónotum að flugmönnum og kjaradeilu þeirra, og viljum við hérmeð gefa nokkra áréttingu frá flug- manna hálfu gegn villandi full- yrðingum, sem fram hafa verið bomar. Hannes á Hominu hefur enn sem fyrr fundið hjá sér hvöt til að skrifa um málefni, sem hann hefur ekki kynnt sér né ber skynbragð á. Loftleiðir h.f. var ekki stofnað af aðeins tveim ungum flugmönnum, heldur af þeim Alfreð Elías- syni, Kristni Olsen og Sigurði Ölafssyni auk nokkurra stuðn- ingsmanna þeirra félaga. Var það stofnað til að skapa rekst- ursgrundvöll fyrir flugvél, sem þeir félagar komu með heim frá Kanada, þar sem Flugfélag Islands treysti sér ekki til né vildi taka hana inn í starfsemi sína. Félaginu óx brátt fiskur um hrygg og vom keyptar nýjar flugvélar og fleiri flug- mönnum, sem lokið höfðu námi erlendis var bætt við. Þótt vöxtur félagsins væri ör var starfsemi þess og starfslið ekki einn dans á rósum. Allir starfs menn félagsins flugmenn, vél- virkjar og aðrir unnu sem einn maður, nótt sem nýtan dag, við mjög erfiðar aðstæður og ekki voru alltaf til peningar í laimagreiðslur. Hér var ekki aðeins tveggja manna verk unnið, þó aðalstofnendurnir væru einatt í fartirbroddi, því allir aðrir starfsmenn tóku höndum saman eins og ein fjöl skylda. Ahugasamir stuðnings- menn, þar á meðal nokkrir, sem voru í stjórn félagsins lögðu sig alla fram til stuðn- ings með vinnu og útvegun fjármagns og lögðu eigur sín- ar að veði til tryggingar lána. Eftir að harka í samkeppni flugfélaganna á innanlands- markaðinum hafði vaxið ár frá ári tókst loks efitir áralanga baráttu að bola Loftleiðum h.f. út af innanlandsleiðum, en hér voru ekki flugmenn að verki og var þá ekkí nefnd uppreisn né þessháttar, þótt ganga ætti af félaginu dauðu með höggi frá öðrum aðilum. Framsýni Loftleiðamanna varð ein til bjargar. Millilandaflugið var eitt eftir, rekstrinum beint í þá átt eingöngu, en margir voru örðugleikarnir og voru lauha- greiðslur með höppum og glöppum, lifðu margir á snöp- um hjá foreldrum og öðrum, en starfsmenn voru hvattir til að taka hlutabróf í stað launa, þótt horfurnar væru sízt glæsi- legar. Samdráttur félagsins hafði sínar afleiðingar, mörgum flugmönnum var sagt upp starfi, annarra kosta var ekki völ. Þeir flugmenn, sem fengu uppsögn leituðu margir til út- landa og fengu erlendis at- vinnu hjá fyrirtækjum, sem notuðu sér þekkingu þeirra og reynslu. Aðrir urðu að sitja heima af ýmsum ástæðum og hafa sumir helzt úr lestinni. Sögu Loftleiða h.f. hin síðari árin þekkja flestir nokkuð. Með fleiri flugvélum voru ráðn ir fleiri flugmenn og nú gerðar meiri kröfur um atvinnurétt- indi, blindflug og siglinga- fræðiréttindi og gert að skil- yrði, að nýir menn störfuðu sem siglingafræðingar áður an þeir tækju við aðstoðarflug- mannsstarfi. Sumir þeirra, sem út höfðu farið komu aftur með dýrmæta reynslu og þjálfun, en aðrir starfa enn erlendis. Megnið af síðustu 12 árum hafa Loftleiðir h.f. haft í þjón- ustu sinni erlenda flugmenn, um lengri og skemmri tíma, og hafa þeir ætíð haft hærri laun en hinir íslenzku Starfsbræður þeirra fyrir sömu vinnu. Þrátt fyrir þetta hefur samstarf við útlendingana verið ágætt, því hví skyldu þeir virma fyrir minni laun á íslandi en ann- arstaðar býðst, en harla er erf- itt að útskýra fyrir þeim hvers vegna íslenzkur flugstjóri með fulla ábyrgð á farkosti og far- þegum skuli hafa helming launa erlends aðstoðarflug- manns síns, í stað ca. 35% hærri launa, sem annars tíðk- ast. Við kaup á R.R. 400 var af Loftleiðum h.f. stigið stærsta spor í sögu félagsins. Var öll- um ljóst, að mikið var í húfi og er flugmenn og flugvéla- stjórar voru sendir til Kanada til tveggja mánaða þjálfunar var farið án þess að fást við samningaviðræður, og er fyrri flugvélin kom heim einbeittu allir sér að því að drífa hana ©PIB Bjarnveig Bjarnadóttir málum líður. Og að síðustu þetta: Svo er að sjá sem fyrrnefndir greinarhöfundar leitist jafnframt við í skrifum sínum að gera Loft- leiðir að einskonar pislarvottL Slíkt er ómaklegt og hreinleg móðigun við þetta fjársterka félag okkar, sem rekið er af óvenju- mikilli reisn og dugnaði. Þarf félagið sannarlega ekk á slíkum meiðaumkvunar-skrifum að halda þótt það eigi í kaupdeilu við nokkra af flugstjórum sínum. 11. apríl Bjarnveig Bjarnadóttir. éifram, sigrast á þeim byrjun- arörðugleikum, sem í ljós komu, og sem eðlilegt er með nýja flugvélagerð í fyrsta sinn í farþegaflugrekstri. Að sumri loknu bar ekki á öðru en stjóm félagsins væri mjög á- nægð með árangurinn og hældi flugmönnum fyrir vel unnin störf. Síðsumars var svo farið að semja um kjörin en svo er í fluginu, að allstaðar eru greidd laun eftir afkastagetu flugvéla. Um stund leit út fyr- ir að samkomulag mætti nást eftir samanburðarhlutfalli, en síðar kom í ljós að allt virtist á misskilningi byggt af hálfu Loftleiða. Fór svo að lokum, að flugmenn vísuðu málinu til stéttarfélags síns, en hafa raun- ar unnið samningslaust allan tímann, því kjarasamningur F.Í.A. við flugfélögin felur 1 sér gagnkvæmt undantekning- aratriði varðandi þessa flugvéL Eftir að viðræður hófust aft- ur kom í ljós, að Loftleiðir h.f. töldu flugmenn vera á samn- ingi, þar sem þeir hefðu í tví- gang tekið við launagreiðslu, þar sem greitt var uppí vænt- anlegt samkomulag. Hófst nú gamla þófið, vitnaleiðslur og lá við svardögum, en ekkert mjakaðist. Sáu flugmenn sig að lokum tilneydda til að stöðva flug á þessum flugvél- um, sem þeir höfðu reyndar engan samning til að fljúga. Fyrir vinnustöðvim höfðu flug- menn þegar lækkað kröfur sín- ar um 25%, en Vinnuveitenda- sambandið er samt hvergi bang ið við að útbásúna upphaflegt reikningsdæmi sitt, en mun sanni nær að kostnaður við rekstur elzta flugstjóra hefði getað orðið slíkur en það er óskylt greiddum launum. Ekki er minnst á, að Loftleiðir h.f. Framhald á bls. 28. 6 v 12 v B O SC H háspennukefli í alla bíla BRÆÐURNIR ORMSSON hí Vesturgötu 3. — Simi 114íi7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.