Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 31
MORCUNBLAÐIÐ 31 Miðvikudagur 14. aprfl 1365 Kronprins Olav. 1 Kronprins Olav, mjög ! fullkomið farþegaskip NÚ þegar ákveðið hefur verið að Kronprins Olav taki j við af Drottningunni á sigl- ! ingaleiðinni milli. íslands og Danmerkur og hann var reyndar væntanlegur hingað í fyrsta sinn í morgun, þá er ekki óviðeigandi að rekja ■ s<>gu hans í nokkrum orðum. Kronprins Olav var hleypt af stokkunum 9. september l 1937 og markaði smíði þess þá tímamót, ekki aðeins í sögu Sameinaða gufuskipafé- lagsins, heldur einnig i bygg- ingu farþegaskipa almennt og sjaldan hefur nokkurt skip verið jafn langt á undan sam- tíð sinni og Kronprins Olav var þá. Mjog var vandað til við byggingu þess, t.d. var tekið tillit til loftmótsstöðunar og skipið smíðað þannig að það klyfi sjó og vind sem bezt og næði þannig sem mestri ferð. í>á var það einnig smíðað með það fyrir augum, að það sa-m- svaraði kröfum komandi tíma, hvað snerti þaegindi og aðbúnað að farþegum. Sem dæmi um það hve skipið var nýtízkulegt, þá má geta þess að það liðu 25 ár þangað til skipafélaginu fannst vera orð in þörf á að fá nýtt skip til að leysa Kronprins Olav af sem flaggskip sitt. Kronprins Olav var strax settur á aðalsiglingaleið fé- lagsins sem var á milli Kaup- mannahafnar og Osló. Á þess- ari leið sigldi skipið svo allt til 1957 að stríðsárunum und- anskildum en þá var það í höndum Þjóðverja. En 1957 tók hið nýja skip Sameinaða gufuskipafélagsins, Prinsesse Margrethe, við af Kronprms Olav á þessari leið, sem eft- 1 ir það sigldi sem nokkurs konar varaskip á þessari leið. Fjórum árum seinna verður aftur breyting á og nú tók Kronprins Olav við leiðinni milli Frederikshavn og Osló- ar, og á þeirri leið sigldi hann þar til nú að hann tekur við íslandssiglingunum af Drottn- ingunni. Þessi breyting hefur það í för með sér að farþegarýmið stóreykst og ferðirnar taka nú skemmri tíma en áður vegna hins mikla hraða skipsins. f»ar að auki hefur Kronprins Olav upp á miklu meiri þæg- indi að bjóða en Drottning- in, enda er það fyrst og fremst farþegaskip en ekki ætlað fyrir vöruflutninga. \ — Skattar og útsv'ör Framh. af bls. 8. væri hann í rauninni í tvennu lagi. f fyrsta lagi, nú eru tvö út- svarsþrep, þ.e.a.s. 20% og 30%, en lagt til hér, að bætt verði við því þriðja, 10%, þannig að þau verði 10%, 20% og 30%. í öðru lagi, að bilin verði breikkuð. Nú eru lögð 20% á fyrstu 40 þús. kr. útsvarsskyldra tekna og 30% á það, sem umfram er. Samkv. frv. verða lcigð 10% á fyrstu 20 þús. 30% á næstu 40 þús. og 30% á það, sem þar er umfram. Til skýringar gat ráðherrann þess, að fyrir hjón með tvö börn yrði þá útkoman þessi: Persónufrá- dráttur hækkar úr 45 þús. upp í 53 þús. 500, en 30% álagið kemur fyrst á tekjur yfir 60 þús. í stað 40 þús. áður. Þegar maður tekur þetta saman, koma eftir núgild- andi lögum 30% eða hámarkið og tekjur yfir 35 þús. kr., en eftir frumv. á tekjur yfir 118 þús. kr. og 500 í þriðja lagi er breyting á því framlagi, sem jöfnunarsjóði sveit- arfélaga er sjálfum ætlað. Það er nú skv. gildandi lögum 1%, ai tekjum sjóðsins, áður en út- Víðavangslilaup Hafnarfiarðar Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 1985*.hefst við barnaskólann við Skólabraut sumardaginn fyrsta kl. 4 síðdegis. Hlaupin verður sama vega- lengd og í sömu aldursflokkum og undanfarin ár eða í 3 flokk- um drengja og 1 flokki stúlkna. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik- ur væntanlega áður en hlaupið Ihefst svo og lúðrasveit barna- skolans. Þátttakendum ber að skrá sig á íisla er liggja franuni i verzl. Vaidemars Long, hlutað er til sveitarfélaganna er lagt til, að verði hækkað í 3%. Ástæðan er þessi: Á sl. ári gátu allmörg sveitarfélög gefið nokk- urn afslátt frá útsvarsstiganum. í Reykjavík og ýmsum fleiri kaupstöðum var sá afsláttur t.d. 9%. Með þeirri miklu hækkun af persónufi’ádrætti og breytingu á útsvarsstigum, sem lagt er til, að gerðar verði með þessu frum- varpi, má búast við minni af- slaétti hjá sveitarfélögunum frá þessum útsvarsstiiga eða útsvars- reglum. Nú er svo ákveðið í lög- um um tekjustofna, að ef eitt- hvert sveitarfélag nær ekki áætl- aori útsvarsupphæð sinni með því að nota gildandi útsvarsstiga og álagningarreglur að viðbætt- um 20%, er það eitt af hlutverk- um jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að greiða aukaframlag. Ef jafn mikl ar breytingar verða gerðar á útsvarsraglunum, eins og hér er gert ráð fyrir, má gera ráð fyrir því, að einhver sveitarfélög þurfi að leita á náðir jöfnunarsjóðs vegna þess, að hærra álag á út- svarssi'ga en 20% er sveitarfélög- unum óheimilt. Þegar höfð er hliðsjón af því, að á sl. ári var jöfnunarsjóður sveitarfélaga með nokkrum halla vegna þess að hann hljóp undir bagga af öðr- um ástæðum en þessum með nokkrum sveitarfélögum, en hall inn nam 1 millj. 277 þús. kr., þá er það augljóst, að það verður að auka nokkuð tekjur hans af óskiptu fé, til þess að hann sé þess meignugur að standa undir slíkri hjálp, ef til þarf að taka. Þess vegna er gert ráð fyrir því, að hann fái af óskiptu 3% í stað 1%. í sambandi við þessar tillögur hafa menn reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig sveitarfélög- in stæðust þessar þreytingar á útsvarsstiga og hækkanir á per- sónufrádrætti, og hafa skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar rerknað út nokkur dæmi þar og önnur svo verið áætluð í framhaldi af þessum útreikninig- um. Það liggur að vísu ekki end- anlega fyrir, hversu mkilu nema heildartekjur framtaldar í Reykjavík nú að þessu sinni, en líkur benda- til þess, að heildar- tekjur framtaldar og eru þá tal- in bæði einstaklingar og félög og atvinnurekstur muni nema um 30% hærri upphæð en árið áður. Ef miðað væri við, að framtaldar tekjur’ í heild, bæði einstaklinga og fyrirtækja að um 30% hærri fyrir árið 1964 eða 1963, má gera ráð fyrir, að Reykjavík muni nægja, þessi útsvarsstigi og þessi persónufrádráttur cng geta gsfið væntanlega 5-6% afslátt í stað 5% í fyrra. Svipuð útkoma mundi væntanlega. verða um nágranna- kaupstaði eins og Hafnarfjörð og Kópavog, því að til eru kaup- staðir, sem mundu væntanilega geta gefið meiri afslátt og hafa gefið hærri prósentuafslátt en Reykjavík á undanförnum árum sérstaklega í fyrra. Allmargir kaupstaðir er talið, að munu ná sinni útsvarsupphæð án noikkurs álags, en örfáir er talið, að þui'fi að bæta einhverju álagi þar ofan á. Varðandi sveitarhreppa er hins vegar ekki gert ráð fyrir, að þeir munu þurfa álag á stiga, þegar miðað er við það, hversu mikinn áfslátt frá útsvarsstiga flest þeirra hafa getað gefið á undan- förnum árum. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði m.a., að um þetta frumvarp svo og um frumvarpið um tekjuskatt og eignarskatt væri óhætt að segja, að þau yllu verulegum vonbriigðum. Ríkisstjórnin hefði á sl. ári lofað miklum umbótum í skatta- og útsvarsmálum, en efndirnar væru ekki að sama skapi. Útsvörin myndu t.d, hækka að krónutölu miðað við fyrra ár, án þess að nokkrar sannanir lægju fyrir um það, að gjaldgeta skattgreiðenda væri nokkru meiri nú. Þórarinn tók það ennfremur Eræðrakvöld í Dómkirkjunni UNDANFARIN ár hefur Bræðra ' félag Dómkirkjunnar haft kirkju ’ kvöld. Hafa þar jafnan komið | fram ágætir ræðumenn, söngvar- j ar og hljómlistarmenn. Næst- komandi skírdagskvöld kl. 8,30 efnir Bræðrafélagið til slíkrar samkomu. Ræðumaður kvölds- ins er sr. Lárus Halldórsson. Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng með undirleik dr. Páls ísólfsson og Ragnar Björns- j son leikur einleik á orgel Dóm- j kirkjunnar. Er ekki að efa, að 1 margir munu leggja leið sína í j Dómkirkjuna á skírdagskvöld og ega þar ánægjulega stund. Sam- komunni lýkur með ritningar- lestri og bæn, sem sr. Óskar J. Þorláksson flytur. — Frétt Tass Framh. af bls. 1 það bezt blaðamennirnir hvern ig þið vinnið. Vísindamenn eiga að geta krafizt þess af fréttamönnum, að þeir beri virðingu fyrir þeirri ábyrgð, sem á vísindamönnum hvílir, — en því er sannarlega ekki alltaf að heilsa“. Þessi gagnrýni á Tass-frétta stofuna vekur mikla athygli í Moskvu og víðar. Frétta- menn Þ Moskvu segjast ekki minnast þess, að opinberir em bættismenn hafi nokkru sinni fyrr gagnrýnt fréttaflutning Tass. Á fundinum kom fram, að þeir Shjlovsky prófessor og Kardashev — sem Tass til- nefndi i« gær heimildarmann sinn — vo'ru ekki á einu máli. Kardashev sagði, að ekkert það hefði fundizt, er mælti gegn hugmyndinni um aðra siðmenningu — en bætti við, að enn væri ekki fyrir hönd- um nægilegt efni til að vinna úr, svo slíkt mætti fullyrða. Reyndar hefði ekki verið unn ið nógu ötullega að öflun gagna til að vinna úr svo að unnt væri að komast að hinu sanna. Prófessorinn sagði hins vegar. að sjálfsagt væri að gera ráð fyrir því, að merkja sendingarnar væru frá ein- hverjum hlut, tilbúnum af höndum jarðarbúa, þar til vís indamenn hefðu fengið gögn, er sönnuðu hið gagnstæða. Sovézku vísindamennirnir hvöttu bandaríska og brezka vísindamenn til að veita lið- sinni sitt við að finna lausn á þessum furðulegu merkja- sendingum. Einkum höfðu þeir trú á, að vísindamenn I geimvísindastöðinni í Pasa- dena í Californiu gætu náð árangri, þar sem hún væri búin sérstökum fullkomnum tækjum er með þyrfti. fram, að útsvörin væru ekki leng- ur fullnægjandi tekjustofn fyrir sveitarfélögin, heldur yrði að taka upp nýjar leiðir í tekjuöfl- un fyrir þau, og kæmi þá mjög til greina að gefa tekjuskatt og útsvar að einum skatti, sem rynni til sveitarfélaganna. Hannibal Valdimarsson (Alþbl) sagði, að þetta frumvarp flytti engan fagnaðarboðskap til handa þeim, sem vonazt hefðu eftir léttari skattabyrði af lægstu tekj um upp í miðlungstekjur. Hann tók það enn fremur fram, að full trúar Alþýðusambandsins hefðu átt viðræður við ríkisstjórnina um þetta mál, en þær væru enn á undirbúningsstigi og kvaðst hann ekki vilja skýra frá þeim að svo stöddu. Hann sagði að lok- um, að það væri ekki um um- ræðugrundvöll að ræða milli verkalýðssamtakanna og ríkis- stjórnarinnar, nema þessu frum- varpi yrði breytt. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefndar. Samkomugestum mun gefast kostur á að styrkja starfseml Bræðrafélagsins með peninga- gjöfum við útgöngudyr. Svo sem kunnugt er standa nú fyrir dyrum miklar framkvæmd- ir á kirkjugólfi Dómkirkjunnar, og munu þær kosta mikið fé. Bræðrafélagið vill leggja þessu máli lið, sem það má og vill því hvetja fólk til að sækja sam- komu ess á skírdagskvöid. Kiikjuvuka i Liigu'e-skÁkju Á SKÍRDAGSKVÖLD klukkan 9 efna kirkjukór Lágafellssóknar og lúðrasveit drengja í Mosfells- hreppi til kirkjuvöku í Lágafells kirkju. Kirkjukórinn hefur starf að með miklum þrótti í vetur og hefur nú á að skipa um 20 söng röddum. Tveir af söngvurum kórsins munu syngja einsöng, þau frú Gerður Lárusdóttir og Þórður Guðmundsson. Söngstjórn annast Jón S. Jónsson. í nóvember 1963 var stofnuð lúðrasveit drengja í MosfelLs- sveit, og hefur Birgir B. Sveins- son kennari haft á hendi stjórn hennar frá upphafi. Lúðrasveitin hefur nokkrum sinnum áður spilað opinberlega og þykir þeim, sem hafa fylgzt með starf- semi hennar furðulega vel hafa tekizt. Milli efnisatriða verður sýnd kvikmynd. BRIDGE □------------------------□ ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge fyrir sveitir hófst síðastliðið mánu- dagskvöld. Að þessu sinni er keppt í Súlnasal Hótel Sögu, og er aðstaða mjög góð til keppni og einig fyrir áhorfendur, og er sýningartjald í notkun, þar sem spilin eru útskýrð. Keppt er í meistaraflokki og 1. flokki. I meistaraflokki keppa , 6 sveitir og eru spiluð 48 spil í hverjum leik. Síðastl. mánudagskvöld vóru spiluð 32 spil í fyrstu umferð í meistaraflokki, en í gærkvöldi voru síðustu 16 spilin spiluð. Að 32 spilum loknum var staðan þessi: Sv. Benedikts Jóhannssonar gegn sv. Agnars Jörgensens 60:53 Sv. Gunnars Guðmundss. gegn sv. Halls Símonars. 77:48 Sv. Jóns Magnússonar gegn sv. Ólafs Guðmundss. 89:64 í 1. fl. er keppt i tveimur riðl- um, 10 sveitir í hvorum riðli. Einni umferð er lokið þar, og í A-riðli eru efstar sveitir Jóns Stefánssonar, Zóphaníasar Bene- diktssonar og Hafsteins Ólafsson ar, með 6 stig hver sveit. í B- riðli eru sveitir Hannesar Jóns- sonar, Jónasar Ragnarssonar, Jóns Ásbjörnssonar, Steinþórs Ásgeirssonar og Ólafs Þorsteins- sonar jafnar og efstar með 6 stig hver sveit. í 1. fl. eru spilaðar 5 umferðir eftir Monrad-kerfi, en síðan spila tvær efstu sveitirnar úr hvorum riðli til úrslita. Keppnin heldur áfram í dag kl. 2. Á morgun hefst keppnin einnig kl. 2 og einnig verður spilað annað kvöld og hefst keppnin þá kl. 20. Á föstudaginn hefst keppnin kl. 20, en á laug- ardaginn kl. 10 f.h. og síðasta um ferð verður síðan spiluð kl. 14 á laugardag. Árshátíð Bridgesambandsins verður í Sigtúni 2. páskadag og hefst með borðhaldi kl. 19. Fer þá fram verðlaunaafhending. Núvérandi íslandsmeistari er sveit Beneditks Jóhannssonar, en auk hans eru í sveitinni Jóhann Jónsson, Jón Arason, Sigurður Helgason og Jóhann Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.