Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. apríl 196 Einar Ö Björnsson, IViýnesi: Bændafundurinn og umræður lánamál Búnsiarhank- ans á Egilsstöðum um HALLDÓR Ásgrímsson alþingis- maður hefur í viðtali við Tím- ann skýrt frá starfsemi Búnaðar- bankans á Egilsstöðum. Hann kemur inn á umræður sem urðu um lán bankans til Kaupskip hf. á bændafundi, fyrr í vetur. Ég var í nefnd, sem undirbjó fundinn, ásamt Sigurði Magnús- syni, bónda á Hjartarstöðum, og Jóhanni Magnússyni, bónda á Breiðavaði. Við ákváðum að fara þess á leit við þingmenn kjördæmisins, að mæta á fundinum. Þeir brugð- ust vel við og mættu allir. Af okkar hálfu, sem undir- bjuggum fundinn, var ákveðið að ræða um landbúnaðarmál, raf- magns- og samgöngumál og láta ekki hjá líða að ræða um þá erfiðleika sem við blöstu vegna erfiðs árferðis, sem var árin 1962 og 1963 og skildi eftir mikið kal í túnum, sem skapaði óhemju erfiðleika, sem úr þurfti að bæta, ef búnaðaur ætti að halda hér velli og eflast í framtíðinni. Fundurinn sendi frá sér álykt- anir um þessi mál, sem þing- mennirnir fóru með. í kjölfar þess, sendi landbúnaðarráðherra Sigurð Elíasson, fyrrum tilrauna- stjóra á Reykhólum, hingað á Hérað. Skýrsla hefur verið gerð um málið, en engar ráðstafanir gerð- ar enn, svo kunnugt sé, þó meira en ár sé liðið frá því að nefndur fundur var haldinn. Sá dráttur er orðinn óhæfilega langur. Við viljum fá svar og að það sem gert verði, sé í fullu sam- ráði við okkur. Annað væri ó- sæmilegt. Ég vík þá aftur að viðtalinu við Halldór. Hann veit ofur vel að ýmsir höfðu meiri áhuga á að ræða um lán bankans til Kaup- skip hf., en það mál sem fyrir lá, sem margir eru óáægðir með, þó að þeir létu það ekki uppi á nefndum fundi. Hann veit einnig að umræður um það mál voru óheppilegar eins og á stóð og gátu hæglega eyðilagt þau meginmál, sem fundurinn fjallaði um. Hátíðin byrjar með blómum — munið páskaliljur, túlípana, rósir inn á heimilin bæna-dagana og páskadagana. Framleiðendur. Reykjavík Stokkseyri Ferðir frá Reykjavík til Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar alla daga kl. 9 árd. Frá Stokkseyri alla daga kl. 3,15 e.h. Eyrarbakka kl. 3,30, Selfossi kl. 4 og frá Hvera- gerði kl. 4,30. Aukaferð á morgun, skírdag, til Hveragerðis og Selfoss kl. 2,30 e.h. Leitið upplýsinga hjá okkur. Sérleyfisstöð Steindórs Símar 11585 ogll586. Ti'l sölu mjög góð 5 herb. íbúð við Álfheima. íbúðin er þrjú svefnherbergi, sam- liggjandi stofur með suðursvö-lum, skáli, eldhús og bað. Teppi á stofum og skála. Gísli Theódórsson Fasteignaviðskipti Heimasími 18832. og b L FASTEIGNA- 0G I LÖGFRÆÐISTOFAN LAUGAVEGI 28b,sími 1945o| Halldór innleiddi ekki umræð- ur um það mál, það gerðu aðrir. En hann eyddi miklum tíma í það og reyndi eftir mætti að verja lán bankans til Kaupskip hf. — Ég verð að segja Halldóri það, að ég get aldrei skilið að hann skyldi láta sér detta í hug að flækja útibúinu inn í umrædd viðskipti, sem varð til þess að viss öfl gátu þeytt þessu upp suður í Reykjavík, til að reyna með þeim hætti að koma því inn hjá fólki, að sú brasknáttúra og „business“, sem viðgengst í Reykjavík væri nú stunduð aust ur á Héraði. Ég vil upplýsa það, að bænda- fundurinn var ekki boðaður til að koma höggi á einn eða neinn, heldur til að ræða aðkallandi mál. En vegna þess að fundurinn var boðaður um viss málefni, eins og áður greinir, og þeir sem hófu umræður um starfsemi Búnaðarbankans á Egilsstöðum, mitt í umræðunum um dagsskrár málin, án þess að fara fram á það við fundarstjóra eða fundarboð- endur, að taka málið á dagskrá, t.d. í: önnur mál, þá fór svo að umræður um það mál tóku mik- inn tíma og spilltu fyrir umræð- um um aðalmál fundarins. Það varð því að víkja bankamálinu frá umræðunum með rökstuddri dagskrá, sem var samþykkt. Þannig var bjargað heiðri fundarins sem vakti að vonum landsathygli, ekki hvað sízt vegna þess að allir þingmenn kjördæmisins voru þar mættir. Ég er alveg undrandi að Hall- dór skyldi fara að rifja upp bankamálaumræðurnar eftir rúmt ár, sem engan tilgang hef- ur annan en vekja upp úlfúð og ósamkomulag hér heima. Á Héraði er vaxandi viðleitni fólksins að fara að vinna saman að málefnum sínum og reyna með þeim hætti að þoka aðkall- andi málum áleiðis. Búnaðarbankaútibúið á Egils- stöðum verður að beina afli sínu í vaxandi mæli að uppbyggingu hér heima í fjórðungnum, en blanda sér ekki í viðskipti um skipakaup í fjarlægum lands- hluta, sem sterkari bankar verða að leysa. Það er því ekki rétt af Hall- dóri að vera að ræða um þetta mál. Við höfum heldur ekki neitt í höndunum um þessi viðskipti, enda bankamál sem viss þagnar- skylda hvilir á. Við, sem áð fundinum stóðum, tókum engan þátt í umræðunum um lánamál Búnaðarbankans á Egilsstöðum, en héldum okkur aðeins við dagskrá fupdarins’ Hinsvegar var að mér sótt af vissum mönnum, af því að þeir vissu að ég gat ekki eins og á stóð snúið mér að þessu máli. Ég lýsti því yfir að nógur tími væri til þess að ræða þessi mál, ef mönnum sýndist svo. Ekki hef- ur nú borið á þeim sem harðast fóru á fundinum, enda kannski séð að frekari umræður þjónuðu engu. En þá gerist það að Halldór fer að rifja þetta mál upp aftur, í IMauðungaruppboð Eftir kröfu Valgeirs Etavíðssonar og með heimild í fjárnámsgerð þann 23. maí 1964 verður steypu- hrærivél, sem tekur Vz teningsmetra og steypu- mót úr járni, ætluð til að steypa sökkla undir síldargeyma, talið eign B.F. Snæfells h.f., Eski firði, selt á opinberu uppboði, sem hefst í skrif- stofu minni á Eskifirði, þriðjudaginn 20. apríl nk. kl. 11 f.h., en verður fram haldið við eignim ar sjálfar eftir ákvörðun uppboðsréttarins til lúkningar dómsskuld að fjárhæð-kr. 42.286,63 auk vaxta og áfallins og áfallandi kostnaðar. Eskifirði 13. apríl 1965. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Innborgun hlutníjór hufin Innborgun á nlutafé til stofnunar vátryggingafé- lags bifreiðaeigenda er hafin. Þeir bifreiðaeig- endur og aðrir aðilar, sem lofað hafa hlutafé til stofnunar nýs hlutafélags, gjöri svo vel að inna af hendi fyrstu greiðslu á hlutafé sínu á skrifstofu F.í B., Bolholti 4. Skrifstofan verður opin frá kl. 9—14 í dag (14. apríl). Greiðslukvittun gildir, sem aðgöngumiði á fram haldsstofnfund félagsins, sem haldinn verður á morgun kl. 14 í Tjamarbúð. (Oddfellowhúsið).. Undirbúningsnefnd Tryggingafél. bifreiðaeigenda. Utboð Tilboð óskast í smíði innréttinga í borgarsjúkra- húsið í Fossvogi. — Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonarstræti 8, gegn 1000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Ileykjavíkurborgar. víðlesnu blaði sem kemur út 1 höfuðborg landsins, og hefur þar umræður um þessi mál. Hverju þjónar það, eða hefur Halldór Ásgrímsson einhver ó- þægindi af þessu? Eða finnst hon um að enginn hafi rétt til að skipta sér af rekstri bankanna í landinu, þeir séu bara stofnanir, sem stjórnmálaflokkarnir einir eigi um að fjalla. Ég hef hins vegar ekki trú á því að Halldór hafi viljað með skipakaupalán- inu viljað skaða bankaútbúið eða byggðarlögin, sem það á að þjóna. Ég verð nú samt að minna Hall dór á að hann lýsti því yfir á framboðsfundi á Egilsstöðum, fyrir síðustu kosningar, að viss öfl hér bæru það út, að hann hefði lánað bröskurum í Reykja- vík af fé bankans. Ég hafði aldrei heyrt um það, svo munu margir segja. Það skyldi þó aldrei vera að eins hefði farið fyrir Halldóri eins og karlinum, sem heyrðist svartur ullarlagður detta. Mér dettur ekki í hug að bank- inn á Egilsstöðum hafi ekki dafn- að vel í tíð Halldórs. Um hitt má svo deila, hvort lán úr honum hafi verið nægileg fyrir okkur eða í samræmi við lánið til Kaup skip hf. Það var lán úr bankanum, 'hvernig sem því er hagrætt á prenti. Ég er heldur ekki viss um að Halldór hafi verið nógu harður, við Búnaðarbankann í Reykja- vík, að hann legði aukið starfsfé til bankans á Egilsstöðum, sem honum ber þó skylda til. Það verður auðvitað krafa okk ar að þurfa ekki að búa við hálf févana útibú, heldur verði settur upp einn aðalbanki í hverjum landsfjórðungi, sem leysi úr læð- ingi þá miklu möguleika, sem eru úti á landsbyggðinni, og séu rekn ir í samræmi við þarfir atvinnu- veganna, og styðji viðleitni fólks ins til að koma upp nauðsynleg- um iðnaði til að fá eðlilegan hraða á fjármagnið, svo það streymi um æðar atvinnulífsins og. styðji sjálfsbjargarviðleitni fólksins og aðra nauðsynlega starfsemi. Ég vil beina því til Halldórs Ásgrímssonar, að snúa sér að því ásamt þingmönnum Austurlands, að sjá svo um að tillögum bænda fundarins verði svarað, og ganga við í leiðinni í Búnaðarbanka ís- lands í Reykjavík og inna að því hvort ekki væri möguleiki á því að hann léti aukið starfsfé í úti- búið á Egilsstöðum, en léti það ekki allt renna í æðar Reykja- víkur. Um það hefði viðtal Hall- dórs átt að fjalla, en ekki um það sem er okkur óheillavænlegt. Það er hygginna manna hátt- ur að hætta hverjum leik þá hæst fram fer. Það hefði Halldór átt að gera. Það eru alltaf til menn, sem grípa á lofti hvað eina, ekki sízt ef það gæti breitt yfir þeirra eiginn vesaldóm. Svo er einnig í þessu máli. er Reykjavíkurblöð- in þeyttu þessu upp í fyrra. Þetta átti jafnvel að vera dauðasök og allt ólán annarra að læknast í þessum efnum og hverfa af svið- inu. Á næsta ári hefur Halldór rvs- grímsson náð aldurshámarki emb ættismanna og hverfur nú senn frá Búnaðarbankanum á Egils- stöðum. Um eftirmann 'hans vitum við ekki, en nauðsynlegt að vel tak- ist til um val á honum. Ég vil að síðustu ráðleggja mönnum, að ræða um þessi mál án ofsa og bera engan hefndarhug til eins eða neins. Slíkt sæmir ekki i málefnum um þjóðmál og er skortur á velsæmi og vanmat á gildi félagsmálastarfsemi og þjóð málabaráttu almennt. Ég hefi heyrt af vörum sumra, að ég þyrði ekki að ræða þessi mál í návist Halldórs Ásgríms- sonar, og það borið staflaust út. Ég svara því til að ég hef verið tvívegis í framboði í andstöðu við Halldór og ber engan geig í brjósti og hef aldrei fundið til Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.