Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. juní 1965 Þórir Baldvinsson: Sjónvarpsnöldur Þ A Ð er að vonum að sjón- varp sé nokkurt umræðuefni á íslandi. Þetta er framandi fugl, sem ýmsir telja til nokk- urrar nýbreytni. Aðrir vilja hins vegar ekkert með sjón- varp hafa. Erlent sjónvarp telja þeir hið mesta skaðræði og innlent litlu betra. Fá- mennur er þessi flokkur, en lætur þeim mun meira á sér bera. Markmiðið er að bjarga þjóðinni og hinum sauðsvarta almúga, sem að sjálfsögðu þarf að láta hugsa fyrir sig. Þrátt fyrir allt þetta hefur verið ákveðið að stofna til sjónvarps hér á landi. Raunar má segja að það sé afleiðing þessara umræðna. íslenzkt sjónvarp hlaut að visu að koma fyrr eða síðar og hér reyndist nægilega margt bjart sýnismanna til að hrinda því fram. Sem betur fer hafa bjartsýnismennirnir alltaf fólkið með sér. Það yrði ann- ars Iítið um framfarirnar. Um nokkurt skeið hefur hér verið I gangi sjónvarpsstöð á vegum vamarliðs á Suðurnesj um. Stöð þessi var lítil og lé- leg og sjónvarp þaðan í bág- bornara lagi. Hún var því stækkuð nokkuð og gerði það fólki á Suðvesturlandi mögu- legt að ná til sjónvarps þessa með þolanlegum árangri. Það hefði verið lítil forvitni manna, ef þeir hefðu ekki reynt að notfæra sér þetta tækifæri, og þá sérstaklega þeir, sem voru stautfærir í ensku. Þó vakti þetta sjón- varp furðu litla eftirtekt þar til nokkrir menn fóru að ræða um það sem hættulegt fyrir- bæri. Fer svo stundum, að vopnin vilja snúast í höndum, ef málstaðurinn er í rýrara lagi. Nú er svo komið, að hér eru um 30 þúsund íslenzkir sjón- varpsnotendur, ef miðað er við að 4—5 menn noti hvert tæki. Þó má vera að þetta sé heldur hátt áætlað. Þessi hópur sjónvarpsnot- enda er sá grunnur, sem ís- lenztk sjónvarp er byggt á, en án hans hefði fyrirtækið orðið stórum vafasamara. Hef ur sjónvarp varnarliðsins þannig gert þessu máli mik- inn greiða. Ég er einn þeirra manna, sem nota ameriska sjónvarpið og hef af því nokkur not. Mér finnst það ekki sérlega merki legt, en þó sumt athyglisvert og fróðlegt, þótt meiri hlut- inn sé léttmeti og stundar- gaman. Sjónvarpið getur auð- vitað valdið tímaeyðslu, meiri eða minni, og fer það eftir hófsemi hvernig notað er. Það er þó bót í máli, að sjónvarps- reyfari er aldrei meira en 25 —50 mínútna langur og held- ur manni því ekki föstum eins lengi og sá prentaði getur stundum gert. Myndtækni sjónvarpsins er í lakara lagi, oft loðin og óskýr en tónar og tal hrjúft. Virðist mér, að það eigi víð- ast nokkuð langt í land til fullkomnunar og þoli í engu samanburð við kvikmyndir af venjulegu tagL Myndirnar skortir því þann raunsæisblæ, sem kvikmyndahúsin veita, enda myndirnar þar oftast í fullri stærð og stundum vel það. Þótt hér sé skipulögð mynd Þórir Baldvinsson skoðun vegna þeirra mynda, sem kvikmyndahúsin sýna, minnist ég ekki að hafa séð neina mynd í sjónvarpi varn- arliðsmanna, sem nálgast það vafasamasta, sem hér er þó leyft að sýna. Þar með er þó ekki sagt að allt sé þar barna- matur. En til þess eru for- eldrar og uppalendur, að þau beri vit fyrir börnum sínum, og götuuppeldið í Reykjavík er líka hættulegt þótt „fyrir- myndarmennimir" telji það sjaldnast umtalsins vert. Endir þessara mála er alltaf sá sami. Það er menning fólks ins, sem ræður úrslitum og ákveður endanlega hvað við þolum og hvað ekki. Sú menning fæst ekki með boð- um og bönnum. Hún fæst ekki með því að útiloka sig frá umheiminum og hún fæst heldur ekki með því, að fá- mennur hópur hugsi og ákveði fyrir fjöldann, hversu vel sem hann meinar. Fólkið sjálft verður að vera þess umkomið að hugsa og ákvarða fyrir sig á hógværan og menningarlegan hátt. Börn in eru góð eins og öll börn eru í eðli sínu, en við þurfum betri foreldra, betri uppalend- ur. Og síðan þurfum við betri skóla. Það er ekki hægt að skipuleggja skóla með sama vinnukerfi og í bifreiðaverk- smiðjum og það verða böm- in úr þessum skólum, sem bráðum stjóma landinu. Hæfn in til að velja og hafna er undir þessum málum komin. Það er ákaflega auðvelt að mála eitthvert fyrirbæri sterk um litum, velja því háðuleg orð og gefa því villandi nöfn. Stalín gerði þetta á sínum tíma og fylgifiskar hans enn í dag. Hitler lærði af Stalín. Sjónvarpið í Keflavik hefur verið nefnt hermannasjón- varp, dátasjónvarp, kanasjón- varp og sitthvað fleira. Stað- reyndin er, að það er samtín- ingur af sjónvarpsefni frá mörgum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og þá valið helzt það efni, sem þar hefur notið vinsælda. Ýmsir þeirra þátta em leigðir sjónvarps- stöðvum í Vestur-Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndum. Það er augljóst, að engin ástæða er til að gera úr þessu máli eins konar íslenzkan þjóð- skelfi. Við notum sjónvarp vamarliðsins á sama hátt og við notum bók úr safni Banda ríkjamanna í BændahöllinnL kvikmynd frá Englandþ eða útvarpssendingu frá einhverju nágrannalandanna. Oll minni- máttarkennd í því sambandi er barnaleg og óraunhæf, og hún er það alveg eins þótt hún sé bergmál frá einhverj- um erlendum manni til að þóknast íslenzkum viðmæl- anda. Þótt ýmislegt sé áfátt hjá okkur og margt standi til bóta, sé ég enga ástæðu til að van- treysta íslenzkri menningu eða íslenzkri tungu. Við höf- um bæði fyrr og síðar reynzt þar sterkari en nokkur önn- ur þjóð af norrænum stofni gagnvart menningararfi sín- um. Þess er skammt að minn- ast að árum saman bjó hér í landi útlendur her, sem á stundum var nálega eins fjöl- mennur og þjóðin sjálf. Árum saman urðum við að tala fram andi tungu við þetta fólk og hafa við það stöðug og marg- vísleg samskiptL Jafnvel böm in, sem bjuggu í nágrenni her- búða urðu stundum að hálfu talandi á ensku. Þó hafði þetta ekki meiri áhrif á íslenzka tungu, en þótt vatni væri stökkt á gæs. Margir lærðu ensku eða bættu um stopulan skólalærdóm sér til hagsbóta, en íslenzkan stóð föstum fót- um. Þetta kom raunar engum manni á óvart. Úrtölumenn íslenzks sjón- varps telja margs fremur þörf og það er mjög líklegt að þeir hafi á réttu að standa. Lífs- reynsla þeirra virðist þó næsta lítil, ef þeir halda að hlutimir komi alltaf í réttri röð. Það er ekkert annað en dugnaður éinstakra manna, sem ræður því hvemig röðin skipast. Ef sjónvarp kemur á undan nýjum menntaskóla og „bíó“ á undan bókasafni, þá sýnir það aðeins dugnaðar- mun þeirra, sem að því unnu. Svo einfalt er þetta mál. Ég legg það til, að við hætt- um að nöldra um sjónvarps- málin, hvort heldur þau eru keflvisk eða reykvísk. Hitt væri þarfara að ræða um hvemig gera má islenzkt sjón varp sem bezt úr garði. Kostn- aður og gæði þurfa ekki endi- lega að eiga samleið í rekstri sjónvarps. Vilji, hugkvæmni og mannvit hafa þar meira að segja. Þykjumst við ekki öll- um þjóðum vitrari. Hvernig væri að sýna það einu sinni í verki? Þjófnaðir í kjör- búðum bara minnkandi Vegna fréttar, sem birtist í Mbl. fyrir nokkru, þar sem skýrt er frá því, að rannsóknarlögreglan hefði að undanförnu fengið þrjár kærur sakir þjófnaðar í verzlun einni hér i borg, hafði blaðið í gær tal af nokkrum verzlunum víðsvegar í bænum og spurðist fyrir hvort þjófnaðir sem þessir væru algengir í verzlunum þeirra. Verzlunarstjóramir voru allir sammála um að mjög hefði dregið úr þjófnuðunum að und- anfömu og þökkuðu þeir það þvi, að þessi mál hefðu verið tekin fastari tökum en áður. Þeir sögðu, að þetta væri mikið sama fólkið sem gerði tilraunir til þjófnaðar en þegar það hefði orð ið uppvíst að þessu oftar en einu sinni, léti það sér þetta að kenn ingu verða. Aðspurðir hvort mál sem þessi væru yfirleitt kærð til lögreglunnar, svöruðu verzlunar- stjórarnir því til, að venjan væri að láta fólk sleppa í fyrsta skipti en ef þjófnaðurinn endurtæki sig væri það í flestum tilfellum kært. • BÍTLARNIR Oddur vinur okkar á Akra- nesi skrifaði í gær skemmtilega frétt um Rúnar bítil og hár- lubba hans. Annars eru þessir bítlar famir að verða hvim- leiðir. Ég hélt að þetta yrði að- eins smáalda, sem gengi fljótt yfir. Reyndin hefur samt orð- ið önnur — og ég held að tími sé kominn til að kennarar og uppalendur taki höndum sam- an og sendi strákana til rakar- ans, eins og Njáli, skólastjóri á Skaganum, gerði. Að vísu eru kennararnir lög- lega afsakaðir fram á haust, en þeir ættu að beita áhrifum sín- um, þegar þar að kemur, ef ein- hverjir bítlar verða þá eftir. • FÆREYJAFLUGIÐ Það var í rauninni furðu- legt að lesa fréttina um Fær- eyjaflug Tryggva Helgasonar. Honum er meinað að lenda á flugvellinum í Færeyjum þrátt fyrir að flugvélar í reglubundnu farþegaflugi lendi þar — og, að flugvallarstjórinn segi honum í samtali, að völluriim væri í góðu lagi. Ég trúi ekki öðru en skrif- finnskan eigi einhvern þátt í þessu — og um misskilning sé að ræða. Getur verið að þeir hinir háu herrar í Kaupmanna- höfn séu ekki búnir að frétta, að flugvöllur Færeyinga sé not- hæfur eftir viðgerðina? Eða er þetta einhver stórbokkaháttur, sem þama ræður? Loks er hugsanlegt að flug- vallarstjórinn í Færeyjum hafi talið flutning á varahluti í bát algert neyðartilfelli — og far- þegavélar lendi alls ekki á flug vellinum, fréttirnar séu ekki að öllu leyti réttar. En málið er dularfullt. Reyn- andi væri að fylla flugvél af farþegum og smygla varahlut- um þannig til Færeyinga. • BRÉFASKIPTI VIÐ VESTURHEIM Kunningi minn, sem mik- inn áhuiga hefur á auknum sam skiptum okkar við Vestur-ls- lendinga, sagðist hafa komið þeirri hugmynd á framfæri við forystumenn v-íslenzka hópsins sem hér er nú, að reynt verði að koma á bréfaskiptum mRli íslenzkra unglinga og jafn- aldra þeirra í íslendingabyggð- um vestra. Þetta er ágæt hugmynd og gæti stuðlað að auknum kynn- um. Vafalaust mundu mangir íslenzkir unglingar vilja skrif- ast á við frændur sína vestra. Væri ágæt byrjun að senda nafn og heimilsfang til Lög- bergs-Heimskringlu, eða tíma- ritsins Icelandic Canadian og biðja um birtingu. Heimilisföng þeirra eru: Lögberg-Heimskringla 303 Kennedy Street Winnipeg 2, Man. Canada. The Icelandic Canadian 788 Wolseley Ave. Winnipeg 10, Man. Canada. Annars væru einhverjir kenn arar eða - skól^jjórar vísir til að taka málið upp i haust. • FISKASAFN Ég sá, að eitt Reykjavíkur- blaðanna hvatti til þess í for- ystugrein á Sjómannadaginn, að komið yrði upp vísi að safni lifandi sjávardýra hér í höfuð- staðnum og var vikið að for- dæmi hafnfirzku skátanna. Ég hef alloft drepið á þetta og veit, að margir mundu styðja þetta mál, ef einhver fengist til þesa að hafa forgöngu. Þetta er máls efni, sem varðar fræðslumála- stjórn, samtök innan sjávarút- vegsins, Reykjavíkurborg, fyrir tæki og einstaklinga, sem starf- að ferðamálum og fleiri — og fleiri. Hvað væri eðlilegra en við fslendingar, sem eigum svo að segja allt undir sjósókn og sjávarafla, kæmum okkur upp myndarlegu safni lifandi sjávar dýra — sýnishomi af því, sem lifir í N-Atlantshafí? Þetta þyrfti ekki að vera óskaplega viðamikið I byrjun, en vafa- laust væri hægt að auka safnið og bæta við það með tíð og tíma. Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.