Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.1965, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 3. junf 1965 MORGUNBLAÐID 25 Jakobína Hafliða dóttír Minning FHÆNKA mín elskuleg, Jako- bína Hafliðadóttir, andaðist á XJppstigningardag 27. maí sl. eft- ir skamman en þjáningarfullan sjúkdóm, sem hún hlaut af af- leiðingum byltu. Jakobína var fædd að Fjósum I Mýrdal 30. janúar 1875. For- eldrar hennar voru Hafliði Narfason bóndi þar og kona hans Guðrún Þorsteinsdtótir. Alda- mótaárið giftist Jakobína Gísla Geirmundssyni útvegsmanni frá Stafnesi, síðar í Vestmannaeyj- um. Mann sinn missti hún eftir 19 ára sambúð frá fjórum börn- um í bernsku. Þá reyndi á þrek hennar og dugnað að ala upp og mennta fjögur börn án að- stoðar, því þá ovru engar al- mannatryggingar að styðjast við. Jakobína var glæsileg kona, sem alls staðar vakti athygli fyr- ir gjörvileik og góðar gáfur. Hún var létt í lund, gætin og trúuð, og gott var að ræða við hana, hvort heldur voru persónuleg vandamál, sem hún fúslega reyndi að leysa af alúð og skiln- ingi, eða dægurmál, sem hún rök- ræddi af athygli og viðsýnL Hún var ákveðin í skoðunum án for- dóma. Jakobína var alltaf reiðubúin til að rétta hjálparhönd þeim er líknarþurftu. Ég var ekki gamall þegar hún tók mig í fóst- ur um skeið vegna veikinda móð- ur minnar. Þar naut ég ástúðar og umönnunar sem móður væri og bar hún mikla umhyggju fyr- ir mér æ síðan. Jakobína var búsett að Eyjar- hólum í Vestmannaeyjum þar til árið 1938 að hún fluttist til Reykjavíkur og settist að hjá Sigríði dóttur sinni og Þórði tengdasyni sínum. Þar naut hún einstakrar umhyggju, sem hún og mat mikils. Jakobína hafði yndi af að ferð- ast. Fram á seinasta ár fór hún á hverjú sumri til sona sinna í Vestmannaeyjum og jafnframt á æskustöðvarnar í Mýrdalnum. Hún avr elskuð og virt af börn um sínum, sem öll vildu hafa hana í návist sinni. Þeim öllum miðlaði hún af kærleika sínum og ást. Börn Jakobínu og Gísla Geir- mundssonar eru öll á lífi. Þau eru: Hafliði rafvirkjameistari í Reykjavík var giftur Svan- björgu Eyjólfsdóttur, hún andað ist fyrir nokkrum árurh. Sigríður gift Þórði Runólfssyni öryggis- eftirlitsstjóra, Þórðarsonar frá Móum á Kjalarnesi. Jóhannes fulltrúa hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum, giftur Guð- rúnu Einarsdóttur bónda frá Efri Mýrum í Húnavatnssýslu og Guðlaugur alþingismaður og bæj arstjóri í Vestmannaeyjum, gift- ur Sigurlaugu Jónsdóttur Hin- rikssonar fyrrum forstjóra þar. Á níræðisafmæli Jakobínu, 30. janúar sl., heimsótti ég hana á- samt föður mínum, Þorsteini Haf liðasyni, sem þá var rösklega 85 ára nú nlýega látinn. Þá var Jakobína hress og kát í fjöl- mennum hópi ættinigja og vina að Hávallagötu 27. Auk föður míns voru þar þá 3 eftirlifandi systkini hennar, Guðrún yngri, Jón og Karólína, sem öll eru yfir sjötugt Samanlagður aldur þess- ara 5 systkina var alls 402 ár. Nú eru tvö, Jakobína frænka og faðir minn Þorsteinn, horfin yfir landamærin miklu. Fyrir allmörg um árum létust þrjú systkini þeirra, þau voru Guðrún eldri, húsfrú að Kiðjabergi í Vest- mannaeyjum, Guðlaug húsfreyja að Dalseli í Austur Landeyjum og Guðjón útgerðarmaður í Vest- mannáeyjum. Blessuð sé minn- ing allra þessara mætu og góðu systkina. Hafliði Narfason var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, eignaðist hann fjögur börn, Jakobínu, Guðrúnu eldri, Guðlaugu og Þorstein. Guð rúnu konu sína missti Hafliði frá börnunum í ómegð. Hann kvænt- ist öðru sinni Guðbjörgu Jóns- dóttur frá Kaldrananesi og eign- aðist með henni 5 börn, Guð- rúnu yngri, Jón, Guðjón, Karó- línu og eitt, sem dó nýfætt. Ég votta börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, barnabarna- börnum og eftirlifandi systkinum Jakobínu innilega samúð mína. Með henni er horfin góð og glæsi leg kona, sem allir, sem henni kynntust, munu minnast með virðingu og söknuði. Hafsteinn Þorsteinsson. Björn Fr. Olgeirsson — Minning Fæddur 15. ágúst 1868. / Dáinn 19. janúar 1965. í VETUR lézt vestur í Mountain í Norður Dakota, Bandaríkjun- lim íslendingurinn Björn F. Ol- geirsson. Er það eðlilegt, að hans sé að einhverju getíð í blöðum hér, þar sem góður sonur þessa lands for, þar sem Björn fór. Því íslendingur var hann ekki fyrir örlaga sakir eingöngu, held ur einnig vegna vals síns og vilja, þar sem hann dvaldi mest ®lla ævi; fjarri. íslandsströnd- um, en lagði sig þó fram um það að rækta það með sér, sem honum þótti hvað íslenzkast: Þekking á landinu og sögu þess, lestur bóka á íslenzku, hvort heldur var í bundnu eða óbundnu ínáli — en ljóð kunni hann mörg —, samfara óseðjanlegum áhuga á velferðarmáluim þeirra, sem landi’ð byggðu. Hafði ég því yndi af því ný- kominn frá íslandi að ræða við Björn um þau mál, er efst vor-u é baugi heima, en fanp um leið til nokkurs kinnroða yfir því eð hafa ekki allar þær upplýs- ingar á takteinum, er hann innti eftir. Rak hann mig líka oft á etampinn sökum fádæma þekk- ingar sinnar á hinum ýmsu hér- tiðum og sögu þeirra. Átti það þá jafnt við um þær sýslur, er hann hafði aldrei séð sem og um hinar, er hann hafði gist, áður hann fór vestur um haf. Fann ég t>að sérstaklega, að honum þótti það stórum miður, að ég hafði aldrei ferðast um Skaftafells- eýslur, en hann hafði á þeim sér lega mikinn áhuga, þó svo hann hefði aldrei litið þær nema í draumum sínum. En það kom oft fyrir, er ég kom að honum í mfðjum síðdegiáblundi með bók á bringu, að hann reis snögg- lega á fætur, er hann varð var mannaferða, og sagði: „Æ, bless- *ður, ná dreymdi mig ég væri •taddur austur i Skaftafells- sýslu", og svo lýsti hann stað- háttum og kennileitum, sem hann hafði um lesið, en birtust honum í draumsýnum hans, er urðu þeim mun dýrmætari, sem árunum fjölgaði, síðan hann kvaddi ísland ungur. Annars var Bjöm norðlending ur a'ð uppruna, fæddur að Garði í Fnjóskadal, Suður Þingeyjar- sýslu hinn 15. ágúst 1868. Voru foreldrar hans hjónin Friðgeir Olgeirsson bóndi að Garði og kona hans Anna Ásmundsdóttir bónda á Þverá í Dalsmynni Gísla sonar og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur frá Lundi. Var Anna því systir Einars alþingis- manns í Nesi. En foreldrar Frið- geirs voru Olgeir Arnason bóndi í Garði og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir Árnasonar bónda í Krossi í Ljósavatnsskarði. Ólst Björn upp í Garði, meðan hann naut foreldra sinna, en föður sinn missti hann, er hann var aðeins 13 ára og mó'ður sína fimm árum síðar. Fór hann þá til systur sinnar Friðriku og manns hennar Gunnlaugs Ein- arssonar í Fjósatungu, en flutt- ist svo þaðan að Borg á Mýrum til bróður síns, séra Einars pró- fasts Friðgeirssonar. En um hríð dvaldist hann einnig hjá Olgeir bróður sínum við verzlunarstöf á FáskrúðsfirðL Árfð 1900 tekur svo Björn sig upp og flytur vestur um haf. Dvaldi hann fyrst í Oregon ríki og eftir það í Kanada. En 26. júní 1914 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Guðrúmi Kristínu Erlendson, hjúkrunar- konu og reistu þau bú skammt frá bænum Mountain og bjuggu þar tii ársins 1949, að frú Guð- rún tók að sér forstöðu fyrir Blli heimilinu Borg í Mountain. Eftir að Guðrún lét af forstöðu elli- heimilisins voru þau tvö ár á Kyrrahaf ss tröndinni, en héldu svo aftur til Mountain. Bættu vinir og íslenzkari áhriif og ná- grannar upp það, sem vantaði á veðursæld vetranna. Mest allan starfsdag sinn vann Björn því á sléttunum í Amer- íku. Bóndi var hann og sinnti þeim störfum af þeirri trú- mennsku, er honum var eigin- leg. En þó sagöi hann mér, að oft hafi verið erfitt að fara að sinna búrekstri, er hann var nýbúinn að fá bókasendingu og því margt, sem hann vildi sem fyrst fá að kynna sér. Átti Björn enda bókakost góðan og þótti vænt um góðar bækur. Er ég kynntist honum, gat hann þó sinnt bókunum svo til truflunarlaust. Höfðu þau hjón- in endurvakið hinar gömlu bað- stofu kvöldvökur og safnaðist gamla fólkið á elliheimilinu sam an og hlýddi á Björn lesa. Var þá einnig oft sungið, en Björn hafði góða söngrödd og var smekkmaður í flutningi lags sem Ijóða. Kom tengdadóttir þeirra hjóna einnig oft og settist að píanóinu og þó norsk væri hljóm uðu íslenzku lögin og ljóðin prýðilega í flutningi hennar. En afturför fannst Bimi síðari árin, er þeim fjölgaði á elliheimilinu, sem ekki skildu íslenzku, er „út lent“ fólk fyllti skörð íslending- anna á Borg. Oft talaði Björn um áð heim- sækja ísland. Hvatti ég hann til þess, en óttaðist þó hann kynni að verða fyrir vonbrigðum vegna þeirra breytinga, sem átt hafa sér stað hér, síðan hann kvaddi ís- landið aldamótaárið. En ættjarð aréist Björns var ekki aðeins eitt- hvert tilfinningalegt afturhvarf til bernskuáranna, er telur hverja breytingu frá þeim tíma spilla eingöngu, sökum þess hún breyti kærri bernskumynd. Björn fagnaði yfir framförunum og var stoltur af þjó'ðinni sinni, sem svo miklu hafði áorkað, þrátt fyrir fæð og að mörgu erfiðan kost. Varð þessi heimsókn sumarið 1960 þeim Birni og frú Guðrúnu 60 ára 1. júní Ingibjörg Jóhannsdöttir ÞANN 1. júní 1905 fæddist þeim hjónum Sigurlaugu Ólafsdóttur og Jóhanni Sigurðssyni dóttir, hlaut hún nafn móðurömmu sinnar, Ingibjargar Einarsdóttur, fyrrum húsfreyju að Húsey í Vallhólmi, hinnar mætustu konu. Þau Sigurlaug og Jóhann bjuggu rausnarbúi að Löngumýri um 43 ára skeið, varð þeim þriggja dætra auðið, og Tógðu þau mikla rækt við uppeldi þeirra. Þau hjón voru bæði vel gefin og miklar sæmdar manneskjur. Ég er þessar línur rita, minnist þeirra Löngumýrarhjóna. Glæsi- leika og skörungsskapar húsfreyj unnar, gáfna hennar og mildi, dugnaðar og valemnnsku hús- bóndans. Á Löngumýri ólst Ingibjörg upp og hlaut gott veganesti úr foreldrahúsum. Skagafjörður, æskuheimilið, byggðin öll með sín djúpu og víðtæku áhrif, þroskuðu og mótuðu sálarlíf Ingi bjargar Jóhannsdóttur. Ég hygg hún gæti sagt líkt og skáldið frá Fagraskógi: „Hvar sem ég er stödd á hnettinum, er stutt heim að Löngumýri". Líf og starf Ingibjargar er allt svo nátengt þessum stað, nám hennar og störf, fyrst sem kenn- ara og skólastjóra við Staðar- fellsskóla, er allt undirbúningur undir lífsstarfið á Löngumýri, óþrjótanleg auðsuppspretta, er þau gátu sameiginlega ausið af bæði til ánægju fyrir sig svo og fyrir vinina vestra, sem nutu með þeim. Var þeim það mikil ánægja að hitta ættingja og vini og heimsækja þá staði, er draum ar höfðu orðið að nægja um áður. Varpaði þessi heimsókn birtu á ævikvöldið, sem ljóm- aði af bjarma endurminninganna og uppbyggðist af upprifjun þess, er Björn áður lærði og enginn gat frá honum tekið, þrátt fyrir sjóndepru hans, er hamlaði lestri. Hjónaband þeirra Björns og Guðrúnar var þannig, að öllum hlaut vel að líða í návist þeirra. Gagnkvæm virðing, takmarka- laus hlýja og umhyggjusemi sam fara viðleitni til að gleðja ein- kenndi sambú'ðina. Og metið hef- ur frú Guðrún það að verðleik- um að geta notað hjúkrunarkunn áttu sína og hæfileika til að hlú að bónda sínum þessa síðustu mánuði. Kvaddur var Björn í elztu kirkju íslendinga vestan hafs, Víkurkirkju að Mountain, en leg- staður var honum búinn vi'ð Garðakirkju. Og þó svo sé kom- ið þar, að ekki mæli prestarnir á íslenzku, hljómuðu íslenzkir sálmar við jarðarförina. Það mundi Birni, vini mínum líka vel hafa líkað. Ólafur Skúlason. enda þurfti þess með. Það er meira, en orð fá tjáð að byggja og starfrækja skóla á þeim tím- um er Ingibjörg hóíst handa, og oft stóð hún ein. Það var unnið sleitulaust, nótt lögð með degi, þegar skóla var lokið á vorin, hafði Ingibjörg sumarheimili fyrir börn, síðar komu sumarbúðir Þjóðkirkjunn- ar, þó að aðrir sæju um það mikla starf var hún húsmóður- in á heimilinu. Nú síðústu árin hefur Ingibjörg haft húsmæðra- orlof í skólanum og ekki er of sagt að konur, er þar hafa notið hvíldar og hressingar hugsa með virðingu og þökk til hennar. Ingibjörg hefur í öllu sínu ann- ríki fylgzt með tímanum, alltaf verið að læra. Hún hefur farið út nokkrum sinnum, ræktað sinn garð og haldið sambandi við nem endur sína. Margar stúlkurnar hennar hafa leitað til hennar í erfiðleikum lifsins, huggun hennar og aðstoð hefur aldrei brugðizt þeim. Fyrir ári minntist hún á veg- legan hátt 20 ára afmælis Hús- mæðraskólans á Löngumýri, sá mannfagnaður verður minnis- stæður þeim er þar voru. Ingibjörg er mikill dýravinur og skilur þau. Dýrmætar. minn- ingar á hún um gæðingana sína. Eins og garðurinn á Löngumýri ber vott um hefur margt blómið verið gróðursett þar og að því hlúð. Ótaldar eru þær trjáplönturnar er Ingibjörg á Löngumýri hefur gróðursett í skagfirzkri mold. Þær vaxa og verða fagrir meiðir. Vorblærinn er strýkur Mælifells- hnjúk mun vagga blaðkrónum þeirra í framtíðinni. Önnur við- kvæmari blóm hefur Ingibjörg gróðursett í hjörtum nemenda sinna, sá gróður mun vaxa í fram tíðinni og bera fagurt vitni hug- sjóna og trú konunni, er treysti því góða í hverri mannssál. í flestum byggðum þessa lands eru nemendur Ingibjargar á Löngumýri. Þar mun lífsstarf hennar bera ávöxt, sú gifta mua henni hlotnast að sjá árangur hugsjóna sinna og ævistarfa verða mörgum til blessunar og heilla. Enn einu sinni hefur Ingibjörg Jóhannsdóttir slitið skóla ogkvatt nemendur sína, minnst þeirra hrærð í huga og beðið þeim bless unar. Guð gefi Ingibjörgu Jó- hannsdóttur heilsu og starfsþrek til að stjórna Löngumýrarskóla, óskabarninu sínu, enn um sinn, skólanum er hún gaf Þjóðkirkju íslands. Þær stóðu hlið við hlið kon- urnar tvær, Ingibjörg skólastjóri og Björg kennari, er við kvöldd- um á Löngumrýi síðastl. laugar- dag eftir heitan og bjartan dag I Skagafirði. Kvöldgolan strauk þeim um vanga, þessar góðu kon ur hafa staðið saman í miklu og göfugu starfi á liðnum árum. Við hjónin sendum Ingibjörgu Jóhannsdóttur innilegar ham- ingjuóskir, með alúðar þökk fyr- ir aldarfjórðungs kynni. Akureyri, 31. maí 1965. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. Nýju Delhi, 29. maí AP Talsmaður indversku stjóm arinnar sagði í dag að litlar sem engar líkur væru fyrir því að nokkur hefði komizt lífs af úr námaslysinu mikla er varð í gær í Bhori kola- námunni skammt frá Dhaa- bad fylki í Bihar. Ennfremur eru taldar litlar líkur til þess að unnt verði að ná upp lík- um þeirra er fórust. Ekki er víst hversu margir fórust. Stóðu yfir vaktaskipti, þegar slysið varð í námunni. Af hálfu stjórnarinnar er sagt, að a.m.k. 250 manns hafi týnt lífi og af hálfu sambands námuverkamanna að þeir muni allt að því fjögur hundr uð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.