Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 11
Miðvikudágur 23. júní 19S5 MORGUNBLAÐIÐ 11 Axel V.,Tulinius, sýslumaðuur, ásamt konu sinni, frú Áslau «u. hættulegur. 1 kauptúnum j Suður-Múlasýslu er hámarks hraði allsstaðar 35 km., nema á einum stað 30 km. Götur kauptúnanna eru ekki gerðar fyrir meiri aksturshraða. Það vaeru ömurleg endalok skemmtilegs sumarleyfis að valda eigna- eða jafnvel manntjóni. — Hvað hefur þú marga lögregluþ j óna í sýslunni í sumar? ! — Þeir verða 5, en auk þess getum við gripið til vara manna, ef þörf krefur, og á 1 böllum eru einnig menn I frá héraðslögreglunni. I Neskaupstað | Jón Karlsson, kaupmaður, setti mótið i Neskaupstað á sunnudagskvöldið og kynnti ræðuimennina Jónas Péturs- J son, alþm. Halldór Blöndal, j erindreka, og Ingólf Jónsson, ! ráðherra. Sagðist ráðherrann fagna mjög bættum samgöng um við Norðfjörð með föstu áætlunarflugi þangað og kvað það framtak bæjarbúa virðingarvert, að leggja sjálf- ír fram fé til flugvélarkaupa. Ásgeir Lárusson, Ægir Ár- mannsson og Jóhann Magn- ússon blésu í blöðrumar og varð Ásgeir hlutskarpastur. í epurningakeppnina var að þessu sinni valið kvenfólk í annað liðið og karlmenn í hitt. Kvennasveitina skipuðu þær Kristín Friðbjörnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Elín- borg Eyþórsdóttir, en sveit karla Óskar Óskarsson, Guð- mundur Sigfússon og Hörður Stefánsson. Var keppnin mjög fjörug, því að hvað eftir ann- að voru fulltrúar kynjanna hnífjafnir að hljóðnemanum með svörin og nærri lá að Ihöfuðin skyllu saman í hita leiksins. Karlmennirnir sigr- uðu þó. Er dansinn var að hefjast hitti blaðamaður að máli Guð rúnu Jónsdóttur og Jóhann Magnússon, sem bæði höfðu tekið þátt í skemmtiatriðun- um, eins og áður er sagt. Hafði Guðrún gengið mjög vasklega fram í spurninga- keppninni. Jóhann hefur rek- ið síldarsöltun í Neskaupstað um langt árabil, svo að fyrst var spurt, hvenær fara ætti að salta. — Ætli við byrjum ekki nú í vikunni, sagði Jóhann. Við vonumst til þess, þ.e.a.s. ef eitthvað veiðist. Veiðin hefur nú verið treg síðustu dagana. — Hvað saltaðir þú mikið í fyrra? — Söltunarstöðin Sæsilfur, sem við erum alls 14 hluthaf- ar að, saltaði í um 10 þúsund tunnur síðastliðið sumar. — Hvað gerir þú, Guðrún? — Ég vinn í Sparisjóðnum. Það var þessvegna, að ég vissi ai hverjum myndin var á hundraðkrónaseðlunum. — Hefur þú ekki fengizt við að salta síld? — Jú, það geri ég í frístund um mínum. — Saltarðu þá hjá Jó- hanni? — Nei, hann vill ekki hafa mig. Ég hef einu sinni reynt að fá vinnu hjá honum, en það þýddi ekkert og ég bið hann aldrei aftur. — Nú er hún áð stríða mér, sagði Jóhann og brosti. Hún er gamall vinur minn og allt hennar fólk. — Er ekki stundum margt hér á síldarböllunum á sumr in, Guðrún. — Jú, stundum er svo margt, að lögreglan ræður ekki við að loka, heldur læt- ur allar gáttir standa opnar. — Er þá ekki mikið um ryskingar? — O, jæja, ekki svo mjög, — nema stundum. SILDARSTULKUR! Okkur vantar vanar söltunarstúlkur. — Kauptrygging. — Fríar ferðir. Upplýsingar í síma 24093 og 11574. SUNNUVER HF. Seyðisfirði. Áttræð í dag: Sigurrós Jóhannesdóttir SUMU fólki fylgir alltaf birta vorsins, þótt ævidagurinn sé að kvöldi korriinn. Ein úr þeim hópi er Sigurrós Jóhannesdóttir, sem í dag hefir 80 ára æviferil sér að baki. Sigurrós er fædd að Hrauns- múla í Staðarsveit, 23. júní 1885. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Jónsson frá Hólkoti í Staðarsveit og Valgerður Magn- úsdóttir, sem fædd var og upp- alin í Hraunsmúla. Börn þeirra voru 7, og komust þau öll til fullorðinsára. Af þeim eru nú á Iífi, auk Sigurrósar, þrir bræður og ein systir. Sigurrós ólst upp hjá foreldr- um sínum til 9 ára aldurs. En þá fór hún að heiman til þess að vinna fyrir sér og létta þann- ig á foreldrum sinum, sem börð- ust áfram í sárustu fátækt. Var fhún næstu árin á ýmsum stöð- um þar í sveitinni. Oft var starfsdagurinn langur á þeim árum, en hvíldarstundir stopul- ar og fáar. En Sigurrós var ein- beitt og ákveðin í að gefast ekki upp. Hún var staðráðin í að leggja fram sinn skerf foreldr- um sínum til stuðnings, og þeirri ákvörðun fylgdi hún trú- lega. Þótt ung væri að árum, voru afköst hennar slík, að full- orðin stúlka hefði ekki þurft að fyrirverða sig fyrir þau. Þegar Sigurrós var 15 ára, flutti hún í Miklaholtshreppinn og þaðan lá svo leiðin til Stykk- ishólms. Árið 1906 giftist hún Eiði Sigurðssyni frá Klungurbrekku á Skógarströnd. Þau hófu bú- skap í Klungurbrekku og bjuggu þar í 14 ár, lengstaf í sambýli við foreldra Eiðs. Frá unga aldri hafði hugur Eiðs hneigzt mjög að sjónum, og því var það að ráði, að þau hjónin yfirgáfu sveitina og flutt- ust til Stykkishólms árið 1921. Þar áttu þau heima til ársins 1925, en fluttu þá til Hafnar- fjarðar. Þar lézt Eiður árið 1929, aðeins 43 ára að aldri. Þau hjónin Eiður og Sigurrós eignuðust 7 böm, og eru 6 þeirra á lífi. Næstelzti bróðirinn, er Jó- hannes hét, drukknaði árið 1955, 43 ára eins og faðir hans. Á lífi eru: Sigurður og Skarphéðinn, búsettir í_ Hafnarfirði, Lilja, hús- fiú í Reykjavík, Lárus og Kjart- an búa í Keflavik, og yngstur er Ágúst, búsettur í Kópavogi. Þegar Sigurrós varð ekkja, voru 4 barnanna ófermd, það yngsta aðeins 5 ára. Hún hélt áfram heimili með þeim, og barðist áfram með hetjulund fórnfúsrar og góðrar móður. Þá sýndi Magnús, bróðir hennar, systur sinni það dreng- skaþarbrag, að taka næstyngsta drenginn, Kjartan, að sér, og dvaldist hann hjá honum í fimm og hálft ár. Eftir að börnin voru upp- komin og höfðu stofrxað sín eigin heimili, dvaldi Sigurrós áfram í Hafnarfirði, þar til árið 1957, er hún flutti til Keflavíkur og gerðist ráðskona hjá Árna Vig- fúsi Magnússyni, bátasmið. Hjá honurn var hún þar til hann lézt, árið 1959 og, reyndist hon- um frábærlega vel, eigi sízt í hans langa og stranga veikinda- stríði. Eftir lát Vigfúsar hefir Sigur- rós átt heima í Keflavík, lengst- af á heimili Lárusar sonar síns og Guðrúnar Árnadóttur, konu hans. Eins og ljóst er af þessum ör- fáu dráttum úr æviferli Sigur- rósar Jóhannesdóttur, hefir hún ekki farið varhluta af sárri og erfiðri lífsreynslu. Og auk þess hefir hún átt við allmikla van- heilsu að stríða Síðari árin. En hún hefir aldrei látið bugast. Miklu fremur mætti með sanni segja, að hún hafi vaxið með hverri raun. Traust hennar á föðurforsjón Guðs hefir aldrei brugðizt henni, og sú vissa ásamt meðfæddri bjartsýni, hef- ir verið hennar mesta hjálp og styrkasta stoð í stríði og bar- áttu lífsins. Vorhugurinn er í raun og veru hennar innsta eðli. Þess vegna hafa gróið svo mörg fögur blóm í þeim sporum, sem hún hefir stigið á langri ævileið. Þess vegna fylgir henni alltaf svo mikil birta. Guð blessi þig, Sigurrós mín, á þessum merku tímamótum ævi þinnar, og gefi þér margar fagrar gleðistundir á ófarinni ævileið. Bj. J. Ásgeir Kristmundsson verkstfóri, sextugur Hann er Strandamaður í föð- urætt, en ísfirðingur í móður- ætt. — Að honum standa kjarna karlar á alla vegu þar vestra. — Hann er fæddur í Tungu skammt frá Bolungarvík 23. júní 1905 og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínuim fram yfir fermingu. — Foreldrar hans voru Kristmundur Snæbjöms- son, ættaður úr Steingrímsfirði, stilltur maður og hyggirm bóndi, og kona hans Anna Jónasdóttir, mikil fríðleikskona, sem var dótt ir Jónasar bónda í Svansvík við Djúp, en Jónas í Svansvík var annálaður drengskaparmaður og forkur duglegur. A árunum kringum 1920 tóku þau hjónin, Kristmundur og Anna, sig upp með hinn stóra barnahóp sinn, úr átthögum sín- um vestra og fluttu til Reykja- víkur, en þá voru börnin flest komin af höndum. Þau Tunguihjónin höfðu unnið það, sem nú mundi verða talið sér- íbúð til leigu 5 herb. íbúð til leigu. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „Vogar — 7881“ fyrir 27. þ.m. Binar plÖtUK °9 k S. HELGASON HF. ____Súðarvogi 20 — Sími 36177. stakt þrekvirki, að kopia á legg tíu myndarlegum börnum, án þess að fá til þess nokkurn opin- beran sfýrk, og vera þó í bú- skap sínum alltaf fremur veit- andi, gestrisins og greiðasöm. Ég þori líka, sakir kynna minna af þessu fólki, að staðhæfa það, að þarna er duglegt fólk á ferð, þai- sem eru börn Kristmundar í Tungu og Önnu frá Svansvík. Asgeir var, eins og áður get- ur, á fermingaraldri þegar hann fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þá vann hann fyrst við verkun í nokkur ár, en síðan fluttist hann vestur í Grundarfjörð og rak þar bú- skap á tímabili, en gjörðist svo verkstjóri hjá Vegagerð Ríkis- ins og hefur stundað þá atvinnu í tvo áratugi. Það kom snemma fram hjá Asgeiri, að hann var hagur mað- ur og verkhygginn, enda hefur hann traust yfirboðara sinna fyr ir byggingu sérstaklega hald- góðra vega. Hann er nú verk- stjóri norður á Ströndum og er honum falið að koma Ámes- hreppi í þjóðvegasamband, og mega Strandamenn því eiga í vændum velgerða vegi. — Asgeir er giftur myndarlegri dugnaðarkonu. Elísabetu Helga- dóttir frá Tungu við Reykjavík, og hefur hún búið honum glæsi legt heimili, og eru þau hjónin annáluð fyrir gestrisni. Þau eiga sex uppkomin börn. Ég óska Ásgeiri alls velfarn- aðar á þessum merkisdegi í lífi hans og honum og fjölskyldu hans allrar blessunar á ókomn- um árum. Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.