Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.06.1965, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. júní 1965 13 MORGUNBLADIÐ Dr. Richard Beck Fjölþættar og merkilegar endurminningar MEÐAL þeirra rita, sem bæt'ust 1 bókabú mitt í ógleymanlegri ferð okkar hjónanna til ættjarðar etranda síðastliðið sumar, voru endurminningar Árna Óla, Erill ©g ferill blaðamanns hjá Morgun blaðinu um hálfa öld. Eru þær J>annig vaxnar bæði um athyglis- vert innihald og sambærilega meðferð þess, að mér virðist það á alla staði sæmandi að geta þeirra að nokkru, þó að dálítið eé frá liðið síðar þær komu á bókamarkaðinn; en þær komu út á vegum ísafoldarprentsmiðju tim jólaleytið í fyrra, og eru etærðarbók (452 bls.) og hin vand aöasta að öllum frágangi. í gagnorðu forspjalli lýsir Árni ébyrgðarmiklu og vandasömu hlutverki blaðamannsins á svo prýðilegan og markvissan hátt, að leit mun á jafn góðri, hvað þá betri, skilgreiningu þess; enda eegir hann réttilega: „Þetta má kalla nokkurs konar trúarjátn- ingu manns, sem hefir helgað blaðamennskunni ævistarf sitt“. Heíst síðan fyrri hluti bókar- innar, sem tekur yfir timabilið 1913—1920, og er þar fyrst greint tfrá aðdraganda stofnunar Morg- unblaðsins, hinni djörfu hug- mynd Vilhjálms Finsens, sem þá var ungur stúdent í Kaupmanna- höfn, um stofnun nýtízku dag- biaðs í Reykjavik. Lýsir sér þar bæði stórhugur hans og framtíð- artrú, sem ekki létu sér til ekammar verða, því að draumur hans um stofnun slíks blaðs varð að veruleika, er Morgunblaðið hóf göngu sína haustið 1913. í næsta kafla segir Árni frá til- drögunum að því, að hann gerð- ist frá upphafi vega þess starfs- maður hjá blaðinu, og varð jafn- tframt, eins og hann orðar það, „fyrsti blaðamaður á íslandi“, en Iþað skilgreinir hann þannig, að íram að þeim tíma hefðu engir blaðamenn verið til á íslandi, í hinum rétta skilningi þess orðs, heldur eingöngu ritstjórar. Er tfróðlegt að kynnast því, hvernig leið hans lá inn í blaðamennsk- una, þar sem hann átti eftir að inna af hendi svo mikið og merki legt ævistarf. í kaflanum „Reykja vík 1913“ er brugðið upp glöggri mynd af höfuðborg íslands eins og hún var á þeim árum, og gerir •ú lýsing lesandanum stórum auð veldara að skilja þá erfiðleika, •em Morgunblaðið átti við að ■tríða fyrstu árin; þessu næst er lýst ísafoldarprentsmiðju, þar *em blaðið var prentað. Fýrir- •agnir eftirfarandi kafla skýra nægilega efni þeirra: „Blaðinu hleypt af stokkunum'*, „Reynslu- iími“, og „Erfiðleikar". En eigi lær maður lesið þá baráttusögu, »vo að maður dáizt eigi að stefnu Sestu og þrautseigju eigendanna og útgefendanna, þeirra Vil- hjálms Finsens og Ólafs Björns- •onar, enda gengu þeir sigrandi af hóhni örðugleika hinna fyrstu éra. f kaflanum „Friðarslit 1914“ •egir einkum frá fréttaöflun og tfréttaflutningi blaðsins í sam- bandi við heimsstyrjöldina fyrri, ©g gegnir svipuðu máli um kafl- ‘tnn um ensku skeytin. Kaflinn „Einar Benediktsson ©g „Þjóðin" er harla eftirtektar- verður, bregður birtu á andstæð- urnar í skaphöfn þess stórbrotna •kálds vors og sterka persónu- leika. Næsti kafli, „Englarnir hjá Mons", er af allt öðrum toga •punninn, en þó mun ýmsum þykja hann athyglisverður, og þá einkum þeim, er áhuga hafa á dulrænum fyrirbærum. Brunanum mikla í miðbænum f Reykjavík í apríl 1915 er lýst á e’ftirminnilegan hátt í samnefnd- um kafla, enda var Ámi sjónar- vottur að þeim hörmulega at- burði, tók, meira að segja, sinn þátt í þvi að slökkva eldinn og bjarga húsmunum úr greipum hans, og ritaði síðan fyrstur manna um brunann í blað sitt. Stórum ánægjulegra er það, á hinn bóginn, að vera förunautur höfundar í sumarfríum hans norð ur í land á æskustöðvar hans, og síðan viðar um land, sem sagt er frá í næsta kafla bókarinnar; en þær ferðir, og sérstaklega hin fyrsta þeirra, urðu til þess að opna augu Árna fyrir fjölbreytni og ^ásemdum íslenzkrar nátt- úru, en þeim hefir hann lýst í hinum ágætu bókum sínum um ísland, er hita um hjartarætur hverjum góðum íslendingi, og auka honum heilbrigða ást á iandi sínu og þjóð. Kaflinn „Smámunir" er einkar skemmtilegur, því að þar kennir svo margra grasa, fléttað saman gamni og alvöru. Þótti mér sér- Ámi óla. staklega fróðlegt að lesa það, sem þar er skráð því til staðfest- ingar, að ísafoldarprentsmiðja megi teijast „arftaki elztu prent- smiðjanna á landinu, Hólaprent- smiðju og Hrappseyjarprent- smiðju". í næstu köflum lýsir Ámi dag- legum störfum sínum hjá Morg- unblaðinu, húsnæði blaðsins, og loks þeim tímamótum í sögu þess, er þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson seldu blaðið nýju útgáfufélagi árið 1919. Var þess einnig eigi langt að bíða, að Ámi iéti af störfum hjá biaðinu um sinn, en hann fór 1. júlí 1920. Ágætiega ber Árni yfirboður- um sínum, þeim Vilhjálmi Fin- sen og Ólafi Björnssyni, söguna, enda var þar, að dómi annarra, sem þá þekktu bezt, um mikla hæfileika- og ágætismenn að ræða. Aðrir samverkamenn Árna við blaðið á þessum árum fá einnig hinn bezta vitnisburð hjá honum. Meðal þeirra voru þeir Baldur Sveinsson blaðamaður og Björn P. Kalman lögfræðingur, en þeir höfðu báðir áður dvalizt í Vesturheimi og báðir verið með ritstjórar vikublaðsins Lögbergs í Winnipeg. Réttilega farast Árna því orð, er hann segir: „Það má því segja að Morgunblaðið nyti góðs af reynslu, er blaða- menn höfðu afiað sér bæði aust- an hafs að vestan“. Með ársbyrjun 1926 varð Ámi á ný blaðamaður við Morgunblað ið, og var það síðan áratugum saman, en um það tímabil (1926 —1963) fjallar seinni hluti bók- arinnar. Voru þeir Jón Kjartans- son og Valtýr Stefánsson þá orðn ir ritstjórar blaðsins, og helgar Árni þeim að verðleikum sérstak an kaíla, og fer um þá miklum lofsyrðum sem óvenjuiega hæfi- leikamenn og drengskaparmenn i senn. Ég var svo heppinn að kynn ast báðum þessum mönnum dá- lítið persónulega, en þó meir Valtý Stefánssyni, og voru þau kynni með þeim hætti, að ég mun ávallt minnast þeirra beggja með hlýieik og virðingu. í næsta kafla, „Hjá Morgunbiaðinu aft- ur“, lýsir Ámi þeim breytingum, sem orðið höfðu í sambandi við útgáfu blaðsins meðan hann var fjarverandL Um seinni hluta bókarinnar, sem tekur yfir miklu lengra tímabil og er að sama skapi um- fangsmeiri heldur en fyrri hlut- inn, má yfirleitt segja, að þar er hver kaflinn öðrum fróðlegri. Skulu þessir taldir: „Gisting hjá Eiríki prófessor Briem“ (í Við- ey), „Fyrsta utanför" (um sögu- ríka Þýzkalandsferð íþrótta- manna úr Glímufélaginu Ár- manni), „Hitaveitan", „Fyrsta flugferð“ (um upphaf flugferða á íslandi), „Flug Ahrenbergs", „Fornminjar", „Alþingishátíðin", „Tvær þýzkar flugheimsóknir", „Hvaladráp í Fossvogi", „Peur- quoi pas?“, „Litið suður tillanda" (einkum um Spánarför 1953), og „Sóimyrkvinn 1954“. Sýnir upptalning þessi, þótt eigi sé hún tæmandL að hér gætir hreint ekki litiiiar fjölbreytni, og margar eiga frásagnir þessar verulegt sögulegt gildL eins og fyrirsagnir þeirra gefa í skyn. Fannst mér kafiinn „Fornminj- ar“ sérstakiega heiiiandi frá því sjónarmiði, en þar segir frá ferð- um höfundar á ýmsa sögustaðL og er sú frásögn öll mjög lifandL auðfundið, að þar er farið hönd- um um efnL sem djúp ítök á í huga hans, enda kemst hann þannig að orði um það efni: „Það er skylda blaðamanns að reyna að þekkja þjóð sína og skilja hana. En fyrsta skilyrðið til þess er að kynnast sögu henn- ar og sjá af hvaða bergi nútíðin er brotin. Sagan er slungin mörg- um þáttum og einn þáttúrinn er sá, sem fornar minjar geyma. Þar eru heimar horfins tíma, hundraða ára falin í grundu minning þögul ótal anna —, segir skáldið Fornólfur. Og þeir, sem rekja sig eftir þessum þætti sögunnar, fá ýmist staðfestingu á sannsögulegu giidi munnmæla og skráðra heimilda, eða þeim birt- ist ný vitneskja og varpar ljósi yfir margt, sem áður var þoku hulið“. Þetta er viturlega mælt, og má óhætt segja, að Árni hafi lifað samkvæmt þessari kenningu sinni og fært sér hana vel í nyt, eins og bækur hans sýna degin- um ljósar. í seinni hluta bókarinnar er einnig fjöldi prýðisgóðra greina um einstaka menn, er að ein- hverju leyti voru sérstakrar frá- sagnar verðir, og má þessar nefna: „Örlög blaðamanns" (um Ólaf Felixson ritstjóra), „Risinn úr Svarfaðardal“, og „Solberg fiugmaður“, að mörgum öðrum ótöldum. Þá er sérstök ástæða til að fara nokkrum orðum um loka- kafla meginmáls bókarinnar, sem fjallar um Lesbók Morgunbiaðs- ins, en Árni var ritstjóri hennar nærri því frá byrjun (en hún hóf göngu sína haustið 1925) og fram á síðustu ár. Varð hún . höndum hans mikið merkisrit, eins og kunnugt er, þjóðleg og fróðleg, en jafnframt fjölbreytt að efnL enda naut hún að sama skapi verðskuldaðra vinsælda. Bók sinni lýkur Árni síðan með stuttri grein, er hann nefnir „Ofurlítil eftirhreyta", drepur hann þar á hinar stórfelldu breyt ingar og mikiu framfarir, sem orðið hafa á íslandi á því hálfrar aldar timabili (1913—1963), sem bók hans tekur yfir. Þó að þar sé óhjákvæmilega stiklað á stærstu atriðum, er sú upptalning ein sér ærin sönnun þess, hver gæfa það er að hafa verið íslendingur á þessari öld. Eins og aðrar bækur Áma, eru þessar endurminningar hans eigi aðeins fróðlegar mjög, heldur einnig prýðisvel í letur færðar, lipurlega skrifaðar og læsilegar, og auðséð, að þar heldur á penn- anum þaulvanur rithöfundur, sem kann ágæt tök á móðurmál- inu. En þessi bók um blaða- mennskuferil hans er jafnframt hreint ekki lítill þáttur í sögu Morgunblaðsins, en saga þess, hins vegar, snar þáttur og um- fangsmikill í sögu íslenzkrar blaðaútgáfu og blaðamennsku. Þessar endurminningar Áma Óla, eins og önnur störf hans á sviði blaðamennskunnar, bera því ótvírætt vott, að honum hef- ur í ríkum mæli tekizt að vera trúr þeirri blaðamannsköllun sinnL er hann skilgreinir svo fag- urlega í forspjalli sínu að þessari bók sinni, og um leið orðið þjóð sinni hinn þarfasti maður. Matsveinn Matsvein og háseta vantar á m/b Hauk sem fer á síldveiðar við Suðvesturland. Upplýsingar um borð í bátnum við Grandagarð. Hestaferð á Þingvöll Hestar leigðir í skemmtiför á kappreiðarnar á Þing- völlum þann 26. og 27. júní næstk, Lagt af stað frá Hrísbrú kl. 15,00 á laugardag. Nánari uppL að Hrísbrú. Sími um Brúarland (22060). 52 tonna bátur til sölu á mjög hagstæðu verði. Báturinn er á troHi og fylgja trollveiðarfærin ef óskaö er. Austurstræti 12 Símar 14120 og 20424. (skipadeild) Nýkomið Ensk ocp Tékknesk Gólfteppi Teppadr eglar Margar breiddir. Sérstaklega fallegir litir. Teppamoff tur Teppafílt Margar gerðir. Geysir hf. Vesturgötu 1. Hús við Lágafell 4—5 herbergja, vandað einbýlisbús til sölu. Blta- veita, stór ræktuð lóð og víðsýni mikið. Upplýsingar á staðnum kl. 7—9 e. h. Egill Marteinsson, Hlíðartúni Mosfhr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.