Morgunblaðið - 24.06.1965, Page 15

Morgunblaðið - 24.06.1965, Page 15
Fimmtudagur 24. júní 1965 MORCUNBLAÐID 15 Eiga þeir að berjast einir? í MORGUNBLAÐINU föstudag- inn 21. maí eru hermd ummæli kennslumálaráðherrans danska, K. B. Andersen, á þessa leið: „Ég þarf ekki að taka það fram, að komi til þjóðaratkvaeða- greiðslu þrátt fyrir ljósa af- greiðslu þingsins á handritamál- inu, munu hinir mörgu vinir ís- lands í Danmörku berjast ákaft íyrir staðfestingu laganna“. Hið fyrsta sem mér datt í hug er ég las þessi ágætu orð var þetta: Eiga þeir að berjast einir? Eigum við íslendingar ekkert að leggja af mörkum í þeirri bar- áttu? Nú er þessari hættu vikið frá, það kemur ekki til þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem sennilega hefði orðið bitur, og sennilega hefði leitt til ósigurs fyrir mál- stað okkar og hinna mörgu, á- gætu manna, sem stóðu að sam- þykkt laganna. í>á ályktun dreg ég af því viðhorfi, hversu auð- velt hefði verið fyrir óhlutvanda andstæðinga málsins að vekja andúð gegn okkur íslendingum og afhendingu handritanna sem gjafar til íslands. En nóg um það. Fyrri grein Samt er önnur barátta eftir: lögsókn hinna áköfustu andstæð- inga laganna um handritagjöfina. Sennilega hugsa margir sem svo, að þar sé ekki og geti ekki verið um neina „baráttu“ að ræða. Nú sé ekkert annað að gera en að bíða dómsúrslitanna, hver sem þau verða. Ég er ekki á sama máli um það. Enn munu vinir ís- lands í Danmörku „berjast ákaft fyrir staðfestingu laganna", með áróðri og upplýsingum. Að sönnu er ekki hægt að gera ráð fyrir því, enda ósæmilegt, að áróður geti haft áhrif á niðurstöður hins væntanlega dóms, um lögmæti laganna og gerða þingsins í þessu máli, en vandaðar og traustar upplýsingar um margar hliðar handritamálsins aettu að geta haft áhrif á niðurstöður dómsins. Slí':t er eðlilegt og réttmætt. En er ekki allt upplýst um þetta mál? Og mun ekki dóm- endum þeim sem hlut eiga að máli vera allt vel kunnugt um það? Svo og þeim sem verða verjendur laganna og gjörða þingsins fyrir dómstólunum. Við skulum líta aftur í tímann um fjögur ár. Þegar 60-menningarrnir fengu árið 1961 frestað staðfestingu lag- anna um afhendingu handritanna voru það okkur mikil vonbrigði, þarf ekki á það að minna. Þó mælti Ólafur Thors forsætisráð- herra hin frægu orð: „Við getum beðið, við íslendingar erum van- ir að biða“, um leið og hann þakk •ði dönsku þjóðinni, þingi og stjórn fyrir lagasetninguna og þann skilning á málstað okkar, »em hún lýsti svo fagurlega. Orð Ólafs voru einnig í samræmi við þann skilning sem þá virtist vera ráðandi hér á landi, að hér væri •ðeins um 3—4 ára bið að ræða tem engu breytti, niðurstaðan að þeim tíma liðnum væri örugg, og engu að kvíða. Ég var víst einn •f. þeim fáu sem litu allt öðru vísi á málið. í mínurn augum var biðin stórhættuleg. Ég reiknaði með að andstæðingar okkar í málinu myndu nota þessi ár ó- spart og öttullega til þess að vinna á móti málstað okkar og til niðurrifs á gjörðum hinna mörgu vina fslands I Danmörku. I>vi miður reyndist ótti minn ekki ástæðulaus, nú er það kom- ið á daginn. Hér skall hurð nærri hælum, og enn er ekki bitið úr nátinni, þótt sv® gæfulega og drengilega hafi ráðizt að mikill meirihluti danskra þingmanna standa enn með íslenzkum mál- stað. Þann 16. júní 1961 hripaði ég eftirfarandi vísur á blað: Sextíu Danir settu nöfn sín á blað að sýna íslenzkum mönnum og konum það: að enn er í borginni stóru suður við Sundið sannleik og réttlæti stundum úr götu hrundið. Vonirnar brugðust, en mest er að minnast þess og mun í hug vorum skipa hinn æðri sess, að til eru þeir sem fylgja oss fast að málum þótt framkvæmd sé tafin af minni og naumari sálum. Oft höfum vér beðið, og beðið getum vér enn, en brýn er vor skylda að minnast þess allir í senn: að það er ei nóg að standa bljúgir og bíða, nú bíður vor allra að vinna, trúa og stríða. Ég hugsaði einfaldlega sem svo, að nú yrðum við íslendingar að nota biðárin ötullega til þess að létta vinum fslands í Danmörku róðurinn, láta þá ekki berjast eina. Við ættum að skipuleggja og halda uppi vönduðum áróðri og upplýsingastarfsemi í Dan- mörku (og einnig víðar um Norð- urlönd) um handritamálið, mál- stað okkar, og um leið málstað vina vorra í Danmörku, utan þings og innan, til styrktar. Ég sýndi vini mínum, sem ég tel mér miklu fremri um þekk- ingu og réttsýni vísur þessar. Hann réði mér frá að láta þær sjást, því að nú væri kurteisi vor að bíða rólegir og hafast ekki að, lofa Dönum að útkljá þetta mál sín á milli, þar mættum við jafn- vel ekki nærri koma. Þetta var vist í fullu samræmi við álit og stefnu íslenzkra ráðamanna, sú varð raunin. Biðárin fjögur höfum við fs- lendingar lítið og ekki aðhafzt í handritamálinu. Við höfum jafn- vel horft aðgerðarlausir á að andstæðingar okkar danskir hafa gengið að því með oddi og egg, og ekki alltaf með hreinum vopn- um, að rífa niður það sem búið var að byggja upp okkur til hags í handritamálinú, afflytja mál- stað okkar meðal danskra kjós- enda og danskrar æsku. Nægir í því sambandi að minna á það hvernig menri hafa verið sendir á vit dönsku lýðháskólanna til þess að freista að rífa niður það sem Bjarni M. Gíslason var bú- inn að byggja þar upp og treysta íslenzkum málstað til framdrátt- ar. Verk hans á því sviði verða seint fullmetin, og þó skilst mér að oft hafi Bjarni staðið að þessu verki lítt studdur héðan að heim- an, jafnvel ekki ailsendis laust við að menn hafi látið sér fátt um finnast verk hans og upplýs- ingastarfsemi margvíslega. — Sjá menn ekki nú að aðgerðaieysi okkar á umliðnum fjórum árum hefir verið misráðið, hörmuleg mistök og sinnuleysi en engin kurteisi, jafnvel fremur ókurteisi gagnvart vinum íslands í Dan- mdrku, fyrst og fremst lýðhá- skólamönnunum mörgu og traustur. Ég sagði að árin fjögur hefðum við lítið og ekki aðhafst. Nú munu menn ef til vill segja að ekki sé það rétt með öllu, við höfum sett lög um Handrita- stöfnun háskólarts. Vel er það, en breytir þó ekki svo ýkja miklu, sömu fræðimenn voru áður að starfi og norrænu deild HáSkól- ans. Eigi að síður ér Handrita- stofnunin góður undirbúningur að heimkomu handritanna sam- fara byggingu fyrir þá stofnun, þótt byggingin sé vitanlega fyrst og fremst gerð sökum þarfa Há- skólans margvíslegra. Hitt er blekking að stórbyggingu þurfi vegna handritanna er þau heimt- ast, þau þurfa ekki mikils — en góðs — við um húsnæði, það vita allir sem heimsótt hafa Árna- safn, bæði meðan það bjó við óhæfilega léleg húsakynni og síð- ar er það komst á viðunandi góð- an og öruggan stað. En það hefir skeð annað sem i mínum augum er eigi minna virði heldur en fyrirkomulags- atriðin við stofnun Handrita- stofnunarinnar: Það er lagfæring lóðar og húsahlaðs Landsbóka- safnsins. Um árabil átti ég dag- lega leið þar fram hjá. Ósjaldan vakti vanhirða lóðarinnar og vesaldómur sá er hún lýsti þá hugsun hjá mér að þar væru hættuleg rök gegn því að menn- ingarþjóð eins og Danir afhentu okkur handritin til eignar og varðveizlu, vitandi um og horf- andi á ræfilsháttinn, hvernig væri útgangurinn á lóðinni um- hverfis aðalmenntabúr okkar, Landsbókasafnið og þjóðskjala- safnið. Slíkur vottur vanmenn- ingar er nefnilega ekkert hé- gómaatriði, síður en svo. Nú er úr þessu bætt, loksins, hefði mátt fyrr vera. Ég tel lagfæring lóðar- innar og góða umgengni á henni nú vera stærsta sporið, sem við höfum stigið sjálfir í handrita- málinu síðustu árin, spor í áttina til þess að gera okkur þess verð- uga að taka á móti handritunum. Hættu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er bægt frá, en málaferlin sem andstæðingar okkar efna til sem síðasta örþrifaráðs er fyrir dyrum. Málstaður okkar og vina íslands í Danmörku er því engan veginn úr allri hættu. Málaferlin verða hörð, það megum við vita, og málalokin eru engan veginn fyrirsjáanleg örugg okkur í vil. Getum við nokkuð lagt af mörkum, lagt til málanna er styrki málstað dönsku stjórnar- innar sem hins saksótta aðila og um leið málstað vina íslands í Danmörku? Ég hygg að þessu megi svara játandi. Einri er sá meginþáttur hand- ritamálsins sem hefir verið lát- inn liggja vandlega í þagnar- gildi á undanförnum árum. Það hefir þótt kurteisi. Þessi þáttur eru hin sögulegu sannindi um erfðaskrá Árna Magnússonar, hvernig hún var gerð og við hverjar kringumstæður, hversu gruggugt margt var sannanlega við þær gerðir, og þó enrt grugg- ugra ef getið er í eyðurnar, svo sem eðlilegt er að gera, þegar þess er gætt að erfðaskráin i sínu upphaflega formi fyrirfinnst ekki.. Hið sama gildir um skipu- lagsskrá sem ekki yar.gerð fyrr én áratugum eftir dauða Árna Magnússonar, þar sem svo er að orði komizt, og talið vera í anda Árna Magnússonar, að af eignum hans sé stofnað „Legat til de Danske og Norske Histories Op- lysning og Forbedring“ — ísland, ættarland gefandans ékki nefnt á nafn. f þessu sambandi er þess að minnast að eitt af því sem Christ- rup lögmaður leggur áherzlu á i stefnu sinni vegna málsóknar- innar, er einmitt að löggjafar- valdið, þ.e. Þjóðþing Dana, hafi ekki vald til að breyta erfðaskrá Árna Magnússonar. Dálítið bros- leg fullyrðing þegar þess er gætt að í erfðaskránni — afriti því sem til er — eins og þeir eru tald ir hafa gengið frá henni herrarn- ir Bartolin og Gram. ér eihmitt ákvæði um að þeim sé heimilt að breyta erfðaskránni síðar ef þeim þóknist þáð. Mætti þá ekki ætla að Þjóðþingið hefði leyfi til að breyta erfðaskránni þegar gjör- breyttar þjóðfélagsaðstæður (sjálfstæði fslands — Háskóli ís- lands) gera slíka breytingu æski- lega og sanngjarna. Án þess að vantreysta þeim ágætu ’ lögfræðingum sem við málaferlin munu verja gerðir þings og stjórnar í handritamál- inu, er líklegt að fróðustu menn íslenzkir geti dregið fram í dags- ljósið allmargt er styðji þá skoð- un, að jafnvel hinn lagalegi „rétt- ur“ Kaupmannahafnarháskóla til eigna Árna Magnússonar, hand- rita og annarra eigna, sé ekki eins „hreinn" og óvefengjanlegur eins og af hefir verið látið, hafi frá upphafi ekki verið það. Þurfi sá „eignarréttur" því eigi að gera gerðir Þjóðþingsins danska og ríkisstjórnar að lögleysu. Er ekki rétt að allt sem upp er hægt að grafa um þetta erfðaskrármál komi nú fram, og er ekki rétt að íslenzkir fræðimenn vinni þar fljótt og vel að, ef verða mætti til varnar í málaferlunum um hand- ritamálið, löggjöfina um afhend- ingu handritanna. Mér vitanlega hefir lítið verið um þessa hlið handritamálsins rit að, unz Sigurður Ólason lögmað- ur og stjórnarráðsfulltrúi, rauf þögnina í bók sinni Yfir alda haf, sem kom út um áramótin síð- ustu, þar sem hann ritar um erfðaskrá Árna Magnússonar og þann erfðaskrárgerning allan. Væri ekki full ástæða til þess að ritgerð Sigurðar kæmi fyrir augu almennings í Danmörku, þýdd, og ef til vill eitthvað umrituð? Eða að minnsta kosti fyrir augu þeirra aðila sem á næstu vikum og mánuðum eiga að verja mál- stað dönsku stjórnarinnar varð- andi löggjöfina um afhendingu handritanna, svo og fyrir augu þeirra sem um það mál eiga að dæma. Andstæðingar handrita- löggjafarinnar hafa verið ósparir á að semja flugrit um málið og dreifa þeim um allar jarðir í Danmörku og raunar víðar. Við íslendingar, sem málið skiptir mestu, höfum mér vitanlega ekki gert neitt hliðstætt — ekki hreyft litla fingur í þá átt, þegar frá eru skildar bækur Bjarna Gíslason- ar um handritin, en sem kunnugt er komu þær út áður en fór að harðna deilan um handritin hin síðustu ár. Bækur Bjarna erú einnig annars háttar heldur en upplýsingaflugrit, sem bezt hent- ar að dreifa út í miklum mæli meðal manna. Nei, við höfum haldið okkur á línunni að láta. vini íslands í Danmörku berjast eina — fyrir málstað okkar. í janúar i vetur sem leið ritaði ég á norsku greinarflokk um handritamálið (þrjár greinar). Þær birtust í norska dagblaðinu Nationen, allar sem kjallara- greinar (kronik) á ritstjórnar- síðu blaðsins. Heildartitill grein- anna er: Hándskriftsaken. Árni Magnússon og hans testamenti. Ég skal ekki rekja efni grein- anna, enda yrði þáð of langt mál, aðeins geta þess að i einni grein- inni rek ég það sem norrænu maðurinn mikli, Guðmundur heit inn Þorláksson magister og styrk þegi við Árnasafn um tvo tugi ára, 1877—1896, sagði mér ung- um, sem kennari minn um Árna- safn, en þó aðallega' erfðaskrá Árna Magnússonar og hvernig hún var til komin — á meir en vafasaman hátt. Ég drap einriig í greinum mínum á ritgerð Sig- urðar Ólasonar og hvernig hún hefði rifjað upp hin gömlU kynni mín af máli þessu. Sagði sem er, að nær ekkert í ritgerð Sigurðar hefði verið mér nýtt, svo gjörla hafði Guðmundur Þorláksson sagt mér þetta allt og meira til fyrir 56 árum og svo ljóslifandi er frásögn hans enn í huga mín- um. Árni G. Eylands. Greinarnar i Nationen sendi ég dönskum rithöfundi, sem mér er aðeins kunnur af afspurn og því sem hann hefir ritað, meðal ann- ars um handritamálið. Hefi aldrei hitt manninn til þess að heilsa honum, séð hann einu sinni, og mér vitanlega vissi hann alls ekki um tilveru mína, sem ekki er von. Maður þessi skrifar mér nú og þakkar með sterkum orðum fyrir greinarnar, sem hártn seg- ist hafa sent „til den danske advokat i saken“, að loknum lestri. Þótt ég geri ráð fyrir að hinn danski rithöfundur ofmeti grein- ar mínar hinar norsku um hand- ritamálið, er hann afhendir þær hæstaréttarlögmanninum, verj- anda handritamálsins í réttarhöld unum, og telur þær eiga erindi til hans, þá segi ég frá þessu sök- um þess að það sannar ljóslega að vinir okkar sem berjast einir fyr- ir okkur í handritamálinu taka fegins hendi allt héðan að heim- an sem þeir telja jákvætt í mál- inu. Að þeir hafa barizt einir og berjast enn kemur engan veginn til af því að þeir vilji verá einir um hituna, alls ekki. Þeir hafa alls ekki kosið sér neina mónó- pólaðstöðu í handritamálinu. Er þeir hafa barizt einir stafar það af sinnuleysi okkar íslendinga og misskilnings kurteisis-látalátum, — sem nú er komið meira en nóg af, og eru okkur til lítils sóma. Barátta hinna dönsku viná fs- lands hefir verið hörð, og leikur- inn verið háður við erfiðar að- stæður, verið ójafn leikur. Ann- ars vegar — íslands megin — ósköp venjulegir menn og konur, hins vegar eins konár akademísk vísindaklíka, sem hefir litið á sig sem hina einu og sönnu þjóðhetj- ur og forsvarsmenn danskrar Kaupmannahafnarmenningar og verðmæta. Er íslandsvinimir hafa borið sigur af hólmi í danska Þjóðþinginu tvívegis má það und ur heita. Nánar um það undur í annarri grein. Reykjavík, 19. júní 1965 Árni G. Eylands. Þiivja bilveítan ó Keflavíkur- vegi ó viku Aðfaranótt s.l. sunnUdags .valt fólksbifreið á Keflavíkurvegin- um rétt við Krýsuvikurveginn og stórskemmdist hún. Tveir ungir piltar voru í bifreiðinni og sakaði hvorugan þeirra. Þettá er í þriðja sinn á aðeins einni viku, sem bifreið veltur á Kefla- víkurveginum. Aðfaranótt óku tveir piltar úr Keykjavík amerískri fólksibif- reið suður Keflavíkurveg. Sneru þeir við á móts við Kúagerði og voru á leið til Reykjavíkur, er óhappið varð. Ekki er vitað með hvaða hætti það varð, en bifreiðin stakkst fram fyrir sig og lenti á toppnum á hæigri ■ vegarhelmingi. Piltarnir sluppu án meiðsla en bifreiðin stór- skemmdist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.