Morgunblaðið - 24.06.1965, Síða 27

Morgunblaðið - 24.06.1965, Síða 27
Fimmtudagur '24. júní 1965 MGRGUNBLAÐID 27 Surtseyjarstimplun írímerkja ólögleg ? í HÁDEGíSÚTVARPINU í gær var lesin auglýsiug til írímerkja safnara frá verzlun hér í borg, ©g sagði þar m.a.: „Athugið, að í dag, 23. júní 1965, á útgáfudegi Surtseyjar- frímerkjanna, eru menn staddir úti í Surtsey að stimpla 4500 tölusett, sérprentuð fyrsta dags umslög með stimpli, sem á stendur: Stimplað á útgáfudegi, 23. júní 1965, í Surtsey. Frímerk in eru stimpluð af póstafgreiðsl- unni í Vestmannaeyjum í dag. Verð hvers umslags er 50 kr., er greiðist við pöntun. Tekið er á móti pöntunum Um miðjan dag í gær barst Mbl. svoh’.jóðandi fréttatilkynn- ing frá póst- og símamálastjórn- inni: „Að gefnu tilefni vill póst- og símamáiastjórnin taka fram, að stimplun sú á útgáfudagsum- slögum, sem auglýst hefur verið, að færi fram í Surtsey á útgáfu- degi Surtseyjarfrímerkjanna, 23. júní, er að engu leyti á vegum póstþjónustunnar“. Guðmundur Grímsson Guðmundui Grimsson. dómuii í NJokotu ldtinn HINN kunni Vestur-lslendingur, Guðmundur Grímsson, hæstarétt ardómari í Norður-Dakota í Bandarikjunum, lézt á þriðju- dag. 86 ára að aldri. Guðmundur var fæddur hér á íslandi árið 1878, en fór vestur með foreldrum sínum harðinda- vorið 1882. Hann var yngsti son- ur Steingríms Grímssonar, bónda á Grímsstöðum og Kópareykjum, en elzti bróðir hans var séra Jón Steingrímsson í Gaulverjabæ, faðir Steingríms rafmagnsstjóra. —• Kennedy Framhald af bls. 1 Vildi Kennedy, að þegar yrðu teknar upp viðræður við Sovét- ríkin og önnur þau riki, sem yfir kjarnorkuvopnum ráði eða muni ráða á næstunni, með það fyrir augum að öll önnur lönd afsali eér kjarnorkuvopnabúnaði, en á móti komi trygging gegn kjarn- orkuvopnaárás. Einnig vildi öld- ungadeildarþingmaðurinn athuga möguleika á því að koma upp kjarnorkulausum svæðum i Suð- ur-Ameríku, Afríku og Austur- löndum nær, en taldi litlar líkur á að slíks væri kostur í Evrópu eða Austur-Asíu. Ennfremur gerði Kennedy það að tillögu sinni að gildandi bann gegn kjarnorkuvopnatilraunum yrði aukið og skyldi það einnig ná til tilrauna neðanjarðar. í»á skyldu Bandaríkin og Sovétrikin ekki auka framleiðslu sína á kjarn- ©rkuvopnum og Bandarikin skyldu auka stuðning sinn við Aliþjóðakjarnorkumálastofnun- ina (IAEA). Forsaga þessa máls mun sú, að um leið og pósthúsið í Vest- mannaeyjum var opnað í gær- morgun, mætti þar Páll Helga- son, (hinn sami sem steig fyrst- ur og síðastur manna fæti á Syrtling fyrri, er sökk síðan í kaf), keypti 4.500 stykki af hin- um nýju frimerkjum og lét póst- stimpla þau. Síðan fór hann með þau áleiðis út í Surtsey, til þess að láta stimpla með eigin stimpli á umslögin. Eins og kunnugt er, má eng- inn stíga á land í Surtsey nema með leyfi Náttúruverndarráðs, svo sem nýlega var skýrt frá í blöðum. Þessa ,leyfis hafði Páll ekki aflað sér. í gær munu Surtseyjarfélagið og Náttúru- verndarráð hafa leitað til menntamálaráðuneytisins vegna þessarar úfvarpsauglýsingar, og og síðan var málið falið dóms- málaráðuneytinu, sem tilkynnti það til bæjarfógeta í Vestmanna eyjum. Náttúmvernda.rráð mun krefjast upptöku frímerkjanna, þar sem það álítur hér um gróða bragð að ræða, byggt á ólöglegu athæfi. Mbl. haíði i gærkvöldi sam- band við bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum, Freymóð Þor- steinsson, en hann kvaðst ekkert vilja um málið segja að svo stöddu. — Sildveiðin Framhald af bls. 28 lenzka haísvæðinu í jún er eitt hið minnsta, sem verið hefir undanfarin 10 ár. Hins vegar fannst allgott átusvæði djúpt norður og norðaustur af Langa- nesi. í hafmu austur af Islandi fannst mun meiri áta en á ís- lenzka hafsvæðinu. Sökum hins óvenjulega kulda hefir vorað mjög seint í sjónum og má því ætla að aukning átmagnsins verði hægfara og seinna á ferð- inni en venjulega. • Síldargóngur: Þrátt fyrir ýtar legar athuganir fyrir vestan og norðan land í maí og fyrri- hluta júní. varð þar ekki vart við verulegar síldargöngur. Rannsóknir í maí sýndu hins vegar, að allsterkar síldargöng- ur voru að koma á þrjú aðal- svæði út af austanverðu land- inu. Eru það eftirtalin svæði: 1. Um 180--200 sjóm. aust-norð- uastur af Langanesi, þar sem síldin var í austurjaðri kalda straumsins. 2. Um 130 sjóm. aust ur af Langanesi, þar sem sildar- gangan var komin alllangt inn í kalda sjóinn. 3. Allmikil síld var á sva:ðinu 50—80 sjóm. út af Dalatanga Siðari athuganir ásamt þróun veiðisvæðanna hef- ur sýnt, að í byrjun júní fór síldin út af Austfjörðum að síga norður á bóginn. Þegar norður fyrir Langanes kom, hafa flestar síldargöngur á undanförnum ár- um sveigt vestur eða norðvestur á bóginn. Að þessu sinni hélt aðalgangan norðaustur, allt norður undir Jan Mayen, eins og mönnum er enn í fersku minni. Líklegt er, að hið óvenju- lega ástand, sem nú er á hafinu norðaustur af landinu, hafi vald- ið hér mest um. Nokkur síld hefur þó gengið norðvestur á bóginn á svæði norðaustur og norðnorðaustur af Langanesi, en þar er nú veruleg áta, og ættu því að vera talsverðar á þeim miðum á næstunni. Um miðjan júní kom allsterk síldarganga á Austfjarðamið, en þar er nú mjög átulítið og hafa torfurnar staðið djúpt til þessa. Því hefur þar ekki orðið nein veiði. Samkvæmt athugun sovézku rannsóknaskipanna er nú tals- vert síldarmagn á stóru svæði 200—300 sjóm. austur af landinu, og verðor framhald slídveiðanna næs* ir einkum háð því, hve . essi síldarganea nálg- Monlio Bicsio £S ilnpelli MANLIO Brosio, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, skoðaði Kefia- víkurflugvöll á miðvikudag. Sá hann þar meðal annars slökkviliðsæfingu, og eru myndirnar teknar við það tækifæri. Á stærri myndinni sést Manlio Brosio í aftursæti bif- reiðarinnar, en Weymouth aðmírál1, yfirmaður varnar- liðsins, í framsæti. Við bílinn stendur Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri. Á minni myndinni sést- slökkviliðsmaður vaða eld í eldtraustum búningi. (Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson). ast sOdarniiðin austan eða NA- lands. Svo og því að átumagn aukist á nýjan leik á miðunum. Ægir íór frá Seyðisfirði í dag og mun í fyrstu kanna svæði út af Austurlandi. Leitarskipið Hafþór annast nú síldarleit út af norðaust- anverðu og austanverðu Norður- landi. Pétur Thorsteinsson er um þessar mundir að koma á mið- in og mun fyrst hefja athuganir á vestra svæðinu norðanlands. stefnuna í Algeirsbong, ef hún ver'ði haldin, og er sagður gera sér vonir um að hitta þar að máli fulltrúa Kína, Norður-Vietnam og Viet Cong-manna, og vonar, að þær viðræður stuðli að því að leysa Vietnam-málið á frið- saml’egan máta. - ALSIR Framhald af bls. 1 Ben Bella, hann væri í stofufang- elsi, en ekki var Amer leyft að hitta hinn fallna forseta. Segir byltingarráðið fregnir af uppþotum í landinu orðum aukn ar og jafnvel alrangar og kveðst stáðráðið í að halda fyrirhuigað- an fund leiðtoga Asíu- og Afríku ríkja eins og ekkert hafi í skorizt Fjórtán samveldislönd í Aski og Afríku hafa farið þess á leit að fundinum verði frestað og eru Japan og mörg önnur lönd þvi einnig fyLgjandi. Alsírstjórn hin nýja hafði gert menn út af örkinni til þess að fala stuðnin.g við ákvörðunina um að halda ráðstefnuna, m.a. til London, að tala máli stjórn- arinnar við fulltrúa samveldis- landa.nna þar. Utanríkisráðherra Alsir, Abdelaziz Bouteflika, fór í gær til Kairó og átti þar við- ræður við Nasser Egyptailands- forseta og Chou En-lai, forsætis ráðherra Kína, sem báðir eru því fylgjandi að ráðstefna Asíu- og Afríkuríkjanna verði haldin í Alsiír eins og ráð var fyrir gert. Komst Chou En-lai svo að odði í ræðu er hann hélt í gærdag að stjórnarskiptin í Alsír væru al- gjört innanríkismiál og Kína hefði ekki haft það fyrir sið að skipta sér að innanríkisimálum annarra landa, U Thant, aðalritari S.Þ., kveðst hafa fulian hug á að sækja ráð- — Attræður bæturnar. Öll peningshús byggði hann af nýju. Þegar hann fór frá Súðavík, gaf jörð- in af sér 400—500 hesta af töðu, en áður höfðu fengizt af henni 80—90 hestar. íbúðarhúsið lag- færði hann og endurbætti og jók við það vandaðri viðbyggingu árið 1927. Sjö árum síðar brann það til kaldra kola með mestu af húsbúnaðinum og verðmætum vörulager. Þetta var á kreppu- árunum, húsið vátryggt fyrir kr. 25.000, annað óvátrygt. Byggði hann þá steinhús á grunninum, og er það nú embættisbústaður læknis eða prests. En það var sjávarútvegurinn, sem var aðal- vettvangur Gríms og sat jafnan í fyrirrúmi fyrir öðrum fram- kvæmdum. Treysti ég mér ekki til að gera þeim framkvæmdum viðhlítandi skil. Verzlunina jók hann og bætti en lagði hana nið- ur síðar. Þar mun hafa vegið salt kaupmennskan og góð- mennskan. Árið 1918, 22. des., kvæntist Grímur Þuríði Magnúsdóttur, þeirri ágætiskonu, sem allir róma. Færðist þá margt af hjá- verkuim hans yfir á hennar herð ar, þar á meðal búið. Var heim- ili þeirra mjög mannmargt. Sjálf ur gekk hann að allri vinnu með fólki sínu við sjávarútveginn og vann skrifstofustörfin í „frí- stundum". Einn son eignuðust þau, Magnús, útgerðarmann og skipstjóra. Er hann kvæntur Kristjönu Skagfjörð og eiga þau sex börn. Engum hefði fyrr á árum kom ið til hugar, að Grimur og Þuríður myndu nokkum tíma flytja frá Súðavík eða festa ræt ur annars staðar, a.m.k. ekki Grímur. En skyndilega varð hann fyrir veikindaáföllum, sem urðu þess valdandi, að þau fluttu til Reykjavíkur. Fékk Grímur sér þegar vinnu, er suð- 'ur kom, því að iðjuleysi hefði hann sízt þolað. En nú gekk hann aðeins að vissu verki, sem ekki hafði áhyggjur í för með sér. Verður ekki annað séð, en að þau hafi bæði unað hag sín- um vel hér syðra. En hvar sem Grímur er og fer, fylgir Súðavík honum.' Hann virðist fylgjast með hverju handarviki, sem þar er unnið, veiðum, veðri og afkomu. Hér syðra leggur hann eyra við öllu, er að gagni mætti koma í Súðavík, og sýnir það í verki alla tíð, að Súðavík er honum jafnkær 'og á meðan hann átti þar heima, allt frá bamsaldri. Það mun því fáum hafa komið á óvart, að Grímur minntist þar hinna nýafstöðnu tímamóta í lífi sínu og á þann hátt, sem jafnan hefur einkennt hann. Grímur og Þuríður eru nú komin að Hrafnistu fyrir nokkr- um vikum og setzt í helgan stein. Þau eru aftur komin á mannmargt heimili. Gæfan fylgi þeim ár og síð. Rvík, 22. júní 1965 Lea Eggertsdóttir. Aðalskrifstofur Loftleiða loka milli kl. 2 og 4 í dag vegna minningar- athafuar Oglu Sveinbjörnsdóttur. Loftleiðir hf. — Styrkur NATO Framhald af bls. 1 við þá málefni NATO almennt sagði aðmírállinn. Aðspurður kvað hann NATO ekki hafa neinar áætlanir um aukna aðstöðu í Hvalfirði. Það væri aðeins fyrirhuguð olíu- birgðastöð. Ekki væru neinar skipulagsbreytingar væntanlegar á stöðu varnarliðsins hér, en hins vegar þyrfti að sjálfsögðu að endurnýja þau tæki sem úr- elt yrðu. Aðmírállinn sagði, að átökin í Vietnam hefðu ekki haft breyt- ingar í för með sér varðandi styrkleika Atlantshafsflota NATO. Bandaríkjamenn hefðu ekki flutt skip héðan til Kyrra- hafsins, nema hvað flugvélamóð- urskipið Independence hefði ver ið sent til Suð-Austur Asíu, en það væri aðeins um stundarsakir. Varðandi hinn sameiginlega kjarnorkuflota NATO-ríkjanna (MLF) sagði Moorer aðmíráll, að frá hernaðarlegu sjónarmiði væri hugmyndin um slikan flota vel framkvæmanleg, en hins veg ar væri það stjórnmálaleg ákvörð un, hvort úr stofnun hans yrði, Moorer sagði, að um rúmlega eins árs skeið hefði eitt af skip- um NATO verið mannað sjólið- um frá ýmsum bandalagsþjóðum og hefði sú tilraun gefizt vel. Að lokum kvaðst hann hafa haft ánægju af komunni hingiað m.a. til Þingvalla, hins forna að- seturs Alþingis. í gærkvöldi sat Moorer veizlu Weymouths, yfirmanns varnar- liðsins, og hélt kl. 10.30 áleiðis til Norfolk í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar Atlantshafs- flota NATO eru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.