Morgunblaðið - 24.06.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 24.06.1965, Síða 21
Fimmtudagur 24. júní 1965 MORCU N BLAÐID 21 Ríkiserfingjans beðið með eftirvœnfingu í GRÍSKU eyjunni Korfu ríkir nú mikil eftirvænting, þvi að þar hefur Anna Maria Grikkjadrottning ákveðið að ala sitt fyrsta barn, væntan- iegan ríkisarfa Grikklandis. Drottningin kom til Korfu fyrir hálfum mánuði ásamt tengdamóður sinni Freder- iku, ekkjudrottningu, og mág konu sinni írenu prinsessu. Konstaniín konungur heim sækir eiginkonu sína, 'hven- ær sem skyldustörfin leyfa. Þessi mynd var tekin ai grísku konungshjónunum fyrir skömmu. En frítímar konungsins hafa verið færri en hann hefði kos ið að undanförnu, þ-ví ýmsir erfiðleikar hafa steðjað að. Fyrir nokkrum dögum varð t.d. uppvíst um samsæri inn- an hersins, og voru 25 menn handteknir fyrir þátttöku í þvL Samsærismennirnir eru úr hópi vinstrisinnaðra Grikkja, sem vilja leggja nið- ur konungdæmið og segja landið úr Atlaníshafsbanda- laginu. En Anna María er ekki ein mana, þótt Konstantín þurfi að dveljast í Aþenu, því að nú hafa bæði móðir hennar, Ingiríður Danadrottning og systir hennar, Benedikta prin sessa, bætzt í hóp þeirra sem biða eftir fæðingu ríkisarfa Grikklands og fyrsta bama- barns Danakonungs. Gert er ráð fyrir að barn- ið fæðist í lok þessa mánað- ar, en um leið og drottningin flutti frá Aþenu til Korfu, þyrptust blaðaljósmyndarar víðsvegar að úr heiminum til eyjarinnar, þar á meðal marg ir frá föðurlandi drottningar- innar, og einnig hafa flest stærstu blöðin í Danmörku sent þangað fréttaritara til að fylgjast með gamgi mála. Sem fyrr segir taka Krofu- búar mikinn þátt í eftirvænt- ingu konungsfjölskyldunnar, og á flestum vínstofum, veit- ingahúsum og gistihúsum hafa verið hengd upp stór spjöld með áprentuðum mán aðardögum frá 15. til 30. júni og þar geta menn veðjað um væntamlegan fæðingardag prinsins eða prinsessunnar. Óeirðir í Tókíó og Seoul jbegor tekið var upp stjórnmálasam- band rikjanna i fyrsta skipti i 60 ár Tókíó og Seoul, 22. júní (AP-NTB) 1 DAG var undirritaður í Tókíó eamningur um að tekið verði upp að nýju eðlilegt stjórnmálasam- band milli Japan og Suður- Kóreu í fyrsta skipti í 60 ár. Stúdentar í Seoul og Tókíó efndu til mótmælaaðgerða í dag vegna samningsins. Kom til harðra átaka milli þeirra og lög- reglusveita, og voru hundruð etúdenta handteknir. Samninginn undirrituðu þeir Lee Dong Won, utanríkisráð- herra Suður-Kóreu, og Etsusa- buro Shiina, utanríkisráðherra Japans. Eissako Sato, forsætisráð berra Japans, hefur undanfarið verið á ferð um landið til undir- fcúnings kosninga, sem þar fara fram sunnudaginn 4. júlí. En hann hélt heim til Tókíó 1 dag til að verá viðstaddur undirritun samninganna. Fór athöfnin fram í bústað forsætisráðherrans og var sjónvarpað þaðan. 1 samningunum er ákviðið að eðlilegt stjórnmálasamband ríkj- anna verði tekið upp. Einnig eru ákvæði um fiskveiðar við strend- tirnar, efnahagssamvinnu, að- atöðu Kóreumanna, sem búsettir eru í Japan og um samvinnu á eviðið menningarmála. I>á var ennfremur undirritaður samning ur þar sem Japan heitir Suður- Kóreu 300 milljón dollara efna- bagsaðstoð og 200 milljón dollara láni til langs tíma með lágum vöxtum. Ekki tókst að komast að samkomulagi um Takeshima eða Tokto eyju, sem báðir gera til- kall til, en umræðum um það at- riðið var frestað. Meðan verið var að undirrita samningana í bústað forsætisráð- herrans hófu um þrjú þúsund stúdentar mótmælagöngu í Tókíó, og bættust fljótlega fleir í ihópinn. Lögreglunni tókst þó að dreifa manfjöldanum, en tíu lögreglumenn særðust i átökun- um. Talsmenn stúdentanna segja að lögreglan hafi barið 40 stú- denta með kylfum, og séu margir þeirra illa meiddir. f Seoul fóru um átta þúsund stúdentar frá 14 háskólum mót- mælagöngu um borgina, og kom einnig þar til harðra átaka við lögreglumenn. Særðust tugir stú denta og 44 lögreglumenn, en seinna tókst lögreglunni að dreifa mannfjöldanum með táragasi. Viðræður um samning þann, sem undirritaður var í dag, hafa farið fram öðru hvoru undanfar- in 14 ár. Hefur samningurinn m-ætt mikilli andspyrnu í báðum löndum, sérstaklega þó i Suður- Kóreu. Japanir hertóku Kóreu 1910, og var landið hluti af Japan þar til í styrjaldarlok 1946. Jónsmessuhátíð * Arnesinga í Aratungu JÓNSMESSUHÁTÍÐ Árnes- inga verður að þessu sinni haldin í félagsheimilinu Ara- tungu næstkomandi laugar- dagskvöld. Árnesingafélagið í Reykjavík hefur á undanförnum árum gengizt fyrir skemmtisamkomum heima í héraðinu ár hvert um Jónsmessuleytið. Samkomur þess ar hafa ýmist verið nefndar Jóns- messumót eða Jónsmessuhátíð. Uppphaflega og um margra ára skeið var það Árnesingafé- lagið í Reykjavík eitt, sem stóð fyrir þessum hátíðahöldumð og voru samkomurnar þá ævinlega haldnar á Þingvöllum, en til þess var alltaf ætlazt, að bæði héraðs- búar og Árnesingar, brottfluttir úr héraðinu, sæktu samkomurn- ar. — Nú síðustu árin hafa samkom- ur þessar hins vegar verið haldn ar til skiptis í félagsheimilum hér aðsins, og héraðsbúar þá einnig staðið að framkvæmd þeirra með félaginu og í samvinnu við það. Þetta hefur orðið til þess, að eink um hefur fjölmennt á samkom- urnar fólk úr þeim hluta héraðs- ins, sem samkoman er haldin er í hverju sinni, bæði heimafólk og það fólk, sem þaðan er ættað og flutt er í burtu. Hefur fólk því með þessu fengið tækifæri til að endurnýja gamlan kunn- ingsskap og hitta frændur og vini, og hafa samkomur þessar því þótt hinar ánægjulegustu. Búizt er því við því, að fólk úr Biskupstungum og uppsveit- um Árnessýslu muni fjölmenna að Aratungu að þessu sinni. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, eins og sjá má af auglýsingum. — Nýlega hefur Árnesingafé- lagið í Reykjavík farið hina ár- legu gróðursetningarferð sína í gróðurreit sinn í Áshildarmýri. Þátttáka félagsmanna var góð. Senn líffur aff lokum leikársins hjá Þjóffleikhúsinu. Nú er aðeins sýnd þar óperan Madame Butterfly, sem hlotiff hef- ur frábæra dóma allra, er séff hafa sýninguna og þá sér- staklega sænska óperusöngkonan Rut Jacobson, sem syngur aðalhlutverkiff. Siðasta sýning óperunnar verffur miðviku- daginn 30. júni og eru því eftir aðeins fimm sýningar. Mynd in er af Rut Jacobson ásamt Sólveigu Affalsteinsdóttur. — Utan úr heimi Framhald af bls. 14 þeir hafi tekið aðferðir kapítal ísku landanna sér til fyrir- myndar, t.d. hvað viðkemur launagreiðslum og bankastarf- semi. Þeir telja, að gamla skipulagið muni tefja töluvert fyrir því að hið nýja komist til framkvæmda. Það krefjist t.d. að yfirmenn verksmiðj- anna hafi meiri hæfileika á sínu sviði, en þekkzt hafi til þessa, en margir neiti að við- urkenna þetta og því geti skap azt stjórnmálaleg vandamál, sem erfitt verði að ryðja úr vegi. Tékkneskir hagfræðingar segja með nokkru stolti, að með hinu nýja efnahagskerfi komist land þeirra langt fram fyrir Sovétríkin, þótt þar séu þegar á döfinni breytingar á efnahagsskipulaginu. Og hið nýja efnahagskerfi Tékk sé ekki sniðið eftir kenningum sovézka prófessorsins Liber- manns nema að mjög litlu leyti. — ★ — Sem fyrr segir, er Josef Len árt, forsætisráðherra, einn af frumkvöðlum nýskipunar efna hagslífsins. Hann er aðeins 42 ára, yngsti forsætisráðherra A-Evrópu. Tékkar heyrast sjaldan tala vel um leiðtoga sína, en hvað því viðkemur, er Lenárt undantekniing, því að flestir virðast bera traust — Landbúnaður Framh. af bls. 11 eða ermbætti mínu, nema því aðeins ef fram kæmu atriði, sem valdið gætu misskilniijgi meðal bænda. Stefán sendi mér vísu á rún- ingsnámskeiðunum, sem haldin voru í vetur. Visan var auðvitað vel gerð eins og vænta mátti af honum, en ekki lof um mig, sem hann kvaðst mundu seint flytja. En ég vil leyfa mér þann munað að minna á það. eins og ég hef áður gert, að Stefán hefur sýnt það í verki, að hann getur vel, ef hann vill. Og ég roun harma það ef hann tekur blaðamennskuna fram yfir rann- sóknarstörfin. Reykjavík 15. júní 1965. Árni G. Péturssou til hans. Hann tók við emb- ætti sínu í september 1963 af Viliam Siroky, sem hafði ver- ið borinn þungum sökum fyr- ir Stalínisma. Lenárt var Þi nær óþekktur meðal almenn- ings. Hann fæddist í Liptovská Porubka í Slóvakíu 1923. Að lokinni skólagöngu gerðist hann verkamaður, en sóttí jafnframt kvöldnámskeiff I efnafræði. Þótt ungur væri, tók hann virkan þátt í and- spyrnuhreyfingunni gegn naz- istum og slóvensku uppreisn- inni 1944. Eftir styrjöldina varð hann embættismaður kommúnistaflokksins og starf- aði í miðstjóm hans í Slóvak- íu. Aðeins 27 ára tók hann vifl stjórn verksmiðjunnar „29. ágúst“ í Partyzánské og ári síðar varð hann iðnaðarmála- ráðherra. Frá dauða Stalín* 1953, þar til Krúsjeíf afhjúp- aði hann 1956, var Lenárt við nám í Moskvuháskóla. — Að prófi loknu hélt hann heim til Slóvakíu og varð flokksrit- ari í Bratislava. Frá 1958 til 1962 var hann ritari miðstjórn ar slóvenska kommúnista- flokksins, en þá tók hann við formennsku þjóðarráðs Sló- vakíu og settist um leið 1 framkvæmdanefnd æðstaráðs kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu. í fyrstu opinberu tilkynning unni sem forsætisráðherra, hvatti Lenárt eindregið til betri samskipta við kapítalísk lönd, fyrst og frerrist á sviði viðskipta. Og skömmu síðar hófst hann handa um undir- búninginn að endurskipulagn- ingu efnahagskerfisins. — En heppnist það veigamikla verk- efni, hefur það ekki aðeina gildi fyrir framtíð Tékkósló- vakíu, heldur munu áhrií þesa ná til annarra landa í Austur- Evrópu. (Endursagt úr „Information" og ,,Observer“) ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýratm aff auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.