Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1965 CEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Ætli hún taki það ekki eftir henni mönamu sinni, sagði Soffía um leið og hún stóð upp og hristi pilsið sitt. — Maður getur ekki annað en tekið eftir því, hve oft dæturnar líkjast mæðrunum. Ekki í framan, heldur í öllu inn- ræti. Þú hlýtur að hafa tekið eft- ir þvi. í>að var eins og honum kæmi þetta eitthvað illa. — Nei, það hef ég ekki, og ég held ekki, að þetta sé rétt hjá þér. — Jú, víst, þú þarft ekki ann- að en líta á hana Cecy. Alveg verður hún eins oig elskan hún Lizzie frænka, þegar hún verður eldri. Hún sá, að sannleikur þess- ara orða hafði einhver áhrif á hann, og þóttist hafa gefið hon- um nægilegt umhugsunarefni í bili. Hún færði sig að dyrunum og sagði. — Jæja, ég verð að fara að hafa fataskipti. Hann stóð snöggt upp. — Nei, bíddu. Hún leit um öxl. — Nú? Hann vissi ekki sjálfur, hvað hann ætlaði að segja. — Ekkert. Það skiptir engu máli. En næst þeigar þú heimtar að kaupa hesta, ættirðu heldur að segja mér, hvernig þú vilt hafa þá. Það er ekki heppilegt að hafa ókunnuga menn fyrir ráðunauta. — Já, en þú sagðist sjálfur ekki vilja koma nærri því. — Vitleysa. Þú hefur af engu eins gaman og að láta mig hafa á röngu að standa. Hún hló, en fór út án þess að svara honum. Þegar upp kom, kom Cecilia þjótandi til að frétta um væntanleg örlög sín. — Ef hann talar yfirleitt við þig, verður það til þess að vara þiig við honum Alfred Wrax- ton, sagði Soffía og sauð niðri í henni hláturinn. — Ég sagði hon- um út í æsar, hvernig sú skepna hagar sér, og áminnti hann um að gæta þín. — Þú meinar það ekki? — Víst meina ég það. Og ég hef lokið miklu dagsverki, þó að það hafi ekki allt verið eftir ströng- ustu reglum. Oig viltu segja Addie að Charles sé ekkert vond- ur við hana. Og hann segir ekki orð við mömmu þína um þetta, sem gerzt hefur, og ég efast um, að hann segi eitt orð við þig heldur. Sú eina, sem hann kann að segja eitthvert orð við, er hin blessaða Eugenia hans. Ég vona, að henni takist að gera hann vondan. 7. kafli. Cecilia gat beinlínis ekki trú að því, að hún ætti ekki von á einni skammadembunni frá bróð ur sínum, og þeigar hún seinna rakst á hann óvænt við hornið í stiganum, greip hún andann á lofti og reyndi að kikna ekki í hnjánum. — Halló, sagði hann og renndi augunum yfir fína baUkjólinn hennar. Það er naum ast þú ert fín. Hvert á að fara? — Frú Sefton kemur eftir kvöldmat til að fara með okkur JAMES BOND Soffíu í Almackklúbbinn, svar- aði hún og 'varð fegin. — Mamma treystir sér ekki í kvöld. — Þú slærð allar hinar út með öllum þessum fínheitum, sagði hann. — Hversvegna kemur þú ekki með okkur? sagði hún og herti upp hugann. — Þá mundir þú ekki hanga utan í honum Fawnhope, svaraði hann þurrlega. Hún hnykkti til höfðinu. — Ég mundi nú ekki, hvort sem væri vera allan tímann í vasa einhvers herra. — Nei, það mundirðu ekki gera, svaraði hann rólega. En þetta er bara ekkert fyrir mig og ég ætla auk þess annað. Hún hélt áfram, en var varla kominn niður stigann, þegar hann kallaði til hennar: — Ceci- lia. Hún leit upp til hans, spyrj- andi. — Er þessi 'náungi, hann Wrax ton eitthvað að angra þig? 19 Hún var næstum búin að fella alvörusvipinn, en áttaði sig og svaraði: — Ja, jæja, óg býst nú við, að ég geti bitið hann frá mér....... ef ég kærði mig um. — Þú þarft ekki að taka nein annarleg tillit í sambandi við það, sagði hann. — Ég fullvissa þig um, að ef Eugenia vissi um þetta, yrði hún manna fyrst til að fordæma hegðun hans. — Þó það nú væri. Enginn vissi um, hvort hann hefði fundið neitt að við ungfrú Wraxton, en hafi svo verið, hef- ur það verið frekar meinlaust. Að minnsta kosti virtist hún ekki neitt buguð. En Soffía hafði eitt ánægjulagt upp úr þessu. Næst þegar ungfrú Wraxton fór að am ast við Jacko, og láta í ljós við frú Ombersley ótta sinn um að fá að heyra það, einhvern dag- inn. að hann hefði bitið börnin, þá heyrði Charles til hennar og greip fram í: — Bull og vitleysa. — Ég held nú samt, að apabit sé eitrað. — Ef svo er, vildi ég, að hann biti hann Theodór. Frú Ombersley hreyfði ein- hverjum andmælum, en Theodór, sem var nýbúinn að fá skammir, fyrir að brjóta rúðu með bolta, hló bara. Ungfrú Wraxton fannst hann ekki hafa fengið nægilega refsingu fyrir annað eins afbrot, og hafði þegar flutt ræðu um það efni af mikilli alvöru. Char- les hafði hlustað á, en hann sagði aðeins: — Þetta er auðvitað satt, en hann hitti nú skrattans vel. Ég horfði á það sjálfur. Þetta til- litsleysi við álit ungfrú Wraxton gramdist henni og nú brá hún fyrir sig einhverskonar glettni, sem hún notaði við- börn og hélt gamansama ræðu yfir Theodór og benti honum á, að hann væri heppinn ef uppáhalds dýrið hans yrði ekki tekið af honum, fyrir annað eins afbrot. Hann sendi henni aðeins illt auga, en sagði ekki neitt, en Gertrude greip fram í: — Ég held þér sé bara illa við Jacko, af því að hún Soffía gaf okkur hann. Þessi sanleiki af munni smæl- ingjans hafði furðuleg áhrif á alla viðstadda. Ungfrú Wraxton fékk rauða bletti í kinnarnar, frú Ombersley greip andann á lofti, og Cecilia byrgði niðri í sér hláturinn. Aðeins Charles og Soiffía létu sem ekkert væri, Soffía leit ekki upp úr saumum sínum, en Charles sagði kulda- lega: — Þetta var heiskulegt og illkvittnislegt hjá þér, Gertrude. Farðu aftur inn í kennslustofu, ef þú getur ekki hagað þér vel. Gertrude, sem yar farin að geta skipt skapi, alveg eins og eldra fólkið kafroðnaði og lagði nú á skipulagslausan flótta út úr stofunni. Frú Ombe^sley flýtti sér að fara að tala um væntan- lega: — Þetta var heimskulegt og Ceciliu, til að heimsækja greifa- frú Villacanas í Merton. — Maður verður að sýna alla kurteisi, sagði hún ,— og ég vona bara, að það verði ekki rigning, og ég vildi óska, að þú gætir farið með okkur, Charles. Þetta er unnusta hans ^ móðurbróður þíns, skilurðu. Ég skal alveg játa, að mér er ekki um að aka út úr borginni án þess að karl- maður sé með í för, þó að ég viti, að það er hægt að treysta honum Radnor, og svo hef ég auð vitað tvo þjóna með mér. — Góða mamma, þér ætti nú að duga að hafa þrjá fílelfda karlmenn til að vernda þig á þessari hættuferð, svaraði Char- les og brosti. — Vertu ekki að pína hann Charles til að fara, Lizzie frænka, sagði Soffía og sleit úr nálinni. — Sir Vincent hefur lofað að ríða þangað með okkur, því að hann hefur ekki séð hana San- ciu síðan hann var í Madrid, þegar maðurinn hennar var lif- andi og hélt allar þessar ágætu veizlur fyrir ensku liðsforingj- ana. Nú varð ofurlítil þögn, en þá sagði Charles: — Ef.þú vilt, mamma, skal ég fara með ykkur. Ég get tekið hana frænku í litla vaigninum mínum, svo að ekki verði of þröngt í ykkar vagni. — Ég ætla nú að fara í mín- um vagni, sagði Soffía einbeitt- lega. — Ég hélt, að þig langaði að taka í þá gráu mína. — Mundirðu lofa mér það? — Gæti hugsazt. — Nei, ég hef nú ehga trú á loforðum, sem eru ekki ákveðn- ari en svona. Farðu með hana Ceciliu. — Cecilia mundi miklu heldur vilja vera í stóra vagninum með henni mömmu. Ég skal lofa þér að taka í taumana part af leði- inni. — Skárri er það nú rausnin, sagði hún ertandi. Ég er alveg steinhissa, Charles, og ég held varla, að þú sért almennilegur. —. Þetta verður áreiðanlega alveg yndislegt ferðalag, sagði — Þér hljótið að vera genginn af vitinu. Eftir jól þorir ekki einu sinni konan mín að biðja mig um peninga. ungfrú Wraxton. — Mér er næst skapi að biðja yður að lofa mér að sitja í hjá yður, frú Ombers- ley. Frúin var ofvel uppalin til þess að láta þetta ganga fram af sér, og svaraði með nokkurri tregðu: — Já, alveg sjálfsagt, góða mín, nema henni Soffíu finnist við þá verða of mörg fyrir greifafrúna að hýsa. Ekki vildi ég kom henni í nein vandræði. — Það er engin hætta, flýtti Soffía sér að svara. — Hún lætur nú ekki koma sér í ein eða nein vandræði. Hún varpar öllum slík um áhyggjum á brytann sinn. Hann er franskur og hefur ekki nema ánægju af að taka á móti gestum, jafnvel svona litlum hópi og við verðum. Ég þarf ekki annað en skrifa henni og sníkja póstáritun hjá frænda og svo fær hún bréfið og fær það brytanum.......ef hún þá nenn- ir að hreyfa sig til þess... — Mikið verður gaman að hitta raunverulega, spænska döntu, sagði ungfrú Wraxton. — Það var rétt eins og Sancia hefði verið einhver gíraffi, sagði Soffía seinna við Ceciliu. — Ég vildi, að ég hefði vitað, að þú ætlaðir að fara með mömmu, sagði hr. Rivenhall á eftir, þegar hann fylgdi ungfrú Wraxton út í vagninn. — Ég hefði þá boðið sér sæti í kerr- unni minni. En nú verður engu breytt héðan af og það þykir mér leitt. Ég hefði ekki sagst ætla að fara, ef ég hefði ekki heyrt, að Talgarth ætlaði að verða einn í hópnum. Hamingjan skal vita, að mér er fjandans sama, hverjum hún frænka mín giftist, en mér finnst samt, eins og á stendur, verði maður að gera það fyrir han frænda minn að reyna að koma í veg fyrir það samband. ' — Ég er hrædd um, að þessi heimsókn hennar hafi valdið þér auknum áhyggjum, elsku Char- les. en það verður að fyrirgefa mikið stúlku sem Kefur aldrei kynnzt móðurumhyggj unni, en annars var ég að vona að með umsjá móður þinnar, mundi hún reyna að laga sig eftir enskum siðareglum. O, ekki aldeilis, sagði hann. — Mér er næst að halda, að hún hafi nautn að því að láta okkur öll vera eins og fest upp á þráð. Og það er ekki að vita, uppá hverju hún finnur næst, og vit- anlega er mér sama, þó að hún þekki hvern busa, sem gengur í rauðum frakka........ en að vera að gefa Talgarth undir fótinn er einum of mikið. Það þýðir minnst að segja, að hún kunni sjálf að gæta sín....... og það gerir hún sjálfsagt, en ég þori að segja, að ef hún sést of oft í för með honum, fær hún á sig hverja kjaftakerlingu í allri borg inni. Eftir IAN FLEMINC BUT OME OF THEM AT THlS MOMEMT 15 PEAFEMEO BY YOUS MEW WIRELESS SET.,._. r WE FOUMD A VEEY POWEBFUL KAPIO PICIÍ-UP IM TUE CHIMMEY. THE WIRES BUM UP TO BEHIMP THE MUMTZES^ ELECTEIC FIIZE WHECE TW5R6 — Ekki veit ég, hvernig það atvilc- •ðist. Andspyrnuflokkurinn er hérna í öllu sínu veldi. — En einn úr þeirra hópi heyrir ekkert á þessari stundu vegna hávað- lega uppi í íbúð Muntz-fjölskyldunn- ans í nýja útvarpstækinu þínu.... ar, en það er þeim fyrir komið bak við ....Við fundum mjög öflugan út- rafmagnsarininn, þar sem einnig er varpsrnóttakara í reykháfnum. Vitan- magnari. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins f Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á .kvöldin. „Bar- inn“, veitmgastofa, befur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur i dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.