Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 3
'I :< < i;!». Fimmtudagur 15. júli 1965 MORGUNBIAÐIÐ í REYKJADAL, æfingar- og sumarheimili Styrktarféiags fatlhðra og lamaðra er unnið mikið þjóðþrifastarf. Um það sannfærðumst við er við kom- um þangað í snögga heimsókn í gær. — Þetta er þriðja sumarið, sem heimiiið er hér til húsa, sagði forstöðukonan, Magnea Hjálmarsdóttir, er við inntum hana frétta af starfsemi heim- iiisins. Aður var samskonar starfsemi á Varmaiandi í Börnin að leik. — „Fram, fram fylking . . . — Ljósm. Mlbl. Sv. Þ. Heimsókn í Reykjadal Heimili lamaðra og fatlaðra í Mosfellssveit Borgarfirði og síðar á Reykj- um í Hrútafirði. Þetta er því sjöunda supiarið, sem þessi starfsemi er rekin á vegum félagsins. Þetta hús byggði Stefán Þorláksson hreppstjóri og var það upprunalega reist sem bóndabær, byggður í gömlum stíl eins og þið sjáið. Borðstof a heimilisins er Kaffitíminn var rétt að byrja, þegar við komum upp eftir, svo að okkur var þegar boðið til stofu, þar sem krakkarnir sátu og drukku mjólkina sína og tók hver til matar síns sem betur gat. Ekki var háreystinni fyrir að fara, því að öllum er sagt, að ekki megi kalla við hann svo, hún pakkar blað- inu, sem fer út á land. Og nú virðist athygli bam- anna allt í einu vakna við það, að þau sjá, að maðurinn, sem kominn er í heimsókn, er farinn að skrifa eitthvað á blað. — Hvað ertu að skrifa, manni? segir skýrleikspiltur frá Hofsósi, er segist heita Sveinn Friðriksson. — Það sem þú segir, segjum við. — Ertu frá einhverju blaði? Mogganum kannski? Kemur það á morgun? Nei, heldurðu að það komi svona fljótt? — Ertu skáld? spyr alvöru- gefinn snáði, sem heitir Magnús V. Gunnarsson og það liggur við, að við verðum montnir. Má ég sjá, hvað þú skrifar, heldur hann áfram með sama alvöruhreimnum. Krakkarnir með Sonju á milli sin. byggð í baðstofustíl og mjög vistleg og skemmtileg, klædd innan með eik og furu. Rétt við húsið er útisundlaug, þar sem börnin synda tvisvar á dag, bæði sér til heilsubótar og skemmtunar, en því miður vorum við svo óheppnir, að einmitt daginn, sem við vor- um þar var verið að hreinsa laugina, og hún því tóm. Á heimilinu eru alls 43 börn, 12 stúlkur og 31 dreng- ur. Usaönnun barnanna annast auk forstöðukonunnar 5 fóstr- ur, leikfimkennari, Friðrik Jónasson og þýzk stúlka, Hanne Bacher, sem er sjúkra- þjálfari heimilisins. Læknir heimilisins er Haukur Krist- jánsson. . matborðið. Vilji- einhver meira að borða, skal sá hinn sami rétta upp höndina og fær hann þá svo mikið sem hann vill. Þegar allir voru orðnir mettir var haldið út fyrir hús- ið og farið í stórfiskaleik. Var gaman að sjá, hve lífsþrótt- urinn og fjörið var mikið hjá krökkunum, sem sungu og skemmtu sér af hjartans list. Við snúum okkur að stórum strák, svona á að gizka 12 ára gömlum, og spyrjum hann að heiti. — Ólafur Matthíasson, Blönduhlíð 2, Reykjavík, seg- ir hann drjúgur og iðar allur af lífsþrótti. Hún mamma vinnur á Mogganum, segir Hann verður einhvern tima góður þessi, hugsum við, segjum ekkert, en sjáum fyrir okkur sprenglærðan listgagn- rýnanda. — Ertu búinn að heilsa upp á hana Sonju? segir lítil gló- kollur. — Sonja? Hver er það? spyrjum við. — Það er geitin þarna, seg- * ir einn strákurinn og bendir á geit, sem stendur tjóðruð þar skammt frá. •— Heimilið á hana, heldur hann áfram, hún átti kall í fyrra, en hann dó í vetur. — Það var sorglegt, segjum við og allir samsinna okkur. Og nú mundar ljósmyndar- inn vélina og tekur mynd af öllum krökkunum með Sonju á milli sín. Allt í einu er kallað frá húsinu og tveir strákanna gegna samstundis. Það er sjúkraþjálfarinn Hanne Baoh- er, sem er að kalla á tvo" stráka til æfinga. Við fáum að koma með til þess að sjá hvað þeir séu duglegir í æfingunum. Þeir heita Magnús V. Gunnars- son og Sturla Sigurjónsson og það leynir sér ekki, að þetta eru karlar í krapinu. Þeir æfa af kappi. Þegar ljósmyndarinn er bú- inn að mynda þá og við för- um að hugsa til heimferðar, verður fyrir okkur minnsti meðlimur heimilisins, Sigríð- Magnús V. Gunnarsson t.v. og Sturla Sigurjónsson æfa með sjúkraþjálfaranum Hanne Becher. ur Þorgeirsdóttir, þriggja ára frá Ólafsfirði. Fóstra hennar, Anna Fríða Bernódusdóttir, segir okkur, að Sigríður litla sé nýkominn á heimilið. Hún sé að læra að ganga og sé enn ekki farin að tala. Er við rennum úr hlaði og krakkahópurinn kallar á eftir okkur kveðljuorð, þykjumst við fullvissir, eftir að hafa skoðað þessa merku .stofnun, að næsta sinn, sem við eigum leið um, muni Sigríður litla verða farin að hoppa um og þá skulum við hafa við hana viðtaL Við matborðið. Þeir sem vilja meira, rétta upp hönd. STAKSTflNAR Hræsni Tímans Tíminn ræðir í forustugrein í gær um greiðsluhalla þann, sem varð á líkissjóði siðastliðið ár. Blaðið fylltist heilagri vandlæt- ingu yfir þessum eríiðleikúm í fjármálum ríkisins, og segir „að eyðslan og sukkið í ríkisbákninu hafi gengið enn lengra en allar álögur, sem þó hafi verið ferlegri á árinu 1964 en nokkru sinni fyrr“. Orsakirnar fyrir greiðsluhalla ríkissjóðs á síðasta ári eru greini lega raktar í hinni glöggu grein argerð íjármálaráðuneytisins, og jafnframt eru þær ræddar í for ustugreiu Morgunblaðsins í gær. En þegar menn lesa skrif Tím- ans um þetta mál, fer ekki hjá því, að hugurinn leiti nokkra mán uði aftur i tímann, þegar Fram- sóknarmenn fluttu hverja tillög- una á fætur annarri á Alþingi, um aukin útgjöld rikissjóðs, án þess að gera nokkrar tillögur um það, hvernig og með hvaða tekj- um mæta ætti þessum auknu út gjöldum, sem þeir lögðu til. Sann leikurinn er sá, að ef farið hefði verið að tillögum Framsóknar- manna við afgreiðslu fjárlag- anna, væri afkoma rikissjóðs margfalt verri heldur en hún er nú, og gjörsamlega óviðráðanleg. I þessum efnum eins og öðrum, leikur Framsóknarflokkurinn, — annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, — algjörlega á- byrgðarlausan leik, sem fordæma ber af öllum, og er þessum öðr- um stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar og aðal stjórnarand stöðuflokki til skammar. Þeir Framsóknarmenn ættu því, sem minnst að skrifa um eyðslu og sukk í fjármálum ríkisins, með- an þeir sjálfir gera á hverju þingi tillögur um gífurlegar greiðslur úr ríkissjóði, án þess að hugsa nokkuð um, hvernig skapa eigí honum tekjur í stað- inn. \ Vinnuíriður Tíminn ræðir einnig í forustu grein í gær um vinnufriðinn, sem haldist hefur í landinu sl. tvo og hálft ár, og þykir ekki mikið til koma. Segir blaðið í hæðnis- tón að „litlu verði Vöggur feg- inn“ úr því að menn lýsa ánægju sinni með þennan vinnufrið. Skriffinnar Tímans eru að von- um sárir yfir því, að undir. for- ustu núverandi stjórnar, og sér staklega forsætisráðherra, Bjarna Benedikf.ssyni, hefur í fyrsta skipti í aldarfjórðung tek izt að koma á samfelldum löng- um vinnufriði í landinu, og kjara samningum tvö ár í röð, án þess að til almennra verkfalla komi. Þetta er mcsta afrek þeirrar rík isstjórnar, sem nú situr og erfitt að meta þann mikla hagnað, sem þjóðarbúinu og landsmönnum öllum er af þessum breyttu við- horfum í kjaramálunum. En Tímamönnum þykir ekki mikið til koma, þeim finnst eðlilegast að allt logi hér í verkföllum, eins og hér var á vinstri stjórnar ár- unum, þcgar Hermann Jónasson, þáverandi formaður Framsóknar flokksins, var forsætisráðherra, en allt tímabil þeirrar stjórnar einkenndist af verkföllum og aft- ur verkföllum og stjórninni reyndist gjörsamlega um megn að hafa nokkra stjórn á kjara- málunnm. En þótt Tíminn láti sér fátt um finnast samfelldan vinnufrið í landinu í tvö og hálft ár, þá má hann þó gjarnan vita það, að landsmenn eru á annarri skoðun, þeir eru ánægðir með að loksins hefur tekijit að koma kjaramálum og kjarasamningum inn á nýjar brautir, skynsamari brautir, og þeir eru þakklátir öll um þeim aðilum, forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar, at- vinnurekenda og ríkisstjórninni íyrir að svo vei hefur til tekizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.