Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júlí 1965 ÚTVARP REYKJAVÍK Skúli Skúiason Mánudagskvöld, 5. júlí ræddi Skúli Skúlason, ritstjóri, um dag inn og veginn. Hann talaði m.a. um allar þær miklu framfarir, sem orðið hefðu hér á landi á síðari árum. I Auk tæknilegra og félagslegra | framfara hefði forsjónin verið okkur hliðholl og sent okkur hvert góðærið á fætur öðru, sem stuðlað hefðu að velgengni okk- ! ar. En Skúli taldi, að við værum oft of heimtufrekir við forsjón- | ina. Því væri ekki óhugsandi, að j hún tæki sig til og typtaði okkur ' svolítið, eins og óþæga krakka. ! Að vísu væri ekki gaman að slík um hrakspám. En forsjál þjóð eyðir ekki tímanum í að fjarg- viðrast út af smámunum, sagði SkúlL Hann taldi, að við værum heimtufrekari við forsjónina en t.d. Norðmenn. Að vísu hefði sér fiBftvirzt gæta svip- i: aðs hugsunar- iháttar hjá Norð I j mönnum á árun J um 1925—1940 % og okkur nú. En hörmungar stríðsáranna I gjörbreyttu því viðhorfi. Norska ' þjóðin styrktist við mótlætið. Of látungsháttur og heimtufrekja sem nokkuð hafði gætt áður og trúlega hafa verið sprottin af minnimáttarkennd langrar undir okunar, hurfu að mestu. Hér á landi sagði Skúli, að stríðið hefði haft öfug áhrif. Skúli ræddi nokkuð sjónvarps málið. Sagðist að vísu sjálfur ekki vera ýkja áhugasamur um sjónvarp. En þetta væri það, sem koma mundi. Ríkisútvarpið hyggðist koma upp sjónvarpi stig af stigi á næstu 3—7 árum. Væri hann nú trúaður á, að það mundi heppnast vel. Eðlilegt taldi hann, að Kefla- víkursjónvarpsmálið væri all- mikið hitamál. Þó sagðist hann telja dagskrá Kcflavíkursjón- varpsins skárri en norska sjón- varpsins, sem honum þótti mið- ur vönduð á köflum. Hann sagði, að Norðmenn gleyptu í sig er- lend orð á auðveldari hátt en við. íslenzk tunga hefði meira viðnám gegn erlendum áhrifum. Því mætti þó ekki gleyma, að tungan hefði frá upphafi innlirn að erlend orð — Beztu vörn gtgn áhrifum erlends sjónvarps taldi Skúli að bjóða upp á ann- að betra. Ekki þóttu Skúla dagblöðin vanda nóg málfar sitt. Hann tók til dæmis orðið skvísa. Hræði- legra orð sagðist hann ekki hafa séð í íslenzku prentmáli. í þættinum „Skiptar skoðanir" síðar um kvöldið, spurði Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, eftir- farandi spurningar: ,,Á að þjúð- nýta Iaxárnar“? Fyrir svörum urðu: Þór Guðjónsson, veiðimála stjóri, Albert Erlingsson, kaup- maður, Geir Baohmann, bifreiða eftirlitsmaður og Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Fram kom í þætti þessum, að spurningin um þjóðnýtingu lax- ánna mun fram borin vegna vax andi óánægju með það, hve veiði leyfisseljendur eru orðnir dýr- seldir á leyfin. Af þeim sökum mun svo homið, að einungis menn úr háum launaflokkum hafa orðið efni á að stunda hið heilsusamlega sport, sem stang- veiðar eru taldar vera, svo ekki sé minnzt á þá skemmtun, sem þær veita mönnum. Enginn hinna fjögurra manna sem spurðir voru, var meðmælí- ur því að þjóðnýta laxárnar. Hins vegar var enginn þeirra hlynntur óbreyttu ástandi í þess um efnum, en töldu, að breyting ar til bóta ættu að nást með öðr um hætti en þjóðnýtingu, sem þeir virtust flestir á móti „í principinu“. Þeir Þór Guðjónsson og Páll S. Pálsson bentu t.d. á, hve auka mætti stangaveiðar með því að hætta að veiða lax í net. Sagðist Páll ekkert skilja í því að veiði menn í uppsveitum Borgarfjarð ar og víðar á Suðurlandi skyldu sætta sig við, að laxinn væri veiddur í net við árósana. Hann sagðist stundum hafa bent á þetta sem dæmi um skapgerðar mun á Sunn- lendingum og Norðlendingúm Taldi hann, að Norðlendingar mundu alls ekki sætta sig við nefnt atferli. — Þór benti á, að nú væru notaðir um 15.000 stangveiðidagar á ári. Ef netaveiði væri hætt, ætti fljót lega að vera unnt að bæta við 10.000 stangveiðidögum. Hag- kvæmni í rekstri veiðimála, svo sem skipting veiðidaga og viss hámarksveiði í einstökum ám, taldi Þór mundi stuðla að því að leysa vaiidann. Nýta vrði til hi is ýtrasta nýjustu þekkingu manna varðandi þessi mál. Það væri hlutverx veiðimálastofnunarinn- ar, en því rr.iður væri enn ekki nógu vel að henni búið. Albe:t Erlingsson kom með ýmis dæmi um laxveiðireglur er Þór Guðjónsson lendis, eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi cg á Norðurlöndum. Þar er hamarksveiði á stöng yf ir dagi.m viða bundin við 2—t laxa eða silunga. Veiðileyfin eru líka oft bur.din við 1—2 lcm vegaleagd og stundum aðeias við anaan árbakkan. Á Norður- löndum ku víða vera sú regla, að staagveiðimenn verða að skila afla sínum til leyfisselj- anda, en fá síðan keyptan fi’k, ef þeir æskja þess að sýna „þann stóra” við heimkomuna. Aiberi taldi slæmt að eiga það undir duttlungum fjársterkra aðiia, sem byðu í veiðileyfin, hvað greiða þyrfti fyrir að veiða á stöng. Sjálfsagt væri að dreifa skemmtuninni af þessari hollu og vinsælu veiðiíþrótt. Geir Baohmann sagði, að þeg- ar um 1930 hefði tekið að gæta hreyfingar í þá átt að stofna veiðifélög undir því yfirskini, að verið væri að rækta árnar. Þessi I mjög umtalaða ræktun virtist þó I víða hafa mistekizt, en hins veg ar vildu félögin fá síhærri greiðslu fyrir veiðileyfin. Taldi I Geir, að við byggjum við mein- ! gallaða löggjöf varðandi þess, j ar veiðar. Réttast taldi hann, að - hver og einn bóndi hefði frjáls- t an ráðstöfunarrétt yfir veiðileyf ' um í ám þeim eða árhlutum, I sem tilheyrðu nytjum jarðar ! hans. Þá taldi hann, að viðhlít- andi rannsóknir á laxveiðiám I hefðu ekki verið gerðar hér. Því lagði hann til, að einhver þeirra yrði algjörlega undanskilin j venjulegum veiðum, eingöngu í rannsóknarskyni. Síðan þakkaði Indriði greina- góð svör, og laxinn brá á leik i um hylji og hringiður. Hann slapp undan hrammi þjóðnýting arinnar, a.m.k. í bili. í Leikritinu um Bólu Hjálmar I lauk á þriðjudagskvöld. Nýlega lét undirritaður í ljós álit sitt á bókmenntalegu og sagnfræði- i legu gildi þessa verks, og verð- . ur það ekki endurtekið hér. En margur hlustandi kennir eflaust einhvers tómleika í bili, þegar , leikritinu er 'okið. Bólu Hjálmar bæði naut og galt síns tíma. Hann var mikið skáld, og hefur ströng lífsbarátta heilsuleysi og basl sjálfsagt þroskað á margan hátt anda hans, þótt hún væri honum jafn hliða til trafala, drægi úr víðsýni hans og gerði skáldskap hans ein hæfari. — Telja verður og, að Hjálmar hafi notið þess, að á- hugi fyrir ljóðagerð, sér í lagi vísnagerð, var miklu meiri á hans tímum en okkar. Snjallar vísur og kvæði flugu víðar og skjótar en nú, þrátt fyrir lélegar samgöngur. Slíkt umhverfi eggj ar hæfileikamikil, ung skáld til afreka, jafnvel þótt þau fái ! kannske engin laun fyrir skáld skap sinn. Hefði Hjálmar fæðst á fyrri hluta 20. aldar, er eins víst, að hann hefði orðið skipstjóri, flug maður eða iðnrekandi. Dugnað ur hans, skaphiti og framagirni hefði vel getað leitað útrásar á öðrum sviðum en í ljóðagerð, hefðu atvinnu- og þjóðlífshætt- ir verið fjölbreyttari. — En ís- lenzkar bókmenntir hefðu orðið af einu sérkennilegasta skáldi sír.u. Þetta sama kvöld flutti Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, fróðlegt erindi um siðbótar- manninn Jóhann Húss, sem brenndur var á báli fyrir meinta trúvillu, 6. júlí 1415. Taldi Björn m.a., að Jóhann hefði með píslarvætti sínu rutt mjög veg- inn fyrir siðbót Lúters. Geta má tveggja ágætra þátta, sem fluttir voru á miðvikudags- og fimmtudagskvöld: „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði” þáttux eftir Svend Henild, yfir- lækni í Danmerku, þýddur, end- ursagður og fluttur af Helga Hallgrímssyni, svo og þáttur á fimmtudagskvöld frá hinni glæsilegu hátíðarsamkomu Ung- mennafélags íslands að Laugar- vatni helgina áður. Hinn danski læknir heldur því m.a. fram, að hneigðar hafi á- valt gætt í þá átt, að örfáir merin stjórni fjöldanum. Þetta styðjist ekki ávalt við vald, heldur sé orsökin einatt sú, að menn hafi enn ekki lært að vilja vera frjálsir. Mennirnir eigi í stöðugri baráttu, til að geta verið þeir sjálfir. Læknirinn klykkti út með tveimúr setningum úr Pétri Gaut eftir Ibsen: „Maður, ver sjálfum þér 1 í k u r . “ ,Þursi, ver sjálf un þér nægur.“ Henrik lbsen Tvær nýjar útvarpssögur eru nýkomnar í gang: „ívalú“ eftir Peter Freuchen, sem Arnþrúð- ur Björnsdóttir les, og „Vornæt ur“ eftir Fjodor Dostojevsky, og les Arnór Hannibalsson hana. Báðar þessar sögur held ég, að hafi öll efni til að verða vinsæl ar meðal hlustenda, enda ekki í kot vísað með höfunda. Á laugardag var það tvímæla laust mest gleðiefni öllum út- varpshlustendum, er fréttir bár- ust um, að samningar hefðu tek- izt í vinnudeilum þeim, sem ena voru óleystar og vonir standa til að unnt verði að hindra, að þær kjarabætur, sem launþeg- ar hlutu, auki verðbólguna að nokkru marki. Það er einlægt ánægjuefni, er sanngjarnir kaup samningar nást, án samræmdra, langvinnra verkfalla, sem öll- um eru til tjóns Á síðustu tveimur til þrem- ur árum hafa víst allar þjóð- félagsstéttir hlotið nokkrar kaup hækkanir og kjarabætur hér á landi — nema útvarpsgagnrýn- endur. Segja má, að þetta sé okkur Skúla að kenna, því að við höfum enn ekki farið á stúf ana með neinar kauphækkunar kröfur, enda menn hófsamir og seinþreyttir til vandræða. En hækki nauðsynjarvörur eitthvað í framtíðinni, þá sé ég eng'a sann girni í því, að okkur einum sé ætlað að standa af okkur þá dýr tíðaröldu hlífalausum. Slíkt hlyti líka, þegar til lengdai léti að bitna á gæðum þáttanna um útvarpið, svo að þeir yrðu enn frekar „meiningarlaust rabb“ en aður. Það ætti því ekki síður að vera kappsmál gagnrýnendum útvarpsgagnrýnenda, að launa- kjör þeirra síðar nefndu yrðu bætt í umgetnu falli. Þannig ætti t.d. Benedikt Viggósson að verða dyggur fylgismaður okkar Skúla ef til kaupgjaldsbaráttu kæmi af okkar hálfu. Trúi ég þá naum ast öðru en eitthvað yrði undan að láta Sveinn Kristinsson • Kofinn rifinn . .. Velvakanda barst bréf í pósti á mánudaginn var, og birtir hann það hér lítið eitt stytt og breytt. Millifyrirsagnir eru frá honum. „Kæri Velvakandi! Ég er óvön að skrifa bréf, svo að þetta verður svona upp og ofan hjá mér, en ég vona, að það verði samt ekki mjög hræði legt. En það, sem ég ætla að skrifa um, er það, að ég og nokkrir aðrir krakkar í Vestur- bænum byggðum lítinn kofa fyr ir svona viku. í gær, þegar ég kom út eítir hádegismat, var búið að rifa kofann. Það höfðu einhverjir menn gert, sem voru í vinnufótum og með vörubíl. • ... verkfærin hirt... Það fannst mér samt ekk ert hryllilegt, því að kofinn var hræðilega ijótur, en við krakk- arnir böfðum geymt verkfærin okkar inni í kofa, á meðan við vorum að borða. Það voru: sög: nokkrir hamrar, fullur kassi af nögiur í, skófla og einn gaff- all, og karlarnir eða mennim- ir höfðu tekið þau öll með sér. Verkfærin iengum við að láni hjá foreidrum okkar, og svo- leiðis hlutir eru ekki til ó- keypis. Þó að mennirnir séu frá hreinsunardeildinni, eða hvað það nu heitir, þá hefðu þeir vel gctað látið það vera að taka verkfærin frá okkur vesal ings krokkunum. • ... og klefinn tekinn Svo er það annað; við er- um þrjár stelpurnar, sem för- um mj.ig oft í sund, en það kostar þrjár krónur fyrir krakka. Mér hefur skilizt, að fyrir það ætti hver að fá einn skáp, en í staðinn verðum við oftast að vera þrjár um sama skáp. Svona er það með alla aðra krakka, en fullorðna fólk- ið fær auðvitað skáp út af fyrir síg. Svo þegar við komum upp úr og erum rétt byrjaðar að klæða okkur, tekur konan fötin okkar úr skápnum, tekur lykil inn af okkur, og svo koma aðr- ir krak^ar og fá okkar skáp, þegar við erum rétt komnar í nærfötin, og fyrir þetta borg- um við níu krónur! Ef við segj um, að við viijum fleiri skápa, eða a.m.k. að við viljum halda þessum eina, þangað til við er- um komnar í spjarirnar, er sagt blátt áfram nei. Mér finnst það nú ekki hægt, eða hvað finnst þér? Svo vona ég, að þú getir les- ið skriftina og birtir þetta bréf í dálkinum þínum. Og svo er bréfið búið. Frá Núllinu“. Nei, Velvakanda finnst það ekki hægt að láta börnin greiða fyrir þrjá klefa og fá bara einn, og eins ætti að hafa biðlund með þeim, meðan þau klæðast. Það má þá alltaf reka á eftir þeim, ef þau eru of lengi. Ekki veit Velvakandi, hver verkfærin hefur tekið, en e.t.v. hafa mennirnir ekki viljað skilja þau eftir gæzlulaus á víðavangi. Ef börnin halda, að hreinsunardeildin hafi þarna verið að verki, ættu þau að hringja í síma 13210 og spyrjast fyrir um málið. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.