Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. ágúst 1965 MOHGUNBLAÐIÐ 3 Austurvelli upplýsl NÚ þegar daginn fer að stytta og geislar aftanskinsins dvína yfir Austurvelli þurfa borgar- búar á rafljósum að halda til þess að sjá blómaskrúð vallar- ins. Aldrei fyrr hefur það skartað svo margvislegum og marglitum urtum, borgarbú- um til augnayndis. Við löbbuðum okkur út á Austurvöll í gær í góða veðr- inu, og sáum þá hvar menn voru að koma fyrir rafljósum í blóma- og runnareitum. >eg- ar Austurvöllur var endur- skipulagður fyrir tveimur ár- um, var gert ráð fyrir raflögn um hann allan, svo að lýsing mætti takast sem bezt. Fjöldi starfsmanna Raf- magnsveitu Rvíkur starfa að uppsetningu ljósanna og tók- um við einn starfsmannanna tali. Við spurðum hann, hve- nær verkinu yrði lokið. — Ætli því verði ekki lokið í kvöld, svo að við getum reynt ljósaútbúnaðinn. — Hve há er spennan á þessu? spyrjum við. — Það er 24 volta spennu- breytir, en frá honum skiptist straumurinn í tvær greinar, þannig að 12 volt verða á hvorri grein. — Mönnum er þar af leið- andi ekki ráðlegt að fá sér perur úr kerfinu? segjum við. — Nei, það er eins gott fyr- ir fólk að láta það vera, því að geri það það og setji per- Unnið að uppsetningu ljóskeranna við styttu Jóns Sigurðssonar. 220 volt springur hún — Það er munur að starfa að þessu í slíkri blíðu sem er í dag? segjum við. — Já, það væri ógerningur t. d. í rigningu að vinna við þetta. Maður þarf að liggja svo mikið á hnjánum, segir þessi önnum kafni rafmagns- maður um leið og við kveðj- um hann. — Við stöndum þarna um stund og öndum hinu ferska lofti að okkur um leið og við hlustum eftir tali fólks, sem á þarna leið um. — Nú, svo þeir ætla að koma með rómantíkina, svona með haustinu, segir einn góð- borgarinn við annan um leið og þeir ganga hjá. — Þetta verður svei mér skemmtilegt, þegar komið er íjós á þetta segir kona, sem leiðir mann sinn við hlið sér líklega á leið heim úr vinnu. Og við erum svo sannarlega samþykkir þessum ummælum. Við röltum heim á leið og lít- um enn til baka og virðum fyrir okkur hið mikla blóma- skrúð og tvær ungar mæður, sem sitja á bekk með barna- vagna sér við hlið. Það hlýtur að vera gaman að vera ungur á sólfögrum dögum á Austur- velli við hina fögru styttu Jóns Sigurðssonar forseta. una í strax. — Hvar er fj. . vírspottinn maöur? Luktirnar meðfram Kirkjustræti. Blómaskrúð á STAKSTIINAR ^ Leiðarinn mótmælir „sunnudags- hugvekjunni" Sunnudags-„hugvekja“ Tím- ans er oft býsna fróðleg aflestr- ar. Síðastliðinn sunnudag er i heilli blaðsíðu í Timanum eytt | til þess að afsanna það, sem sagt mun hafa verið i þessum j dálki fyrir nokkrum dögum, að 1 núverandi ríkisstjóm væri öflug I stjórn. í pistli þessum er vikið að ástandi kjaramála hér á landi í forsætisráðherratið Bjama Benediktssonar, og þar segir: „Reynslan sýnir þó þvert á móti, að verkföll hafa aldrei verið stærri og tíðari á jafn skömmum tíma“. Þetta birtist á bls. 7 í Tímanum. Á bls. 5 birt- ist forystugrein, sem átti að sanna þá fuUyrðingu Tímans, að Bjarni Benediktsson væri I „mesti verkfallsráðherra ís- lands“. Til þess að sanna þessa fullyrðingu taldi leiðarahöfund- j nr Tímans upp þær vinnustöðv- anir, sem orðið hafa í forsætis- ráðherratíð Bjama Benedikts- sonar. Svo illa viU þó tU fyrir Framsóknarmenn, að þessi upp- talning sannar einmitt það, sem haldið hefur verði fram hér í Mbl., að almennari vinnufriður hefur ekki verið hér á landi, síð- I 'asta aldarf jórðunginn heldur en nú síðustu 2Í4 árið. Það er ekki gaman að þvi þegar 5. síða mót- mælir því sem 7. síða segir! Hvílík tíðindi! I fyrrnefndum pistli segir einnig: i „Ánægjuna með stjérnarstefn- una má annars bezt ráða af því, að innan launþegasamtakanna ríkti ekki minnsti árgreiningur um það á sl. vori að segja upp kaupsamningum og krefjast stór felldra kauphækkana. Hefðu 1 menn gert þetta, ef þeir j hefðu verið ánægðir með stjómarstefnuna og afleið- ; ingar hennar“ Ja, hvílík tíð- I indi! Gerist það nokkurs stað- j ar í heiminum nema á íslandi, að verkalýðssamtök segi upp kaupsamningum, þegar samn- ingstími þeirra er útrunn- inn? Er það ekki algjört eins dæmi og sérstakt fyrir ísland, að verkalýðsfélögin hér á landi sögðu upp kjarasamningum í vor, þegar samningstími júní- samkomulagsins var runninn út Nei, eins og allir vita er það hin almenna regla, að verkalýðs- félög segi upp samningum sín- um þegar samningstími er runn- in út, og geri síðan tilraun til þess að ná fram kjarabótum fyrir meðlimi sína. Þetta er ein- faldur samleikur, sem skriffipn- ar Tímans vita ofur vel. f þessum bamalegu skrifum er því einnig haldið fram, að „glundroði" hafi aukizt í kaupgjaldsmálum og „ástæðan er einkum sú, að Bjarni Benediktsson lagði áherzlu á það við atvinnurek- endur að semja við Norðurlands félögin, áður en gengið væri frá samningum við sunnanfélögin“. Eins og allir vita, var það ekki fyrst og fremst Bjami Benedikts son, heldur aðallega og sérstak- lega Björn Jónsson, þingmaður Ekki snltað á Siglufirði í kólfon onnon mónnð Siglufirði, 10. ágúst HÉR er flutningaskipið Þor- steinn þorskabítur sem gerðar hafa verið á nauðsynlegar breyt ingar tii sildarflutninga. Er skip- ið með 2000 hektólítra af síld, sem ætluð er til söltunar. Mun síldinni deilt niður í 14 söltunar- stöðvar, sem hér eru starfrækt- ar. Þá er síldarflutningaskipið Gulla hér með 5000 mál af síld sem fer til bræðslu í Rauðku. Sama skip var hér um síðustu helgi, með sama magn, ennfrem ur komu þá tvö flutningaskip með síld frá Seyðisfirði til bræðslu og var magnið, sem þau fluttu, 7—8000 mál. Ekki hefir nú verið saltað hér frá því 24. júní, þar til nú í dag. — Guðjón. Veiði humarbáta i Akranesi, 10. ágúst. | ÞRÍR humarbátar komu inn i dag. Skipaskagi landaði 1200 kg. af slitnum humar, Höfrungur I. 630 kg., en Sæfaxi engu, því kúplingin bilaði. Fékk hann við- gert í dag. Trillan Bensi réri í dag og fiskaði á línuna 1090 kg. Mest er það ýsa. — Oddur. kommúnista, aðalverkalýðsleið- toginn á Norðurlandi, sem lagðl áherzlu á það, að semja viS atvinnurekendur fyrir norðan- félögin, á þeim tíma sem þaS var gert. Til þess lágu sérstakar hagsmunaástæður norðanmanna. Hafi „gIundroði“ aukizt í kaup- gjaldsmálum hér á landi, er þaS fyrst og fremst sök verkalýðsfer ingjanna sjálfra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.