Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Miðvikudagur 11. ágúst 1965 HRAFNTINNUSKER HRAFNTINNUSKER er fjaTI, 1128 m hátt, og stendur við Austur-Reykjadali, austan Heklu og í suðvestur af Land- mannalaugum. Leiðin liggur því upp Landssveit framhjá efsta bænum, Galtalæk, og áfram Landmannaleið. LiggUr vegurinn framhjá Tröllkonu- hlaupi, sem er foss í Þjórsá, allmikill og fallegur. Foss þessi er á móts við Búrfell. veginum til hægri og skoða svokallaðar Fossbrekkur í Rangá. Liðast áin þarna áfram milli grasi gróinna hólma í mörgum smáfossum. Býst ég við, að flestum þyki áin þarna fallegust. Áfram er síðan ekið og þeg- ar komið er á móts við Rauð- fossafjöll, blasir við fallegur foss, sem Rauðfoss heitir. Sveigt er út af veginum við Hrafntinnusker við jökulsprungu. Þjóðsagan segir, að tröllkonur tvær, er voru nágrannar, bjó önnur í Búrfelli og hin í Bjól- felli, hafi þarna stiklað yfir ána þegar þær heimsóttu hvor aðra, og dTegur fossinn nafn af því. Ekki hefur stökkið verið árennilegt, því áin er þarna allbreið og fossinn vatnsmikill, þó ekki sé hann hár. Sjálfsagt er að tefja þarna um stund og skoða vatnsfallið. Aðeins fyrir ofan girðing- una, sem lokar Landmanna- afrétti, er rétt að beygja út af hæstur liggur í um það bil 1000 m hæð og er útsýni það- an skemmtilegt yfir afréttinn. Ber þar að sjálfsögðu mest á fjallinu Loðmundi. Af hálsinum er stutt að ganga alveg upp á Litla- Mógilshöfða, sem er 1159 m hár, en af honum er mjög gott útsýni og er sjálfsagt að gera það, ef tími er til. Nú er ekið niður að Hrafn- tinnuhrauni og slegið upp tjöldum við hraunjaðarinn móts við upptök Markaðs- fljóts. Öll er þessi leið heldur ógreiðfær og tafsöm og má því búast við að komið sé seint í tjaldstað. Þess má geta hér, að úr Hrafntinnuhrauni var tekin hrafntinna sú, er skreytir Þjóðleikhúsið. Var hún flutt stærðar ísbjörg, sem hrunið hafa niður og mynda þarna nokkurs konar varnarvegg, eins og sá sem inni fyrif býr vilji ekki að neinn gangi um höll sína. Innganga er þó auð- veld, en rétt er að fara að öllu með gát, því að alltáf má búast við íshruni. Þeim, sem skoðað hafa hella þessa, líða þeir seint úr minni. Ekki er þó síður skemmtilegt að skoða hverasvæðið sjálft, sem er alsett óteljandi smá- hverum og heitum lindum. Er litadýrð þarna mjög mikil og hlýtur að gleðja auga hvers þess manns sem litum unnir. Fyrir þann, sem gaman hefur af ljósmyndum, er svæði þetta heil náma skemmtilegra verk- efna, hvort heldur tekið er í lit eða svarthvítu. Þegar hverasvæðið er skoðað, er haldið í átt að Hrafntinnu- hrauni og þannig gengið í hring að þeim stað þar sem bílarnir voru skildir eftir. Sem fyrr getur eru allir hver- ir þarna litlir, en þó er einn allstór. Sýður hann og bullar í sífellu af heljarkrafti og skvettir vatninu hátt i loft upp. Er hver þessi næstur hrauninu. Heimleiðin liggur svo um Vestur-Reykjadali, gegnum Ljósártungur undir Laufafelli, yfir Langvíuhraun, sem var illfært yfirferðar þar til Hekla gaus 1947 og fyllti það vikri. Er leið þessi heldur eyðileg. Komið er síðan í byggð á Rangárvöllum hjá Keldum. Þess má geta hér, að í Hrafn tinnusker er mjög skemmtileg ganga úr Landmannalaugum. Er þá gengið yfir Námshraun upp að Brennisteinsöldu og er síðan greiður gangur eftirslétt um melum allt að skerinu. Til að gana ekki sömu leið til baka má koma niður i Brands gil. Þetta er 8—10 tíma róleg gönguferð. Ég held að óhætt sé að ráð- leggja öllum þeim, sem ferða- lögum og fögru landslagi unna, að fara þessa helgarferð í Hrafntinnusker, sem er ein sú skemmtilegasta, sem Ferða íélag íslands hefur upp á að bjóða á þessu sumri. ' Grétar Eiríksson. Á slóðum Ferðafélagsins (Ljósm. Páll Jónsson) Litla-Mógilshöfða til suðvest- urs og tekur þá við allógreið- fær vegarslóði, sem ekki er fær öðrum bílum en þeim, sem hafa drif á öllum hjólum. Er jarðvegur heldur blautur og leiðin því ekki fær fyrr en seinni hluta sumars. Erfiðasti kaflinn á vegarslóðanum er brekkan upp hálsinn í höfðan- um og er hann venjulega geng inn, því að brekkan er allbrött og jarðvegur þungur. Er þetta þó ekki nema 15—20 mínútna léttur gangur. Vegurinn á hálsinum þar sem hann er á hestum yfir hálsinn og nið- ur á veginn og hefur það ver- ið mikið erfiði fyrir þá, sem það verk unnu, bæði menn og hesta. Má enn sjá menjar þeirra flutninga á leiðinni. Næsta morgun er lagt á Hrafntinnusker. Er það mjög auðvelt, því að hægt er að aka næstum alveg upp á sker- ið, svo varla er meira en hálf- tíma gangur frá bílnum og upp. Af Hrafntinnuskeri er ágætt útsýni í allar áttir í björtu veðri. í suðri blasa við Eyjafjallajökul‘1, Mýrdalsjök- ull, Kaldaklofsfjöll með Há- skerðingi, Stóra-Grænafjall og Hattfell. í suðaustri sést Torfa jökull og í suðvestri Tinda- fjallajökull. í norður Hofs- jökull og Kerlingafjöll, í norð vestri ber mest á Þórisjökli og sést á Geitlandsjökul. í norðaustur sjást Hágöngur, Bárðarbunga og Tungnafells- jökull. í vestur Laufafell, Rauðfossafjöll og Hekla. Þegar við höfum virt fyrir okkur þennan fjallahring, göngum við niður af skerinu í vestur og komum á mikið hverasvæði, en þar eru til- komumiklir íshellar, sem myndast við hinn mikla jarð- hita, sem er undir skerinu og bræðir ísinn jafnóðum og hann skríður fram. Fyrir fram an hellana liggja venjiilega A leið á Hrafntinnusker. Kunnur ferða- skrifstofumaður hér á landi Hefir verið kvæntur þrisvar Fjórir einkaritarar. ÞESSA dagana dvelst hér á landi kunnur danskur ferða- skrifstofumaður, Simon Spi- es, með fjórum einkariturum sínum ,sem allt eru ungar og laglegar stúlkur. Fréttamaður blaðsins hitti hann skamma stund að máli á skemmtistaðnum Klúbbn- um á sunnudagskvöldið, þar sem hann sat að snæðingi með einkariturunum og Guðna Þórðarsyni, forstjóra ferðaskrifstofunnar Sunnu. Spies hafði þá skroppið um Þingvelli að Laugarvatni og skoð að sie um hér í nágrenninu. Lét hann furðu vel af vegum okkar og þótti ekki tiltakanlega örð- ugt að aka þá. Við spurðum hann hvort honum þætti ekki mikil viðbrigði frá því sem gerðist niðri í Evrópu og í hinum suð- rænu sólarlöndum við Miðjarð- arhaf, sem hann þekkir bezt, en ferðaskrifstofa hans annast fyrst og fremst fyrirgreiðslu fyrir fólk, sem þangað á leið. — Ég hef haft gaman af að sjá ísland. Það er frábrugðið. Ég hef því miður engan áhuga á iax- veiðum. En ef öll lönd væru eins, þá væri engin ástæða tíl að ferð- ast. — Ætlið þér að beina ferða- mönnum hingað? — Já. Eitthvað. Það er áreið- anlega vilji fólks fyrir að skreppa til íslands. Það eru fyrst og fremst hinir almennu borgarar landanna, sem vilja ferðast og ef verðlagið er við- ráðanlegt þá er enginn vandi að fá gesti. En mér finnst vínmálin ykkar og ölbann nokkuð erfitt til skilnings fyrir ferðamenn. — Hvað annast skrifstofa ykk- ar fyrjrgreiðslu fyrir marga ferðamenn á ári? — Um 75 þúsund manns. Við höfum 350 manna starfslið. Einn- ig skrifstofur í Svíþjóð, þ.e. í Gautaborg og Stokkhólmi og svo víða við Miðjarðarhaf, Grikk- landi, Ítalíu, Spáni og víðar. — Og þér hafið eigið flugfé- lag? — Já, það heitir CONAIR og höfum við 3 DC7 flugvélar, sem einvörðungu eru notaðar til að flytja okkar farþega. — Hafið þér komið hingað áð- ur? — Nei. Ég fór einnig til Vest- mannaeyja í gær. Þar var tals- vert fjör. Sýnilega voru einstöku menn ekki í neinum vínvand- ræðum þar. — Það er kannski óþarflega i persónuleg spurning hr. Spies, en I ég hef aldrei fyrr hitt mann, sem ferðast með fjóra einakritara. Hafa þær svona mikið að gera við að halda uppi samböndum fyrir yður um allan heim. — Nei. Raunar ekki hér. Við erum í einskonar fríi. Við erum að halda upp á 10 ára afmæli ferðáskrifstofu minnar. — Og hvert á að halda á morg- un? — Til Akureyrar og í Mý- vatnssveit. Koma hingað á mánu dagskvöld og halda á þriðjudags morgun til Danmerkur aftur. — Eruð þér giftur? — Nei. Ég hef verið það þrisv- ar og er búinn að fá nóg af gift- ingum, segir þessi annars prúði og látlausi ferðaskrifstofueig- andi að lokum. Við fáum ekki almennilega skilið allt þetta tilstand sem danska pressan gerir með mann- inn. Hann er ósköp blátt áfram, drekkur kampavín i hófi og þótt hann hafi fjóra einkaritara, þá fáum við ekki betur séð en að það sé hans mál. Hafnaríramkvæmdir til umræðu á Akraneni AKRANESI, 9. ágúst — Bæj- i stjórinn var búin að ákveðe að arráðsfundur var haldinn hér sl. [ láta hefjast í sumar. Fundur var föstudag kl. 21. Þennan dag kom haldinn í vörubíilastjórafélaginu vitamálastjóri, Aðalsteinn Júlíus ' í gærkvöldi. Því að þeir vænta son, hingað upp á Akranes. Ek/ki j sér mikillar vinnu við fram- hefúr harnn setið fundinn, þvi að kvæmdirnar. Siazt hefur út það hann fór héðan kl. 18. A'ðalmálið an, að enn yrði doikað við í viku á bæjarráðsfundinum voru hafn ; áður en framkvæmdir geta hafizt arframikvæmdirnar, sem bæjar- — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.