Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. Sgúst 1965 Góðhestasýning og kappreiðar á Kaldármelum SUNNUDAGINN 1. ágúst sl. hélt Hestamannafélag Snæfellinga í fyrsta skipti góðhestasýningu og kappreiðar á Kaldármelum. Þeir liggja meðfram jaðri Barnaborg- arharuns, sunnan Kaldár í Kol- beinsstaðahreppL Félagið hafði nýlokið við að fullgera skeiðvöll. á staðnum, en áhorfendasvæði er frá náttúrunn- ar hendi mjög ákjósanlegt í jaðri hraunsins. Veður þennan dag var milt og fagurt, og fjöldi fólks var saman kominn á mótsstaðnum. Mótið setti Leifur Jóhannesson, héraðsráðunautur, Stykkishólmi, með ræðu. Því næst var stutt guðræknisstund, er séra Árni Pálsson í Söðulsholti annaðist. Þá vígði völlinn hinn góðkunni hestamaður, Júlíus Jónsson, bóndi í HítarnesL með því að ríða völlinn á hinum aldna gæð- ingi sínum, Flínk. Hafði fólk mikla ánægju af að horfa á mann og hest, sem báðir bera aldurinn vel. Júlíus er nýskeð 80 ára en samanlagður aidur hnapa og hests er 100 ár. Þá fóru fram kappreiðar, og voru alls skráðir til þátttöku 22 hestar, og urðu úrslit sem hér segir: 250 metra skeið: 1. Þytur á 24,4 sek. Eig.: Jóhann- es Guðmundsson, Jörfa. 2. Jarpur á 24,8 sek. Eig.: Magn- ús Guðbrandsson, Álftá. 3. Skolur á 26,1 sek. Eig.: Ingi- björg Friðgeirsd., Hofsstöðum. 250 metra folahlaup: 1. Hrimnir á 21,5 sek. Eig.: Einar Karelsson, Borgarnesi. 2. Loftfari á 21,5 sek. Eig.: Magn ús Jónsson, Rauðamel. 3. Gnýfari á 21,6 sek. Eig.: Guð- bjartur Gíslason, Ölkeldu. 300 metra stökk: 1. Faxi á 24,2 sek.: Eig.: Páll Egilsson, Borgarnesi. 2. Reykur á 24,2 sek.: Eig.: Guð- mundur Halldórss., Rauðamel. 3. Mósi á 24,2 sek. Eig.: Jóhann Kristjánsson, Fáskrúðarb. Sjónarmunur réði úrslitum. Næst var lýst úrslitum í góð- hestakeppni. I henni tóku þátt 15 hestar og var sá hópur hinn glæsi legasti. 1. verðlaun hlaut Þytur, 12 vetra gæðingur, eign Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. (Sami hest- ur sigraði í skeiði). 2. verðlaun hlaut Skjóna, 6 vetra, frá Yztu-Görðum í sömu sveit. Eigandi Markús Benjamíns son, Borgamesi. 3. verðlaun hlaut Gustur, 5 Akanesi, 10. ágúst. SUMARFRÍ standa nú sem hæst yíir í tveimur verksmiðjum hér á staðnum þ. e. í Sokkaverk- smiðjunni Evu, Suðurgötu 106 og verksmiðjunni Sútun h.f. við Ægisbraut. Heyrt hef ég að Sútun h.f. hefji aftur vinnu nú um miðjan þennan mánuð, en hefi ekki fengið það staðfest. — Oddur. vetra, Eigandi Haukur Svein- björnsson, bóndi á Snorrastöð- um í Kolbeinsstaðahreppi. Mótsstjóri var Leifur Jóhannes son, ráðunautur. Dómnefnd góðhesta: Símon Teitsson, Borgarnesi, Einar E. Gíslason, HestL og Marinó Jak- obsson, Skáney. Dómnefnd kappreiða: Alexand- er Guðbjartsson, Stakkhamri, Narfi Kristjánsson, Hoftúnum, og Guðmundur Guðmundsson, Dals- mynni. Kynnir: Alexander Guðmunds- son, Reykjavík. Mótsstjórn var mjög ánægð með hina almennu þátttöku í mótinu, og einnig prúðmannlega framkomu mótsgesta. Hestamannafélag Snæfellinga hefur ákveðið að á þessum stað fari árlega fram góðhestasýning og kappreiðar um verzlunar- mannahelgina og telur staðinn á- kjósanlegan, sérstaklega með til- liti til þátttöku úr nærliggjandi héruðum. HOLA HÁTÍÐIN Hólafélagið gemgst fyrir Hóla- hátíð á suinnudaginn kemur að Hólum í Hjaltadal. Hefst hún kl. 2 með messu í Hólakirkju, bisk- up íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, predikar. Séra Bjöm Björnsson prófasitur, þjónar fyr- ir, altari. Kirkjukór Glaumbæj- arprestakalls annast sönginn undir stjóm Jóns Björnssonar. Stuttu eftir messu flytur Þór- arirrn Björnsson, skólameistari á Akureyri, erindi í kirkjunni. — Haldinn verður aðalfundur Hóla féiagsins þennan dag að Hólum. Karlakórinn Feykir í Blönduhlíð syngur nokkur lög úti, undir stjórn Árna Jónssonar. Til ágóða fyrir starf Hólafé- lagsins, en >að ska-1 stefna a'ð kirkjulegri endurreisn Hóla, verður skyndihappdrætti á staðn um þennain dag. Stærsti vinning urinn er farmiði á- fyrsta far- rými Guillfoss í 16 daga vetrar- ferð, frá Reykjavik til Ham- borgar, Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavikur. Búið er I skipinu meðan dvalið er í höfn- um. Daglegur kostnaður imnifal- inn, eftir venjulegum reglum skipsins í vetrarferðum. Vinn- ingurinh er 6500 króna virði. Auk þess eru ýmsir aðrir góðir vinningar á böðstólum. Verð hvers miða er aðeins 20 krónur. Til sölu verður einnig hið nýja, fallega Hólamerki úr silfrL með áþrykktri tnynd aí fremri hluta kirkjunnar ásamt turni, og letrað á merkið: Heim að Hól- um. Enn fremur verður merki dag ins, sem kostar aðeins tíu krón- UlT. - Þeir sem óska, eiga þess kost , að skoða staðinn undir lei'ðsögn : kuinnugs manns. Vonandi leggja margir leið sína á þennan fagra og fræga I stað á sunnudaginn kemur. Genever á pottflöskum Það er gömul saga og ný, að gæfan fylgir ekki öUum hetjum hafsins. „Skipshöfnin lendir sennilega öll í Grjótinu,“ heyrði ég að maður sagði við annan á Landsbankahominu, þegar ég gekk niður Austurstræti í gær- morgun — og sennilega hefur ekki verið um annað rætt í Reykjavík í gær en genever á pottflöskum. Það eru skip eins og Langjökull, sem ættu að flytja fólkið á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Annars er illa farið með góð skip og ný að rífa þau í tætlur tiil þess að troða í þau áfengi. Ég geri ekki ráð fyrir að út- gerðin sé sérstaklega ánægð með þessa ferð Langjökuls, en tollgæzlan hefur nú loksins uppgötvað, að lífið heifur sinn tilgang þrátt fyrir allt, og öll- um finnst ánægjulegt að geta unnið ríflega fyrir mat sínum við og við. Og Bakkus aflar nú rikissjóði óvæntra aukatekna. Þetta er hálfgerð aukavinna hjá honum — aukavinna, sem hann leysir af hendi þrátt fyrir að nýi fjár málaráðherramn bannfærði hann fyrir 17. júnL Hann er ekki að erfa það við ríkiskaas- ann, blessunin hann Bakkus. + Hve víðtækur er hringurinn? En gamanlaust, þetta er al- varlegur atburður. Smygl er ekki lengur föndur, heldur stór atvinnuvegur. Óhjákvæmilega ályktar fólk, að þarna séu fag- menn að verki — og eitt og annað hljóti að hafa verið und- anfari þess, að memn þori að ráðast í stórvirki sem þetta. Hvernig hafa mennimir ætl- að að koma þessu í land að ó- séðu, eða er reynzla fengin fyr- ir því að það sé hægt? Hvar átti að skipa áfenginu í land? Eiitt dagblaðanna getur þess til, að vínið hafi ekki átt að fara á íslenzkan markað, heldur norður-amerískan. En hvort sem það hefur verið ætlað til neyzlu á íslandi eða erlendis er eitt víst — og það er, að meiriháttar dreiíingar- kerfi þarf til þess að koma slík um farmi á markaðinn, ef /hann kemst með leynd í land. Er slíkt dreifingarkerfi til á fs- landi? Hve víðtækur er þessi hringur? Engar smáupphæðir Hér er um að ræða meira áfengismagn en smygla hefur átt með íslenzku skipi tii þessa. Eða — hefuir öðru eins verið smyglað, hver veit? Flöskurnar eru yfir fjögur þúsund talsins, margir bílfarmar, mestmiegnis gemever. Maður nokikur sagði mér, að þeir mundu fá flösk- una á sjötíu krónur erlendis. Heikiar upphæðin er því tæp- lega þrjú hundruð þúsund krón itr. Hér eru engar smáupphæðir í veltunni. Sambærileg flaska kostar 370 krónur í áfengisverzluninni — og ef við segjum, að sonayglaða flaskan sé seld á 300 krónur — er heikiarverðmætið yfir 1,2 milljónir króna. Þar við bætast svo sigarettunar. En nú hefur spilið snúizt í höndum smygl- aranna og fjárhagur þeirra breytist sennilega öfugt við það, sem ráðgert var, því sekt- in mun vera 400 krónur pr. lítra af smygluðu áfengi — og auk þess verður aUur smygl- varningurinn gerður upptækur, eins og lög gera ráð fyrir. Góð- ur dagux fyrir rikiskassann. ★ Mikið áfall Atburðir sem þessir eru mik- ill álitshnakkir fyrir þá, sem hlut eiga að máli. Áfallið er þó mest fyrir fjölskyldur þeirra, sem sekir verða fundnir — því hinir seku hafa tekið áhættuna og eru ekki óviðbúnir að taka út sekt sína. En fordæmið er ekki fallegt, sem unga fólkinu er hér gefið — og eftir þessum leiðum kemur töluverður hluti af því áfengi, sm unglingamir eru með í Þórsmörk, Vestmanna eyjum og víðar — og sem mest veður er gert út af. Sagan end- urtekur sig stöeðugt: Unglinga- vandamálið svomefnda verður jafnan rakið til hinna full- orðinu — og ef það eru einhverj ir, sem þurfa að bæta ráð sitt, þá eru það einmitt þeir, sem komnir eru til vits og ára. ★ Jarðfræðileg framsýni Þá skulum við snúa okkur að bréfi frá Þorsteini Guðjónssyni. „Ánægjuleg frétt þótti mér það, þegar ég las að Einar Magnússon væri orðinn rektor Menntaakólans gamla, því Ein- atr er einn af beztu fræðurum sem ég hef haft. Gæti ég jafnrvel nveð nokkru sanni sagt, að hamn hafi með leiðsögn sinmi gert úr mér þann námsmann, sean ég var vtm tima. Ég minnt- ist þess nú einnig, þegar ég las þessa frétt, að Helgi Pjeturss hefði einhverntíma minnzt á Einar og þá Pálma Hanmesson saman, þar sem hann var að skrifa um kennsluna í mennta- skólanum. Fór ég nú að líta i þessa grein, sem stendur í Framnýal s.277, en þá rakst ég þar á annað, sem mér þótti næsta athyglisvert, og var hálf hissa á að ég skyldi ekki hafa munað eftir fyrr. Pálmi Hannes son hafði verið að flytja útvarps erindi um Skaftáreldana 1783 og varð það Helga tilefni til nokkurra jarðsögulegra athuga- semda, sem ég leyfi mér að taika hér upp. Hanm segir svo: „En sé litið á jarðsögu lands- ins, þá eru feiknir þessar einn þátturinn í viðburðaröð, sem um nokkur bumdruð þúsund ár hefur miðað til að færa strönd landsins suður á við, og vinna aftur frá hafinu það sem tapazt hafði, frá því landið náði út þangað, sem nú er grunnbrún- in, á 200 metra dýpL Mætti í þessu sambandi minna a Vest- mannaeyjar, sem eru einn árangur slíkrar viðleitni, og líklega svo sem 100.000 ára gamlar, eða liátt í því, og mun þar þó ekki vera nema tæpur hetaningur eftir ai því sem einu sinni var.“ Varla var hægt að fara naer því að segja fyrir Surtseyjar- gosið á jarðfræðilegam hátt, eða á hverju væri von á þeim slóðum, og má þetta þó naum- ast spádómur kallast, heldur óvenjuiegt vísindalegt fram- sýni. Því að „spámanninum" er þama auðsjáanlega í bezta lagi ljóst hvað hann er að fara með, og skýrir raunar svo vel sam- hengi SurtseyjargossÍM við jarðsögu landsima, iöngu áður en það var orðið ,að furðu má gegma að ekki skuli hafa verið til þessa vitnað fyrr. Þorsteinn Guðjónsson.** AEG NÝJUNG .TVEGGJA HRAÐA HÖGG- OG SNÚNINGSBORVÉLAB Bræðuriúr ORMSSON hf. Vesturgötu 3. — Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.