Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 14
14 MOkGU N BLADIÐ Fimmtudagur 12. ágúst 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjó.ri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALLTAF SAMA STAGLIÐ etta sumar hefur verið eitt- hvert hið bjartasta og fegursta, sem menn muna í þessu norðlæga landi. Þjóðin stendur í miklum fram- kvæmdum og önnum á öllum sviðum. Framför og uppbygg- ing setur svip sinn á þjóð- lífið og fólkið gengur bjart- sýnt og dugmikið að störfum —sínum. Ýmsir erfiðleikar og vandkvæði gera að sjálfsögðu vart við sig eins og jafnan áður. En yfirleitt er óhætt að fullyrða að íslenzku þjóðinni líði í dag betur en nokkru sinni fyrr. En gróandi þjóðlífsins fer fyrir ofan garð og neðan hjá blöðum stjórnarandstöðunnar á íslandi. Þar getur daglega á að líta sama staglið um vandræði og öngþveiti við hvers manns dyr. Ríkisstjórn- in geri ekkert annað en hrella þjóðina með alls konar fanta- brögðum, og eigi enga ósk heitari en að skerða lífskjör almennings sem freklegast og þröngva kosti hans á alla lund!! Þennan söng kyrja mál- »-gögn Framsóknarflokksins og kommúnista viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Forustumenn þessara flokka ættu að gera sér Ijóst, að almenningur á íslandi er orðinn leiður á þessu nei- kvæða og andlausa stagli, þar sem hvergi örlar á neinni sjálfstæðri stefnu stjórnar- andstöðuflokkanna gagnvart helztu vandamálum þjóðfé- lagsins. Sannleikurinn er sá, að svona stjórnmálaskrif eru ekki lengur tekin alvarlega í neinu lýðræðisþjóðfélagi, hvorki hér á íslandi né ann- ’ ars staðar. Þau eru til þess eins fallin að gera fólkið leitt á hinni endalausu þvælu, sem engan boðskap felur í sér annan en vantrúna á heil- brigða dómgreind þess. Það er þess vegna kominn tími til þess að háttvirtir stjórnarandstæðingar líti úpp úr stagli sínu, sjái lífið í kring um sig, hagi sér eins og lif- andi menn með jákvæð við- horf til stórbotinna verkefha í ungu og vaxandi þjóðfé- lagi. ÖHUGNANLEGAR SMYGLFRÉTTIR ■Uinar tíðu fréttir af smygl- tilraunum með íslenzkum skipum eru orðnar óhugnan- legar. Hvert stórsmyglið rek- ur annað. Nú síðast hefur • komizt upp um víðtækt smvél á áfengi og tóbaki í „Langjökli.“ Mun hér um að ræða eitt hið stærsta smygl- mál, sem upp hefur komizt hérlendis. Á sama tíma ber- ast fréttir um smygl í íslenzku skipi úti í Kaupmannahöfn. Auðsætt er að flestar meiri háttar smygltilraunir hér undanfarið hafa þann tilgang að skapa þeim, sem að þeim standa stórfelldan fjárhags- legan hagnað. Hér er ekki um að ræða innflutning áfengis og tóbaks til einkanótkunar þeirra einstaklinga, sem hlut eiga að máli. Smyglið er með öðrum orðum að verða að nokkurs konar stóratvinnu- rekstri þátttakenda þess. Þetta er svo alvarlegt mál, að fyllsta ástæða er til, að því sé gaumur gefin. Tollgæzlan hefur verið efld að miklum mun undanfarið. Engu að síður er smygltilraunum hald ið áfram í stórum stíl, og váfa laust heppnast einhverjar þeirra. Það er ekkert laun- ungarmál, að margskonar varningur, ekki aðeins tóbak og áfengi hefur verið fluttur til landsins með skipum og flugvélum, án þess að tollur hafi verið greiddur af honum. Nokkuð mun að vísu hafa dregið úr smyglinu við það, að tollar voru verulega lækk- aðir með nýrri tollskrá fyrir skömmu. En smyglið virðist aftur vera að færast í auk- ana. Það er ekki aðeins fjár- hagslegt tjón ríkisins af toll- svikunum sem er alvarlegs eðlis. Sú spilling og kæru- leysi, sem liggur til grund- vallar þeim, er ekki síður hættuleg og alvarleg. Hið stórfellda smygl og ólögmæt- ur auðgunartilgangur þess er þjóðfélagsleg meinsemd, sem leggja verður hÖfuðáherzlu á að útrýma. YFIRLÝSING ROCKEFELLERS TVTelson Rockefeller, ríkis- stjóri í New York ríki, hefur lýst því yfir að hann muni ekki framar gefa kost á sér til forsetaframboðs í Bandaríkjunum. En eins og kunnugt er vildi Rockefeller verða frambjóðandi Repú- blikanaflokksins í forseta- kosningunum 1960 og 1964. í fyrra skiptið varð Richard Nixon fyrir valinu, en í síð- ara skiptið Barry Goldwater. Þeir sem þekkja til banda- rískra stjórnmála vita, að Nelson Rockefeller er einn af dugmestu og glæsilegustu ieiðtogum Repúblikanaflokks Opus 27 HAUSTIÐ 1966 mun 27. kvikmynd sænska leikstjór- ans Ingmar Bergmans verffa frumsýnd. Heiti hennar: „Per sona“. Þetta verður ef til vill síðasta kvikmynd hans. Ingmar Bergman, sem nú er 47 ára að aldri, hefur frá því 1945 að jafnaði gert eina eða tvær kvikmyndir á ári, fyrir utan árið 1951, er sænsk kvik myndagerð almennt komst í mikla kreppu. Eftirfarandi var haft etfir Bergman fyrir stuttu, er hann var að hefja gerð framangreindrar kvik- myndar: Ég hef búið til kvik myndir í 20 ár. Ur þessu fer ég að taka öliu með meiri ró. Næsta surnar mun ég ekki stjóma töku ncinnar kvik- myndar, og hvað par á eftir verður, um það þori ég ekki að hugsa“. Bergman er ný- kominn úr sjúkrahúsi, þar sem hann hefur dvalið mán- uðum saman til þess að ná sér eftir lungnasjúkdóm. annari frá sér, og taka á sig vegna þessa sambands per- sónuleg einkenni hvor frá annari. Þessar tvær konur eru ung leikkona og ung hjúkrunar- kona. Með hlutverk þeirra í myndinni eiga að fara þær Bibi Andersson og Liv Ulm- ann, en þær eru svo líkar í útliti að þær gætu verið tví- burar. Bergman mun hafa fengið hugmynd sína að efni myndarinnar, er hann sá ljós mynd með þeim báðum. Aðrar hugmyndir varðandi efni myndarinnar fékk hann úr lífi sjálfs sín og starfi. svikin hjón með ætarnafninu Vogler, birtast nú aftur í „Persona“. Unga leikkonan þar og maður hennar bera einnig nafnið Vogler. Þessi Voglerhjón áttu einn- ig að koma fram í þeirri kvikmynd, sem Bergman hafði haft í hyggju að gera nú í ár, þ.e. „Mannæturnar“. Sú mynd mun hins vegar ekki verða gerð úr þessu, eft- ir því sem næst verður kom- izt. Samkvæmt frásögn blaðs- ins „Dagens Nýheter“ mun efnið úr þeirri mynd einnig að nokkru verða tekið til meðferðar í „Persona“. Þessi tæmandi nýting efn- isins, bendir til þess að skammt sé að bíða þess, að Bergman hætti kvikmynda- gerð. Annað, sem einnig bend ir til þessa, er breytt viðhorf Bergmans gagnvart leikkon- um sínum. Til þess að þókn- Ingmar Bergman ásamt höfuffleikendunum í „Persona“, þcim Bibi Andersson og Liv Ulmann Síðasta kvikmynd Ingmar Bergmans? Veikindi hans neyddu hann til þess að hætta við gerð kvikmyndar, sem ætlun hans hafði verið að gera í sumar (,,Mannætur“) og að hætta enn fremur við að stjórna gestaleikritum bæði í Ham- borg („The Rakes’s Progr- ess“) og París („Marat"). Engu að síður notfærði Bergman sér þetta hlé sem varð vegna dvalar hans í sjúkrahúsinu. „Mér leiddist hræðilega og byrjaði að skrifa. Ég skrifaði og skrifaði og las það síðan yfir — og það leit út eins og kvik- mynd“. Þessa ógerðu kvikmynd vildi Bergman nefna „Cine- matographie, opus 27“. Kvik- myndafélag hans „Svensk film“ sannfærði har.n þó um það, að annað nafn væri betra, og Bergman vatdi lat- neska nafnið „Persona“, sem upphaflega þýðir „gríma leikandans“. Segja má, að þetta heiti sé inngangurinn að efni kvík- myndarinnar. ,Bergman tekur hér til meðferðar einu sinni enn vandamál sálræns eðlis. Hann teflir fram tveimur kon um, sem ýmist dragast hvor að annari eða hrinda hvor Alveg eins og upphaf „Per- sona“ hófst á heitsuhæli, þannig byrjar sagan, sem hún segir frá í sjúkráhúsi, og líkt og önnur mynd Bermans („Eins og í spegilmynd", sem sýnd var í Hafnarfirði fynr skömmu), fer kvikmyndataka „Persona“ fram á hinni af- skekktu eyju Gotland. Hugmyndin um leikgrím- una, sem gefin er til kynoa í heiti kvikmyndarinnar, er einnig fastur þáttur í ýmsum öðrum myndum Ing.æar Bergmans. Fyrstu myndir hans sögðu frá grímuklæddu fólki —• leikendum og föru- fólki — eins og „Kvöld trúð- anna“ og „Sjöunda innsigl- ið“. Grímuklætt fólk, án þess þó að gera sér grein fyrir því, er viðfangsefni 20. mynd ar hans, „Andlitið". , Höfuðpersónurnar I kvik- myndinni „Andlitið“, von- ast annarri aðalleíkkonunni í „Fersona“, Bibi Andersson, en hún hefur gert samning við bandarískan kvikmynia- framleiðanda, ætlar Bergman að ljúka töku hinnar nýju myndar sinnar á óvenjulega stuttum tíma eða fyrir tíunda september. Áður fyrr var Bergman vanur að gera útlæga úr hópi leikenda sinna fyrir fullt og allt þá leikendur, sem létu freistast af tilboðum erlendra kvikmyndaframleiðenda. Þýtt úr „Ðer Spiegel" ins. Hann er frjálslyndur og I öfgalaus maður, *sem unnið hefur mikið og merkilegt starf í þágu heimaríkis síns. Þáð er vissulega kaldhæðni örlaganna að ráðamenn Repúblikanaflokksins skyldu taka Barry Goldwater fram yfir Rockefeller. Afleiðingar þeirrar ráðabreytni Urðu hörmulegar fyrir flokkinn. Hann beið einn mesta ósig- ur í sögu sinni, og er nú leið- togalaus og sundraður. Sá staðreynd verður ekki sniðgengin, að Eisenhower, fyrrverandi forseti og Ric- hard Nixon, fyrrverandi vara forseti, bera verulegan hluta ábyrgðarinnar á hinu lán- lausa framboði Barry Gold- wáters, sem leiddi hrun yfir Repúblikanaflokkinn. Þeir híiðruðu sér hjá að taka af- stöðu til hinnar ábyrgoar- lausu ævintýrastefnu Go'J- waters. Rockefeller, Scranton, ríkisstjóri í Pennsylvaníu og Romney, ríkisstjóri í Michi- gan, höfðu hinsvegar mann- döm og kjark til þess að taka upp harða baráttu gegn Gold- water og stefnu hans, en þeir voru ofurliði bornir. Þess vegna fór sem fór. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.