Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 12. ágúst 1965 MORGU N BLAÐID 21 Spifcfeiti maðurinn sagði við grindhoraða manninn. — Eftir útliti þínu að dæma gæti maður Ihalidið að það hefði verið hung- ursneyð í landinu. —. Já oig eftir útliti þínu að dæm.a, þá gæti maður haldið, að þú Ihefðir valdið henni, svaraði grindhoraði maðurinn. ★ — Hvers vegna eruð þið að bæta einu við, þegar þið get- ið ekki einu sinni stjórnað mér. -— Það er aðeins vika síðan (konan mín hljóp að heiman með bezita vini mínum, og éig sakna Ihans ennþá. ★ Lítill drengur færði föður sín- um bréf frá kennara sínurn. Fað- ir hans las bréfið og kallaði síð- an: — Hvernig stendiur á því Norani, að þú er neðstur í bekfcn- um? — Ja, hann Jói hefuir venju- lega verið neðstur en hann hefur verið veikur núna uradanifarið. _ ★ — Ég hlýt að hafa sofnað smá tíma. Hj úskaparvandamál Súfcrates- ar eru fræg. Þó sagði hann eitt sinn: — Það eiga allir að gifta sig. Ef þið giftist góðuim konum, verðið þið hamingjusamir en ef þið giftist vondum konum, verð- ið þið heimspekingar og það er hverjum manni hollt. ★ — Ég vil gjarnan giftast dótt- ur yðar, sagði ungi maðurinn. — En hafið þér séð konuna mína? spurði þá faðirinn. — Já, en ég vil heldnr dótt- urina, var svarið. ★ Farþegiiui þjáðist voðalega af sjóveiki og skipsþjóninn reyndi að hugga hann og sagði: — Þér getið alveg verið rólegur, það hefur enginn dáið úa: sjóveiiki, evo óg viti til. — Ó, á, veinaði farþeginn, hvemig getið þér verið svona harðbrjóeta. Það sem hingað til hafur haldið í mér lífinu, er von- Uffi það *ð Já *ð deyja. SARPIDONS SAGA STERKA Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Jarlsson mælti: „Ég hefi þá unnið til hvorstveggja verðlaunanna, því ég veld burttöku goðanna, og ertu nú búinn að vita, faðir, hver það gjörði.“ Jarl svarar: „Hvar eru þá goðin?“ Sarpidon svarar: „Ég ætla, að þau muni fljóta hér á vatninu nálægt bakk- anum. Vilda ég, að þau væru ekki minni en hirðmenn yðar og skyldu þau skemmta oss með sundförum sínum í dag. Hugða eg að þau mundu sýnt mátt sinn er þér segið svo mikinn vera, en mér þykja þau heldur veslir guðir, ef þau geta eigi dregið sig að landi hér um fjóra faðma, en það þykjumst ég skilja, að þraut laus muni goðunum vera að geta flotið sjálfkrafa á vatninu eftir náttúrueðli trés- ins.“ Af þessu varð jarl afar reiður og bauð mönnum sínum að handtaka Sarpidon. Þá mælti jarlsson: „Lízt yður eigi, faðir, að ég líði þar straff, sem goðin dæma mér, þar eg hefi við þau afgjört?" Jarl kvað það maklegast. Eru þá goðin sótt, síðan þurrkuð og færð í skrúða sinn og sett á stallana. Þar eftir fellur jarl fram fyrir þau og bað þau segja upp dóm yfir syni sínum, en þau þegja og gefa ekkert svar. Þá mælti jarlsson: „Annað hvort er, að goð yðar eru lífs- og meðvitundarlaus og máttvana trédrumbar, eður þeim hefir vel líkað þessi laugargjörð, þótt ég haldi það fyrra sannara vera, og máttu nú sjá, fað- ir, að hvort sem heldur er, hefi ég enga refsing verðskuldað“. Og með það gekk jarlsson hurt og heim í herbergi sitt, en jarl gekk til borðs og var fálátur mjög. JAMES BOND -*- — >f ->f- Eftir IAN FLEMING Bond og Vesper leggja af stað til spila- vítisins. — Segðu mér annars Vesper, spyr Bond, hvernig stóð á þvi að þú flæktist í þetta mal? Vfirmaður minn vildl að sín deild ætti hluta að starfinu, segir Vesper. Síðan út- skýrir hún fyrir honum, hvernig á því stóð að hún varð aðstoðarmaður nans: — En ég aðvara þig: Bond verður fjúk- andi vondur, ef hann fær kvenmann fyrir samstarfsmann. Júmbó var viss um, að Spori væri ekki brjálaðri en prófessor Mökkur eða hann sjálfur. En hvernig í ósköpunum átti hann að fá hann leystan út héðan? Á sama augnabliki heyrðu þeir rödd koma út um opinn glugga: — Halló? Hver? Yfirlækn- irinn? Já, já, Jú, það er ég KVIKSJÁ -* — Hvað við kemur sjúklingnum á stofu 20?, hélt röddin áfram. — Uss, sagði Júmbó, hann er að tala um Spora. Við skulum hlusta á, hvað,hann segir — Nú, ég að flytja hann? Já, en ég skal sjá um það Hvert? Xil Xru- quillo? Það skal gert. Júmbó og prófessorinn flýttu sér til út- göngudyranna. — Nú þurfum við bara aS fá að vita, hvar Xruquilo er — þá mun okkur áreiðanlega takast að frelsa Spora á leiðinni þangað. sagði Júmó. — Kannski, sagði Mökkur efablandinn. Fróðleiksmolar til gagns og gamans Feitasti og þyngsti maður heims. 1770 fæddist í Leicester harn, sem varð feitasti og þyngsti maður Englands og raunar alls heims, Daniel Lambert (1770— 1809) að nafni. Byggðasafnið I fæðingar- bæ hans hefur helgað minningu hans heilt herbergi og í riti, sem gefið rar út segir, að hann hafi verið 338 kg. að þyngd, verið 179 hu hár og 282 cm um mittið. Hann var fangavörður í fangelsi bæjarins til árs- ins 1805 og þegar hann hætti því starfi fékk hann 50 sterlingspunda ársiaun, vegna þess, hve góður hann hafði verið við fangana. Síðustu árin, sem hann lifði áskotnuðust honum töluverðir peningar á því að sýna sig opinberlega, en útvega varð sérstakan vagn fyrir hann, þegar hann fór til London. Hinn 20. júní 1809 átti hann að sýna sig á veðhlaupabraut- inni í Stanford, en áður en af þvi varð dó hann skyndilega á hótelherbergi sínu. Honum hafði sjálfum tekizt að troða sér inn um dyrnar, en þegar líkburðarmenn- irnir ætluðu að bera hinn gríðarlega stóra líkama hans út, urðu þeir að rifa niður hluta af dyraumbúuaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.