Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 17
1 Laugardagur 22. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Einar Eyjólfsson IVfinriingarorð F. 18. okt. 1877. - D. 11. des. 1965. LOKSINS hefur minn gamli og góði vinur Einar Eyjólfsson feng ið hvíldina góðu og líklega marg- þráðu. Hann hafði háð harða og oft tvísýna baráttu við veikindi meginn hluta sevi sinnar eins og síðar mun að vikið, unz hann var kallaður til hins mikla háttatíma 88 ára að aldri. Einar fæddist að Hvaleyri við Hafnarfjörð. Voru foreldrar hans Eyjólfur Eyjólfsson og Helga Einarsdóttir, búendur þar. Legar hann var á firnmta ald- urs ári missti hann móður sína, og fór þá í fóstur til ömmu sinn- ar, Sigríðar, að Bakka í Garða- hreppi. Eftir fimm ára dvöl þar andaðist gamla konan, og þá fór hann til móðurbróður síns Guð- mundar Einarssonar í Hafnar- firði, og ólst þar upp til 16 ára aldurs. í þá daga var sú venja á höfð, að láta börnin sem fyrst taka þátt í ýmsum störfum innan og utan húss. Snemma fór Einar að gutla við sjóinn með frænda sín- um, oft votur og kaldur, því verjur voru lélegar eða engar. Þegar hann var 13 ára var hann ráðinn kokkur á skútu. 1 þann tíð var það háttur margra Sunnlendinga að fara á sumrin norður í land, eins og það var orðað, og ráðast í kaupa- vinnu hjá betri bændum þar. Guðmundur var einn þeirra, sem hafði þann sið. Þegar Einar var kominn á fermingaraldur hafði Guðmund- ur hann með sér og réði hann sem smala á ýmsum bæjum. Síð- asta ferð hans til Norðurlands var, þegar hann varð 16 ára gam- all. Var hann þá ráðinn sem smali að Tindum á ásum í Húna- þingi hjá Jónasi bónda Erlends- syni. Einar var orðið illa við smalamennskuna, enda var ævi smalanna oft ill, er þeir sátu yfir ánum votir og kaldir, og stund- um hungraðir ef smalabitinn var af skornum skammti. Nú fór að votta fyrir dálítilli sjálfstæðis- kennd hjá Einari og uppreisnar- anda gegn frænda sínum. Þegar að Tindum kom, tók hann til sinna ráða Og samdi við Jónas bónda um að hann losnaði við smalamennskuna og gengi að heyvinnu um sumarið. Var það auðsótt. Einnig samdi hann við Jónas, að flytja sig til Sauðár- króks að kaupavinnu lokinni, áð- ur en frændi hans færi suður um. Því lafaði Jónas bóndi og efndi það. Á Sauðárkróki átti Einar ann- an móðurbróður sem búsettur var þar, Þorvald Einarsson, er giftur var norðlenzkri konu, Láru Sigfúsdóttur. Þau hjón reyndust honum sem beztu foreldrar. Þar dafnaði hann vel og náði fullum þroska. Vorið 1896 réðst Einar vinnu- maður til Guðmundar Einars- sonar verzlunarstjóra L. Popp- verzlunar í Hofsósi, en var um sumarið háseti á kútter Gretti, sem gerður var út á þörskveiðar frá Sauðárkróki á vegum L. Poppverzlunar þar. Um haustið fór hann til húsbónda síns í Hofsósi. Meðan hann var þar, reri hann margar vorvertíðir til Drangeyjar, og á sumrin var hann formaður á sexrónum ára- báti fyrir húsbónda sinn, er hald- ið var út á fiskveiðar. Þótti hann fengsæll og farsæll í öllum sín- um störfum. Um þetta leyti fór Einar að kenna til veilu fyrir torjósti, sótti að honum mæði og oft mikill hósti. Hann synti þessu lítið og leitaði ekki læknis, hefur sjáfsagt haldið, að þetta batnaði. Vorið 1905 flutti Guðmundur verzlunarstjóri frá Hofsósi til Siglufjarðar og tók við Gránu- félagsverzlununni þar. Þá fór Einar til Grafaróss, til föður míns Erlendar Pálssonar verzl- unarstjóra Gránufélagsverzlunar þar. Þá bjuggu meðal annars tvær mæðgur, ekkjan Rannveig Guðmundsdóttir og Eggertína Ásgerður, ’dóttir hennar, Guð- mundsdóttir. Kynni tókust brátt með þeim mæðgum og Einari, sem enduðu þann veg, að þau heitbundust hvort öðru Einar og Eggertína, fluttu til Siglufjarðar haustið 1906, ásamt Rannveigu, og dvöldu þar næstum alla sína búskapartíð. Á Siglufirði gengu þau í hjónaband haustið 1906. Eggertína var sérlega myndar- leg kona, fríð og svipmikil ásýndum, þétt á velli og þétt í lund, Hjónaband þeirra hjóna var alla tíð einkar farsælt og öðrum til fyrirmyndar. Hún var reglu- söm og dugleg húsmóðir, bjó manni sínum ávallt aðlaðandi og hlýlegt heimili, og var honum traustur förunautur alla tíð. Skjótt eftir að þau komu til Siglufjarðar byggðu þau sér lítið einbýlishús sem þau síðar seldu og keyptu sér annað hús, sem reyndist hentugra til íbúðar. Á þessum árum var lítið eða ekkert um vetraratvinnu að ræða. Einari leiddist iðjuleysið. Honum hugkvæmdisf þá að læra skósmíði, en varð að hætta við það, vegna þess hve setið var lengi, og svo fylgdi skóviðgerðum í þá daga mikið ryk. Þá tók hann að sér netabæting- ar. Fór sú vinna fram í óupphit- uðu úthýsi. Þar svarf kuldinn að honum og rykmökkinn lagði upp af netunum, þegar við þeim var hreyft. Þetta hvorttveggja þoldi hann ekki, vegna brjóstveilunn- ar, og varð að segja þessu starfi upp. Sá hann sér ei annað fært en leita læknishjálpar, og fór suður á Vífilsstaðahæli og dvaldi þar um eitt ár. Einhverja bót mun hann hafa fengið þar og lífsreglur eftir að fara, og með því, að veikin var ekki' talin smitandi, varð dvöl hans ekki lengri þar syðra. Alltaf mun hann hafa notað meðul til að halda veikinni í skefjum. Hann gekk því meginn hluta ævi sinnar aldrei heill til vinnu. Einar var mjög handhagur og verklaginn, og þegar hann kom heim af hælinu fór hann að stunda trésmíðar. Mun það hafa verið draumur hans í æsku að læra þá iðn, en fátæktin brugðið fæti fyrir þá ósk hans. Hann vann í mörg ár við trésmíði hjá Goos síldarkaupmanni, sem dvaldi hér um alllangt skeið Einnig vann hann lengi hjá Siglufjarðarbæ, Slippfélaginu og víðar. Á þessum árum fékk hann trésmiðaréttindi. Þegar honum fannst s'tarfs- þróttur sinn fara dvínandi, og hann ekki geta fylgzt með sín- um samstarfsmönnum eins og hann löngum hafði gert, dró hann sig til baka. Kom hann sér þá upp smáverkstæði í húsi sínu, og vann þar að ýmsum smíðum. Ekki dugði að leggja árar í bát, vinnuviljinn og vinnu- gleðin voru enn fyrir hendi. Hann gerði við og dyttaði að ýmsu fyrir granna sína, smíðaði hjólbörur og sleða handa börnum og netanálar fyrir togarana. Sjálfum fannst honum þetta hálfger. dundursverk, en undi þó glaður við það. Einar var ákaflega hreinn mað- ur, drengur góður í þess orðs bezta skilningi, glöggur og vand- aður í fjármálum, laus við alla ágengni og hreinn og réttlátur í viðskiptum við alla, góðviljaður öllum og greiðvikinn. Hann naut lítillar fræðslu á æskuskeiði, en þegar hann fór að eiga með sig sjálfur las harm bæði bækur og blöð og aflaði sér fróðleiks á þann hátt. Hann var glaðlyndur í vinahóp, glettinn og sþaugsam- ur, og fróður um margt frá eldri tíð. Hann átti í fórum sínum dá- litla kýmnigáfu, og brá henni fyrir sig í góðu tómi. 1 vöggugjöf mun Einari hafa hlotnazt vottur sjálfstæðiskennd: ar, sem lá fyrst í leyni með hon- um, en vaknaði og óx með full- orðinsárunum. Lífsskoðun Einars var í raun og veru sú, að hverf heimili ætti að vera ávallt sjálf- stætt, frjálst og fullveðja, engum bundið n'ema löglegum þjóðfé- lagslegum skyldum. Um þessa lífsskoðun hans varð aldrei neitt glamur eða orðaprjál. Hún bjó hljóðlát með honum, og var hann trúr henni til æviloka. Þessi heilbrigða stefna Einars varð til þess, að þau hjónin gátu fulinægt sinni einlægu þrá með íþví að hlynna að og styðja við leitni brautryðjanda til að koma líknarmálum kaupstaðarins í við unandi horf. Verður þeirra hjóna því löngum minnzt. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku til fósturs tveggja ára gamalt stúlkubarn, Jónínu Steinþórsdóttur, og ólu hana upp til fullorðins ára. Reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Fósturdóttirin giftist síðar Eiríki Sigurðssyni skóla stjóra á Akureyri, og hefur verið búsett þar. Frú Jónína hafði ávallt sambartd við fósturföreldra sína, og var þeim væn og nær- gætin. 1 fyrravetur fór Elli gamla að verða allaðgangshörð og starfs kraftar að dvína. Þá fluttu þau til fósturdótturinnar og nutu þar góðrar aðhlynningar og hvíldar, unz kveðjustundin kom. Þau voru bæði jarðsungin frá Siglu- fjarðarkirkju að viðstöddu fjöl- menni. Þau hjónin frú Jónína og Eiríkur sáu alfarið um jarðar- farirnar með miklum sóma og myndarbrag. Ég var drenghnokki þegar ég kynntist Einar fyrst. Hann hafði eitthvað það við sig, sem laðaði mig að honum og ég ekki gerði mér grein fyrir. Upp frá því tókst - Íþróttir Frh. af bls. 26 verið ráðinn landsþjálfari glímu- sambandsins og mun hann leið- beina í glímu eftir því sem efna- hagur og ástæður leyfa. Fjórðungsglímumót. Ákveðið hefur verið að koma á sérstökum glímumótum fyrir landsfjórðungana og verða fyrstu Fjórðungsglímumótin háð á þess manna um vetri. Gefnir hafa verið ágætir verð- launagripir til þessarar keppni. með okkur fölskvalaus vinátta. sem aldrei sló skugga á. Við átt- um saman fjölmargar ánægju- legar samverustundir. Hann jós þá oft úr fróðleiksbrunni sínum og fræddi mig um margt gamalt og nýtt. Ég minnist þessa góð- vinar míns, og hef um hann ljúf- ar endurminningar. Við, sem eftir stöndum á ströndinni hér, og sjáum vinina hverfa frá okkur, vitum ekki hvað við tekur fyrir þá, en falleg ur er sá siður, að láta fylgja vin- um vorum, sem horfnir eru, hlýjan hug og þakklæti, bænir og óskir um velgengni og fegurra Blessuð sé minning þessara líf í nýju heimkynnunum. góðu hjóna. í landsliðsneínd eru: Þorsteinn Einarsson, formaður; Hafsteinn Þorvaldsson og Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. Þátttaka glímumanna í heims- sýningunni i Kanada 1967. Glímusambandið hefur ákveð- ið að athuga möguleika á þátt- töku glímumanna í heimssýning- unni í Montreal í Kanada 1967. Skipuð hefur verið þriggja nefnd til undirbúnings málsins, og er hún skipuð þess- um mönnum: Sigurður Geirdal, formaður; Sigurður Ingason og Valdimar Óskarsson. Úrvalsflokkur glímumanna. Stjórn glímusambandsins hef- ur ákveðið, að velja úrvalsflokk glímumanna, sem sýnt geti glímu við ýms tækifæri. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd (landsliðsnefnd) til að velja glímumenn í þennan úrvalsflokk. Þeir sem sæti eiga Merki Glímusambands íslands. Glímusambandið hefur ákveðið að eignast sérstakt merki. í því sambandi hefur glímusambandið í huga að efna til hugmyndasam keppni um gerð merkisins, og þá að veita sérstök verðlaun fyrir þá tillögu að merki, sem valið verður. Uggvænlegt húsnæðis- leysi í Grænlandi Snarpar umræður í danska þinginu — Verður haíin fjársöfnun til bjargar nauðstöddum, grænlenzkum hundum? Kaupmannáhöfn. DANSKA sjónvarpið sendi desember, tvo sunnudaga í röð, út þætti um þjóðfélagsmál í Grænlandi. Var efni í þætti þessa safnað i sumar af sjón- varpsfréttamanninum Christian Kryger. Sjónvarpsþættir þessir hafa haft veruleg áhrif á um- ræður um fjárlögin í danska þinginu. Annar hinna tveggja grænlenzku þingmanna segir álit sitt vera þetta: „Menn segja, að Grænlending- ar þoli ekki gott húsnæði. Nei, en það getur kostað lífið að eiga engan bústað. Um helmingur bú- staða í Grænlandi er heilsuspill andi, og ég segi þvert nei við því, að byggð séu hús yfir vél- ar uimfram bústaði fyrir fó'l'k.“ Sjónvarpsþættir Krygers var sá grundvöllur, sem flestir miðuðu við, því margir danskir þing- menn hafa sjálfir kynnzt grænlenzkum málefnum af eig- in raun. í sjónvarpsþáittunum hefur einkum verið brugðið ujjp myndum af ástandinu í bæjun- um Góðvon (Godth&b) og Eged- esminde, en eins og málum nú háttar liggur þangað fólksstraum ur frá afskekktum stöðum. Bæir þessir hafa hihsvegar ekki slíka atvinnumöguleika, að þeir geti séð öllu þessu fólki fyrir lífvæn legri vinnu. Fólk hefur nú séð i sjónvarpinu hið slæma húsnæði, sem „gamla bæjanfólkið“ býr í, og hinar örsmáu íbúðir í hinum nýbyggðu „týpuhúsum“, sem byggð hafa verið fyrir þá, sem iflutat hafa til bæjanna. Fódk hef ur heyrt um vandræðí 'standið i vatnsveitumálunum, og hrein- lætisskortinn ,sem af því stafar, sem aftur veldur sjúkdómum. Og fólk hefur heyrt óskir hinnar feinu hjúkrunarkonu grænlenzkr : ar til þessa, (hún er barnshjú'kr- unarkona), sem voru af ýmsu tagi, en hóíust alltaf á orðinu „kannske“. 1 sjónvarpinu sagði liún, að í Grænlandi neydd'ust menn alltaf að segja ,kannske“ ef málið snerist um eittihvað, sem háð væri leyfi frá Kaup- mannahöfn...... Á sjónvarpsskerminum hefur fólk einnig séð tæmingu á kam- arfötum í Egedesminde, en hún á sér stað með aðstoð eins mót- orhjóls, og gerist því ekki ýkja oift. Fólk sá einnig, að föturnar voru tæmdar í sjóinn, niður tré- stok'k, sem ekki náði niður fyrir yfirborðið, heldur aðeins að því, og að hundarnir sýndu þessu mikinn áhuga. Grænlendingurinn Knud Hert ling hóf ræðu sína um fjárlögin varðandi Grænland með því að segja: — Ég hefi lesið í dönsk um blöðum ,að fólk hugsar sér að efna til fjársöfnunar hér til bjargar náuðstöddum hundum í Grænlandi. Ég vildi gjarnan mælast til, að fólk hugsaði í staðinn um grænlenzkt fólk, sem er ekki síður 'hjálpar þurfi. Hann benti á, að ilbúðaskort- urinn í Grænlandi væri gífur- legur, ekki sízt í hinum fjórum „auðu bæjurn", þ.e. bæjum, sem 'hægt er að stunda sjósókn frá all't árið, því þar er sjórinn auð- ur á veturna. Það er þangað, sem grænlenzkt dreifbýlisfólk flyzt þegar það neyðist til að leita nýrra atvinnumöguleika, en vegna íbúðarskortsins verður þetta fólk oftlega að flytja aftur til fyrri heimkynna, og draga þar fram lífið af litlum afla og minni stuðningi þjóðlfélagsins. Þá óskaði þingmaðurinn eftir betri útvarpsþjónustu og nefndi, að ekki heyrðist til grænlenzka útvarpsins á öllum ' stöðum á ströndinni. Grænlandsmálaráðherrann, Carl P. Jensen, kvaðst fagna sjónvarpsþáttunum, en varði að öðru leyti dönsku stjórnina: — Má ég minna á að heilbrigðis- málakerfið er fullbyggt og berkl um hefur verið útrýmt að því marki, að þeir eru í 12. sæti sem dánarorsök í stað 1. sætis áður. Um íbúðaskortinn sagði ráð- herrann að á árunum 1955-1960 hafi verið byggðar 1178 íbúðir í Grænlandi, 1960-1965 1579 og á næstu fimm árum væri ráðgert að byggja 2000 íbúðir og taldi ráðberrann þetta verulegar fram farir. Hann sagði einnig, að tæknimálastofnun Grænlands (Grönlands Tekniska* Organi- sation) hefði gert teikningar að nýju „týpuhúsi", og upplýsti jafnframt að sérstök nefnd ynni að þjóðfélagslegum umbótum fyrir Grænland. 1966 verða hafin námskeið, og á þar að þjálfa Grænlendinga til starfa að þjóð félagsmá'lum. Um hreinsunarástandið í Ege- desminde sagði ráðherrann að ný og öruggari aðferð hefði ver- ið tekin upp þar eftir að sjón- varpsmenn voru þar á ferð. Miklar og harðar deilur urðu í lok umræðna um þennan þátt fjárlaganna. Leiðtogi ílhalds- manna, Poul Möller, sagði: — Það er ekki að kenna ónógum fjárveitingum, að takmarkinu hefur ekki verið náð. Nú sjáum við, að við höfum fengið fétækra hverfi (slumbyggeri) fyrir 'mil'ljónirnar. Fjárfestingin hefur eirnfaldlega ekki orðið til neins, og það er ríkisstjórnin, sem ber á þessu ábyrgð. Við verðum að vona, að nú hafi verið tekin upp 'haldbetri stefna. Sjónvarpsþætt- irnir hafa í það minnsta sýnt framá hverjar skyssur Græn- landsmálaráðuneytið hefur gert, síðan stóráætlunin um uppbygg- ingu á Grænlandi var samþykkt 1950. Grænlandsmálaráðherrann: — Það er furðu djarft að segja að þróun síðustu 10—15 ára í Græn landi hafi mistekizt á grundvelli tveggja sjónvarpsþát'ta. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.