Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 5
Laugarðagur 30. júlí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 UR ÖLLUM ÁTTUM — Það er Sigurði Nordal að þakka, að ég kom til ís- lands á sínum tíma, segir Cyril Jackson, sem er hér nú í heimsókn. — Einhverja þá beztu fræðslu, sem ég hef fengið, fékk ég þessi tvö ár, sem ég var á Akureyri, nú og svo fékk ég konuna mína nér. — Það hafði mikil áhrif á mig, ungan manninn, að kynn ast mér áður óþekktum þjóð- aranda. íslendingar hugsuðu á þeim árum lítið um það hvort maður var ríkur eða fá- tækur. Ég var þá fátækur Ester og Cyril Jackson. „Islendingar eru eins góðir vinir og þeir eru harðir fjandmenn" Samfal við Cyril Jackson fyrrv. menntaskólakennara á Akurey ri eins og flestir stúdentar og gestrisnin hér var eins og hún enn er. fslendingar eru eins góðir vinir og þeir eru harðir fjandmenn. Ég dáist að framförunum í Reykjavík, hvað 'borgin er 'orðin stór og falleg. Hér vilja ungir menn vinna, þeir vilja að vísu eiga alla hluti hús og bíl, en þeir nenna líika að vinna fyrir því. — Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til íslands. Mér finnst það ekki vera lengra síðan en í gær, að ég fór frá landinu, þó það séu nú 21 ár síðan, sami blæi inn er yfir borginni og sá sem var. Ég er að reyna að ná í gamla vini mína, mig langar til að sjá sem flesta af mínum fyrri kunningjum. Við hjónin búum hér í Skipa- sundi 1 hjá vinkonu konunn- ar minnar, frú Mabel Guð- mundsson. — Ég er fæddur árið 1908 í Norður-Englandi, ég tel mig vera af víkingaætt, segir Jackson og hlær. Ég var á háskólanum í Leeds á árun- um 1926-29, þar sem ég nam norrænu. Við vorum fimm eða sex Englendingarnir í norrænu við þann háskóla þá. Þá var þar mjög frægur prófessor í norrænu, E. V. Gordon. Þá þegar las ég fs- lendingasögurnar, ég minnist þess sérstaklega að hafa haft gaman af Hrafnkelssögu. Svo fékk ég áhuga á að heimsækja fsland. Sigurður Guðmunds- son, sem þá var skólameist- ari við Menntaskólann á Ak- ureyri, viidi fá Englending til að kenna við skólann, og Sig- urður Nordal sem var kunn- ingi Gordons bar málið und- ir hann og það varð úr, að ég varð fyrir valinu og fór til íslands. — Ég kom til íslands snemma í júlí. Nordal var búin að útvega mér gistingu hjá Ásgeiri Ásgeirssyni í Laufási, en hann var þá menntamálaráðherra. Ég bjó hjá honum í 2—3 vikur. Þaö- an fór ég norður og var á Munkaþverá í Eyjafirði. Fáir staðir hafa mér fundizt jafn fallegir. Öllum var þar skip- að að tala bara íslenzku og í október var ég farinn að bjarga mér í málihu. — Það var gaman að kenna á Akureyri. Ég bjó í herbergi með Steinþóri heitn um Sigurðssyni jarðfræðingi, og áttum við margar ánægju stundir saman, það voru skemmtileg kynni. Strákarn- ir í 6. bekk voru margir eldri en ég, sem þá var bara 21 árs. Þeir vissu að ég vildi læra íslenzku, þeir vildu læra ensku, svo^ þetta var bezta samvinna. Ég kenndi á Akureyri í tvö ár, 1929-30. Árið 1930 fór ég aftur til Eng- lands og hóf þá nám við há- skólann í Manchester, því þá var próf. Gordon kominn þangað. Ég varði doktorsrit- gerð við háskólann þar árið 1933. Ritgerðin var um kvæði Matthíasar Jochumssonar og allt sem hann hefur skrifað. Nordal sagði við mig: Hér er verkefni, safna þessu sam an, ef við gerum það ekki er hætta á að eitthvað af þessu glatizt. Það var 'víst enginn sem vildi taka þetta að sér nema ég. Eftir að ég var orð- inn doktor hafði ég ekki áhuga á að sitja á stól öllum stundum við lestur, ég fékk þá meiri áhuga á mönnum en bókum. í Hávamálum staend ur „maður er manns gam- an‘. Til að vera háskólamað- ur á maður bara að lesa, en ég fór að kenna, fékk áhuga á uppeldisfræði, kenndi ensku við ríkisskóla, viildi öðlast renyslu af lífinu. — Svo fór ég að vinna við útvarpið. Þetta var á þeim tímum, þegar fyrst var farið að nota útvarp sem fræðslu- tæki í skólum. Ég var ráð- inn við útvarpið frá 1936— 40 og hafði umsjón með út- varpinu í skólium í Norð- vestur Englandi. Ég var það sem Englendingarnir kalla „Educational Officer". S.l. ár hef ég starfað við fræðslu- deild brezka sjónvarpsins og var fyrir skömmu sæmdur heiðursmerki (M.B.E.) fyrir störf mín þar. — Árið 1940 kom ég aftur til fslands og var hér í fimm ár. Starfaði sem sendikennari við háskólann hér í Reykja- vík jafnframt því sem ég var í þjónustu British Council“. Á þeim árum kynntist ég xon unni minni, Ester Friðriks- dóttur, Hallgrímssonar prests. 1945 fór ég aftur út og tók á ný að starfa við útvarpið og síðan við sjónvarpið. Nú eru liðin 21 ár síðan ég var á íslandi síðast. Við hjónin komum hingað fyrir viku og ætlum að rifja upp gamlar endurminningar og eiga hér á ný yndislegar stundir i þessu góða landi, þar sem konurnar eru enn eins fagrar og þegar ég var hér fyrir 37 árum. Gólfklæðning frá DL w er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLfSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir Deztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG Bifreiðosölu- sýning í dng: SELJUM I DAG: Fiat station 1800, árg. 1980. Opel Caravan, árg 1965. Ford Taunus M 17, árg. 1960, í toppstandi, kr. 90 þús. útb. Skoda 1202, árg. 1964. Willys station 195S. Willys station 1959. N.S.U. Prince 100, árg. 1965. Peugeot, árg. 1965, ýmis skipti. Austin Gipsy, diesel, skipti á Willys jeppa, árg. ’47—’55. Chevrolet, árg 1959, má greiðast með 2ja—3ja ára fasteignatryggðu bréfi. Ford Zephyr 1955, 27 þúsund kr., ef samið er strax. Volkswagen, árg. 1961, kr. 50 þúsund útborgun. Mercedes-Benz 220, árg. 1995, fallegur bíll. Rambler 1964, kr. 176 þúsund. Volkswagen 1961. OFANTALDIR BÍLAR verða til sýnis ásamt tug af öðrum bílum. Gjörið svo vel, skoðið bílana. Bifreiðasalan Rorgartúni 1. Símar 18085 og 19615. ( smlör) SMYRJI-Ð MEÐ S!J«*SMJÖRIÐ iidb DÐMr (Bi jBnnr_ □sta- og Smjörsalan s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.