Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 13
Laugarðagwr 30. júlí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 13 Umferðin út úr borginni um Verzlunarmannahelgina er gífurleg. Mynd þessi var tekin á Miklubraut gefur nokkra hugmynd um hana. Umierð og slysahætta Umferðin um verzlunarmannahelgina HELGINA, sem framundan er, verður vafalaust að telja mestu umferðarhelgi ársins, því að þá fara allir, sem vettlingi geta valdið og ráð hafa á bifreið, út úr bænum. Umferðin á þjóðvegum verður því með mesta móti, og þeim mun meiri ástæða til að hvetja ökumenn að sýna hver öðrum tillitssemi og sýna varkárni í umferð- inni. Margs er að gæta, þegar ekið er um þjóðvegi lands- ins, og hefur á mörg atriði verið drepið hér á síðunni að undanförnu. Til frekari áréttingar fara hér á eftir nokk- ur atriði, sem ökumönnum mega að gagni koma í þessari miklu umferð, sem vafalaust verður á vegum landsins nú um helgina. Ökumenn! Lesið greinina og takið til athugunar það, sem þar stendur. Ýmsar leiðbeiningar er þar að finna, sem ykkur mega að gagni koma. Svo óskum við ykkur að lokum góðrar ferðar og góðs gengis. Munið, að aldrei er of mikil varúð viðhöfð í akstri. Hollt er heilum vagni heim að aka. — Fr. S. Ökumaður mundu, að veg- urinn getur verið viðsjár- verður, athugaðu eftirfarandi: 1. Hæðarbrúnir. Þar sem þeim er ekki skipt-með ak- brautarmerki, vertu þar vel vinstra megin á veginum og dragðu úr hraða bifreiðarinn- ar. Vertu viðbúinn því, að bifreið getur komið á móti, jafnvel á miklum hraða. 2. Blindar beygjur. Mundu að því miður eru ekki all- ar hættulegar beygjur á veg- inum merktar. Þar sem hættu legar beygjur eru merktar og þar, sem þú sérð ekki vel beygjuna, þá skaltu skipta bifreiðinni í lægra ganghraða stig og draga úr hraða bif- reiðarinnar. Hemlaðu ekki svo að öll hjól bifreiðarinnar dragist í beygjunni sjálfri og þegar þú hefur farið beygj- una auktu þá strax hraða bif- reiðarinnar. 3. Ræsin. Gular stikur eru við flest ræsi, en þó ekki öll. Dragðu þar úr hraða bifreið- arinnar og ef þú þarft að mæta bifreið þá gerðu það aldrei á miðju ræsinu. Þar, sem þú sérð lækjarfarveg skera veginn, reiknaðu með að þar sé ræsi í veginum. 4. Brýr. Dragðu úr hraða bifreiðarinnar áður en þú ek- ur yfir brúnna, mundu að 'hvort sem brúin er steypt eða með timburgólfi, þá er það nokkuð víst að hola er þar, sem brúargólfið og veg- urinn mætast. 5. Lausa mölin. Víða á hin um þröngu malarvegum okk- ar eru þrír malarhryggir þ.e. í báðum vegarjöðrum og á miðjum veginum. Ef þú hef- ur misst valdið á bifreið þinni í lausu mölinni, þá hagaðu þér eins og þú værir að aka í ísingu. Dragðu ekki hjólin, settu stýrið í sömu átt og afturhluti bifreiðarinnar leit- ar til. Ökumaður, vertu minnug- ur þess, að vegir okkar eru víða slæmir, þröngir og hol- óttir. Vertu sá, sem er fyrri til að víkja fyrir þeim, sem eins og þú getur á staðnum og tilkynntu það síðan lög- reglunni. • Hraðinn. Of margir ökumenn aka hrað ar en vegur og umferð leyfa, þeir eru einnig margir, sm stofna til hættu úti á þjóð- vegum, með of hægum akstri. Reynir því mikið á hæfni ökumannsins og dómgreind er hann á að meta, hvað sé hæflegur hraði, miðað - við mismunandi aðstæður. Reynið að halda jöfnum og góðum hraða,' þannig að ekki verði mikið um framúr-akst- ur. Hraðinn má þó aldrei vera meiri en svo, að ökumaður geti haft fulkomná stjórn á ökutækinu og hann geti stöðv að á þriðjungi þeirrar vega- lengdar, sem auð er og hindr- Varizt slysin! Slys á þjóðvegum eru óhugnanleg, því að venjulega tekur nokk- urn tíma að kalla til aðstoð. Hér er lögreglan komin á vettvang. Og hjá sumum endar ökufcrðin niðri í fjöru, ef ekki er við höfð fyllsta aðgát. Varúð á vegum ætti að verða kjörorð allra. á móti koma. Mundu að þér ber lagaskylda til þess að haga akstri þínum hverju sinni, eins og vegurinn gef- ur tilefni til. Merkingar á vegum úti. ÖKUMENN virðið um- ferðarmerkingarnar. Kynnið ykkur nýju umferðarmerkin, handhæg spjöld er hægt að fá hjá lögreglunni, þar sem öll merkin eru á Ef slys verður. Ökumaður! umferðarlögin segja svo: „Nú verðum umferðarslys, sem vegfarandi á hlut að, og skal hann þá þegar nema stað ar, hvort sem hann á nokkra sök á eða ekki. Veita skal ihann hverja þá hjálp og að- stoð, sem þörf er á. Hver sá, sem hlut á að um- ferðarslysi eða hefur verið sjónarvottur að því, skal, ef þess er óskað, skýra frá nafni sínu og heimilisfangi“. Ökumaður gerðu fljótt ráð- stafanir til þess að sjúkraliði og lögreglu sé tilkynnt um umgerðarslysið. Kynntu þér vel fyrstu viðbrögð við að koma slösuðu fólki til aðstoð ar. Lestur bókarinnar „Hjálp í viðlögum", kemur mjög að gagni. Ef þú skemmir umferðar- merki, þá reyndu að laga það unarlaus framaundan, og öku maður hefur útsýn yfir. steinkasts frá hjólum bifreiða hafa stóraukizt sl. ár. Hjá þeim má komast, ef ökumenn hefðu ætíð eftir- farandi þrjú atriði í huga: 1. Dragið úr hraða. 2. Víkið nógu snemma. 3. Stigið ekki á benzín- gjöfina um leið og þið mætið bifreið. f 47. grein umferðarlag- anna segir m.a.: „Ef hindrun er á vegi, skal ökumaður, sem ekur á þeim vegarhelm- ingi þar sem hún er, nema staðar, ef nauðsynlegt er.“ „Ef ökutæki mætast, þar sem vegur er svo mjór, að hvorugt kemst framhjá öðru, áhættulaust, skal ökumaður, sem betur fær því við komið aka út af vegi, út á útskot eða aftur á baJc út á útskot.“ ekki hringlandi laus undir bifreiðinni. 2. Hemlabúnaður. Athug- aðu að fóthemlar virki vel, séu jafnir á öllum hjólum bifreiðarinnar, og gleymum ekki hemlabörkum, að þeir séu ekki mjög gamlir og farn ir að springa, því þá er voð- inn vís. Handhemillinn má ekki gleymast. Hann er mjög nauð synlegur, og verður að vera í lagi. Ef leki kemst að vökva hemlakerfinu, þá eru fótheml arnir óvirkir, og er þá gott að grípa til handhemilsins. 3. Hjólbarðarnir. Mynstrið í þeim sé minnst einn milli- metri. Nauðsynlegt er, að loft þrýstingurinn á þeim sé rétt- ur. Ekki er hægt að segja, hvað komið getur fyrir, ef Slysalaus helgi er takmarkið! Þegar þið eruð akandi úti á þjóðvegi og ætlið að meta hvað sé réttur ökuhraði, haf- ið þá eftirfarandi í huga: 1. Gerð og ástand ökutæk- isins. 2. Staðhætti og gerð veg- ar. 3. Færð og veðurlag. 4. Umferðina á veginum. Gerið ykkur jafnan grein fyrir stöðvunarlengdinni, t.d. ef þið akið á 60 km hrað fer bifreiðin 51 m. frá því að ■ ökumaðurinn skynjar, að hann þurfi að stöðva snögg- lega og þar til bifreiðin hef- ur stöðvast. AÐ SÍÐUSTU: Meginorsök flestra árekstra og umferðarslysa úti á þjóð- vegum, er of hraður akstur, miðað við aðstæður. Að mæta bíl Þegar þið mætið bíl, þá akið út á vinstri brún akbraut arinnar í tæka tíð og dragið úr hraða. Sá ökumaður, sem fyrr dregur úr hraða er betri ökumaður. Rúðubrot vegna Yfirfarið bifreiðina vel Áður en lagt er af stað í langferð er nauðsynlegt að yfirfara bifreiðina vel áður og í því sambandi má benda á eftirfarandi: t 1. Stýrisútbúnaðurinn. Lyftu framhjólunum og at- hugaðu, hvort stýrisendar, spindlar og spindilkúlur séu í lagi, ekkert óeðlilegt slit sé þar að finna og hjólin séu hvellspringur t.d. að framan. 4, Merkjatækin. Þau verða að vera í lagi, m.a. hemlaljós, stefnuljós o.s.frv. 5. Rúðuþurrkur og rúðu- sprautur séu í lagi. Eftirtalda hluti er gott að hafa með í bifreiðinni: Vara- hjólbarði, tjakkur , felgulyk- ill, loftdæla, laus slanga, platínusett, tvö stk. kerti, Framhald á bls. 17 Ekki er gott að enda ökuferðina hangandi aftan í Vöku-bíl, en það hefur samt orðið hlutskipti ærið marga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.