Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ) Laugardagur 30. júlí 196í FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Ertu ekki bráðum búinn að gera við loftnetið? — Jú, það er hann Claudio sál ugi hertogi, er það ekki? Ég er hrædd um, að ég sé ekki al- mennilega með á nótunum. Ég veit bara, að þarna varð einhver uppreisn og hann var drepinn. Við vorum nú komin upp í Draumagötu og ég sá múrvegg- inn tilsýndar. Ég hægði ofurlítið á ferðinni. — Donati prófessor virðist vera merkilegur maður, sagði ég. — Mér var sagt, þar sem ég held til, að hann sé héðan úr borginni. — Já, heldur betur. Faðir hans var hallarvörður, og meira að segja var hann fæddur og uppalinn einmitt í húsinu, sem ég bý nú í. Það er eitt af hans keppikeflum að ná því frá okk- ur. En það er nú ekki líklegt, að það takist, nema þá maðurinn minn segi af sér. Donati prófess or elskar þarna hvert herbergi, eins “og þér getið hugsað yður. Mér skilst, að hainn hafi verið afskaplega hreykinn af föður sínum og faðir hans af honum. En saga fjölskyldunnar er hálf- gerð sorgarsaga. — Já, svo hef ég heyrt, svar- aði ég. — Hann minntist stundum _ á það áður en nú ekki lengur. tg vona, að það sé farið að fyrnast yfir það hjá honum. Enda eru tuttugu ár talsvert langur tími. — Hvað varð af móður hans? spurði ég. — Hanri frétti aldrei neitt af henni. Hún hvarf með þýzka hernum, sem var í Ruffano, 44, og þar sem seinna var barizt norðurfrá, er líklegast að hún hafi farizt í sprengjuárás, ásamt honum litla bróður hans. — Nú, átti hann bróður? — Já, lítinn dreng, tíu eða ellefu ára. Þeir voru mjög sam- rýmdir. Mér datt stundum í hug, að það sé hans vegna, að Donati prófessor lætur sér svo annt um stúdentana sína. Við vorum nú komin að garð- múrnum. Ég stalst til að lita á úrið mitt. Klukkan var um það bil tuttugu og fimm mínútur yf- ir ellefu. — Þakka yður fyrir, frú. Það var fallega gert af yður að lofa mér að fylgja yður heim. — Nei, sagði hún, — það er mitt að þakka. Hún stanzaði með höndina á garðhurðinni. — Lang ar yður til að kynpast Donati prófesor persónulega? Ég skyldi með ánægju kynna ykkur. Ég var gripinn hræðslu. — Þakka yður fyrir frú, en ég vildi á engan hátt........ Hún brosti aftur. — Það er ekkert ómak fyrir mig. Það er siður hjá rektornum að bjóða nokkrum vinum sínum heim á sunnudagsmorgnum, og í fjar- veru hans, held ég þeim hætti. f dag gætu komið tveir eða þrír og Donati prófessor verður áreið anlega einn þeirra. Nei, þannig hafði ég ekki hugs að mér þetta. Ég ætlaði að fara einn heim til hans. Frú Butali tók þetta sem feimni hjá mér — að aðstoðarbókaverði mundi finnast sér verða þarna ofaukið. — Verið þér ekki feiminn. Þá getið þér fengið eitthvað til að segja samverkamöimum yðar frá_ á morgun. Ég gekk með henni inn í garð inn og að dyrunum, og var enn að hugsa út einhverja átyllu til að sleppa. — Anna er víst önnum kafin að búa til hádegismatinn. Þér getið hjálpað mér að setja fram glösin. Hún opnaði dyrnar. Við geng um inn í forstofuna og gegn um borðstofuna til vinstri. Hún var ekki lengur borðstofa. Allir vegg ir voru þaktir bókum, alveg upp í loft og stórt skrifborð var við gluggann. — Þetta er bókastofan manns- ins mins, sagði hún. Þegar hann er heima, vill hann gjarna taka á móti gestum hér, og þegar við erum mörg opnum við vængja- hurðirnar inn í litlu borðstof-, una hér við hliðina. Litla borðstofan hafði verið leikstofan mín. Hún opnaði dym ar og ég sá, mér til furðu, að borðið stóð þarna á miðju gólfi og lagt á það fyrir einn. Mér varð hugsað til þess, hvernig ég hafði skilið þama við allt á öðr- um endanum — alla bílana mína út um allt gólf og tveir blikk- kassar á hliðinni, sem ég notaði fyrir bílskúra. — Þarna er vermút á hlað- borðinu, sagði frúin, — og svo Campari. Glösin eru á tevagn- inum. Viljið þér ýta honum inn í bókastofuna? Hún hafði komið öllu fyrir eins og henni líkaði, þegar bjöll unni var hringt. — Líklega Rizzio-systkinin, sagði hún. Ég er fegin, að þér skulið vera héma — hún er svo ósköp formleg. Rizzio prófessor er deildarstjóri kennaradeildar- innar og systir hans stendur fyr- ir kvenstúdentagarði. Hún var allt í einu orðin eitt- hvað svo veik fyrir og sýndist yngri en hún var. Kannski bar maðurinn hennar hitann og þung an af samkvæmisskyldunum þeg ar hann var heima. Ég brá mér í fararstjóraham- inn og beið við tevagninn, reiðu- búinn til að hella vermút í glös in, þegar hún skipaði mér það. Hún fór til dyranna til að fagna gestunum, og ég heyrði hana tauta þessi venjúlegu kurteisis- orð. Svo leiddi hún gestina inn í stofuna. Þau, sem komu voru roskin, gráhærð og köntuð. Hann bar þjáningasvip manns, sem er alltaf upp fyrir eyru í starfi sínu, með óafgreidd verkeíni fyrir framan sig, sem aldrei yrðu afgreidd. Ég gat hugsað mér hann hvæsa árangurslausar skipanir að hópi undirmanna, sem voru þreyttir og uppgefnir. Systir hans var valdsmannlegri, og bar sig eins og_ höfðingjafrú í Róm til forna. Ég vorkenndi vesalings kvenstúdentunum, sem voru undir umsjón hennar. Ég var kynntur sem hr. Fabbio, bráðabirgða-aðstoðarmaður við bókasafnið. Ungfrúin hneigði sig, en sneri sér svo strax að húsmóðurinni til að spyrja um líðan rektorsins. Prófessor Rizzio kikti á mig, eins og hann væri í einhverjum vafa. — Afsakið, sagði hann, — en ég tók ekki eftir nafninu yð- ar. Hversu lengi hafið þér unn- ið við bókasafnið? — Síðan á föstudaginn var. Ég var ráðinn af hr. Fossi. — Var þá ráðning yðar fyrir hans milligöngu? — Já, herra, sagði ég. — Ég sneri mér til hr. Fossi og hann ta'laði svo við skrifstofustjórann. — Virkilega? Ég er hissa á, að hann vildi ónáða yður með slíku smáræði, sagði ég. — Hvert mál, hversu lítið sem það er, kemur vararektornum við. En hvaðan eruð þér? — Ég hef verið að vinna í Genúa, undanfarið, prófessor, svaraði ég, — en annars á ég heima í Torino. Ég tók prófið mitt þar. Ég hef háskólapróf í nýju málunum. — Það er að minnsa kosti heppilegt, svaraði hann. — Það er meira en hinir aðstoðarmenn irnir hafa. Ég spurði hann, hvað hann □----------------□ 29 □----------------D vildi drekka, og hann sagði smá- glas af vermút. Ég hellti svo í hjá honum og færði mig frá. Systir hans vildi ekkert drekka en þegar húsmóðirin hreyfði andmælum, þá hún eitt glas af sódavatni. — Svo að þér vinnið við bóka safnið, sagði hún við mig og ég varð eins og dvergur í návist hennar. Stórt kvenfólk æsir upp allt, sem illt er til í mér, eins og flestum karlmönnum, sem eru undir meðalmæð. — Já, ég drep tímann þar ungfrú, sagði ég, — í fríinu mínu, því að það vill nú svo til, að þessi vinna á við mig. — Þér eruð heppinn, sagði hún. — Margir fjórða árs stúdent ar mundu verða fegnir að fá svona tækifæri. — Sennilega ungfrú, sagði ég í mínum kurteisa tón, — en ég er bara ekki stúdent. Ég er far- arstjóri ,og tala þó nokkur tungu mál, og ég hef æfingu í að fylgja fínum ferðamannahópum, heimsþekktum, um merkustu staði lands vors — Róm, Firenze, Napóli....... Vanþóknun hennar á ósvífni minni sást í svip hennar. Hún dreypti á sódavatninu og kverk- in á henni gekk í 'bylgjum þeg- ar hún renndi því niður. En svo var hringt og ég slapp við frek- ara kvalræði. Húsmóðirin, sem var sífellt að hlusta eftir bjöll- unni, sneri að mér og roðabæt- ur í kinnum hennar sagði sína sögu. — Viljið þér fara fram fyrir mig? Þetta er líklega Donati prófessor. Hún hélt svo áfram áköfu sam tali við Rizzio, og lét þennan uppgerðar-ákafa dylja innri æs- ing. Fararstjóri drekkur sjaldan. Hann þorir það ekki. En nú skellti ég í mig heilu glasi af vermút, undir vanþóknunartil- liti ungfrú Rizzio, afsaikaði mig síðan og þaut til dyra. Aldo var þegar búinn að opna dyrnar, og var sýnilega heimagangur þarna í húsinu, en gretti sig þegar hann sá yfirfrakka Rizzios, sem hafði verið fleygt á stólbak þarna. En svo leit hann á mig. Án þess að kannast við mig og án þess að láta í ljós nokkurn áhuga. — Frú Butali bíður yðar, herra, sagði ég. — Já, ég býst við því. Hver eruð þér? _ — Ég heiti Fabbio, sagði ég. Ég hafði þann heiður að hitta yður í hertogahöllinni í gær- kvöldi. Ég var þar með ungfrú Raspa. — Já, nú man ég, sagði hann. — Ég vona, að þér hafið skemmt yður vel. Hann mundi ekkert eftir mér. Og honum var nákvæmlega sama, hvað mér hefði fundizt um þetta. Hann gekk áfram inn í borðstofuna, eða öHu heldur bókastofuna og þá var eins og allt lifnaði við þar inni. Frú Butali sagði halló og hann svar- aði með góðan daginn, með dá- lítilli áherzlu á „daginn“. Hann laut fram yfir hönd hennar og kyssti hana, en sneri sér svo strax að ungfrú Rizzio. Frú Bu- tali spurði hann ekki einu sinni hvað hann vildi, heldur hellti glas hálffullt af Campari og rétti honum. — Þakka þér fyrir, sagði hann, án þess að líta á hana. Dyrabjallan hringdi enn einu sinni, og ég fór fram, en sendi húsmóðurinni spyrjandi augna- tillit áður. Þessi vinnukonustörf höfðu af fyrir mér, og eyddu svo lítið handaskjálftanum, sem sótti að mér. Hr. Fossi stóð fyrír framan mig á tröppunum og kona í fylgd með honum. Hann varð eitthvað hissa við að sjá mgi, og flýtti sér að kynna kom una sem eiginkonu sína. Ein- hvern veginn hafði ég aldrei hugsað mér hann kvæntan mann. — Hr. Fabbio er að hjá.pa okkur í bókasafninu í bili, út- skýrði hann fyrir henni, og þeg ar ég spurði hann um heilsuna, flýtti hann sér að segja, að hanri væji orðinn alveg góður aftjr. Ég tók mér aftur stöðu við te- vagninn og hellti í glös handa þeim. Samtalið beindist að heilsufari og húsmóðirin lét í ljós samúð sína með Fossi, í til- efni af því, sem varð þess vald- andi, hún gat ekki náð í hann daginn áður. — En til allrar hamingju gat hr. Fabio bjargað mér og útveg- að mér bækumar, sem ég var að biðja um. Bókavörðurinn, sem vildi fyr- ir hvern mun leiða talið frá van- heilsu sinni, tók ekkert undir þetta tal um bækurnar, heldur spurði hann um heilsu rektors. ins. Svo beindist talið almennt að Butali prófessor, og allir létu í ljós von um, að hann gæti kom izt úr sjúkrahúsinu nógu snemma til að ná í hátíðina. Að baki mér heyrði ég undir væng, að ungfrú Rizzio var að kvarta við Aldo yfir ruddalegri hegðun V og H-stúdentanna, sem voru teknir upp á því að skrölta um alla borgina á kvöid in, á skellinöðrum sínum. — Þeir eru svo ósvífnir að fara skröltandi framhjá glugg- unum á kvenstúdentagarðinum, sagði hún, — og það stundum svo seint sem klukkan tíu á kvöldin. Ég hef beðið bróður minn að tala um þetta við EUa prófessor, og hann fullvissar mig um, að það hafi hann þegar gert, en prófessorinn gerir ekkert i málinu. Ef þetta á að halda svona áfram, verð ég að kæra það fyrir háskólaráðinu. — Kanski ýta nú stúlkurnar yðar eitthvað undir skellinöðru- kappana? skaut Aldo inn í. — Nei, ég get fullvissað yður um, að það gera þær ekki, svar aði ungfrú Rizzio. Stúlkurnar mínar, eins og þér kallið þær, eru annað hvort önnum kafnar að lesa undir morgundaginn, eða þá þær eru háttaðar og sofnaðar með hlerana fyrir gluggunum hjá sér. Ég fékk mér glas af vermút til viðbótar. En þá, þegar ég leit upp fann ég að augu Aldos hvíldu á mér eins og spyrjandi. Ég fór frá tevagninum, gekk út að glugganum og horfði út í garðinn. Ég heyrði orðaskvald ur fyrir aftan mig og svo var bjöllunni hringt og einhver fór til dyra. í þetta sinn kærði ég mig ekkert um að koma fram og láta kynna mig, og ég held, að húsmóðirin hafi verið alveg búin að gleyma mér. En meðan ég var að stara út í garðinn, fann ég allt í einu, að hönd var lögð á öxl mér. — Þú ert skrítinn kall, sagði Aldo. — Ég held áfram að spyrja sjálf an mig, hvað þú sért hér að gera. Hef ég séð þig einhvers- staðar áður? — Það er hugsanlegt, að ef ég sveipaði mig laki og leggðist inn í skápinn uppi á lofti, þá mundirðu þekkja mig, sagði ég. — Nafn mitt er Lazarus. IMATIOIMAL RAFHLÖÐLR Aukið ánægjuna í sumarleyfinu. Notið National í ferðatækin. Öruggustu rafhlöðurnar á markaðnum. Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.