Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. október 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM 8ím. 1-44-44 mum Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. 300 kr. daggjald Kr. 2,50 á ekinn km. LITLA bílaleigun Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 3,00 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í leigugjaldi Sími 14970 Bifreiðaleigan Vegferð Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 voit. Brœðurnir Ormsson Lágmuia 9- — Sinu 38Ö20. • MEIBI OLIU. „Kæri Velvakandi. Mig langar til þess að leggja orð í belg varðandi olíufélög- in og þjónustusemi þeirra við okkur, háttvirta viðskiptavinL Þú sagðir um daginn, Velvak- andi, að með nýjustu ráðstöf- un olíufélaganna væru þau í rauninni að hliðra til fyrir nýju olíufélagi, sem stofnað yrði til þess að veita þjónustu. Og dæmið um tryggingafélögin var nefnt í sömu andránni. Þau áttu á sínum tíma engin orð til þess að lýsa bágindum sínum, höfðu algera samstöðu um sífellda hækkun iðgjalda — og í rauninni var þetta orð- inn einn stór einokunarhring- ur. Svo tóku bifreiðaeigendur sjálfir málið í sinar hendur, stofnuðu eigið tryggingafélag, Hagtryggingu, innleiddu margs konar nýjungar, sem leiddu til lækkunar iðgjalda. Hvað gerðu hin tryggingafélögin? Fóru þau á hausinn? Nei, ég held nú síður. Þau urðu líka að gera lagfæringar á sínu iðgjalda- kerfi til þess að reynast sam- keppnisfær, gerðu það — og virðast ekki græða minna en áður. Þau emja ekki lengur um stórfellt tap. Þau fengu ráðningu, sem þau verðskuld- uðu. Olíufélögin þurfa líka ráðn- ingu. Við eigum ekki að bæta gráu ofan á svart með því að þjóðnýta þau. En við neytend- ur gætum sjálfsagt stofnað okkar eigið olíufélag, sem rek- ið yrði eins og ábyrgt þjónustu fyrirtæki í frjálsri samkeppni. Burt með einokunarhringana, hvort sem þeir eru i eigu ríkis- ins, eða annarra aðila. — Bílaeigandi“. • KOLALAUS BÆR. Bréf úr Sogamýrinni: „Við höfum nærri talið dag- ana á fingrum okkar, svo mjög höfum við hlakkað til þess dags að hitaveitan yrði tengd við húsin, sem mörg eru orðin gömul og meðal þeirra er hús- ið mitt. Við höfum haft kolakynd- ingu og var okkur tjáð í sum- ar að í september eða október yrði hitaveitan tengd við hús- ið. Síðan gerðist það, að aðal- kolasalan í borginni hætti starfsemi sinni. Þetta ætti að vísu ekki að koma að sök jafn- vel þótt snemma haustaði. Nú gerðist það fyrir nokkr- rnn dögum að ég tók mig til og hringdi í Hitaveituna og spurð- ist þar fyrir um gang verksins og hvenær röðin kæmi að húsi mínu. Svarið var stutt og lag- gott: Það verður ekki fyrir jóL Nú voru góð ráð dýr. Ég fékk upplýsingar um það að í ákveð inni skrifstofudeild hjá borg- aryfirvöldunum gæti ég snúið mér varðandi útvegun á kol- um. Konan sem fyrir svörum varð þar sagði eitthvað á þessa leið, er spurt var kolin: Já, við höfum kol handa okkar fólki. Mér þótti svarið svo óljóst ig hváði og fékk þá þær skýr- ingar á orðinu „okkar fólki“, að það væri fólk, sem borgar- yfirvöldin sæu fyrir húsnæði í kolakyntum ibúðum, sem konan tiltók nánar. Nei, eins og málunum væri komið, væri engin fyrirgreiðsla hjá bænum vegna kolaskortsins. En ég vildi nú með hliðsjón af því að ekki hefur tekizt að ljúka hita veituframkvæmdum hér í Sogamýrinni á tilteknum tíma, hvað kemur sér mjög illa fyr- ir okkar og aðra borgarbúa, sem búa í kolakyntum húsum, spyrja yfirvöldin: Eigum við gjaldþegnar borgarinnar von á því að einhverskonar kolasala verði hér í Reykjavík í vetur, eða eigum við að snúa okkur til aðila út á landi varðandi kolakaup? Að kaupa sér olíu- kyndingu þar til hitaveitan kemst í notkun væri svar út í hött. Spurningin er: Hvar eiga borgarbúar, er nota kol að gera kolakaup í vetur. Vitað er að margir kynda kolum þegar hitaveitan bregzt“. • ÍBÚÐIR ÖRYRKJA OG GAMALLA. Lesandi skrifar eftirfar-' andi: Leiguíbúðir fyrir öryrkja, gamalt fólk og einstæðar mæð- ur. Þannig voru þær auglýstar, ef ég man rétt, íbúðirnar 76 í háhýsinu við Austurbrún, sem nú er verið að fullgera og út- hluta á vegum bæjarins. Nú virtist liggja beint við að álykta, að í fjölbýlishúsi, sem að nokkrum hluta er ætlað ör- yrkjum og gamalmennum, yrði vissum skilyrðum fullnægt, sem raunverulega væru miðuð við sérstakar þarfir þessa fólks, fólks sem ekki er fært um að búa í almennu húsnæði. En nú alveg nýverið fékk ég þá vitn- eskju, að þar yrði engin þjón- usta önnur en ef til vill ræst- ing einu sinni í viku. Nú fæ ég ekki betur séð en að mörg- um öryrkjum, og gamalmenn- um sennilega líka, væri mikil nauðsyn ananðhvort a) að hafa aðgang að matsölu á staðnuín eða b) að matvöruverzlun með algengustu matvörutegundmn, þar með talinni mjólk, væri til staðar í blokkinni — eða i þriðja lagi c) að sérstakur maður e'ða kona annaðist matarinnkaup samkvæmt beiðni þeirra, sem þess þörfn- uðust. Verði þarna margt ein- stæðra mæðra má verá, að ein- hver eða einhverjar þeirra vildu gjarnan hafa það að at- vinnu að annast matreiðslu eða matarinnkaup fyrir þann hluta öryrkjanna og gamal- mennanna, sem það kysu 'g þess þörfnuðust. Ennfremur má benda á, að símasjálfsali væri mjög nauð- synlegur á slíkum stað — slíkt hlýtur að liggja í augum uppL Aðstaða til að fólk geti hjálpað sér sjálft í baði er ómetanleg. Er hætt við, að mörgum öryrkjum og jafnvel gamalmennum mundu hæfa einfaldar sturtur margfalt bet- ur en setubaðkör þau, sem þarna fylgja hverri íbúð, og verða sumum sennilega ónot- hæf. Að lokum vil ég geta þess, að mig furðar á því, að þarna skuli vera útidyratröppur, þvi að þar með er „hjólastólafólk“ útilokað frá því að geta heim- sótt íbúendur. M. S.“ Athugasemdir úr Kópavogi Hr. ritstjóri. . 1 tilefni af grein í blaði yðar ' í dag varðandi skuldir Kópavogs , kaupstaðar við Reykjavíkurborg : vildi ég biðja yður að leiðrétta nokkur mishermi, því að ég veit að þér viljið heldur hafa það sem sannara reynist. Þér nefnið að Kópavogskaup- staður muni skulda Reykja\*t.ur borg 4 til 5 milljónir og segið síðan orðrétt: „og ekkert tilboð hefur borizt um ákveðnar greiðslur þessara skulda". Þetta er rangt. Af skuld Kópa vogs við Rafmagnsveitu Reykja víkur hefur þegar verið boðizt til að greiða 1,1 milljón fram til næstu áramóta og af þeirri upp- hæð hefur Kópavogskaupstaður þegar greitt fjórðung úr milljón í samræmi við greiðsluáætlun, sem lögð var fram í bréfi til Rafmagnsveitunnar. Ekki er úti- lokað að kleift verði að greiða eitthvað meira, þegar nær líður áramótum. Varðandi skuldir vegna slökkviliðskostnaðar og Fossvogs ræsis hefur Kópavogskaupstað- ur boðizt til að greiða 2,5 millj. í maí-mánuði á næsta ári. Á öðrum stað í greininni er þess getið að Kópavogskaupstað ur eigi að greiða götulýsingu eigi seinna en ársfjórðungsiega. Allt frá því að ég kom til starfa hjá Kópavogskaupstað fyr ir rúmlega 4 árum hefur sú venja ríkt að við fengjum gjaldfrest á greiðslu götulýsingar allt að einu ári. í þessu sem mörgu öðru hefur Reykjavíkurborg sýnt skilning sinn á greiðsluerfiðleikum okkar unga og hraðvaxandi bæjarfélags Hins vegar hefur verið leitast við að greiða fyrir aðra rafmagns notkun svo og fyrir stofnkostnað arframkvæmdir ársfjórðungslega í lok nefndar greinar er endur- tekið — um leið og vísað er í ritstjórnargrein blaðsins: „og lýst hefur verið yfir að útilokað sé að greiða á þessu ári og óvíst hvenær á næsta ári unnt verði að borga“ — þetta er mishermi samanber framanritað. í nefndri ritstjórnargrein er fréttagreinin síðan endurtekin og fleira látið fylgja með. Þar segir m. a. „En ekki telur Mbl. að hjá því verði komizt að skýra nú frá því þ. e. hve hörmulegur fjárhagur Kópavogskaupstaðar er úr því að þeir sem ábyrgð bera á fjárhag Kópavogskaup- staðar gerast svo djarfir að halda uppi árásum á fjármálastjórn Reykjavíkur. Hér er skotið yfir markið hr. ritstjóri. Við sem teljumst bera ábyrgð á fjárhag Kópavogskaupstaðar höfum ekki íað 1 það — hvað þá haldið uppi árásum á fjármála- stjórn Reykjavíkur. ,Við teljum ekki að fjárhagur Kópavogs sé hörmulegur, þótt ,tímabundnir greiðsluerfiðleikar" — svo not- uð séu orð blaðs yðar, hafi valdið þyí, að ekki sé hægt að greiða skuldir okkar að fullu við Reykjavíkurborg á þessu ári. Ég þykist geta fullvissað yður um hr. ritstjóri, að um „lang- varandi og alvarleg vandamál | í þessum efnum“ er ekki að ræða frekar hjá Kópavogi en Reykjavík. Sú skuld, sem við stöndum nú í við Reykjavíkurborg og safnast hefur saman á þessu og síðast- liðnu ári er ekki sízt tilkomin vegna skilnings borgaryfirvalda í Reykjavík á erfiðleikum sveit arfélaga varðandi fjárskuld- bindingar. Ég skal fúslega taka undir þau orð í ritstjórnargrein blaðs yðar, að samstarf Reykjavíkur- borgar við nágrannasveitarfélög- in hefur verið mjög ákjósanlegt um langflest mál — þannig á það líka að vera og hefur í mín um augum alltaf verið sjálfsagt. Við höfum alla jafnan litið á Reykjavík sem stóra bróður, sem skilur vandamál okkar og sýnir skilning sinn í verki. Víst verður Reykjavíkurborg að fá skuldir sínar greiddar eins og aðrir, en ég get ekki leynt því að þau hörðu viðbrögð, sem við höfum orðið áskynja undanfarn ar vikur hafa valdið okkur nokkurri undrun, enda þótt þau eigi sjálfsagt sínar skýringar og orsakir. Borgarstjórinn skýrði í skil- merkilegu yfirliti í útvarpi þau vandræði sem borgin á nú við að etja. 1 megindráttum eiga þessar skýringar við um flest bæjar- félög á landinu og sum önnur sveitarfélög. Það er fráleitt að reka þessi fyrirtæki með þeim hætti sem nú er reynt að gera, þegar um 60—70 hundraðshlutar teknanna innheimtast ekki fyrr en á síð- asta fjórðungi hvers árs. Þetta er mergur málsins. Við þurfum breytt skipulag á innheimtu tekna sveitarfélag- anna. Á meðan það er ekki feng , ið verðum við að krefjast þess að lánastofnanir sýni okkur meiri skilning með auknum rekstrarlánum á þeim tímum árs sem framkvæmdir þurfa að vinnast, en tekjur fást ekki að marki. Ef þessar umræður verða til þess að opna augu alls almenn- ings fyrir erfiðleikum okkar sveitarstjórnarmanna og þó fyrst og fremst augu þeirra, sem láns fénu ráða, svo þeir yrðu fúsari til að greiða úr tímabundnum vandkvæðum, þá er vel farið. Með þökk fyrir birtinguna, vinsamlegast, Hjálmar Ólafsson, — bæjarstjóri — ★ Vegna athugasemdar bæjar- stjóra Kópavogs vill Mbl. taua fram eftirfarandi: Tilboði Kópavogskaupstaðar um greiðslu til Rafmagnsveit- unnar að upphæð 1,1 milljón kr. fyrir árslok hefur verið hafnað enda er þar ekki um að ræða Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.