Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1966, Blaðsíða 26
ía\J mUKUU N tí LAVIU Laugardagur 8. október 1966 — Stefna Framhald af bls. 3. ins vill það ekki skuldbinda sig til hærri tollkvóta. Þá sagði viðskiptamálaráð- herra: „Þetta þarf þó ekki að jafn- gilda því, að ekki sé hægt að semja um tollkvóta fyrir þessar vörur, eins og verið hefur, og er þegar verið að vinna að því. En tilboð Efnahagsbandalags- ins kann að benda til þess, á hverju við gætum átt von í framtíðinni, það er að stefna Efnahagsbandalagsins sé sú, að hætta smám saman algjörlega við tollkvótana“. Þá gat ráðherrann þess að Bandaríkin hefðu boðið helmings lækkun eða hugsanlegt afnám tolls á frystum fiskblokkum. Dr. Gylfi kvað Bandaríkin hafa gefið í skyn, að útflutningsþjóð- irnar þyrftu að sýna lit heima fyrir, ef Bandaríkjastjórn ætti að geta réttlætt þessa tollaniður- færslu gagnvart sínum fisk- framleiðendum. Þá kvað hann Breta líklega bjóða einhverjar tollalækkanir á þessu ári. Viðskiptamálaráðherra taldi ekki mikils ávinnings að vænta fyrir okkur af Kennedy-yiðræð- unum. Hann sagði: „Við stöndum því von bráðar frammi fyrir því, að tollar hækki verulega á útflutningsvörum okkar í Efnahagsbandalagslönd unum og að tollkvótar, sem við fram til þessa höfum notið góðs af í viðskiptum okkar við þau lönd, minnki eða hverfi alveg úr sögunni. Til Efnahagsbandalags- landanna flytjum við nú um það bil Vfe hluta heildarútflutnings okkar. Aðstaða fiskframleið- enda innan Efnahagsbandalags- ins. mun án efa batna á næstu árum miðað við framleiðendur utan Efnahagsbandalagsins. Og svipuð þróun mun eflaust eiga sér stað innan Fríverzlunar- bandalagsins, en þangað flytjum við nú um 40% alls útflutnings okkar. Þróun mála í þessum við- skiptabandalögum báðum er sú, að aðstaða framleiðenda innan bandalaganna batnar smám sam- an á kostnað framleiðenda utan þeirra“. Dr. Gylfi Þ. Gíslason kvað þetta vera mikið vandamál, og erfitt væri litilli þjóð, sem ætii um það bil 60% allar útflutnings verzluhár sinnar við þjóðir bandalaganna, að standa utan við þau. Kvað hann þetta mál verða mikilvægast fyrir íslenzkt viðskiptalíf á næstu árum. —, Verzlunarráð Framhald aí bls. 3. vegum þjóðarinnar bráð nauð- syn. Og þó að útlendir aðilar eigi með okkur fyrirtækin um um- samið árabil, þá fáum við ekki aðeins fjárman inn í landið, held ur og ómetalega tæknikunnáttu og reynslu auk nauðsynlegrar og þýðingarmikillar markaðsað- stöðu. Við þurfum ekki að semja af okkur í slíkum viðskiptum, heldur kynna okkur sem bezt samningsfyrirkomulag og reynslu hinna Norðurlandaþjóðanna, og þá helzt Norges, og treysta okk- ur sjálfum til að gæta hagsmuna okkar, og tryggja aðstöðu okkar til að verða aðnjótandi efnahags legra framfara, og jafnframt meta rétt aðstöðu og takmarkanir okk- ar, sem fjárhagslega vanmegnugr ar og lítillar þjóðar. Þessum mál um hefur nú verið farsællega í höfn komið“. Magnús lauk máli sínu með þessum orðum : „Brýnasta viðfangsefnið í efna hagsmálunum í dag er að tryggja betra jafnvægi en náðst hefur að undanförnu. Raunsæi og festu verður að beita í fram- kvæmdaáætlunum ríkisins, sveit arfélaga og annarra opinberra aðila og ætla ekki framkvæmdir örari en bæjar- og sveitarfé- lög geta staðið undir án þess að stofna til aukinna skuldabyrða. Samkomulag um laun og verðlag verður að setja þróun fram- Myndin hér að ofan, er sú fyrsta, sem vitað er til, að tekin hafi verið með myndavélum í gervi- hnetti, og send til móttöku í flugvél. Myndin sýnir stormsveip fellibylsins „Inez“, og var hún tekin úr veðurrannsóknahnetti, er hann var yfir Bahamaeyjum sl. mánudag. Flugvélin, sem tók á móti myndinni, var þá um 100 km. frá strönd Bandarikj anna. — AP. Morrænns dag- sins minnst í Kópavogi NORRÆNA félagið í Kópavogi minntist Norræna dagsins með myndarlegurn hætti Allir sex Norðurlandafánarnir voru dregn- ir á hún fyrir framan félagsheim ili kaupstaðarins og dagsins var minnzt með erindum og kvik- myndasýnmgum í skólum bæjar- ins. Þá hefur Norræna félagið í Kópavogi ákveðið að efna til rit gerðarsamkeppni um norræna samvinnu meðal skólanemenda. Formaður Norræna félagsins í Kópavogi er Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri. kvæmdaáætlanna hæfileg mörk, og áframhaldandi aðhald í fjár- málum og peningamálum er nauð slynegt. Þetta eru brýnustu verk efnin í íslenzkum efnahagsmál- um í dag og þau verður að leysa, ef áframhaldandi velmegun og framkvæmdir eiga að geta hald- ist. Verzlunarstéttin mun styðja ríkisvaldið í aðgerðum þess, sem miða að því að sporna gegn auk- inni dýrtíð og verðbólgu, eftir því sem henni er unnt. Verzlunin hefur ávallt þekkt sinn vitjunar- tíma í þessum efnum, og svo mun enn verða“. Max Adenauer — Þýzkir Framh. af bls. 1 að skrfa þriðja bindi endur- minninga sinna. Max Adenauer var um tveggja ára skeið borgarstjóri Kölnar, en nú gegnir hann starfi bankastjóra þar í borg. Hann er mikill íslandsvinur, og er m. a. formaður vináttu- félags Þjóðverja og íslendinga í Köln. Þetta er í fjórða sinn, sem Max Adenauer kemur til íslands. Fyrst kom hann hing- að á Alþingishátíðina 1930. Dreyer Eimbeke frá Ham- borg er formaður íslandsvina- félagsins í Hamborg. Þetta er í áttunda skipti sem hann kemur til fslands, en hann hefur umboð fyrir Eimskipa- félag íslands í Hamborg. Eimbeke sagði, að sér þætti æ meira gaman að koma til ís- lands, ekki sízt vegna þess, að hér væri alltaf gott veður þeg- ar hann kæmi til landsins. Fulltrúar þýzka sendiráðs- ins tóku' á móti gestunum á Keflavíkurflugvelli. Hópurinn mun ferðast til Gullfoss og Geysis og á Þingvelli. Einnig verður farin ferð í Borgar- fjörð. Með fólkinu er blaða- maður „Die Welt“, og mun hann skrifa um ferðalagið í blað sitt. Dreyer Eimbeke Forsöguleg öskulög og lurkar undir stöðvarhúsi við Búrfell Á VIRKJUNARSTAÐNUM við Búrfell hefur verið grafið mjög djúpt fyrir stöðvarhúsi. Fékkst þar þvi gott tækifæri til að skoða forsöguleg ösku- lögin frá Heklu, en það eru hvítu öskulögin, sem sjá má i jarðvegi norðanlands. Þarna við Búrfell eru öskulög þessi þykk, og sjást bæði vel ösku- lögin, sem nefnd hafa verið Hekla 4 og Hekla 5. Undir Heklu 4 öskunni í stöðvarhúsgrunninum er þykkt moldarlag með trjá- lurkum í. Og eins er jarðveg- ur undir Heklu 5 lagnu. Gefst þar gott tækifæri til að fá aldursákvarðanir með geisla- virku koli. Mun Haukur Tóm- asson, jarðfræðingur, hafa tekið sýnishorn bæði af lurk- um og mó, í þeim tilgangi að fá það aldursgreint, og er von að að af því geti orðið. Áður hefur Heklu 4 ösku- lagið verið aldursgreint á þennan hátt og er það um 4000 ára gamalt. Heklu 5 lagið hefur aítur á móti að- eins einu sinni verið aldurs- greint og þvi fengur í að geta gert það aftur. Var þetta eina lag talið 6-7 þúsund ára gam- alt. Fyrsta bóka- uppboðið SIGURÐUR Benediktsson heldur bókauppboð í Þjóðleikhúskjallar- anum nk. þriðjudag. Bækurnar verða til sýnis frá kl. 2—6 á mánudag, og kl. 10—4 á þriðju- dag, en þann dag, kl. 5, hefst uppboðið. Á söluskrá eru alls 112 númer, mest erlendar ferðabækur um ísland, og nokkur ísl. ljóðabækur og tímarit, t. d. Óðinn, tímarit Bókmenntafélagsins, Iðunn, allar útgáfurnar, Eimreiðin og Hæsta- réttardómar, allt verkið, og bundið í skinn til 1953. Um það prentverk, sem mesta athygli mun vekja á þessu upp- boði er mjög gott eintak af Guðbrands Biblíu, frumprentið frá Hólum 1584. Tvö blöð eru ljósprentuð, að öðru leyti er ein- takið lítið skorið, heilt og í góðu bandi. VERDMÆTI VINNINGA: 1.000.000.00 Dodge Dart ’67 Plymouth Valiant ’67 Rambler American ’67 DREGIÐ H APPDRÆTTI SJÁLFSTÆBISFLOKKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.