Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1966 Hér hafði Banat vafalaust vev ið að v-erki. Litli Tyrkinn hafði sennilega verið sleginn í rot í sinni eigin káetu pg svo dreg- inn hingað og síðan myrtur með an hann var enn meðvitundar- laus. Möller hafði sýnilega vilj- að losna við þessa hindrun við fyrirætlun sína um að koma aðal fórnardýrinu sínu fyrir kattar- nef. Graham minntist hávaðans, sem hann hafði vaknað við um nóttina. Hann hafði að líkindum komið frá þessari káetu. „Farið þér ekki úr káetunni yðar undir neinum kringiunstæðum fyrr en klukkan átta. Það gæti orðið hættulegt". Kuwetli hafði sjálf- ur gleymt að fara að þessu ráði og það hafði verið hættulegt. Hann hafði tjáð sig reiðubúinn að deyja fyrir landið sitt, og það hafði hann líka gert. Þarna lá hann með feitu hendurnar krepptar en grái hárkraginn var ataður blóðstorku, og munnur- inn, sem hafði brosað svo mik- ið, var hálfopinn og dauður. Einhver gekk um ganginn úti fyrir og Graham leit snöggt upp. Hljóðið og hreyfingin virtust fá hann til að átta sig. Hann tók nú að hugsa eðlilega og rólega. Það, hvernig blóðið var orðið storknað, sýndi, að Kuwetli hafði verið myrtur áður en skipið stanzaði. Og það löngu áður! Áð- ur en hann hafði lagt fram beiðni sína um að mega fara í land -með hafnsögubátnum. Ef hann hefði verið búinn að því, hefði hans verið leitað vandlega þegar báturinn kom að skipinu og þá hefði hann fundizt. En hann var ófundinn enn. Hann ferðaðist ekki á venjulegu vega- bréfi, heldur á diplómata-vega- bréfi og hafði því ekki þurft að afhenda brytanum skilríki sín. Það þýddi aftur, að ef brytinn hafði ekki borið saman farþega- skrána við eftirlitið í Genúa — og Graham vissi af reynslunni, að ekki er alltaf hirt um slíkt í ítölskum höfnum — þá yrði þess enginn var, að Kuwetli væri ekki farinn í land. Og mað þessu höfðu Möller og Banat senni- lega reiknað. Og ef dáni maður- inn hefði verið búinn að ganga frá farangrinum sínum, mundi brytinn bara senda hann ásamt öðru dóti upp í tollskýlið, og halda sem svo, að eigandinn lægi bara lágt til þess að sleppa við að greiða vikaskilding. Það gætu liðið klukkustundir og jafn vel dagar áður en líkið fyndist, ef hann — Graham — gerði ekki viðvart. Hann beit á jaxlinn. Hann fann einhverja hægfara, kalda reiði stíga upp í heilann, og eyða allri hugsun um sjálfs- vörn. Ef hann kallaði á ein- hvern gat hann ákært Möller og Banat, en gat hann sannað glæp- inn á þá? Ákæran sjálf var þarna einskis virði. Það mætti sem bezt halda því fram, að hún væri bara bragð til að leyna eig- in sekt. Og brytinn mundi að minnsta kosti með ánægju styðja þá kenningu. Það, sem hinir tveir ákærðu ferðuðust á á fölsku vegabréfi, yrði senni- lega sannað, en það eitt mundi taka langan tíma. Og hvernig sem veltist, yrði ítalska lögregl- an í fullum rétti að neita hon- urn um leyfi til að halda áfram til Englands. Kuwetli hafði látið lífið fyrir tilraunir sínar til að koma honum til Englands, heil- um á húfi og nægilega snemma til þess áð standa við samning- inn. Að lík Kuwetlis skydi ein- mitt verða til þess að hindra þetta, var heimskulegt og hættu legt, en ef hann sjálfur, — Graham — átti að geta bjargað lífi sínu, var það einmitt það, sem verða mundi. Það var eitt- hvað einkennilega óhugsandi. í hans augum, sem stóð þarna yfir líkinu, virtist aðeins einn hlutur mikilvægur í öllum heiminum og það var, að dauði Kuwetiis skyldi hvorki verða heimsku- legur né hlægilegur, og engum að gagni, nema þeim, sem morð- ið höfðu framið. En ef hann átti nú ekki að gera aðvart og kalla á lögregl- una, hvað átti hann þá að gera? Setjum svo, að Möller hefði lagt á ráðin um þetta? Setjum svo, að Banat hefði heyrt þeg- ar Kuwetli var að gefa honum fyrirmælin, og haldið, að hann væri nægilega hræddur til að gera hvað sem vera vildi til að forða lífinu, og hefði þá fundið þetta ráð til að tefja fyrir för hans heim? Eða líka þeir væru að búa sig undir að „finna‘“ hann hjá líkinu og kæra hann síð am Nei, þessar tilgátur náðu ekki neinni átt. Ef þeir hefðu vitað um fyrirætlun Kuwetlis, hefðu þeir lofað honum að fara í land á hafnsögubátnum. Þá hefði það verið lík Grahams, sem fannst og finnandinn liefði verið Kuwetli. Þá var bersýni legt, að Möller hvorki vis.si um ráðagerðina, né grunaði, að morð ið kæmist upp. Eftir klukku- stund hér frá reiknuð, mundi hann standa með Banat og morð ingjunum sínum og bíða eftir að fórnardýrið kæmi gangandi grunlaust .... En fórnardýrið mundi bara ekki bera grunlaust. Það var ofurlítill möguleiki ...... Hann sneri sér við, greip um hurðarhúninn og tók að snúa honum hægt og hægt. Hann vissi, að ef hann frestaði því um andartak, sem hann hafði afráð- ið, myndi sér snúast hugur aft- ur. Hann varð að hafast eitthvað að, áður en hann fengi tóm til að hugsa. Hann opnaði hurðina ofur- lítið. Það var enginn í gangin- um. Andartaki síðar var hann kominn út úr káetunni og hafði lokað henni á eftir sér. Hann hikaði rétt eina sekúndu. Hann vissi, að hann varð að vera á hreyfingu. Það voru ekki nema fimm skerf að káetu númer þrjú. Hann gekk inn. Farangur Kuwetli var ein forn leg ferðataska. Hún stóð frá- gengin á miðju gólfi, og á einni ólinni utan um hana lá tuttugu- líra peningur. Graham tók pen- inginn og bar hann upp að nef- inu. Rósailmurin af honum var greinilegur. Hann leit inn í fata skápinn til að gá að hatti og 39 frakka Kuwetlis, og fann hvor- ugt, og gat sér þess til, að þeim hefði verið fleygt út um kýr- augað. Banat hafði haft hugsun á öllu. Hann lagði töskuna á kojuna og opnaði hana. Flestu af því, sem efst lá, hafði verið troðið þar eins og bezt vildi verkast, og það hafði Banat gert, en það sem neðar var, lá skipulega og í röð og reglu. En það eina, sem Graham fannst eftirtektarvert, var askja með skammbyssuskot- um í. En af skammbyssunni, sem þau átti við, sást ekki tang- ur né tötur. Graham stakk skotunum í vas- ann og lokaði töskunni aftur. Hann var í vafa um, hvað hann skyldi gera við hana. Banat hafði sýnilega gengið út frá, að þjónninn færi með hana í tollskýl ið, og hann mundi stinga á sig tuttugu lírunum og steingleyma Kuwetli. Og þá væri allt í lagi, að áliti Banats. Um það leyti, sem tollararnir færu að lýsa eft- ir eiganda tösku, sem ekki hefði verið vitjað, var hr. Mavrodop- oulos ekki lengur til. En Gra- ham var nú samt eindregið á því að láta hann verða til áfrarn, ef mögulegt væri. Og auk þess ætlaði hann, á sömu forsendum að nota vegabréfið sitt til að komast yfir ítölsku landamærin inn í Frakkland. Jafnskjótt sem lík Kuwetlis fyndist, mundu far þegarnir verða yfiriheyrðir. Þarna var eki nema eitt að gera: Það varð að fela tösku Ku- wetlis. Hann opnaði þvottaborðið setti peninginn á eitt hornið við skál ina og gekk til dyra. Það var ennþá mánntómt. Hann gekk út á ganginn og dröslaði síðan tösk- unni yfir í káetu númer fjögur. Eftir andartak var hann kom- inn inn og búinn að loka að sér. Hann var orðinn sveittur. Hann þerraði hendur og enni með vasaklútnum sínum, og þá mundi hann eftir því, að fingra förin hans mundu verða á öðr- um hankanum á töskunni, og svo á hurðarhúninum og þvotta borðinu. Hann strauk yfir þetta allt með vasaklútnum og sneri svo athygli sinni að líkinu. Það var sýnilegt, að byssan var ekki í buxnavasanum. Hann lagðist á annað hnéð hjá líkinu. Honum fannst enn hann ætla að kasta upp og dró djúpt að sér andann. Svo seildist hann til, greip í hægri' öxlina með ann- arri hendi en í buxurnar hægra megin með hinni og togaði í, Líkið valt um hrygg. Annar fóturinn slóst yfir hinn og skail á gólfið. Graham flýtti sér að standa upp. Bráðlega hafði hann þó nægilegt vald á sjálfum sér til að beygja sig niður aftur og toga jakkann frá. Það var leðurhulstur undir handleggn- um en enginn byssa í því. Hann varð ekkert sérlega von- svikinn. Honum hefði að vísu lið ið betur að hafa byssu á sér, en hann hafði enga von haft um að finna hana. Byssa varð verð- mæti, og Banat hafði auðvhað tekið hana. Hann fór í jakka- vasann. Hann var tómur. Banat hafði sýnilega líka hirt peninga og vegabréf Kuwetlis. Hann stóð upp. Hér var ekkert frekar að gera. Hann setti upp hanzka, læddist út og gekk var- lega að káetu númer sex og frú Mathis leit út um gættina. Grettan sem hún hafði ætlað að taka á móti þjóninum með, þurrkaðist út þegar hún sá Graham. Hún bauð honum góð- an daginn, eins og hún væri hálfhrædd. — Góðan daginn, frú .......... Mætti ég tala við manninn yðar andartaik? Mathis stakk höfðinu yfir öxl- ina á henni. — Halló! Góðan daginn! Eruð þér svona snemma tilbúinn? — Mætti ég tala við yður sem snöggvast. — Alvee siálfsagt. Hann kom Allir eru þeir VANDLÁTIR. Allir velja þeir KÓRONAFÖT. Skrifstofustúlka óskast n ú þegar. Hvammfell hf. SÍMI 2461 1. Hafnarfjörður Auglýst er eftir kvenmanni til starfa við heimils- hjálp í viðlögum samkvæmt no. 19 1962. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.