Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 29. nov. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 estarnir stukku fyrir borð Máli brezka togar- ans vísað frá Á LAUGARDAG um H. 19.20 tók varðskipið Óðinn brezka togarann Ross Renown GY 666 að meintum ólöglegum veiðum út af Dýrafirði. Var togarinn þá 1.5 sjómílu fyrir innan fiskveiðitakmörkin. Varð>slkipið fór með togar- ann til ísafjarðar, þar sem máil hans var til rannsófcnar á sunnudag, en það var diómtek ið í gær. Skipstjórinn, Alan Joíhn Dinison, viðurkenndi ekki brot sitt Mbl. hafði í gærkvöldi tal af bæjarfógetanum Jóhanni Gunnari Ólafssyni og spurði hann hvernig dómur hefði fall ið og svaraði hann að málinu hefði verið vísað frá. Var frá vísunin byggð á þeim forsend um, að varðskipið hefði tekið togarann utan landhelgi, en ekki var unnt fyrir togarann að sjá ljósmerkin er varðskip ið gaf vegna snjókomu á þess um tíma, en varðskipið gaf engin önnur stöðvunarmerki. Vlðost hvní góð færð nema á Austur- og N-Austurlandi Stykkishólmi, 26. nóv. Síðastliðinn miðvikudag voru nokkrir Stykkishólmsbúar að flytja hesta til veturgöngu út í Fiandur kðup- mðnna í kvöBd KAUPMANNASAMXÖK íslands lialda framhaldsaðalfund að Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, í kvöld klukkan 8,30. Á dagskrá fundarins verður nýtt frumvarp að lögum fyrir samtökin. Eyjar. Hesta þessa eiga bændur í Helgafellssveit. Við flutning- ana var notaður 12 tonna vél- bátur og dró hann stóran nóta- bát. Hestrnir, sem voru 7 talsins voru settir í nótabátinn. Gott veður var NA 2 vindstig er bát urinn fór frá Stykkishólmi kl. 2 síðdegis. Um hálfrar stunda sigling er út í eyjuna. Þegar komið var rúmlega hálfa leið þá stukku tveir hestar í sjóinn út úr bátnum. Þrír menn voru til gæzlu í bátnum, en gátu við ekkert ráðið. Strax náðist þó annar hesturinn að bátnum en á meðan synti hinn hestur- inn aftur til lands. Meðan verið var að ná hestinum inn í bát- inn hvessti skyndilega af suð- austri og varð þá að hætta við að taka hann upp í bátinn. Var síðan farið út í eyjuna og hinir 5 hestanna settir í land en síðan haldið til baka og þeim náð sem ekki var hægt að innbyrða, en nú tókst að koma honum upp í bátinn. Þá var klukkan um 3. Síðan var leitað að hinum hest- inum fram í myrkur eða til kl. 4,30 og þá var komið mjög vont veður. Með hinn hestinn var farið í land og hann tekinn á hús. Strax næsta morgun var farið að leita og fannst hesturinn þá í skeri rétt við eyjuna, sem hann átti að fara í. Ekkert sá á hest- inum og var hann hinn spræk- asti en var þó fluttur í land og tekinn á hús. Það má telja öruggt að hesturinn hefir ekki verið kominn að þessu skeri, er farið var í land kl. 4,30. Báðir eru klárarnir við hestaheilsu, en þetta voru veturgamalt og tvæ vetur tryppi en það yngra var lengur að velkjast í sjónum. Frétt þessi er eftir Eggerti Björnssyni en hann var formaður á vélbátnum. — Fréttaritari. Eldur í ESIi lieimilinu Grund SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að Elliheimilinu Grund I gærmorg- un um, kl. 10.55. í tilkynningu er slökkvistöðin fékk var sagt að mikinn reyk legði út um glugga á 1. hæð í austurálmu. Slökkviliðið brá skjótt við og fór með allan sinn bifreiðakost á vottvang, bæði slökkvi- og sjúkrabifreiðir, vegna sérstöðu stofnunarinnar, þ.e. í húsinu býr fjöldi aldraðs fólks. Er slökkviliðið kom á vett- vang vann starfsfólk heimilis- ins að því að slökkva með hand- slökkvitækjum og var slökkvi- starf langt komið. Tókst því fljótt að ráða niðurlögum elds- ins. Eldurinn var í legubekk í her- bergi á 1. hæð. Mikinn reyk lagði um húsið, eða austurálmu þess, en engin slys urðu á fólki. Eldsupptök munu hafa verið óvarkárni með eld. Að sögn slökkviliðsins gekk starfsfólk elliheimiilsins mjög ötullega fram í því að halda góðri reglu meðan á brunanum stóð, en skemmdir munu hafa orðið tálsverðar á herberginu, sem eldurinn var L Póstmenn stöðva yfirvinnu PÓSTMENN samþykktu s.l. föstudag á fundi að stöðva yfir- vinnu og kom yfirvinnustöðvun- in til framkvæmda í gær og mun verða í dag og á morgun. Gera póstmenn þetta til að ýta á eftir frekari samningum um kaup sitt og kjör. Þeir telja sig ekki eiga að framkvæma nema 5 klukku- stunda yfirvinnuskyldu á mán- uði, samkvæmt niðurstöðum kjaradóms. í gær fengu póstmenn svo bréf frá póst- og símamálastjórninni, og er málinu þar stefnt fyrir félagsdóm. VAKÐSKIPIÐ Ægir tók á laug ardag mb. Guðjón Sigurðsson VE 120, að meintum ólöglegum veiðum við Ingólfshöfða. Varð- skipið fór með vélbátinn til Vest mannaeyja og mun mál hans tekið fyrir þar. SAMKVÆMT upplýsingum Vega gerðar ríkisins var færð um Suð urland yfirleitt góð í gær. Fært var báðar leiðir austur fyrir fjall, um Þrengsli og Hellisheiði, og nær allt austur að Eldvatni, þar sem brýr hafa laskazt vegna flóða í Skaftá. Lengra mun ekki unnt að komast, en viðgerð á nyðri leiðinni yfir Eldvatn, eða hinni gömlu eins og hún er oft nefnd, mun hefjast strax e.r flóð in sjatna. Á Vesturlandsvegi var ágæt færð í gær, um Hvalfjörð, Borg arfjörð, yfir Bröttubrekku, um Dalasýslu og allt vestur í Reyk- hólasveit og sömuleiðis var greið fært um Snæfellsnes. Ekki höfðu í. gærkvöldi borizt fréttir um færð á Vestfjörðum, en búizt var við, að heiðar væru yfirleitt lok aðar. Norðurlandsvegur var fær yfir Holtavörðuheiði og allt norð ur í Skagafjörð, en þaðan var ófært, að minnsta kosti í svip- inn, yfir Öxnadalsheiði. Hins vegar má búast við, að búið verði að ryðja heiðina í dag, haldist veður gott. í Eyjafirði voru vegir að opn- ast og var í gær orðið fært t.d. til Dalvíkur frá Akureyri. ■— í Þingeyjarsýslu var ástand vega1 FuBidur um skipulagsmál í Hlégarði SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Þor- steinn Ingólfsson, Kjósarsýslu, lieldur fund um skipulagsmál í Hlégarði í kvöld. (29. nóv.) kl. 9. Zophonias Pálsson, skipulags- stjóri ríkisins og oddvitar hrepp anna mæta. — Allir héraðsbúar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hinn árlegi haustfagnaður fé- lagsins verður föstudaginn 2. des. í Hlégarði. Fjölbreytt skemmti- atriði, sem verða nánar auglýst síðar. óljóst, en þó var unnið að því að ryðja veginn um DalsmynnL sem var ófær. Að öðru leyti eru veg ir þar norður frá flestir ófærir eftir óveðið, sem þar gekk yfir. Á Austurlandi var í gær iðu- laus stórhríð og var ekki vitað um ranuverulegt ástand vega, en gert er ráð fyrir að allflestir veg ir hafi lokazt. innkfæðuiaus- um ávásnsium Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa af og til farið fram rann- sóknir á vegum Seðlabankans á innistæðulausum ávísunum og var sú síðasta gerð um þessa helgi. í ljós kom þá að út höfðu verið gefnar ávísanir fyrir tæp- um 1,9 milljónum króna og voru hinar innistæðulausu ávísanir tæplega 150 talsins. Er þetta heldur skárri niðurstaða en var við næstu athugun á undan. Tugir manna hafa verið kærð- i ir fyrir að gefa út innistæðulaus ar ávísanir en mál þeirra þykja ganga seint fyrir dómstólunum. — A. óðursmenn Framhald af bls. 25 neitaði Tell því, að „liðsforingi“ hefði verið handtekinn, og mun það hafa verið svar hans við full yrðingu um, að sendimaður er- lends ríkis hefði verið beðinn að hafa sig á brott. Blaðið „A1 Manar“ sagði frá því í gær, sunnudag, að sendi- maður vestræns ríkis hefði ver- ið beðinn um að fara úr landi, vegna þess, að hann hefði haft óeðlileg aisfcipti af innanríkismál um 7000 manns yfir landamærin á mán. NA/ietnammenn herða enn hernað / S-Vietnam - Óliklegt að hlé verði á sprengjuárásum á N-Vietnam Washington og Saigon 28. nóv. — NTB. GÓÐAR heimildir í Washington segja, að Johnson forseti búizt við því, að tilmæli muni berast víða að um að vopnahlé það, sem nm er rætt að komið verði á í vietnam um jólin og nýárið, verði framlengt á þann hátt, að sprengjuárásir á N-Vietnam verði lagðar niður um óákveðinu tíma. Ekki eru líkur taldar á þvi, að Bandaríkin myndu fallast á slíka áætlun, því að N-Vietnam- menn hafa nú tekið að senda 7000 menn á mánuði til S- Vietnam í stað 5000 áður. í dag gengu boð milli Saigon og Washington varðandi vopna- hlé það, sem Viet Oong menn hafa boðið, en það á að standa í fjóra daga. Endanlega ákvörð- un um þetta verður tekin af Johnson forseta, en hann dvelst nú á búgarði sínuim í Texas. Fyrrum foringi hersveitar Viet Skátar kynna sögu fánans Skátar víða um land, munu gangast fyrir kynningu á sögu íslenzka fánans og meðferð hans hinn 30. nóv. Kynning þessi verð ur fyrir nemendur 12 ára bekkja barnaskólanna. Er þetta í annað skipti sem skátar gangast fyrir kynningu sem þessari í tilefni af afmæli fánans. Um leið og kynningin verður mun dreift haganlega útbúnum spjöldum með reglugerð um ís- lenzka fánann. Var reglugerð þessi samþykkt frá dómsmála- ráðuneytinu á síðasta ári. Til að hvetja unglinga til nán- ari umhugsunar um gildi fánans, hefur Bandalag ísl. skáta ákveð- ið að efna til ritgerðarsamkepp ni meðal 12 ára barna og er efni ritgerðarinnar: Saga íslenzka fán ans og meðferð hans. Frestur til að skila ritgerðinni verður veitt ur til áramóta og hafa skólarnir tekið að sér að taka á móti ritgerðunum. Höfundur beztu ritgerðarinnar Ór hverjum skóla hlýtur áletrað skinn að viðurkenningu, en verð laun í ritgerðarsamkeppninni eru flugferð til Grænlands. Verðlaun eru gefin af Flug- felagi Islands. Dómnefnd ritgerðarsamkeppn- innar skipa þeir Baldur Möller, Helgi Elíasson og Vilbergur Júl- íusson. Cong kommúnista, Le Trung Ohuyen, ofursti, sagði á blaða- mannafundi í Saigon í dag, að Viet Cong kommúnistar myndu ekki geta haldið áfram hernaði sínum án aðstoðar frá Norður- Vietnam. Gfurstinn, sem er 37 ára gamall, er æðsti yfirmaður Viet Cong, sem nokkru sinni hef- ur hlaupizt úr liði þeirra. Tals- menn S-Vietnamhers sögðu í dag, að ofurstinn hefði verið yfirmaður 1©5. herdeildar Viet Cong. Hann hljóp úr liði þeirra í ágúst sl. — Norðurland Framhald af bls. 32. ‘heiði er ófær og þungfænt a Svalbarðsströnd og vestur yfir Öxnadalsheiði, en þeir vegir verða hreinsaðir ií dag og á morg- un. Annars staðar er sæmilega vel fært öíHum bíllum. Einhverj- ar símabiilanir urðu á Tjörnesi og Melrakkasiléttu — Sv. P. Húsavík 28. nóv. — Ég vissi að lengi gæti vont versnað, sagði gamall maður sem ég hitti í gær, þegar hér geis- aði stórhríð, sem stóð með mik- illi veðurhæð í meira en sólar hring, en veðrið í haust hefur verið frámunalega leiðinlegt og þessvegna sagði gamli maðurinn þetta. Vegna veðurhæðar festi ekki mikinn snjó, en þó hefur sum- staðar barið í allstóra skafla. Hér veit ég að veðrið hefur valdið þessum sköðum: Þrjár trillur hafa skemmst, eða eyði- lagst tr/b Mari og tr/b Gustur sukku við legufæri, sökum þess að þeir munu hafa fyllzt af sjó í rofcinu og eina trillu rafc á land. Mjólkurflutningar hafa gengið svo til eðlilega í dag, en fólk sem var á fjarlægum dansstöðum varð fyrir miklum samgöngu- truflunum. Hljómsveit héðan sem lék á Dalvík á laugardagskvöld er ókominn enn og sömuleiðis fólk á fleiri bílum sem voru vest an Vaðlaheiðar. Skólafólk, sem var hér um helgina og ætlaði til Akureyrar í gær gat ekki lagt af stað fyrr en í morgun en vonir standa til þess að allt | þeta fólk nái til síns heima í i kvöld og þá munu þessir sam- I gönguerfiðleikar og stórhríð i gleymast fljótt, eða geymast sem æfintýri liðins tíma. I — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.