Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1(967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM íviagnúsar SKIPHOITI21 símar 21190 eftirlokun simi 40381 'iMI 1-44-44 VíEHim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITI. A bíloleígun Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. * . ■ • Ut/GJUf RAUÐARARSTIG 31 S(MI 22022 Fjaðiir, fjaðrablöð, hljóðkútai púströr o.fl. varahiutir f margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON Málflutningsskrifstofa Viðtalstími kl. 1—5 e.h. FtAGNAR TÓMASSON HÉRADSDÓMSLÖGMAÐUR AUSTURSTRXTI 17 - (SlLLI • VaLOl) sImi 2-46-45 MÁLrLUTNINSUR FASTEIGNASALA Almenn löbfrasictörf £'þR0STUR% 22-1-75 BÍLALEIGAN Lækjarkinn 6, Hafnarfirði. Sími 51056. ★ Lögreglan í Firðinum Hafnarfjarðarlögreglan lék heldur betur á piltana, sem ætluðu að gera allt vitlaust í Firðinum á þrettándanum að vanda. Með aðstoð Reykjavik- urlögreglunnar voru heilir bíl- farmar unglinga fluttir upp í Öldutúnsskóla — þar sem skólastjórinn tók á móti þeim og talaði við þa á meðan lög- reglan .hringdi heim til hvers og eins og bað foreldrana að sækja sökudólgana. Voru ekki allir mjög gieiðir, þegar mamma og pabbi komu í skól- ann, enda voru foreldrarnir síður en svo hýrir á svip. Þetta var mesta snjallræði — og ætti að verða viðkom- andi einhver lexía. Má því segja, að áramót og þrettándi hafi farið mjög skaplega fram um allt land hvað ungiingun- um viðkemur. ^ Þokan Enn var þoka um helg- ina hér syðra, óvenjuieg veðr- átta um þetta leyti árs. J á, og óvenjuleg yfirleitt. Xunningi minn, sem nýkominn er heim frá nokkurra ára dvöl í London, taldi þetta samt ekki alvarlegt — og spurði um hvaða þoku fólkið væri að tala. Hann sagðist ekki telja þokuna mikla fyrr en skyggni væri komið niður í tvo til þrjá metra. Annað væri smáræði. — Sem betur fer eigum við slíkt ekki sífellt yíir höfðinu. Keðjur á bílum Sagt var frá því hér 1 blaðinu um helgina, að eitt- hvað væri byrjað að gera við skemmdir í malbikinu í borg inni. Allir, sem aka um borg- ina, komast fljótliga að raun um, að skemmdir hafa orðið óvenjumiklar á akbrautunum í vetur — og eiga margar hol ur sjálfsagt eftir að bætast við — og aðrar að stækka fram til vors. Bílakeðjum er m a. kennt um þessar skemmdir og sjálf- sagt ekki að ástæðulausu. Keðj urnar skemma ekki aðeins ak- brautirnar, heldur iíka bíl- ana. En meðan þær forða okk- ur frá slysum — og ekkert ann- að betra kemur í staðinn — ættum við ekki að andmæla þeim. Hins vegar er óhætt að benda bílstjórum á það, að óþarfi er að aka með keðjur allan veturinn, þót/t þeirra sé þörf við og við. Flestum bílstjórum finnst leiðinlegt að aka á keðjum — og þeir vita líka, að þessi titr- ingur, sem þær valda, fer ekki vel með ökutækið. Þessvegna eru þeir tregir til að setja keðj urnar á fyrr en í fulla hnef- 55 Q c* u, oc Ui a: q H O o w 1—1 w > X Félagsvist verður í Lindarbæ í kvöld kl. 8,30. Fjölmennið. Skemmtinefndin. ana. Mörgum finnst erfitt að koma keðjunum á bílana — og leiðinlegt er það líka. Þess vegna veigra margir sér við að taka keðjurnar aftur af — og hugsa sem svo: Ég gæti komizt af án keðja í dag, en e.t.v. þarfnast ég þeirra á morgun — og ég nenni ómögulega að taka þær af og þurfa svo að setja þær aftur á í fyrramálið. Svo aka menn dag eftir dag á keðjum án þess að þurfa þess — og skemma akbrautirnar, valda sjálfum sér og öðrum, bæjarfélaginu í heild — stor- útgjöldum. Ég veit ekki til • þess að neitt þjónustufyrirtæki géri mönnum þann greiða hér í borg að taka af og setja keðj ur á bíla. Nema þá hjólbarða- vinnustofurnar, þegar þörf er að gera við hjólbarða. Þessi þjónusta ætti hins vegar að fást á benzínstöðvum og hjól- barðavinnustofum, því margir mundu vilja greiða nokkrar krónur fyrir ómakið. Þeir, sem aka á gaddadekkj- um, losna alveg við þetta. Og gaddadekkin fara heldur ekki jafnilla með ökutækin og keðj- urnar. En fara þau nokkuð bet ur með malbikið? Sjálfsagt skemma gaddarnir ekki jafn- mikið og keðjurnar miðað við jafnlangan akstur. En gadda- dekk setja menn hins vegar á að hausti — og taka ekki af bílnuum fyrr en að vori, aka miklu lengur á þeim en menn á keðjum. Það er því vafamál hvort gaddarnir fari nokkuð betur með göturnar en keðj- urnar, þegar öllu er á botninn hvolft. En hvað á að gera? Getum við fundið nokkra lausn á þessu máli? Verðum við ekki að borga fyrir gatnaviðhaldið þegjandi og hljóðalaust, frem- ur en að stofna okkur í meiri hættu í umferðinni? Nóg er hættan samt. Útsölur Nú er útsölutíminn kom- inn. Blöðin eru full af auglýs- ingum um útsölur — og útsóln frýrnar fara á stúfana. Margar fara á útsölu einfaldlega af þvi að það er útsala, ekki vegna þess að þær vanhagi um eitt- hvað, sem þær telja að selja eigi. Svo koma þær auga á eitt hvað, sem þær telja notandi — og kaupa það auðvitað af því að „það er svo ódýrt“. Þæc geta ekki stillt sig. Þegar heim kemur lenda þær svo stundum i hinuru mesta vanda með að nota vör- una — og kannski lendir hún uppi í skáp eða niðri í skúffu og nýtist aldrei. Lendir i ösku tunnunni einn góðan veður- dag. Nú er ég ekki að mæla gegrt útsölum. Sjálfsagt að reyna a3 gera góð kaup, þegar þess er kostur. Og telji einhver frúiu að ég hafi verið ósanngjarn, þá ætti hún að skrifa og láta mig vita. Hún gæti sagt frá því 1 leiðinni hvað hún keypti á út- sölunni, eða útsölunum. Gott tækifæri í fyrri viku var eftirfar- andi auglýsing í Morgunblað- inu: „Hljómsveit óskar eftir söngkonu. Þarf ekki að ver* vön.“ Þarna er loks komið tækifærið, sem þjóðin hefur beðið eftir. Gólfdúkur - Gðlfdúkur Verkamannafélagið DAGSBRÚN Linoleum gólfdúkur í 4 parketmunstrum. Linoleym viðarflísar, ílangar, (90 sm. 1. og 10 cm. br.) ferkantaðar kr. 145 ferm. og 135 ferm.) Plastdúkur með kork og filt- undirlagi. Útvegum fagmenn ef óskað er. LITAVER LITAVER LITAVER Grensásvegi 22. Sími 30280 og 32262.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.