Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1067. Elínborg Pálsdóttir Kveðja frá barnabörnum Fædd 9. janúar 1887, — dáin 25. júni 1966. AMMA okkar, Elinborg Pálsdótt- ir, lézt í Reykjavík hinn 2ö. júní s.l. Hún hefði orðið áttræð í dag, mánudag, hefði hún enn lifað. Þessi fátæklegu orð eru kveðja t Astkær eiginmaður min.n, fágir og sonur, Sveinn Ólafsson rennisimður, lézt á heimili sínu 7. þ. m. Fyrir okkar hönd og annara vandamanna: Dagný Sigurgeirsdóttir og börn, Ólafur Hjálmarsson, Sigríður Þorbergsdóttir. t Hjartkær dóttir okkar Hjórdís Úlla lézt 7. þ. m Jar’ðarförin aug- lýst sdðax. Ásta og Wilhelm Zebitz. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Hávarðsson, Tröllanesi Neskaupstað, andaðist 8. þ. m. Fyrir hönd vandamanna, Sveinþór Magnússon. t Maðurinn minn, Guðmundur Þorsteinn Sigurðsson, bóndi að Enni við Blönduós, andaðist 7. þm. að Héraðs- hælinu Blönduósi. Fyrir mína bönd og annara aðstandenda: Halldóra Ingimundardóttir. t Jarðarför móður minnar, Jóhönnu Jónsdóttur frá Seyðisfirði, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. janúar kl. 1.30. Guðný Sigurbjörndóttir Fanndal. t Jarðarfor konnunnar minnar, Guðbjargar Sigurðardóttur, Bergstaðastræti 34, fer fram frá Fossvogiskirkj.u fimmtudaginn 12. jan. kl. 1,30. — Fyrir mína hönd og Björns sonar okkar. Jón Björnsson. til hennar á 80. afmælisdegin- um. Élinborg Pálsdóttir fæddist að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal, Skagafirði, og ólst þar upp til fullorðinsára hjá foreldru-m sín- um, Guðrúnu Jónsdóttur og Páli Péturssyni bónda. Árið 1909 giftist hún Sigurjóni Benjamíns- syni frá Ingveldarstöðum í Hjalta dal Bjuggu þau nær allan sinn búskap á Nautabúi í sömu sveit, en sú jörð skilur land ættarjarð- anna, Kjarvalsstaða og Ingveld- arstaða. Nokkur ár eftir að þau hættu búskap dvöldust afi og t Jarðarför Aðalbjarnar Sigfússonar, póstafgreiðslumanns, Hléskógum, Selási, fer fram frá Kópavogskirkj u fimmtudaginn 12. jan. kl. 10.30. Athöfninni verður út- varpa'ð. Blóm vinsamlegaisf af- þökkuð, en þekn sem vildu minast hans er bent á Hjarta- og æðavarnaféLagið. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Eiríks Jónssonar, skósmiðs. Ingibjörg Jónsdóttir, Rannveig Þorsteinsdóttir. Guðjón Eiríksson og synir. t Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við útför konu minnar, móður og tengda- móður, Jónínu Guðrúnar Elíasdóttur, Safamýri 75. Björn Jónsson, börn og tengdabörn. t Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarð- arför litla drengsins okkar, Halldórs Guðjóns. Gúð blessi ykkur ölL Margrét Hallgrímsdóttir, Björn Jónsson. t Þökkum samúð og hlutte'kn- ingu við andláf og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Vilhjálms Ásgrímssonar. Erlendur Vilhjálmsson, Guðmunda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, GLsIína Vilhjálmsdóttir, tengdabörn og barnabörn. amma að Ingveldarstöðum, og þar lézt afi á afmælisdegi ömmu fyrir 11 árum. Amma bjó þá átfram á Ingveldarstöðum með Páli syni sínum, allt til vorsins 1964. Þá fluttist Páll burtu. Um haustið fluttist amma með dótt- ur sinni til Reykjavíkur og dvaldist þar til æviloka, að und- anteknum nokkrum hluta sum- ars 1965, sem hún varði heima á Ingveldarstöðum. Bæði amma og afi bjuggu þannig mest alla ævina á þrem- ur samliggjandi jörðum í Hjalta dal norður. Þar undu þau sér bezt. Sú taug var römm, sem batt þau þau þennan stað. Þarna höfðu þau eignazt börn sín, einn son og þrjár dætur, og komið þeim til þroska. Yngstu dóttur sína, önnu, missti amma 1958,að- eins tveimur árum eftir að afi lézt. Anna var þá aðeins 32ja ára. Var dótturmissirinn þyngsta lífsraun ömmu. Barnabörn þeirra afa og ömmu urðu alls 10, og eru þau öll á lífi. Ömmu þar það engan veginn ljúft að þurfa að kveðja Hjalta- dal og flytjast suður í þéttbýlið, jafnvel þótt til barna væri að fara og barnabarna. Hún undi sér aldrei vel í Reykjavík. Henni var borgin annarlegur staður. Þóttu henni líf og athafnir borg- arbúa fánýt og gleðisnauð, en vélar og steinsteypa komnar í milli hennar og náttúrunnar. Sumarið sem hún dvaldist fyrir norðan eftir suðurforina, var henni til mikils fagnaðar. Og Ég þakka ykkur kæru vinr ir og kunningj.ar fyrir kveðj- ur og gjafir á afmælisdegi minum 1. janúar. Sérstakar þakkir til skóla- nefndar Kvennaskólans á Blönduósi, » Húnvetnskra kvenna og gamalla nemenda. Hulda Á. Stefánsdóttir, Blönduósi. Hjartans þakkir færi ég börn- um mínum, tengdabörnum, barnabörnum, frændfól'ki og kunningjum, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 20. des. sl. m,eð skeytum, gjöfum og hlýjiu handtaki og gerðu mér daginn ánægjulegan. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Gísladóttir, Kambsveg 11, Reykjavík. t Alúðarþakkir til allra er sýndu okkur samúð og vin- áttu við fráfall mannsins míns og föður okkar, Ingolfs Abrahamsen rafvirkjameistara, Vesturgötu 21. Margrét Þórarinsdóttir og börn. t Huðheilar þakkir til allra s.em sýndu samú’ð og vinarhug við andlát og jarðarför, Péturs Jóhannessonar, Freyjugötu 38. Sérstakiega þökkum við Gróu Sigfúsdóttur, hjúkrun- arkonu, fyrir veitta aðstoð. Sigurveig Vigfúsdóttir, Steinunn M. Pétursdóttir. syðra geymdi hún jafnan Norð- urland eins og ljós í fórum sín- um. Við barnabörnin munum ömmu ekki unga. En vel munum við hana, eins og hún var á efri árum. Hár hennar var grátt, þeg- ar við munum fyrst, en það var þykkt og sítt. Augnaráð hennar var beint og djarflegt. Hreyf- ingarnar voru kvikar, röskleg- ar, og við munum ömmu sifellt á hreyfingu. því að verk féll henni vart úr hendi allt til dauða dags. Var þar ekki einungis um húsverk að ræða, heldur og margs konar útiverk, að ógleymd um prjónaskapnum. Amma prjón aði ógrynnin öll og hélt þeirri iðju sinni allt til dauða. Var hún snillingur í prjónaskap, og átti það bæði við gerð og hraða. Amma var kona hlédræg og fremur seintekin. Viðmót henn- ar gat verið allt að því hrjúft í fyrstu. En undir yfirborðinu var annarra eiginda og ríkra mjög skammt að leita. Þar bjó einstök hlýja og kærleikur. Má fjölmargt til þess nefna. Okkur er t.d. ofarlega í huga barn- gæzka hennar, ástúð og samúð með lítilmagnanum, mikil ást á dýrum, bæði húsdýrum og villt- um dýrum. Og loks er ógleym- anlegt hið ríka, hljóðláta örlæti sem amma reyndi alltaf að láta ekki á bera. Amma bjó yfir afar sterkri réttlætiskennd. Hún hataði alla sýndarmensku, í hvaða formi, sem hún birtist. Fór amma ekki dult með það álit sitt. Munu kynni hennar af sýndarmennsku borgarinnar ekki hafa aukið neitt á lítinn hlýhug hennar til þéttbýlisins. Loks var okkur minnisstætt, hversu gamansöm amma gat verið, þótt ekki flíkaði hún þeim eiginleika. Hún hafði sérkenni- lega kímnigáfu og sagði stundum skringilegar og mjög fyndnar sögur. Þekking sú og fróðleikur, sem amma bjó yfir, var alveg með eindæmum. Hún var frá bernsku mjög bókhneigð. Hafði hún lesið kynstur af ritum, þ.á.m. margt um íslenzk fræði og þjóðleg. Þróttmikill skáldskapur var henn ar yndi, bundinn sem óbundinn. Á efri árum mun Jakob Thorar- ensen hafa verið henni hugþekk- astur höfundur. Jafnframt þessu fylgdist amma vel með því, sem var að gerast,' heima og erlendis. Lengst og bezt munum við barnabörnin frásagnagáfu og gleði ömmu. Sem börn, ungling- ar, fullorðin, höfðum við mikið yndi af að vera í návist hennar, hlýða á ævintýri og fræðast af henni. Nú er hún dáin, og við hörmum að geta eigi lengur bergt af hennar fróðleiks- og þroskalind. Heilsufari ömmu var tekið að hnigna allmörgum árum áður en hún lézt. Var hún oftlega sár- þjáð. En þar sem í öðru sýndi hún stakt þrek og hugprýði. Hún vann jafnan verk sitt, hversu þjáð sem hún var. Þess er að minnast, af hve fágætu þreki hún annaðist bæði móður sína og síðar maka í langvinnum þraut- upn þeirra. Svo hörð var amma af sér, að oft vissu jafnvel henn ar allra nánustu varla um van- heilsu hennar. Hún æðraðist aldrei. örskömmu fyrir andlátið, er þjáningarnar þyrmdu yfir hana, sagði hún, aðeins: „Ég vildi óská, að hann Pétur bróðir minn þurfi ekki að þjást svona.“ Hann lézt rúmum tveim mán- uðum á etfir ömmu. Þessi kveðjuorð verða ekki öllu fleiri. Þau eru ósköp fá og smá. Ömmu verður engan veg- inn lýst með fáum orðum. Enn síður verður henni lýst með fjálgum orðum. Við hana eiga ekki önnur orð en traust föst og hrein, því að þannig var hún sjálf. Við þökkum henni sam- veruna, allt frá því að við tipl- uðum stuttfætt á eftir henni Um flekkinn til að missa ekki orð úr ævintýrinu, til hinzta dags. Hún er horfin, en minning henn ar mun lifa áfram eins og glóð í hugum okkar. Þegar veikindi ömmu ágerð- ust s.l. vor, þá magnaðist þrá hennar til að komast norðúr, jafnvel þótt hún vissi, að hún kæmist ekki lengra en á sjúkra- hús Sauðárkróks. „Þá verð ég þó komin næstum því alla leiðina heim“, sagði hún. En hún var ekki ferðafær. Hún lézt hér f Reykjavík laugardaginn 26. júní. Hélt dótturdóttir hennar í hönd hennar á banastundinni. Kveðju athöfn öirimu fór fram í Hóla- dómkirkju þann 5. júlí, að við- stöddum flestum hennar beztu vinum. Jarðsett var í heimagraf reit að Ingveldarstöðum, og hvíl- ir hún þar við hlið afa. Þennan dag skartaði fegursta dýrð ís- lenzks vors í Hjaltadal. a. Vopnabann í himingeimnum Moskvu, 7. janúar (NTB) ’ SÉRSTÖK hátíðahöld eru fyrir- huguð í Bandaríkjunum, Bret- landi og Sovétríkjunum í sam- bandi við undirritun samninga um bann við kjarnorkuvopnum í himingeimnum. Haft er eftir opinberum aðil- um í Moskvu að samningur þessi, sem var einróima samþykktur á Allsherjartþingi Sameinuðu þjóð- anna í desemlber sl„ verði undir- ritaður samtdmis með viðhöfn f Washington, London og Moskvu, Er samningurinn talinn mesta framfaraspor stórveldanna í þá átt að koma á vígbúnaðareftir- liti frá því að samningiurinn um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkusprengingar var undirritaður í Moskvu árið 1963, Andrei Gromyko, utanríkisráS herra, mun undirrita nýja samn- inginn fyrir hönd sovézku stjórn arinnar. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16. varalaust gæti það kostað blóðugt borgarastríð og slíta ákvörðun mundi örugglega veikja aðstöðu Suhartos. Því er fleygt í Jakarta þessa dag- ana, að Suharto hafi sett for- setanum úrslitakosti: Annað hvort hverfi hann úr landi fyrir fullt og allt, eða hanu verði leiddur fyrir herrétt. LOKAÐ í dag, þriðjudag, kl. 9—12 vegna jarðarfarar dr. Hermanns Einarssonar, fiskifræðings. Hafrannsóknastofnunin, Kannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.