Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1967. gera, sagði Dick. — Við skulurn í herrans nafni, fá okkur svo- iitla hvíld. Vitanlega gcngum við samt ekki strax til hvílu, en sátum uppi, skröfuðum og drukkum, og meira að segja Dick líka. Nú, er við höfðum gengið beint að mál inu, var eins og okkur létti ofur- lítið, en við vorum bara of þreytt ir og yfirkomnir til þess að njóta þess almennilega. Sumar spurningarnar okkar voru alveg meiningarlausar og svörin eft- ir því, og við vorum teknir að endurtaka sjálfa okkur. Loks skar Dick niður umræðurnar. Hann stóð upip, minnti Braid á, að hann yrði að vera tiltækur að morgni, sagði góða nótt og fór. Við 'hinir sátum eftir í eina minútu, þögulir og utan við okk ur. — Ég er alveg eins og ryðguð kaffikanna innvortis, sagði Kerry. — Og það er eins og all- ar æðar í mér séu fullar af þykkri smurolíu. Ég vil helzt vera á fótum og tala um þetta, en ég er víst enginn maður til þess. Og þið éruð ekki í betra ástandi, svo að ég sting uppá að við höfum okkur öll í bæl- ið. «3* «5mJ* * «$♦ ♦$* *j«*j* ♦*« ’♦“♦••♦*****»**♦* *♦**♦**♦**♦ — Þeir, sem eru með, standi upp, sagði Brad og stóð upp. — Samþykkt. Hafið þið ykkur þá burt! Um leið og hann fylgdi Glendu og Kerry upp stigann, sendi 'hann mér augnagotu, sem þýddi: — Bíddu við. Qg nú hef ég verið að bíða við í tíu mínútur. Á meðan hef- ur Glenda komið sér í rúmið, og sefur nú væntanlega svefni hins uppgefna. Og ég vona, að sama sé að segja um Kerry. Fyrir einni sekúndu heyrði ég gengið um dyrnar hjá Brad. Nú er hann að koma hingað, eftir ganginum........... 23. kafli. Kl. 1.50 f.h. Brad er farinn aftur til her- bergis síns. Tauscher Gerð: Sinfonie eru framleiddir úr 60 denier perlon- þræði. Þeir hafa margfalda endingu á við aðra sokka. Fást í flestum vefnaðarvöru- verzlunum. Þessi gerð er til í litnum CARESSE sem er ljós milli- litur, en eru auk þess væntanlegir í hinum sígilda lit BRONCE Kaupmenn og innkaupstjórar, vinsamlegast hafið samband við okkur sem allra fyrst. Umboðsmenn: ÁGÚSTÁRMANN HF.-SÍMI 22100 30 •*•****** ** Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome vegna var hún enn með hann á sér, þegar hún var myrt. Var það ekki þannig, Brad? — Jú, þannig hlýtur það að hafa verið. — Og hvað sannar það þá, Walker? — Persónulega er ég alveg á sama máli, Steve, svaraði Walk- er rólega. — Ég vona, að vara- saksóknarinn líti eins á málið, en annars er það hans að ákveða það. Hann þagnaði. Við biðum eft- ir, að hann segði meira. Og svo kom það. Walker dró úr högg- inu, eftir því, sem hann gat, vin- gjarnlegur að vanda, en það var nú fullslæmt samt. — Já, við skulum fá hann Dick hingað strax. Hann hefur með sér trygginguna fyrir þig. Venjulega er trygging ekki leyfð þegar svona stendur ú af því að um morð er að ræða, en ég ætla samt að mæla með því. Og ég er viss um, að Morst dómari verð ur vægur — þú verður ekki sett ur í varðhald. Mér þykir það af- skaplega leitt, að svona skyldi fara, Brad, en......já nú skul- um við kalla Dick á vettvang, og ég skal koma með þér, ef þú vilt hringja til hans. Þarna kom 'það. Það varð ekki lengur hjá því komizt að taka hann fastan. í sjálfu sér var það ekki nema fyrsta stig rannsókn- arinnar — en oft vill það nú reynast upphafið að endinum. Brad er nú á lögreglustöðinni, grunaður um morð. 22. kafli. Miðvikudagsmorgun kl. 12.20 f.'h. Brad og Dick komu aftur, fyr ir svo sem klukkutíma, og báðir heldur niðurdregnir. Þeir 'höfðu átt stutta ráðstefnu f skrifstofu Dicks Crossgate, eft- ir að hafa verið á lögreglustöð- inni. Cooley lögreglustjóri hafði sjálfur tekið málið fyrir og ver- ið mjög kurteis. Og eins hafði fundurinn með Morst dórnara verið mjög vinsamlegur. Walker hafði reynt að gera þetta sem vægast, en þegar lögreglustjór- inn er kallaður af Oddfellóa- fundi og dómarinn ræstur upp úr rúminu, þá hlýtur samt eitt- hvað að vera á seiði. Ken Dirkin, gamall skólabróð- ir okkar og blaðamaður hjá Chronicle, var kominn á staðinn eftir fáar mínútur, og fór ekki einn. Með honum var aðkomu- maður að nafni Wilcomib, sem sýndi blaðamannaskírteini — og reyndist vera frá einni stærstu fréttastofunni. Hann hafði kom- ið til Crossgate vegna Lang- málsins, tæpri klukkustund áð- ur, og hafði verið að drekka og skrafa með Ken. í Lindarkránni, þegar þangað hafði borizt fregn- in um það, sem var að gerast á lögreglustöðinni. Dick sagði okk- ur, að Wilcomb 'hefði brugðið við eins og maður, sem vinnur allt, sem í boði er, í fyrsta*leik. Og nú berst sagan út og þar er mest lagt upp úr þessari snilld ar hugdettu Kerry. Þegar fram á morguninn kom, voru komnir þarna óteljandi fréttamenn frá útvarpi og sjónvarpi, sem munu segja umheiminum, að saksókn- arinn í Crossgate 'hafi af sjálfs- dáðum dregið sig í hlé frá stærsta málinu, sem þar 'hafi nokkurn tíma verið á ferðinni, til þess að sleppa við að ákæra bernskuvin sinn fyrir morð, en samtímis ætli eiginmaður myrtu konunnar að verja manninn, sem grunaður er um morð hennar. Jafnframt var það tilkynnt, að Miles Kandall væri settur sak- sóknari í málinu, en hann hef- ur enn ekki látiö hafa neitt eft- ir sér. — Jæja, hér er ekki meira að — Fröken Aðalheiður! Gjörið svo vel að vera ekki með þessar búktalslistir yðar! Hann var meira en klukku- tíma að segja mér sögu sína, ná- kvæmlega og vandlega. Þegar hann 'hafði lokið henni, var eins og honum létti ekkert. Þetta var ekki eitt þeirra skipta, þegar játning léttir á sálinni. Þvert á móti — það að eiga þetta leynd- armál sitt með öðrum — jafn- vel bezta vini — þýðir sama sem meiri áreynslu og óihyggjur, og pað enda þótt henn geti treyst mér betur en nokkrum öðrum. Ég er ekki nema manneskja, eins og allir hinir, og gæti alltaf gloprað einhverju út úr mér, eins og hver annar. Og ‘hér kemur saga Brads, eins og hann sagði mér hana: Hún er eins og tímasprengja. Þegar ég hef hana í hendinni og heyri tifið í henni, get ég skilið og metið ótta Bra<is við sprengi- kraft ‘hennar. Og sannast að segja, er það vægt til orða tekið að líkja þessu við sprengi efni. Ef það skyldi springa, — eins og það getur gert, hvenær sem er — þá sprengir það upp ýms fall- egustu þökin í Crossgate og get- ur náð til alls héraðsins í þokka- bót........ Brad læddist eins og þjófur i sínu eigin húsi, renndi sér á ská og læsti dyrunum á eftir sér. Hann var kominn í slopp og með inniskó. Þegjandi bjuggumst við til að ganga að málinu, sem var honum svo mikilvægt, kveikt- um okkur í vindlum, fengum okkur í glös, og biðum svo þegj- andi til að hugsa okkur um. Brad hóf mál sitt, lágt: —■ Ég veit nú ekki, hvernig þú hefur getað fundið út aðalatriðin í þessu máli, Steve, en það er hins vegar tilgangslaust fyrir mig að liggja lengur á því, sem á vant- ar. Kannski er eirxhver að reyna að koma sökinni á mig. Kannski er það bara ó'heppni, þar sem hvert atvik 'hleðst ofan á annað, mér til foráttu. En eitt er víst, að það 'hefur fest í mér klærn- ar og það er fjandans lítið — ef nokkuð — sem ég get gert til þess að slíta mig iausan. — Það skulum við afihuga. Byrjaðu á byrjuninni. Hvernig hófst þetta raunverulega? — Þú getur rakið það margar kynslóðir aftur í tímann, ef þú villt teygja þig svo langt, Ræt- ur þess eru hjá fólki, fólki eins og það er, í því góða og illa í þessu fólki, aðallega því illa. Þeii góðu deyja ungir en 'hinir vondu lifa áfram til að koma öllu í vitleysu. ......En þetta nægir víst ekki til að koma okk- ur af stað, finnst þér. — Reyndu að segja mér frá fyrsta sambandinu þínu við Mc Neary. Var það ekki þegar þú réðir 'hann sem einkaspæjara? Eitthvað í sambandi við Joyce? Það var eins og 'hann stirðn- aði ofurlítið upp. — H’vað kem- ur þér til að halda, að þetta sé í einhverju sarnbándi við Joyce Martin? — O, það er ýmislegt, sem ég man. >ú varst illa sleginn, þeg- ar hún hljópst á brott með þess um hrokkinihærða glæpamanni sínum. Ég man eftir, að mér bótti bað furðuleet. að bað skyldi koma ennþá meira við þig en foreldra hennar. Að minnsta kosti leyndirðu því verr en þau. Það var ekki nema eðli- legt, því að bæði ég og aðrir héldu, að þið yrðuð orðin gift, hvaða dag sem vera vildi. En hinsvegar vildi ég aldrei trúa þvi, að Martin hjónin mundu gefa ‘hana upp á bátinn sem týna sál, án þess að gera minnstu tilraun til að bjarga henni. — Þetta er misskilningur, sagði ég. — Þau reyndu til þess — með minni hjáip. — Það datt mér í hug. Ég minnnist þess, að tvisvar sinn- um hvarfstu úr bænum á em- hvern dularfullan hátt. í fyrra skiptið varstu að heiman í viku og í seinna skiptið lengur — og í hvorugt skiptið varstu í fríi, eins og þú gafst okkur í skyn. Brad brosti dauflega. — Nei, ég fór víst ekkert hönduglega að þessu. f bæði skiptin bauðst ég til að leita að Joyce og Martin- hjónin samþykktu það. Fyrra skiptið var sköinm'u eftir að 'hún anaði í hjónabandið með þess- um olíusmurða lúsablesa, sem hét Lucio. Við höfðum frétt af henni og það frá svo ólíklegum stað eins og Niagara Fallg. Þetta voru stutt bréf: — „Verið þið mér ekki of gröm — við erum afskaplega lukkuleg — óskið okk ur til hamingju.“ — En þegar ég kom til Niagara Falls, voru þau nýfarin þaðan, en ég gat með lítilli fyrirhöfn rakið slóð- ina þeirra til Atlantic City. — Og þú framdir þessar njósn ir einn þíns liðs? Kom enginn McNeary þar við sögu? — Þess gerðist enn ekki þörf. Ennþá var þetta auðvelt, en svo tók að þyngjast róðurinn. Hafði ég haft nokkra von um að geta fengið Joyee til að koma ’heim aftur og vera skikkanlega, þá fór sú von brátt út um þúfur, eða um leið og ég hitti hana. Her- bergið hennar var allt fullt af rósum. Hún átti tvær minkakáp- ur og fullt af fínagta fatnaði. Hún ljómaði af gleði. Annars sá hún þennan spánýja eiginmann sinn ekki oft — hann var milii- göngumaður, skilurðu og starf- semin við peningavélarnar tók allan tímann hans á nóttunni, en henni var alveg sama um það. Hún hafði aldrei verið 'hamingju samari. Ég efaðist ekkert um það — og það var ekki einu sinni vegna allra peninganna, sem Lucio eyddi í hana — sem flest- ir vöru illa fengnir, grunaði hana. Nei, það var vegna þess, að hún hafði fupdið þann heim, sem hún þráði — spenning, glæsileik, ævintýri. Já, og svo ýmislegt misjafnt, sem gat gert hjónabandið glæsi- legra — og vitundina um að vera að bjóða lögum og rétti byrginn, og svo siðareglum leiðin legs fólks....... — Hún sagðist aldrei mundu fara 'heim, aldrei! IHún hataði ( þetta, sem hún kallaði trúthræsni föður síns og leiðinlega harð- stjórn móður sinnar. Væri hún nógu langt frá þeim, hefði hún það frjálsræði, sem hún hefði alltaf sótzt eftir. „Þetta er mitt lif og það er rét-t að byrja“, end-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.