Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1967. Sýning Höskuldar Björnssonar í Hveragerði ÉG HBF átt þess kost 0111 langt árabil, að kynnast verkum Höskuldar Björnssonar, og alltaf mér til mikillar ánægju. Strax í aesku lagði Höskuldur út á svellbólstra og hörsl hinn- ar hálu og viðsjálu listamanns- brautar. Hann aflaði sér þá þeg- ar góðrar kennslu, bæði hér og erlendis en var annars að lang mestu leyti sjálfmenntaður lista- maður, enda skiptir það méstu máli hvaða árangri hver maður nær í viðleitni sinni til fullkomn- unar í hverju sem er. Þrátt fyrir sífellt og hvíldar- lítið ofbeldi vanheilsu, var Hösk- HARÞURRKAN FALLEG Rl • FLJÓTARI • 700W hitoelemenL stiglous hitastilling 0—80°C og „turbo'* loftdreiforinn veita þeegilegri og fljótari þurrkun • Hlióölót og truflor hvorki útvarp né sjónvarp • FyrirferÖarlítil í geymslu, því hjólminn mó leggja saman • Með klemmu til festingar ó herbergishurö, skóphurö eÖa hillu • Einnig fóst boröstativ eöá gólfstativ, sem leggja mó saman • VönduÖ og formfögur — og þér getið valið um tvær follegar litasamstæöur, blóleita (turkis) eöa gulleita (beige). • ÁbyrgÖ og traust þjónusta. Og verðið er einnig gott: Hórþurrkan ............... kr. 1115.00 Boröstativ ............ kr. 115.00 Gólfstotiv ................ kr. 395.00 FYRSTA FLOKKS FRÁ.... uldur Björnsson alla tíð hinn leitandi maður og á þroskunar- ferli allt til æfiloka. Með óaflátanlegri þjálfun og fegurðarsmekk. tókst honum að skapa sér sinn eigin sérstæða listaheim með verkum sínum, heim hinnar óspiltu fegurðar. Höskuldur Björnsson var einn hinna frjálsu listamanna, sem alltaf sigldu sinn eigin sjó, og skeytti mest lítið um veðurfar í lofti tízkunnar. En hann var sanngjarn maður, sem viður- kenndi fegurð lífsins og listar- innar í hvaða stíi eða tízku, sem hana er að finna, en fegurðardís hans gjörði strangar og sérstæð- ar kröfur. Og ekki sízt nú upp á síðkastið enda er það alþýðan, þjóðin, sem viðurkenndi list Höskuldar og vitanlega er það hennar dómur, sem æ og æfin- lega er og verður hinn eini sanni og rétti dómur. „Eldhjarta slær“ o.s.frv. segir stórskáldið Einar Benediktsson. Engan mann hef ég heyrt tala af jafn hjartnæmri tilfinningu, um fegurð gamla íslenzka byggingar- stílsins eins og Höskuld, enda hefur hann teiknað og málað fjölda íslenzkra sveitabæja og kofa, utanhúss og innan. af næm um skilningi á þeirra sérstæðu og frábæru fegurð, enda kom okkur Höskuldi saman um það, að sveitabæjar stíllinn sem kall- aður var, hlyti fyrr eða síðar að verða fyrirmynd mikillar sér- stæðrar húsagerðalistar hér á landi. Allskonar gömul búsáhöld, gamlar bækur, amboð og skraut- munir voru meðal annars fyrir- myndir Höskuldar. Slíkum hlut- um hefur hann raðað upp á list- rænan hátt, og gjört af hinar fegurstu myndir. Slíkar myndir Höskuldar, m.a. af eldgömlum, skinnklæddum, þaulllesnum og margþvældum bókum ásamt út- skornum rúmfjölum að ógleymd um lýsislömpum o. fl. o. fl. eru flestar hreinustu gersemar. Þess- ar myndir hans eru flestar frem- ur smáar. — Fegurð perlunnar fer ekki eftir stærðinni. Það mun vera eitt aðal ein- kenni sannra mikilmenna, að státa sem minnst af verkum sín- um. Þess þarf ekki, enda er grobbið alltaf minnimáttar- RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA Óðinsgötu 7 - Sími 20255 Opið mónud.-fimmtud. 2-7, föstud.-laugard. 2-5 Dömur - loðskinn Mikið úrval af loðskinnum í alls konar húfur, trefla, kraga, skíðafatnað. Einnig glæsilegt úrval í pelsa og keipa. UNNUR ERÍKSDÓTTIR, feldskeri, Skólavörðustíg 18 IV. h. Sumarkjólar - lækkað verð Sumarkjólar frá fyrra ári verða seldir með mikl- um afslætti, fjölbreytt úrvalt allt að 50% afslátt- ur. Flestir af kjólunum hafa ekki verið til sýnis áður. LAUFIÐ, Laugaveg 2. Vinna Óskum að ráða mann í bifreiðaverzlun okkar. Sumarvinna getur komið til greina. GARÐAR GÍSLASON H.F. Hverfisgötu 4—6. kennd og uppfylling í hlut þess sem á vantar. Ég á það til dæmis enn ógert, að heyra Höskuld hæla verkum sínum og þegar maður bar lof á þau dró hann frekar úr, en hitt. Höskuldur Björnsson var alla tíð hið hávaðalausa kurteisa og virðulega prúðmenni og þessir eiginleikar finnst mér sindra út úr verkum hans. Strax á unga aldri dró hann sig út úr skark- ala veraldarinnar. á Hornafirði austur, en þar er hann fæddur og uppaliinn og þar hefur hann gjört hinum fögru æskustöðvum sínum góð skil með pensli sínum og litlum. Á Laugarvatni bjó hann einn- ið langdvölum, og síðast í Hvera- gerði í æðimörg ár. Frá öllum þessum bústöðum sótti hann á sumrin á náðir hinnar íslenzku fegurðar sem trauðlega á sinn líka. Þjóðsagnarmyndir og eigin hugmyndir hefur Höskuldur einnig framleitt á pappír og lér- eft. Hann var mikill og oft undra nákvæmur teiknari. Þá er þó enn ótalinn sa þátturinn sem kannski var einna ríkulegust sér- grein Höskuldar. en það eru hin- ar dásamlegu fuglamyndir í þeirra eigin umhverfi á Hörna- firði og víðar. Þeim málverkum Höskuldar hefur Guðmundur frá Miðdal gjört ágæt skil á prenti, sem og öllum málverkum Höskuldar, enda var Guðmundur einn þeirra sem frá því fyrsta viðurkenndi verk hans með hrifnmgu. Og sökum víðförli sinnar hafði Guðmundur jafnvel manna beztan samanburð. Lita- snilld Höskuldar var oftast með yfirburðum. Frú Hallfríður Pálsdóttir ekkja Höskuldar, heldur nú sýningu á verkum hans í Bláskógum 2 í Hveragerði. 2. páskadagur 1967. Ríkarður Jónsson. KERENSKY MAÐURINN, sem beið ósig- ur fyrir Lenín fyrir 50 árum í baráttunni um, hvor skyldi ráða örlögum Rússlands, hef- ur lifað þann dag að sjá los- að um taumana í Rússlandi, eins og „óhjákvæmilegt" var. Alexander F. Kerensky, nú á 86. aldursári, eyðir útlegð sinni sem nú er orðin löng, í Bandaríkjunum við að rita og flytja fyrirlestra um Sov- étríkin. Hann var forsætisráð herra Rússlands í 7 mánuði, áður en hann flúði Bolshe- vikabyltinguna árið 1917. Hann hélt fyrst til Frakk- lands, en með heimsstyrjöld- inni síðari kom hann til Ameríku. Kerensky flutti nýlega fyr- irlestra við háskólann í Massa chussetts. Þegar rætt var við Kerensky á heimili prófessors í Amherst, sýndi hann ró og fíngerða tign ellinnar. Honum lætur betur að mæla á rúss- nesku en ensku, en í henni tekur hinn mikli orðaforði hans málfræðiþekkingunni fram. Eftir að hafa sagt sögu sína af byltingunni síðastliðin 50 ár, eða síðan bandarísk sendi ráðsbifreið flutti hann fram hjá múgnum, sem gerði áhlaup á Vetrarhöllina, þar sem nú heitir Leníngrad, hef- ur frásögn Kerenkys af því, Alexander Kerensky hvernig fyrst Lenín og síðan Stalín tóku völd, mótazt. En seinni tíma þróun innan Rússlands kemur manninum, sem kom til valda eftir tsar- inn, til að varpa nýju ljósi á málin. Kerensky er þeirrar skoð- unar, að rithöfundahreinsan- irnar í fyrra í Sovétríkjunum séu mikil framför frá valda- tímum Stalíns, „þegar rithöf- undar mótsnúnir stjórnskipu- laginu voru drepnir." Hann segir, að réttarhöldin og sak- felling Sinyavskis og Daniels fyrir að smygla gagnrýnandi skrifum til Vesturveldanna ,sýni, að af sé sú tíð, þegar þaggað var niður í rithöfund um með því að drepa þá.“ „Eftir langa og erfiða bar- áttu,“ segir Kerensky," var óhjákvæmilegt að smámsam- an yrðu endurreist frumstæð- ustu stjórnmála- og mann- réttindi fólksins." Hann ræðir, hvort komm- únismi sé stefna framtíðar- innar. „Endurbót var óhjá- kvæmileg, árangur reynslu. endurskoðun Marxismans ger its æ djúptækari." Kerensky vísar til nýafstað innar heimsóknar Kosygins forsætisráðherra, til Frakk- lands og segir Sovétleiðtog- ann sjálfan hafa sagt: „Ein- angrun og aðskilið efnahags- líf veikir ríkið, styrkir það ekki.“ „Þrýstingurinn er nú frá hinum nýju kynslóðum, stú- dentum, sem búast við meiru“, segir hann. „Versti hluti einræðisins leið undir lok með dauða Stalíns. Stjórn in skilur nú, að nauðsynlegt er að veita nokkra tilslökun til að ná viðundandi þjóð- félagslegum og fjárhagsleg- um skilyrðum." „Ég furða mig á sérfræðing unum, Kremlínfræðingunum, sem skilja ekki að kenning Marx um söguþróun er röng. Marxisma er eytt, ekki með skrifum eða áróðri með þró- un lífsins.“ 1 ÞÆT TIR DölVl SIV1 ’AL Bœtur vegna galla á íbúð NÝLEGA var kveðinn upp I Hæstarétti dómur í málinu, sem Orri Gunnarsson, Reykjavík, höfðaði gegn Jóni Ólafssyni, Kieppsvegi 20, Rvík, tU greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 80.412.42, en mál þetta reis vegna galla á íbúð, sem Orri keypti af stefnda, Jóni Ólafs- syni. Máiavextir eru þeir, að með ■' ali dagsettu 1. september 1962 keypti stefnandi 3ja her- bergja kjallaraíbúð í húsinu nr. 1 við. Bugðulæk hér í borg Stefnandi flutti í íbúðina 8. okt- óber sama ár. Nokkrum dögum síðar kom í ljós, að raki var í gólfum íbúðarinnar. Stefnandi skýrði svo frá, að er hann hafi skoðað íbúðina fyrir kaupin, hafi hann tekið eftir, að gólf- dúkur fyrir framan baðherbergi og í baðherberginu hafi verið laus á köflum. Af því tilefni kvaðst hann hafa innt Jón Ól- afsson eftir því, hvort um raka gæti verið að ræða. Sagði stefn andi, að Jón hefði svarað þvl til, að þetta myndi ekki stafa af raka, heldur af því, að hita- lögn væri þar undir og límið hefði gefið sig af þeim sök- um. Eftir að stefnandi flutti 1 íbúðina kvað hann rakann hafa aukizt mjög og með bréfi dag- settu 11. marz 1963 óskaði stefn- andi eftir dómkvaðningu mats- manna „til þess að skoða um- rædda íbúð og láta í ljós álit sitt á því af hverju umræddur leki stafar svo og að meta til peninga, hvað kosta muni að bæta úr þessum göllum og á hvern hátt það bezt yrði fram- kværnt." Niðurstaða matsmanna var sú, að allmiklar viðgerðir þyrfti að framkvæma og var áætlaður kost.naður við þær 45.000.00. Stefndi, Jón Ólafsson skýrði svo frá, að Orri Gunnarsson Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.