Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1967. Úsannindi Framsóknar um afstööuna til EFTA og EBE j< Stefnuleysi og örvœnfing mótar nú baráttuaðferÖir framsóknar- málgagnsins j< Þeim mun stœrri fyrirsagnir - sem ósannindin eru meiri EITT af þeim meiriháttar málum, sem Framsóknar- flokkurinn hefur gjörsam- Iega vikið sér undan að taka ábyrga afstöðu til, eru markaðsmálin, þ. e. hvernig íslendingar eigi að bregðast við hækkandi toll múrum og versnandi sam- keppnisaðstöðu af völd- um markaðsbandalaganna, sem öll ríki Vestur-Evr- ópu nema íslendingar, hafa leitað eftir einhverskonar tengslum við. í stað ábyrgrar afstöðu, hefur „Tíminn“ svo RÁÐ- IST MEÐ DYLGJUM OG STAÐLAUSUM FULL- YRÐINGUM að stjórnar- flokkunum og fullyrt, að þeir ætluðu að „innlima ís land I Efnahagsbandalag Evrópu“ og aðild að EFTA nú sé „fyrst og fremst hugsuð sem fyrsti áfangi inn í Efnahagsbandalag- ið.“ — HÉR ER UM STAÐ- LAUS ÓSANNINDI AÐ RÆÐA. Sú stefna, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mótað andspænis þeim erfiðleikum, sem um skeið hafa gert vart við sig á þessu sviði — og stöðugt fara vaxandi, er eftirfar- andi: 1) Kannaðir verði „end- anlega möguleikar Islands til þátttöku í Fríverzlun- arbandalaginu (EFTA) og leitað aðildar að því, FÁ- IST HÚN MEÐ VIÐHLÍT- ANDI KJÖRUM og þau kynnt öllum þeim, sem hagsmuna eiga að gæta“, sbr. ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í sl. mánuði. 2) „FULLKOMNIR AÐ- ILAR EFNAHAGS- BANDALAGSINS GET- UM VIÐ EKKI ORÐIÐ, vegna þeirra skilyrða, sem þar eru sett“, sbr. ræðu for manns Sjálfstæðisflokks- ins, dr. Bjarna Benedikts- sonar, á Landsfundinum. Það er því alrangt, gjör- samlega út í hött — og gegn betri vitund, þegar „Tíminn" blygðunarlaust heldur því fram, að stjórn- arflokkarnir ætli að beita sér fyrir aðgerðum, sem þýða muni „réttindi fyrir alla þegna Efnahagsbanda- lagsríkjanna til að reka hér fyrirtæki, stunda hér atvinnu, kaupa hér fast- eignir o. s. frv.“, en þannig kemst hið ósvífna málgagn Framsóknarflokksins að orði í gær. Það er furðuleg óskamm feilni og LÝSIR BEZT ÞEIRRI ÖRVILNUN SEM NÚ GRÍPUR UM SIG HJÁ FORKÓLFUM FRAMSÓKNARFLOKKS- INS, að slíkum ósannind- um skuli vera haldið fram. Sjálfur hefur hann ekki treyst sér til að taka neina afstöðu í málinu, en ræðst svo að öðrum með algjör- um ósannindum. ÞEIR SEM SLÍKT Á- BYRGÐARLEYSI SÝNA, ERU EINSKIS TRAUSTS VERÐIR. Það munu kjós- endur sýna í kjörklefan- um. — Um þetta efni er rætt í „Reykjavíkurbréfi" á bls. 17. IMorðurlandi vestra FRAMBOÐSFUNDIR á Norður- landi vestra verða sem hér seg- ir: Hvammstanga 29. maí kl. 20.00. Húnveri 30. maí kl. 14.00. Blönduósi 30. maí kl. 20.00. Skagaströnd 31. maí kl. 20.00. Steinstaðaskóla í Lýtingsstaða- hr. 1. júní kl. 14.00. Hofsósi 1. júní kl. 20.00. Siglufirði, 2. júní kl. 20.00. Sauðárkróki 4. júní kl. 20.00. Kappræðufundur d ísafirði TJNGIR Sjálfstæðismenn og ung ir Framsóknarmenn í Vestfjarða kjördæmi efna til kappræðufund ar um landsmál og héraðsmál í Alþýðuhúsinu ísafirði á morg- un mánud. 29. maí kl. 20.30. Af 'hálfu ungra Sjálfstæðismanna eru framsögumenn Guðmundur Agnarsson, verzlunarmaður í Bolungarvík, formaður FUS í N- Isafjarðarsýslu og Þór Hagalín ’form aður FUS í V-ísafjarðar- sýslu. Framsögu af hálfu ungra Fram sóknarmanna hafa Guðmundur Hagailínsson, Ingjaldssandi og Ólafur Þórðarson, Suðureyri. Fundarstjórar verða Jens Krist mannsson formaður Fylkis FUS á ísafirði og Guðni Ásmundsson, formaður FUS á ísafirði. Ungt fólk á ísafirði og nágrannabyggð um er hvatt til að fjölmenna á þennan fund og kynna sér málflutning og skoðanir hinna ungu talsmanna tveggja stærstu stjórnmálaflokkanná. Ingólfur Jónsson Steinþór Gestsson Fundur í Hverugerði unnað kvöld Sjálfstæðisfélagið Ingólfur í Hveragerði og fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganná í Árnessýslu halda almennan stjórnmálafund í Hótel Hveragerði á morg- daginn 29. maí klukkan 21. islenzkar mæðgur slasast í Eþíðpíu — Maður konunnar beið bana Addis Abeba, 26. maí. AP. FRÚ F.I.ÍN Finborud, þrítug is- lenzk kona norsks verkfræð- ings slasaðist ásamt dóttur sinni í bifreiðaárekstri í Eþíópíu síð- astliðinn sunnudag. Maður henn ar, Finn Trygve Finborud lézt af völdum slyssins, og hefur lik hans verið brennt. Öskunni verður flogið til Osló, síðar í vikunni. Fimm ára gömul dóttir þeirra hjóna var í annari bif- reið á eftir foreldrum sínum og sá slysið. Læknar við „Princess Tsehai“ sjúkrahúsið í Addis Abeba sögðu í gærkvöldi, að frú Elín og átta ára gömul dóttir hennar væru úr lífshættu. Slysið varð 138 km. austur af Framboðsfundir á J Sjónvarp í Sjálfstæðishús- inu í Hafnar- firði ATHYGLI Hafnfirðinga og þeirra sem búa í nágrenni Hafnarfjarðar er vakin á því, að sjónvarpi hefur verið komið fyrir í Sjálfstæðishús- inu Hafnarfirði og gefst mönnum þar kostur á að fylgjast með sjónvarpsdag- skrám vegna kosninganna. Addis Abeba, þegar Finborud hjónin ásamt þremur öðrum norskum fjöl- skýldum voru að koma frá As- ela þar sem Finn Trygve hafði verið að líta eftir fram- kvæmdum. Á leiðinni til baka höfðu þau við- dvöl við Sodore, sem er sumar- dvalarstaður. Á leiðinni út á að- albrautina við sumardvalarstað- inn lentu þau í árekstri við lang ferðabifreið, á þröngum, ryk- ugum hliðarvegi. Arna Aske- land, norski konsúllinn í Addis Abeba, sem ók á eftir þéim, flutti hina slösuðu aftur til As- ela, en Finn lézt, áður en hann komst í sjúkrahúsið. Frú Elín, sú dóttir þeirra sem slasaðist, og lík Finns voru flutt með þyrlu til Addis Aheþa. Frú Elín hafði handleggsbrotnað og rif- beinsbrotnað og dóttir þeirra skarst í andliti og meiddist á hendi. Boigornes SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Borgarnesi hefur opnað kosn- ingaskrifstofu að Skallagríms- götu 3, sími 93-7398 Meira smygl AUK þeifra 1200 „kartona" af sigarettum sem fundust í ms. Goðafossi sl. föstudag, hefur nú 'fundizt gólfteppi og ýmis smá- Varningur. Morgunblaðið bafði samband við Ólaf Jónason, full- trúa tollstjóra, i gær, og sagði 'hann að enui væri verið að leita og fylgjast með uppskipun. Á fimmta hundrnð manns d vormóti í Stnpn SJALFSTÆÐISMENN efndu til fjölmenns og glæsilegs vormóts að Stapa í Njarðvíkum i fyrra- kvöld. Hátt á fimmta hundrað manns sóttu vormótið og var sérstaklega áberandi hve margt Framboðsfundir á Vestfjörðum ungt fólk var þar saman komið. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra flutti ræðu en stutt ávörp fluttu alþingismennirnir Sverrir Júlíusson, Axel Jónsson og Matthías Á. Mathiesen. Lúdó og Stefán léku fyrir dansi og óperusöngvaramir Sig- urveig Hjaltested og Guðmund- ur Guðjónsson sungu eingsöng og tvísöng. Loks flutti Karl Ein- arsson gamanþátt. í gærkvöldi efndu Sjálfstæðismenn í Reykj- arneskjördæmi einnig til vor- móts í Félagsgarði í Kjós. SAMEIGINLEGIR framiboðs- fundir stjórnimálaflokkanna í Vestfjarðakjördæmi verða sem hér segir. í dag verða fundir í Króks- fjarðarnesi kl. 3, 29. maí, að Birkimel í Barðastrandahreppi kl. 2 og á Patreksfirði og Tálkna firði sama dag kl. 8.30. 30. maí verða fundir á Bíldud-al og þing eyri kl. 8.30, 31. maí á Flateyri ag Suðureyri kl. 8.30, 1. júní i Bolungarvík og Súðavík kl. 8.30 og 2. jiúní á ísafirði M. 8.30. Frambjóðendiur allra flokka tala á þessum fundum. 1064 FRÉTT Mbl. um fjölda þeirra landi eystra kvenna, sem sottu siðasta ^ kaffikvöld kvenframbjóð- enda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík reyndist ekki fyVli lega nákvæm. Sagt var að yfir 950 konur hefðu sótt þetta kvöld, þær reyndust vera 1064. (J tvarpsumræð- ur á Norður- ÁKVEHIÐ hefur verið að útvarpsumræður fyrir Norð- urlandskjördæmi eystra farl fram í gegn um endurvarps- stöðina að Skjaldarvik þriðjudaginn 30. mai og föstu daginn 2. júni og hefjast þær kl. 20.00 báða dagana. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Steinþór Gestsson bóndi Hæli. Að loknum framsöguræðum verða svo frjálsar umræður. Allir eru velkomnir á fundinn. tír stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins MEÐ samvinnu við sveitarfélög og einkaaðila verði unnið að sem víðtæk- ustum framkvæmdaáætlunum í þeim tilgangi að stuðla að sem hag- kvæmastri notkun framkvæmdafjár. Sýslu- og sveitarfélög verði jafn- framt efld með því að fela þeim stjórn þeirra mála, sem þau geta betur af hendi leyst en ríkisvaldið, enda sé þeim séð fyrir tekjustofnum til að greiða kostnaðinn af aukinni starfsemi. Ennfremur verði áfram unnið að samningu byggðaáætlana fyrir land $fjórðungana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.